Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjúkrahús Reykjavíkur í vanda: Beinagrindastrætó á götuna SAMKOMULAG hefur tekizt milli Strætisvagria Reykjavíkur og auglýsingastofunnar Hvíta húsið um „beinagrindaauglýsingnna" svokölluðu. Eins og menn muna neitaði SVR að aka með umrædda auglýsingu, því farþegarnir áttu að vera hluti hennar. Samkomu- lagið felst í því að andlit eru límd á glugga strætis- vagnsins, beint fyrir ofan beinagrindumar. í um- ræddri auglýsingu er verið að vísa til hollustu osts. Veðurfræðingnr um stöðu ósonlagsins yfir norðurhveli Abyrgðarleysi að hræða fólk á útiveru „HREYFING og útivist er öllum til góðs og það að hræða fólk frá því, er að mínu mati stórfellt ábyrgðar- leysi," sagði Barði Þorkelsson jarð- fræðingur hjá Veðurstofu íslands, þegar hann var í gær spurður um stöðu ósonlagsins yfir norðurhveli. „Það er ekkert að því að vera í sólinni. Menn þurfa bara að virða þá almennu reglu að fara varlega og forðast bruna. Ef verið er að vara fólk við því að vera úti hér, ætti að byija á því að telja menn af því að fara til sólarlanda því sólin er miklu hærra á lofti þar og ósonlagið þynnra en hér ef eitthvað er. Þannig að sú útfjólubláa geislun, sem nær mönnum þar, er miklu meiri en hér á landi, af eðlilegum ástæðum.“ Þynningar ósonlagsins varð fyrst vart á árunum 1975-80 og hefur það þynnst að jafnaði um 7-10% á und- anförnum tuttugu árum vegna notk- unar efna, sem berast upp í efri loft- lög og valda ósoneyðingu, að sögn Barða. Fyrst og fremst er orsakanna að leita í klórflúorkolefnum og bróm- samböndum, sem einnig eru nefnd halónar. Yfir íslandi hafi ósonlagið þynnst minna en meðaltalstölur á sambærilegum breiddargráðum gefi til kynna og ástandið þessa sumarmánuði sé í allgóðum farvegi. Öruggara hér en við Miðjarðarhafið „Það er alltaf mjög hollt og gott að vera úti og það er hætt við því að mannsævin yrði talsvert skemmri ef við húktum alltaf inni og þyrðum ekki út,“ segir Barði. Hann bætti við að ekki væri heldur neitt sér- stakt tilefni til að hræða fólk frá því að fara til sólarlanda vegna óso- neyðingar. Þeim, sem óttuðust þetta hinsvegar, mætti benda á að útivera hér á landi væri öruggari en útivera við Miðjarðarhafið. Auðlindanýting á Viktoríuvatni 200 tegundir eru útdauðar vegna mistaka BRYNHILDUR Dav- íðsdóttir visthag- fræðingur tekur þátt í alþjóðlegu verkefni um hagkvæma nýtingu fiskistofna á Viktoríuvatni í Afríku. Verkefnið er styrkt af Alþjóðbankanum, FAO og ESB. Brynhildur segir að mikil mistök hafi verið gerð við nýtingu vatnsins. Um 200 fiskitegundum í vatninu hafí verið útrýmt og að margra mati sé hætta á að lífkerfi vatnsins hrynji. „í kringum 1960 var ný fisktegund sett í Viktoríu- vatn. Þetta er hinn svokall- aði Nílarkarfi, sem er að finna í nokkrum vötnum í Afríku. Þetta er stór fiskur sem gefur mikið af sér og auðvelt er að veiða. Um 1980 fór Nílarkarfinn að Ijölga sér mjög mikið, en á sama tíma varð algert hrun hjá þeim fiskistofnum sem voru þar fyrir. Á fáum árum hurfu um 200 fiskitegundir sem eru hvergi ann- ars staðar til í heiminum. Ein af þeim spurningum sem ég er að fást við er hvort Nílarkarfinn á sök á þessu hruni eða hvort or- sökin er ofveiði eða eitthvað ann- að. Það er vitað að þessi karfateg- und er ránfiskur, sem étur aðrar fisktegundir. Vísindamenn hafa þess vegna varpað fram þeirri til- gátu að hann hafi hreinlega étið hina upprunalegu fískistofna og útrýmt þeim. Eg er einnig að skoða samband milli ástands fiskistofna og þeirrar staðreyndar að vatnið er súrefnis- snautt undir 20 metrum. Er það orsök eða afleiðing þess að svo margar tegundir hafa orðið út- dauðar? Það sem talið er að hafí gerst er að þessar tegundir, sem eru nánast útdauðar í dag, lifðu á þörungum. Þegar tegundunum fækkaði, vegna ofveiði eða vegna áts Nílarkarfans, kemur fram svo- kallaður þörungablómi. Við dauða falla þörungar á botninn, rotna og við rotnunina myndast súrefnis- þurrð. Ástandið er orðið svo slæmt í dag að vatnið er súrefnissnautt undir 20 metrum.“ - Er ekki ljóst að þarna hefur orðið mikið umhveríisslys? „Jú, það er óhætt að fullyrða það. Líffræðilegum fjölbreytileika Viktoríuvatns hefur verið líkt við Galapagoseyjar. Fyrir 15-20 árum var hægt að finna þarna yfir 300 tegundir af sömu ætt fiska. Þetta lífríki var einstakt, en því miður er það horfíð. Menn óttast að þetta haldi áfram og tegundunum í vatninu eigi enn eftir að fækka. Vísindamenn hafa einnig komist að því að þegar fæða Nílarkarfans minnkar fer hann að éta karfaseiði. Menn sjá það nú þegar í Viktoríuvatni, að hann er farinn að éta seiðin sem hann get- ur af sér. Erlendir fjárfestar, sem hafa lagt mikla fjármuni í að byggja upp fiskiðnað við vatnið, og alþjóðlegar þróunarstofnanir óttast að þróunin haldi áfram og veiði á Nílarkarfa hrynji líkt og gerst hefur með aðra -------------- fískistofna í vatninu. Ef þessi þróun heldur áfram og tegundunum í vatninu fækkar enn frekar og fiskistofnanir —— minnka meira en þegar er orðið verða afleiðingamar fyrir íbúana sem búa við vatnið mjög alvarleg- ar. Mikill hluti þess fólks sem býr við vatnið byggir afkomu sína með beinum eða óbeinum hætti á gæð- Brynhildur Davíðsdóttir ►BRYNHILDUR Davíðsdóttir er fædd 1968. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988 og prófi í líf- fræði við Háskóla Islands 1991. Hún lauk mastersprófi í um- hverfis- og auðlindastjórn frá Boston háskóla 1995 og stundar núna doktorsnám í hagrænni umhverfisfræði þar sem hún nýtir sér þekkingu sína í Iíf- fræði og hagfræði. Doktors- verkefni hennar er nýting fiski- stofna í Viktoríuvatni. Það er unnið fyrir tilstyrk Alþjóða- bankans, FAO og ESB. Unnusti Brynhildar er Einar Örn Sig- urdórsson. Ný fisktegund sett í Viktoríu- vatn um 1960 um þess og því sem það gefur af sér.“ - Er fiskurinn í vatninu mikil- vægur þáttur í fæðuöflun íbúanna? „Já, hann er það. Fiskurinn er uppistaðan í próteinneyslu þeirra. Innfæddir hafa í gegnum tíðina borðað mikið af fisktegundum, sem nú eru annaðhvort útdauðar eða eru í mikilli lægð. Þeim líkar ekk- ert sérstaklega vel við Nílarkarf- ann; finnst hann ekki eins bragð- góður og hinar tegundimar.“ - Hvernig er veiðum á vatninu stjórnað í dag? „Stjórnun á veiðunum er í mikl- um ólestri. Það eru þijú lönd, Úg- anda, Tansanía og Kenýa, sem liggja að vatninu og þau hafa ekki komið sér saman um það hvernig eigi að stjórna veiðum úr því. Þjóð- irnar sjálfar hafa lítið reynt að takmarka eða stýra eigin veiðum og þar af ieiðandi veiða menn eins og hver og einn best getur.“ - Ert þú komin það iangt í þinni vinnu að þú getir svarað því hvern- ig sé best að stjórna veiðum í vatn- inu? „Nei, ég hef einungis lokið eins árs vinnu við verkefni sem áætlað er að taki þijú ár að vinna. Það er alveg Ijóst að það verður að stýra veiðunum, en fyrst þurfa menn að vita hveiju þarf að stjóma. Þarf að takmarka veiðar almennt og beita svæðislokunum eða þarf kannski að auka veiðar á fullvöxn- ---------- um Nílarkarfa? Takmark fiskveiði- stjórnunar í Viktoríu- vatni er að vernda llf- fræðilegan fjölbreyti- leika ásamt því að halda uppi arðbærum veiðum á nytja- stofnum. Það verkefni, að finna leið til stjórnunar sem þjónar báð- um þessum markmiðum, er því mjög áhugavert púsluspil lífrænna og hagrænna þátta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.