Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Engin áfallahjálp á vegum Stígamóta Skipuleggj- endur úti- hátíða vilja ekki borga STÍGAMÓTAKÓNUR verða ekki með áfallahjálp á útisamkomum um verslunarmannahelgina eins og þær hafa gert undanfarin ár. Halldóra Halldórsdóttir, starfs- kona Stígamóta, segir það hafa ver- ið stefnu samtakanna að gera það að hluta af útihátíðapakkanum að Stígamótakonur séu þar til staðar til þess að veita veita fórnarlömbum nauðgana áfallahjálp, en það dæmi hafí því miður ekki gengið upp. Halldóra segir að Stígamótakonur hafí farið fram á að þeir sem haldi útihátíðir borgi lágmarks greiðslu fyrir þessa aðstoð svipað og þeir borga fyrir aðra gæslu á hátíðunum. Að sögn Halldóru hefur þessi áróður þeirra ekki skilað sér. Nú séu Stíga- mót fyrst og fremst með fræðslu- og forvarnastarf meðal unglinga á leið á útihátíðir og dreifí ásamt sjálf- boðaliðum úr Hinu húsinu vegg- spjöldum og bæklingum með kjör- orðinu „Nei þýðir nei“. Morgunblaöið/Árni Sæberg Gróður í mestum blóma í GRASAGARÐINUM í Laugardal sinna þær María Erla og Ólöf gróðrinum, sem er í sem mestum blóma um þessar mund- ir. Garðyrkjufræðingar segja gróðurinn óvenju fljótan til í ár, jafnvel þremur vik- um til mánuði fyrr en venjulega. Senni- lega er það mildum vetri og góðu vori að þakka, því ekkert var um síðbúin skyndifrost. Engin alvarleg vandamál í gær vegna uppsagna heilsugæslulækna Gunnar Ingi Gunnarsson Aukið álag á hjúkrunar- fræðinga heilsugæsiustöðva Morgunblaðið/Ámi Sæberg STJÓRN Félags heimilislækna og samninganefnd heilsugæslulækna fóru yfir stöðuna í kjaraviðræðunum í gær. EKKI er vitað til þess að nein alvar- leg vandamál hafí komið upp í heil- brigðisþjónustunni í gær þrátt fyrir að um 120 heilsugæslulæknar hafi látið af störfum. Þó er Ijóst að álag á hjúkrunarfræðinga, sérstaklega á heilsugæslustöðvum, hefur aukist verulega en þeir þurfa m.a. að meta bráðatilfelli sem upp kunna að koma. Talsvert meira annríki var á bráðamóttökum sjúkrahúsa á höf- uðborgarsvæðinu í gær og fyrrinótt en vant er. Á fundi stjórnar Félags heilsu- gæslulækna með samninganefnd lækna í gær var m.a. rætt um þá ákvörðun Félags heimilislækna að hafna samvinnu við yfirvöld um skipulag neyðarþjónustu. Að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, for- manns samninganefndar, líta lækn- ar m.a. svo á að það hafí hingað til verið mat landlæknis og stjóm- valda að ekkert neyðarástand væri í aðsigi vegna uppsagna heilsu- gæslulækna. „Ég er viss um að læknar myndu endurmeta þetta mál, komi upp neyðarstaða," sagði hann. Röskun á læknisþjónustu ekki komin fram af fullum þunga Fulltrúar landlæknisembættisins og héraðslæknisins í Reykjavík heimsóttu í gær nokkrar heilsu- gæslustöðvar og bráðamóttökur sjúkrahúsanna í Reykjavík til að kynna sér ástandið. Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir sagði greinilegt að sú röskun sem upp- sagnir læknanna veldur væri ekki komin fram af fullum þunga. Engin sérstök vandamál hefðu komið upp en ýmsir skipulagslegir hnökrar, sem nú væri verið er að lagfæra. „Ég hef einnig verið í sambandi við nokkra staði úti á landi og þar kom fram að þetta hefði gengið allvel. Hlutirnir ganga erfiðar fyrir sig en venjulega en þó kannski bet- ur en við höfðum átt von á.“ „Hjúkrunarfræðingar eru við störf á öllum heilsugæslustöðvun- um og þær sinna því sem í þeirra valdi stendur. I flestum tilvikum er um að ræða háskólamenntaða hjúkrunarfræðinga með margra ára reynslu. En álagið á þær hefur aukist," sagði hann. Unnt að afgreiða lyf fyrir tilmæli hjúkrunarfræðinga Meðal þeirra álitamála sem kom- ið hafa upp vegna uppsagna lækn- anna er útgáfa lyfseðla en lyíja- fræðingum er heimilt að afhenda lyf án framvísunar lyfseðla í neyð- artilvikum fyrir tilmæli hjúkrunar- fræðinga. „Við höfum litið svo á að ef hjúkrunarfræðingur metur það svo að sjúklingur geti ekki fengið skrifað upp á lyfseðil hjá lækni geti viðkomandi sjúklingur farið í apótek með tilmæli frá hjúkr- unarfræðingi, sem hafa leyfi til að skoða skýrslu sjúklings til að sjá á hvaða lyfjum hann er og geta veitt svokallaða framhaldslyfjameðferð ef um algera nauðsyn er að ræða. Sjúklingurinn fær þá afhentar minnstu pakkningarnar af viðkom- andi lyfí en gallinn er sá að í slíkum tilvikum þarf sjúklingurinn að greiða lyfíð að fullu. Við erum að reyna að fá því breytt, og verður það væntanlega gert með reglu- gerðarbreytingu, þannig að sjúk- lingur fái lyfið á sömu kjörum og eins og ef læknir hefði skrifað upp á lyfseðilinn," sagði Matthías. Takmarkað ungbarnaeftirlit Ungbarnaeftirlit lækna á flestum heilsugæslustöðvum fellur niður næstu daga, þar sem litið er svo á að ekki sé um nein bráðatilfelli að ræða. Landlæknir sendi dreifibréf til heilsugæslustöðvanna þar sem fram kom að hjúkrunarfræðingar gætu að verulegu leyti séð um ung- bamaeftirlit eins og þeir hafa gert í reynd í mörgum tilfellum. Matthías kvaðst gera ráð fýrir að læknar yrðu til staðar á öllum útihátíðum um verslunarmanna- helgina eins og verið hefur á undan- fömum ámm og ef upp kæmu til- felli sem læknar á mótssvæðunum réðu ekki við, yrðu viðkomandi sendir á nálæg sjúkrahús, þar sem læknar eru að störfum. Héraðslæknar af öllu landinu hafa verið boðaðir á fund með land- lækni og fulltrúum heilbrigðisráðu- neytis í dag til að fara yfir stöðuna og ræða viðbúnað yfír verslunar- mannahelgina. Læknar fengu ekki tækifæri til að leggja fram gagntilboð Á fundi stjórnar Félags heimilis- lækna og samninganefndar félags- ins í gær var farið yfir stöðuna í viðræðunum við ríkið. „Ég benti læknunum á að mér hefði þótt það sérkennilegast af öllu að samninga- nefnd ríkisins kaus að ræða í tvo daga um formlegheit og sleit í raun fundi á þessum forsendum án þess að ganga úr skugga um hversu mikið bil er á milli aðila í hinum efnislegu viðræðum, því við fengum ekki tækifæri til að leggja fram gagntilboð okkar,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson. Samninganefnd ríkisins hefur boðið læknunum svipaðar hækkanir og samið hefur verið um við aðra hópa og telur að kröfugerð lækna sé tugum prósenta hærri en ríkið er tilbúið að fallast á. „Við höfum ekki farið fram á neitt annað en að leiðrétta okkar stöðu innan BHM. Ef það bil hefur skapast á milli okkar og þeirra sem mest hafa borið úr býtum í samningum sínum við þessa sömu samninganefnd sem mælist upp á tugi prósenta, þá er það fyrst og fremst lýsing á því hversu alvarleg okkar staða er í kjaramálunum. Bilið skapast ekki vegna neins annars en þess að samninganefnd ríkisins hefur gert betri samninga við aðra en lækna. Þetta vildum við leiðrétta í viðræð- um okkar við þá, fyrst og fremst með vísan til þess að okkar staða var þannig á sínum tíma að við vorum hæstir en nú höfum við hrap- að,“ sagði Gunnar Ingi. Stefna ráð- herra en ekki samn- ingur GUNNAR Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar heilsu- f gæslulækna, segir um álit Sérfræð- ingafélags lækna og formanna sér- : greinafélaga, fyrr í vikunni, þar sem j samkomulag heilbrigðisráðherra og heilsugæslulækna er harðlega gagn- rýnt, að það sé alger misskilningur að sú stefna sem heilbrigðisráðherra kynnti á sínum tíma, væri samning- ur milli lækna og ráðuneytisins. „Við eyddum nokkrum mánuðum í viðræður við ráðuneytið, þar sem við lýstum því hvers konar ástand væri í heilsugæslunni á landsvísu, og þó sérstaklega í Reykjavík og } hugmyndir okkar um hvernig ætti i fyrst og fremst að standa að því að tryggja heilsugæsluna í nútíð og framtíð. Á þeim grunni leggur ráðu- neytið síðan fram stefnu til framtíð- ar í heilbrigðisþjónustu utan spítala, sem er tímamótaplagg. Heilsugæsl- an er grunnþjónusta og öryggisnetið í heilbrigðisþjónustunni utan spítala og er okkar starfsvettvangur. Auð- . vitað er þetta mál sem okkur varðar • en það var ráðherrans að koma með ) stefnuna, og hana styðjum við,“ i sagði hann. ■ Samráð þarf/21 ♦ ♦ ♦ Friðrik Sophusson Þarf að skýra eignarrétt i „Ég er sammála því að það þurfí að setja reglurtil að að skýra eignar- rétt að hálendinu eins og Hæstirétt- ur hefur kallað eftir,“ sagði Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, og varaformaður Sj álfstæðisflokksins. Hann sagðist hins vegar ekki hlynntur því að á svæðum þar sem ljóst væri að einstaklingar ættu eign- arréttinn yrðu sett lög um að tak- marka eignarrétt þeirra með því að ríkið slái eign sinni á t.d. háhita- svæði án þess að bætur komi fyrir. \ i >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.