Morgunblaðið - 02.08.1996, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar forseta íslands við athöfnina í Alþingishúsinu í gær
Morgunblaðið/Golli
FORSETI íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, flytur ræðu sína
I Alþingishúsinu í gær.
Mikilvægasta
skyldan er
trúnaður for-
seta við þjóðina
HÉR á eftir fer ræða sú5 sem
forseti Islands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, flutti í Alþing-
ishúsinu í gær eftir að hann hafði
tekið við embætti forseta:
Stjórnarskrá okkar mælir svo
fyrir að fyrsti starfsdagur forseta
íslands sé í ágústbyrjun á hveiju
nýju kjörtímabili. Sú dagsetning
kann að nokkru að hafa stjórnast
af hagkvæmni, en hún er einnig
táknræn þjóðminning. Fyrstu
vikuna í ágúst árið 1874 hösluðu
Islendingar sér völl í samfélagi
þjóðanna með hátíðinni miklu á
Þingvöllum. Þess var minnst að
þúsund ár voru frá upphafi land-
náms og þjóðin eignaðist þá sína
fyrstu stjórnarskrá. í henni var
ekki einungis viðurkennd sér-
staða íslands heldur einnig lagð-
ur grunnur að þeim leikreglum
lýðræðis og mannréttinda sem
við höfum síðan talið kjarnann í
samfélagi okkar. Það er mikilvæg
skylda forseta Islands að stuðla
að því að ekki rofni þau bönd sem
tengja okkur við ávinninga fyrri
alda. Mikilvægasta skyidan er þó
trúnaður forseta við þjóðina
sjálfa, óskir hennar og vonir á
hverri tíð.
I ferð okkar hjónanna um land-
ið í aðdraganda forsetakjörsins
höfum við sannfærst um þá djúpu
virðingu sem þjóðin ber fyrir
störfum forseta lýðveldisins.
Hornsteinn þeirrar farsældar sem
forsetar íslands hafa notið er hlýr
og góður hugur í garð forseta-
embættisins. Fáir þjóðhöfðingjar
eiga þess kost að ræða við þorra
landa sinna og kynnast hugarþeli
þeirra. Þetta er á færi forseta
Islands, og það er einlæg von
mín að það samband sem tekist
hefur milli okkar og alþýðu
manna til sjávar og sveita verði
ekki sundur slitið.
Þegar lýðveldi var stofnað á
Þingvöllum og forseti íslands
kjörinn fyrsta sinni var við fátt
að styðjast um mótun embættis-
ins, starfshætti forsetans og
framgöngu alla. Á rúmlega hálfri
öld hafa forsetarnir fjórir, hver á
sinn hátt, treyst það samband
forseta og þjóðar sem hlýtur að
vera líftaug sérhvers sem hlotn-
ast þessi trúnaður. Forsetar lýð-
veldisins hafa ávallt borið gæfu
til að laga embættið og starfssvið
þess að breyttum kröfum sinnar
samtíðar. Svo mun vonandi verða
um alla framtíð.
Það er með lotningu og
þakkarhug sem þjóðin minnist
Sveins Bjömssonar, Ásgeirs Ás-
geirssonar og Kristjáns Eldjárns
á þessari hátíðarstundu. Hver
með sínum hætti mótuðu þeir
embættið og meitluðu.
Á undanförnum sextán árum
hefur Vigdís Finnbogadóttir bætt
nýjum þáttum í starfsvef forset-
ans. Hún hefur verið brautryðj-
andi í alþjóðastarfi embættisins
um leið og hún hefur ræktað trú
okkar á landið, menningu okkar
og þjóðtungu. Hlýhugur hennar
og hvatning til dáða og framfara
munu geymast okkur í minni.
íslendingar allir færa henni ein-
lægar þakkir og óska henni heilla.
Við eigum í sögu okkar örlaga-
rík tímabil þar sem úrslitum réð
hvort menn báru gæfu til þess
að setja sér sameiginleg markmið
eða létu hver um sig stjórnast
af stundarhagsmunum. Sigurður
Nordal lét svo um mælt að Sturl-
ungar hefðu gengið fram en horft
aftur. Þeir hafi átt gnótt glæsi-
legra minninga, „en hvorki vonir
um betri framtíð, sem gætu hitað
þeim til dáða, né raunhæft tak-
mark og ásetning, sem skerpti
vit og vilja til einbeittra athafna“.
Frumkvöðlar sjálfstæðisbar-
áttunnar á miðri síðustu öld miðl-
uðu á hinn bóginn heimssýn
þeirrar tíðar til annarra íslend-
inga. Verk þeirra vísuðu á fram-
tíðarveg og í fortíðina sóttu þeir
hvatningu til dáða. Mitt í fátækt
og réttleysi nýlendunnar setti Jón
forseti sjálfstæðisbaráttunni
markmið í stjórnmálum, viðskipt-
um og verklegum efnum, og
studdi kröfur landsmanna sögu-
legum rökum. Fjölnismenn fundu
svo að sínu leyti orðin sem voru
samboðin sjálfstæðri þjóð.
Athyglisvert er að það var
ungt fólk sem stóð í framvarðar-
sveit sjálfstæðisbaráttunnar. Og
enn hljótum við að setja traust
okkar á unga fólkið. Við hin eig-
um einnig skyldur okkar við það.
Sú kynslóð kvenna og karla sem
nú er að útskrifast úr skólum er
hin fyrsta á íslandi sem hefur
heiminn allan að vinnusvæði.
Hana skortir hvorki þjóðernisvit-
und, virðingu fyrir íslenskri
menningu né ást á náttúru lands-
ins, en hún er einnig raunsæ og
kröfuhörð. Þá vaknar sú spurning
hvort okkur tekst. að sigra í hinni
alþjóðlegu samkeppni um unga
fólkið á íslandi. Mun það kjósa
að búa með okkur hér í útsænum
eða afla sér viðurværis annars
staðar? Svarið ræðst af því hvern-
ig okkur, sem stöndum fyrir ráð-
um, tekst að opna hug okkar og
setja þjóðinni hæfileg markmið.
Aldamótin eru kjörið tækifæri
til þess að sameinast um þjóðar-
ásetning sem skerpt getur vit
okkar og vilja til einbeittra verka.
Það ætti að vera verkefni ein-
staklinga, samtaka og fyrirtækja
að velja íslendingum ný og heill-
andi viðfangsefni á komandi öld.
Meðal þess sem til álita kemur
er að nýta sérstöðu íslands við
verndun umhverfis og afla viður-
kenningar á því að hreint land,
óspillt lífríki og haldbær náttúru-
gæði séu okkar aðalsmerki. Við
hljótum einnig að fjalla um and-
legar auðlindir okkar, um hinn
forna arf en ekki síður hinar lif-
andi listir, og um þá menntun og
menningu sem eflir og agar nýjar
kynslóðir. Gleymum því heldur
ekki þegar við hyggjum að fram-
tíðarverkum, að heilbrigðir lífs-
hættir, hollusta, og tryggð við
fjölskyldu og vini eru traustir
innviðir í sérhverju samfélagi.
Það er einlægur ásetningur
minn sem forseti lýðveldisins að
tengja saman krafta og hugvit
allra þeirra sem móta vilja sýn
þjóðarinnar til nýrrar aldar og
ræða þau markmið sem geta sam-
einað hana til góðra verka.
Það hefur kostað landsmenn
miklar fórnir á þessum áratug
að ráða bót á ýmsum meinsemd-
um í efnahagslífi og atvinnuskip-
an. Segja má að nokkurt jafn-
vægi hafi náðst. Heimilin eru þó
ærið mörg skuldsett meira en
góðu hófi gegnir, og ýmsir samfé-
iagshópar bera skarðari hlut frá
borði en réttlætiskennd okkar
þolir. Mörgum finnst að nú hljóti
að vera kominn tími til þess að
uppskera laun erfiðisins. Þetta
er eðlileg hugsun og ber vott um
vaxandi framfarahug í landinu.
Sé rétt á haldið eigum við þess
allan kost að búa við traust lífs-
kjör, góða velferðarþjónustu og
eðlilegt jafnræði manna í milli.
Til þess þurfum við að tileinka
okkur skipulegri vinnubrögð en
okkur hafa verið töm. Til þess
þurfum við að nýta þau færi sem
okkur skapast á nýrri öld.
Á næstu misserum er brýnt
að mynda þjóðarvilja og trausta
samstöðu um að lífskjör allra Is-
lendinga jafnist á við það sem
best gerist með nágrannaþjóðum
okkar. Án slíks árangurs_ gæti
ungt fólk glatað trú sinni á ísland
sem framtíðarheimkynni.
Við eigum að vera bjartsýn
þegar við hugum að möguleikum
okkar sem þjóðar í náinni fram-
tíð. Þróun heimsmála, vísinda og
tækni er okkur á margan hátt
hagfelld. Við blasir ný veröld sem
einkennist fremur af opnum sam-
skiptum en af lokuðum valdakerf-
um. Hæfni og hugvit skipta meira
máli en stærð og styrkleiki. Hinn
smái getur haft til að bera snerpu
og knáleik sem oft dugar ekki
síður en afl risans við að hagnýta
tækni nútímans.
Við íslendingar eigum því ein-
stæða möguleika. Við erum alls
staðar boðin velkomin til sam-
starfs við nýfijálsar þjóðir og
þróunarríki. Enginn þarf að ótt-
ast okkur vegna stærðar eða
hugsanlegs yfirgangs. Einangrun
vegna fjarlægðar og samgöngu-
hindrana er að mestu úr sögunni
og tækifæri bíða í öllum heims-
hlutum.
Árið 2000 fögnum við ekki
aðeins áfanga í tímatali mann-
kyns. Við munum einnig efna til
hátíðar í minningu þess að þús-
und ár verða liðin frá því að við
kristni var tekið á þingi. Þá var
ákveðið á Þingvöllum að hafa ein
lög og einn sið og slíta ekki sund-
ur friðinn. Sú sáttargjörð vísaði
fram á veginn en ekki aftur til
horfins tíma og hverfandi hug-
myndaheims. Kristnitakan er
dýrmætt sögulegt fordæmi um
það hvernig hægt er að leiða til
lykta hin erfiðustu úrlausnarefni
á friðsaman hátt.
Aldamótaárið minnumst við
þess einnig að þúsund ár eru lið-
in frá landafundum íslenskra
sæfara í Vesturheimi. Siglingaaf-
rek forfeðra okkar eru sögulegt
þrekvirki. Landnámshugurinn
sem einkenndi þau er merkilegt
rannsóknarefni. Það er vel við
hæfi að minnast landafundanna
með myndarlegum hætti kringum
aldamótin. í svari mínu við heilla-
óskum forseta Bandaríkjanna
mun ég vekja sérstaka athygli á
þúsund ára afmæli landafund-
anna og hvetja til sainstarfs um
að minnast landkönnuðanna og
ræða áhrif landnemahugarfars-
ins í sögu og menningu Islands
og Bandaríkjanna og einnig
Kanada.
Hollt er og að minnast þess
að þar vestra eigum við að vinum
fjölda fólks sem rekur ættir til
hinna síðari landnema, sem þang-
að fóru í lok síðustu aldar. Vest-
ur-íslendingar halda nú um helg-
ina sinn íslendingadag í Gimli.
Ég sendi þeim hlýja kveðju mína
og þjóðarinnar og vænti góðs
samstarfs við þá um ræktun arfs-
ins sem við eigum öll saman.
Um leið vil ég bjóða hjartan-
lega velkomna hina nýjustu land-
nema íslands, það fólk frá stríðs-
hijáðum Iendum Balkanskagans
sem hefur ákveðið að leita hag-
sældar og hamingju hér meðal
okkar og er nú sest að á æsku-
slóðum mínum á ísafirði.
Við eigum mikið undir því að
milli okkar og annarra þjóða liggi
gagnvegir. A undanförnum árum
og áratugum höfum við íslend-
ingar treyst tengsl okkar við
þjóðir annars staðar í Evrópu inn-
an vébanda margskonar samtaka
og stofnana, svo sem Norður-
landaráðs og Evrópuráðs, Frí-
verslunarsamtaka Evrópu og
Evrópska efnahagssvæðisins,
Norður-Atlantshafsbandalagsins
og Samtaka um öryggi og sam-
vinnu. Evrópusamvinnan er okk-
ur vissulega mikilvæg og mun
enn þróast og vaxa á komandi
árum.
Fjöldi smárra ríkja hefur á
þessum áratug bæst við í hið
evrópska samfélag. Margar þess-
ara þjóða sækjast nú eftir náinni
samvinnu við íslendinga. Þær
leita fyrirmynda í daglegri önn
sjálfstæðs þjóðríkis sem býr við
full mannréttindi og almenna
velferð. Vitneskjan um einstæða
reynslu okkar er þessum þjóðum
ofarlega í huga þegar þær feta
sig áfram á braut lýðræðis og
mannréttinda. Við höfum á röskri
hálfri öld sannað réttmæti þess
að tiltölulega fámenn samfélög
njóti sjálfstæðis. Þess vegna mun
framlag okkar íslendinga til
framtíðar Evrópu verða mikils
metið.
Hjá Sameinuðu þjóðunum og
annars staðar þar sem íslendingar
mæta til leiks á alþjóðavettvangi
þarf rödd lýðræðis og mannrétt-
inda að hijóma hátt og snjallt.
Einstæðir sögulegir atburðir, svo
sem kristnitakan og sjálfstæðis-
barátta sem eingöngu var háð
með orðsins brandi, leggja okkur
á herðar þá skyldu að miðla öðrum
af reynslu okkar og friðarhefð.
Saga íslendinga er sönnun þess
að hægt er að ná sáttum um
grundvöll samfélagsins og hljóta
sjálfstæði og full lýðréttindi án
þeirra mannfórna sem mótað hafa
örlög margra þjóða.
Ég hef nú unnið drengskapar-
heit að stjórnarskrá lýðveldisins.
Með einlægri virðingu fyrir
ákvæðum hennar tekst ég á hend-
ur það trúnaðarstarf sem framar
öðrum er tákn um sjálfstæði Is-
lendinga. En ekki verður allt
skráð í lögbækur. Að rækja starf
forseta Islands er fyrst og fremst
þjónusta við þjóðina. Einungis
dómgreind, lífsreynsla og lifandi
tengsl við fólkið í landinu geta
vísað forseta rétta leið í starfi.
Við þessi kaflaskipti í mínu lífi
minnist ég allra þeirra sem mig
hafa mótað, einkum móður
minnar og föður, ömmu minnar
og afa fyrir vestan sem veittu
mér í æsku það veganesti sem
ég _tel mest um vert.
Ég bið ykkur öll að minnast
áa okkar og ættjarðar.
Megi blessun Guðs og gjöful
náttúra færa Islendingum gæfu
um alla framtíð.