Morgunblaðið - 02.08.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 27
hún ofvernda litla drenginn. Hún
vék aldrei frá honum. Ef hann var
úti við, var hún hjá honum. Það
hvarflaði ekki að neinum þá, að
þau mæðginin fengju aðeins rúm
6 ár saman. Þessi ár nýtti hún
Svandís mín svo sannarlega vel.
Við skiljum þetta allt svo vel núna.
Já, minningamar. Þóra alltaf jafn
hæglát, brosandi og róleg. Eyrún
aftur á móti pínulítið fyrirferðar-
meiri, sitjandi við eldhúsborðið að
búa til fallegu litlu myndimar sín-
ar. Heimili þeirra svo hlýlegt og
smekklegt.
Svandís var einstaklega barn-
góð, hlý og hjartahrein. Mér dettur
ekki í hug að halda því fram að
hún Svandís mín hafi verið alveg
gallalaus eða skaplaus. Alls ekki.
Hver er það? Mér er spurn. Enda
væram við mannanna böm ansi
litlaus ef svo væri. Ekkert var of
gott fyrir bömin hennar og/eða
fjölskylduna. Fjölskyldan skipti
hana öllu máli í þessu lífi. Eyvi
faðir hennar kom hér alltaf og var
mjög kært á milli þeirra feðgina.
Já, Svandís kunni vel að meta
mannkosti foreldra sinna. Ástu
móður hennar hittum við sjaldnar,
því hún hefur átt við mikil veikindi
að stríða, blessunin. Og síðast en
ekki síst, Fríða systir. Já, Fríða
systir. Á milli þeirra systra var
einstakt kærleikssamband. Hvað
Svandísi fannst vænt um Fríðu
sína, Mumma og börnin þeirra.
Systumar töluðust daglega við.
Það var einhver hárfínn og mjúkur
strengur á milli þeirra. Ógleyman-
legt er þegar við voram í fertugsaf-
mæli Svandísar. Þá hafði Fríða ort
til hennar ljóð um lífshlaup þeirra,
sem hún færði Svandísi þetta kvöld
í lítilli bók. Það var æska þeirra
og unglingsárin, þegar Svandís
kynntist Gústa sínum og Fríða
Mumma, síðan bameignirnar tvær
stúlkur til að byrja með og drengir
í þriðju atrennu. Hinn skemmtilegi
húmor Fríðu og væntumþykja í
garð systur sinnar naut sín til
fullnustu þama. Víða sást glitta í
tár á kinn við þennan fallega upp-
lestur.
Svandís og Gústi giftu sig ung
að áram, og stóðu saman í lífsins
ólgu sjó. Svandís fór oft á tíðum
svolítið fram úr sjálfri sér, en Gústi
sýndi henni alltaf sama umburðar-
lyndið, og bar hana á höndum sér.
Enda einstaklega geðprúður. Lífið
er ekki alltaf dans á rósum. Mikið
hefur mætt á Gústa mínum síðustu
misserin. Foreldrar hans létust
með stuttu millibili, og hvert áfall-
ið rak annað. í kjölfar mikilla erfið-
leika og þrenginga fluttust Gústi
og Svandís búferlum með börnin
sín til Danmerkur í byijun þessa
árs. En aðeins 6 mánuðum síðar
lést Svandís mín á sjúkrahúsi í
Árhus þar sem hún hafði veirð lögð
inn vegna veikinda.
Við biðjum góðan Guð að taka
vel á móti vinunni okkar. Hún
uppsker nú eins og hún sáði í þessu
lífi. Og því er enginn vafi á að hún
fær góða heimkomu. Og ekki kæmi
mér á óvart að amma Elín og afi
Lárus leiði hana á milli sín til ljóss-
ins eilífa.
Hvíl þú í friði elsku vina.
Elsku hjartans Gústi okkar,
Þóra, Eyrún og litli Gústi. Eyvi og
Ásta. Fríða, Mummi, Thelma,
Hulda og litli Eyvi. Svo og aðrir
ástvinir Svandísar. Megi góður
Guð styðja ykkur og styrkja í þess-
ari miklu sorg. En minningin um
yndislega góða konu mun lifa.
Með þökkum fyrir samveruna.
Hólmfríður Zophoníasdóttir,
Eggert Sigurðsson.
Elsku Daddý mín, nú árin era
þín. Mér finnst það sem í gær,
þegar við voram tvær. Heimili okk-
ar var um sinn í Bröttukinn. Leikir
í götunni heima, margar minningar
geyma. Með ömmu og afa í Gúttó,
eða heima í Lúdó. Margt var brall-
að. í Rafhabrekku við renndum
okkur, sleðinn var mjög flottur.
Það var bökunarplata mömrnu, eða
hennar ömmu. í stígvélum og ullar-
bol á hlaupum, niður á tjörn á
skautum. Egg í hænsnakofa að
tína, leikaramyndir að sýna. Við
gengum hús í hús, vildum fá ser-
véttulús. Það var okkur í hag, því
við þeim flettum enn í dag. Klúb-
burinn Servéttubrotið, aldrei er
ræðuefnið þrotið. Það er alltaf
mikil saga, að rifja upp gamla
daga. Ef við fóram eitthvað með
pabba, þurftum við ekki að labba.
Hann átti þetta undrahjól, sem við
gátum farið á í kjól. Því alltaf
voram við svo fínar, allt saumaði
mamma á stelpurnar sínar. Hún
lagði nótt við dag, að koma fötun-
um okkar í lag. Tveggja ára göm-
ul þú fórst niður í bæ, ég að því
núna hlæ. Það var eigi sniðugt þá,
því allri fjölskyldunni brá. Sigga
Erlendar fann þig. í lögreglubíl þú
heim varst keyrð, eftir að hafa
verið yfirheyrð. Mamma og pabbi
á ráðin lögðu, og að lokum sögðu.
„Þú mátt aldrei aftur ein, sækja
ömmu og afa á Langeyrarvegi
heim“. Við Depil áttum í þrettán
ár, það var kattaaldur hár. Hann
blíðu okkur gaf, oft í vöggu hjá
okkur svaf. Með mömmu og pabba
í veiðitúr, var engin tími fyrir lúr.
Reyna fisk að veiða, læra flækju
að greiða. Á Þrastahraunið flutt
var, þar voram við eins og okkur
bar. Þú að færast á táningaaldur,
sem mér fannst algjör galdur. Þú
breyttist úr bami í skvísu, sem þú
gerðir á þína vísu. Flauels mjaðma-
buxumar bláar, þær áttu vinkon-
urnar fáar. Indjánaköguijakkinn
brúni, sem ekki mátti verða jakk-
inn lúni. Ljósa hárið, hvíti varalit-
urinn, maskarinn og svarti eyelin-
erinn. Alltaf varst þú svo smart,
og vildir gera svo margt. Eitt sinn
í London sem au pair, en þráðir
strax þitt gamla sker. Kannski var
það Hraunver, eða eitthvert
strákager. Sem dró þig heim, en
þú vildir ekki út í neitt geim. Marg-
ir vora á eftir þér, ég nefni engin
nöfn hér. Því þú beiðst eftir þeim
eina rétta, það fengum við seinna
að frétta. Og þegar ég fyrst sá
Gústa, þorði ég ekki að pústa. Því
það var um miðja nótt, þegar að
ég átti að sofa rótt. Þið vorað ekk-
ert að slóra, því stuttu seinna
fæddist Elín Þóra. Þessi prúða
unga mey, sem aldrei segir nei.
Fjórum árum síðar, fékkst þú aftur
hríðar. Eyrún Ásta kom í heiminn,
bæði glettin og dreymin. Öðram
fjóram árum síðar, þá er það ég
sem fæ hríðar. Þig var búið að
dreyma það allt, að það yrði ei svo
einfalt. Því ef einhver átti von á
sér, þú fundið gast það á þér. Þeg-
ar hún færi að fæða, hvort um
stúlku eða dreng var að ræða. Þá
fæddist Thelma mín, sem er nú
mikið þín. Hún var oft hjá þér.
Og þegar ég var að vinna, vildir
þú henni sinna. Þú varst henni svo
góð, ást á þig hún hlóð. Hulda
Kristín mín skotta, sem alltaf þarf
að hoppa. Fæddist þegar sjö ár
liðu, síðan komu strákamir í biðu.
FVrst kom Eyfi minn, síðan Gústi
þinn. Við þessa litlu sætu stráka,
talar afi helst um báta. Því það
hefur verið atvinna hans, að smíða
fallega báta með glans. Stöðin
hans á Hvaleyrarholti, var stutt frá
stóra Gústa sporti. Okkar sameig-
inlega áhugamál, sem við dáðum
af lífi og sál. Vefnaður, föndur,
leir og saumar, körfur, kassar og
málningartaumar. Þegar skóla-
systur korna saman, alltaf er mjög
gaman. Á létta strengi slegið, og
mikið hlegið. Um tíma á Hrafnistu
þú vannst, á réttri hillu þú þig
fannst. Þar kom fram þín létta
lund, að stytta gamla fólksins
stund. í Norðurbænum byrjaði
ykkar bú. Þar ekki var langt að
hlaupa, brauð og mjólk að kaupa.
Þið byijuðuð slaufur að sauma,
áttuð ykkar framtíðardrauma. En
svo breytist allt, lífið er valt.
Elsku Daddý mín, þú veist að
ég er ávallt þín. Ég vona að þegar
sárasti broddur sorgarinnar er lið-
inn hjá, muni góðar minningar um
þig, hugga okkur um ókomin ár.
Þín systir,
Fríða.
+ Guðjón Valdimar
Þorsteinsson
fæddist á Bugðustöð-
um í Hörðudal, Dala-
sýslu, 27. júní 1906.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 20.
júlí 1996. Foreldrar
hans voru Þorsteinn
Jónsson og kona
hans Andrea Þor-
gerður Jónsdóttir,
ábúendur á Bugðu-
stöðum. Þorsteinn
átti eina systur,
Unni, en hún lést 11.
apríl 1975. Foreldr-
ar Guðjóns Valdimars slitu
samvistir en faðir hans giftist
aftur Jónu Snorradóttur og
bjuggu þau lengst af á Sval-
barði í Miðdölum. Þau eignuð-
ust fimm börn, Sigrúnu, Guð-
laugu, Ragnar, Hermann og
Ingu. Guðlaug og Inga eru
látnar. Andrea Þorgerður gift-
ist aftur Agli Pétri Einarssyni
Mig langar til að minnast
tengdaföður míns og þakka honum
fyrir alla þá alúð, sem hann sýndi
afa- og langafabömum sínum.
Guðjón bjó með tengdamóður
minni, Steinunni Þ. Guðmundsdótt-
ur rithöfundi, í sextán ár og þau
eignuðust tvo syni, Helga Hörð og
Valstein Víði. Þá skildu leiðir en
tengdafaðir minn gekk að eiga
Andreu Grétu Hansen sem var
dönsk, en fékk íslenskan ríkisborg-
ararétt. Það var sár stund fyrir
tengdaföður minn að missa Grétu.
Þau vora minnisstæð matarboðin,
sem haldin vora við Tunguveginn,
þar gaf að líta það besta sem til var
í danskri og íslenskri matargerðar-
list. Gréta og Guðjón héldu gleðinni
hátt á lofti, enda muna bömin heim-
boðin og biðu full tilhlökkunar eftir
næsta heimboði.
smið í Reykjavík
1927. Guðjón
Valdimar hóf bú-
skap árið 1932
með Steinunni
Guðmundsdóttur
og eignuðust þau
tvo drengi, Helga
Hörð, f. 1. apríl
1933, og Valstein
Víði, f. 23. desem-
ber 1936. Þau
slitu samvistir
árið 1948. Guðjón
Valdimar eignað-
ist einn dreng,
Sverri, utan
hjónabands með Katrínu
Kristjánsdóttur. Árið 1949
kvæntist Guðjón Valdimar
Andreu Lauru Grethe Hansen
frá Gedser, en hún lést 24.
júní 1981.
Útför Guðjóns Valdimars
Þorsteinssonar fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag kl. 13.30.
Árin hafa liðið furðu fljótt og
tengdafaðir minn hafði náð háum
aldri og varð níræður þann 27.
júní í sumar. Guðjón var einn af
þeim mönnum, sem ekki var lang-
skólagenginn, en eigi að síður náði
hann mjög góðri sjálfsmenntun,
og var frábær tungumálamaður.
Guðjón ætlaði að fara til Danmerk-
ur í sumar, en þá kom kallið, sem
enginn getur vikist undan. Guðjón
hafði mjög gaman af að ferðast
og gerði það hvenær sem færi var
á, enda víðförall maður. Ferðalög
vora eins og vítamínsprauta fýrir
hann. Eitt var það land, sem hann
þekkti hvað best, en það var Þýska-
land, enda talaði hann málið mjog
vel. Að leiðarlokum óska ég honum
velfamaðar um ókunna slóð og
þakka honum fyrir árin þessa
heims.
Far þú í friði,
ftíður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Guðlaug Dagmar.
Guðjón frændi okkar var vel
gefinn maður og hafði ríka þrá
eftir að menntast, Iærði utanskóla
og tók próf upp í 4. bekk í mennta-
skóla. Hann var vel hagmæltur,
en flíkaði því lítið. Systkinakær-
leikur var góður með Unni og
Guðjóni. Til systur sinnar fermdrar
sendi hann ljóð og eitt erindið er
á þessa leið:
Og alltaf líða æskuárin skjótt,
er vor og yndi vaka í hveijum runni.
Og bandið milli ævi og æsku er mjótt,
en ævin byggð á æsku þinnar grunni.
Guðjón kynntist Andreu Laura
Grethe á ferð sem hann fór fyrir
Reykjavíkurborg, til að kynna sér
holræsalagnir. Þau byggðu sér fal-
legt heimili við Tunguveg. Hún sem
allt lék í höndunum á, varð drottn-
ing þar. Handavinna hennar var
sérstök, og fylgja okkur ýmsir fal-
legir hlutir sem hún vann. Hún kom
fastri hefð á jólahald fjölskyldna
okkar og í 32 ár voram við samein-
uð um jól. Sú minning yljar okkur.
Við sendum sonum Guðjóns og Tjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur.
Við kveðjum þennan frænda okkar,
sem okkur var alltaf kær, með þess-
um erindum.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upprunnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V.Briem)
Erla og Sólrún Kristjánsdætur
GUÐJÓN VALDIMAR
ÞORSTEINSSON
+ Margrét Sveins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 19. júní
árið 1894. Hún and-
aðist á Hjúkrun-
arheimilinu Skjóli
27. júlí sl. Foreldrar
hennar voru Guð-
björg Símonardótt-
ir og Sveinn Eiríks-
son, ættuð úr Gnúp-
verjahreppi í Ár-
nessýslu. Margrét
ólst upp hjá föður-
systur sinni í Jórvík
í Sandvíkurhreppi í
Flóa og fluttist 19
ára til Reykjavíkur. Þar vann
hún við saumaskap og ýmis
önnur störf, m.a. hjá Sjóklæða-
gerðinni um ára bil. Síðar starf-
Það var einn hrollkaldan október-
dag árið 1966 að Böðvar Magnús-
son frá Miðdal hringdi til mín og
tilkynnti mér að ég hefði verið kos-
inn í skemmtinefnd Ámesingafé-
lagsins í Reykjavík og að ég ætti
að mæta á fund þá um kvöldið.
Stundvíslega klukkan hálfníu var
flautað hressilega fyrir utan hjá
mér, þar var Böðvar kominn á jepp-
anum sínum að sælqa mig. Ég snar-
aðist út í bílinn og í aftursætið. Þar
sat einhver fyrir. Ég sá ekki hver
það var, enda lítið um götuljós á
Kársnesbrautinni í þá daga. „Sestu
aði hún hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur
og vann þar óslitið
þar til hún var 90
ára. Margrét giftist
árið 1930 Hjalta
Finnbogasyni hús-
gagnabólstrara og
eignuðust þau eina
dóttur, Stellu, sem
gift er Kjartani R.
Zophoníassyni bif-
vélavirkja í Kópa-
vogi. Börn þeirra
eru; Hjalti f. 12.11.
1955, Margrét f.
7.1. 1959 og Sveinn
f. 22.1. 1962.
Margrét verður jarðsett frá
kapellunni í Fossvogi Fóstudag-
inn 2. ágúst kl. 13.30.
héma hjá mér, væni minn, þú þarft
ekkert að vera hræddur við kerling-
una,“ var sagt hressilegri röddu.
Þetta vora fyrstu kynni mín af
Margréti Sveinsdóttur. Hún var þá
72 ára, tæplega hálfri öld eldri en
við hin. Samt var hún yngst í anda
og áhugasömust í þeim glaðværa
hópi sem þá starfaði í skemmti-
nefnd Ámesingafélagsins.
Margrét hafði mikið yndi af
söng og starfaði í kóram hér í
Reykjavík á yngri áram. Hún hafði
gaman af að dansa og sótti gömlu
dansana í Templarahöllinni á laug-
ardagskvöldum fram yfir nírætt.
Þegar við heimsóttum hana um
næstsíðustu jól sagði hún okkur
glöð í bragði að hún hefði, þá 100
ára fyrir nokkra, dansað vals við
Helga Seljan.
Margrét starfaði í Árnesingfé-
laginu í Reykjavík frá stofnun þess
árið 1932 og var ein helsta drif-
fjöðrin í starfi félagsins í marga
áratugi og var kjörin heiðursfélagi
þess. Óllum sem með henni störf-
uðu verður hún minnisstæð fyrir
einstakan þrótt og lífsgleði.
Að undanförnu hefur mikið ver-
ið rætt um orðuveitingar og hveij-
um beri slíkur heiður. Mér hefur
lengi fundist að í þeim efnum séu
hetjur hversdagslífsins settar hjá.
Enda þótt Margrét Sveinsdóttir
hefði síðust manna sóst eftir slík-
um vegtyllum hefi ég engan þekkt
sem fremur hefði átt að hljóta slík-
an heiður, fyrir störf í þágu lífs-
gleðinnar.
Hákon Sigurgrímsson. , í
LAUGAVEGS
APÓTEK
Laugavegi 16
HOLTS
APÓTEK
Álfheimum 74
eru opin til kl. 22
“A"
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Laugavegs Apótek
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar
um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum
MARGRÉT
SVEINSDÓTTIR