Morgunblaðið - 02.08.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 31
FRÉTTIR
Opið um helgina
í Arbæjarsafni
ARBÆJARSAFN verður opið
um verslunarmannahelgina frá
klukkan 10-18.
Laugardag og sunnudag verð-
ur teymt undir börnum frá kl.
14.00-15.00. Börn geta einnig
heilsað upp á önnur húsdýr
safnsins s.s. kú, kálf, folaid,
kindur og lömb. Báða dagana
verður leiðsögn um leikfanga-
sýninguna og farið í leiki. í safn-
húsunum verður að vanda fólk
sem kynnir ýmiss konar hand-
verk, til að mynda gullsmíði,
tóvinnu og roðskógerð. Auk
þess geta gestir hlýtt á harmón-
íkuleik við Arbæinn. Safnið
verður einnig opið mánudaginn
5. ágúst og verður þá heyjað á
Árbæjarsafni ef veður leyfir.
Það verður að sjálfsögðu gert
með gamla laginu, slegið með
orfi og ljá, rifjað, rakað, tekið
saman og bundið í bagga og
heyið flutt heim á hestum. Gest-
ir mega taka þátt í heyskapnum.
Handverksfólk verður einnig að
störfum þennan dag og meðal
annars hnýtt net við Nýlendu.
Þeim sem vilja njóta góðra veit-
inga er bent á kaffimeðlæti í
Dillonshúsi.
Papeyjar-
kirkja
endurvígð
SUNNUDAGINN 4. ágúst endur-
vígir biskup íslands, hr. Ólafur
Skúlason Papeyjarkirkju. Undan-
farin ár hefur verið unnið að
endurbyggingu kirkjunnar, en hún
var byggð árið 1807 og er talin
elsta og minnsta timburkirkja
landsins. Kirkjan tilheyrir Djúpa-
vogsprestakalli, og er sóknarprest-
ur sr. Sjöfn Jóhannesdóttir. Papey-
jarkirkja er bændakirkja, og nú
er orðið langt síðan kirkjuleg þjón-
usta hefur farið þar fram, en í
framtíðinni er ætlunin að koma á
þeirri hefð, að messa þar a.m.k.
einu sinni á sumri.
Áætlað er að athöfnin í kirkj-
unni verði kl. 17.00 nk. sunnudag
og eru allir velkomnir. Ef veðurút-
lit er óhagstætt, verður þó athöfn-
inni og heimsókn biskups frestað,
en ef veður leyfir sjá Papeyjarferð-
ir um ferðir til og frá eyjunni.
Sérstök ferð verður kl. 16.00 í til-
efni vígslunnar, en fleiri ferðir
verða fyrr um daginn. Nauðsyn-
legt er að tryggja sér far fyrirfram
og eru þeir sem áhuga hafa á að
vera við endurvígslu kirkjunnar,
beðnir að hafa samband við Pa-
peyjarferðir.
Veiðikort
greiningu fugla og spendýra,
hlunnindanýtingu, veiðisiðfræði,
þekkingu manna á meðferð veiði-
tækja, sem og í lögum og reglum
um ofangreind atriði.
Umhverfisráðuneytið gengst
fyrir námskeiðunum eða felur öðr-
um framkvæmd og umsjón hæfn-
isprófa og námskeiða. Heimilt er
að fella þessa fræðslu inn í nám-
skeið fyrir umsækjendur um
byssuleyfi í samvinnu við lögreglu-
yfirvöld.
Líði 10 ár án þess að veiðikort
sé endurnýjað þarf umsækjandi
að gangast undir hæfnispróf að
nýju og ná þar fullnægjandi ár-
angri áður en nýtt veiðikort er
gefið út.
Staðarskoðun
á Sólheimum
BOÐIÐ verður upp á skoðunarferð
á Sólheimum í Grímsnesi um helg-
ina.
Á laugardag og sunnudag verð-
ur boðið upp á staðarskoðun sem
hefst kl. 15 ogtekuru.þ.b. klukku-
stund. Lagt verður af stað frá
Listhúsi Sólheima.
Saga Sólheima verður kynnt í
máli og myndum, vinnustaðir
verða skoðaðir, lífræn garðyrkju-
og skógræktarstöð verða opnar
gestum auk þess sem gengið verð-
ur um höggmyndagarð.
Listhús Sólheima og verslunin
Vala verða opnin milli kl. 13 og
18 alla helgina.
Umsóknar-
frestur lengdur
UMSÓKNARFRESTUR sá er
skotvopnaleyfíshafar og handhaf-
ar veiðirétta eða hlunninda höfðu
til þess að sækja um veiðikort
hefur nú verið framlengdur til 31.
ágúst 1996. Eftir þann tíma þurfa
allir þeir sem sækja um almennt
veiðikort eða hlunnindakort að
gangast undir hæfnispróf veiði-
manna að undangengnu hæfnis-
námskeiði sem umhverfisráðu-
neytið lætur halda árlega eða oft-
ar í samvinnu við veiðistjóra.
Á hæfnisprófi (veiðiprófí) verð-
ur m.a. könnuð þekking manna á
undirstöðuatriðum í stofnvist-
fræði, náttúruvernd, dýravernd,
Niðurskurði
mótmælt
ÝMIS félagasamtök hafa mótmælt
niðurskurði til heilbrigðismála sem
birst hefur m.a. í tilögum stjórnar
Sjúkrahúss Reykjavíkur um niður-
skurð í starfsemi sjúkrahússins.
Stjórn Öryrkjabandalagsins
samþykkti ályktun þar sem mót-
mælt var þeim niðurskurði sem
framkvæmdur hefði verið hér á
landi á þessu ári. Sagði í ályktun-
inni að afleiðingar þessa væru
m.a. þær að Grensásdeild sé rekin
með minna en hálfum afköstum,
geðsjúkir einstaklingar eigi ekki í
nein hús að venda og lokun deilda
komi einnig niður á öldruðu fólki
sem sé ósjálfbjarga í heimahúsum.
Öryrkjabandalagið leggur því
þunga áherslu á að sú endurhæf-
ingaraðstaða sem er fyrir hendi
verði nýtt og Grensásdeild þess
vegna tekin í fulla notkun. Að-
hlynning sjúkra og endurhæfing
fatlaðra eigi að vera aðalsmerki
hvers velferðarþjóðfélags og Ör-
yrkjabandalagið krefjist þess að
stjórnvöld tryggi að það gildi um
íslenskt samfélag.
Sjálfsbjörg og Félags heilablóð-
fallsskaddaðra hafa harmað þær
tillögur sem komið hafa frá stjórn
Sjúkrahúss Reykjavíkur. í ályktun
segir að þessar tillögur muni bitna
hvað sárast á nýfötluðum og öðr-
um endurhæfingarsjúklingum.
Skorað er á fjármálaráðherra og
aðra málsaðila að tryggja fjár-
magn til að halda uppi þjónustu
þeirri sem fram hafi farið á Grens-
ásdeild.
Þá hefur Félag eldri borgara
mótmælt tillögum stjórnar Sjúkra-
húss Reykjavíkur og segir augljóst
að þær muni sérstaklega og harka-
lega bitna á öldruðum sjúklingum
þar sem sjúkrarúmum þeim ætluð
fækki mikið.
Nýtt fræðslu-
efni frá Um-
ferðarráði
UMFERÐARRÁÐ hefur nýlega
gefið út tvö fræðslurit.
Annað ber heitið „Það er gaman
að hjóla“, þar sem áhersla er lögð
á þau atriði sem hjólreiðamenn
þurfa sérstaklega að hafa að leiðar-
ljósi í umferðinni, þ. á m um notkun
hjálma.
„Hugsum fram á veginn“ er
smárit sem ætlað er að vekja öku-
menn á vegum í stijálbýli til um-
hugsunar um helstu atriði sem
hættu valda í þjóðvegaakstri. M.a.
er fjallað um einbreiðar brýr, blind-
hæðir, hámarkshraða, framkvæmd-
ir á vegum, skil bundins slitlags og
malarvega, bílbelti og þá hættu sem
stafar af ölvunarakstri.
Bæklingunum hefur þegar verið
dreift allvíða, en þeir sem óska eft-
ir geta fengið þá á skrifstofu Um-
ferðarráðs, Borgartúni 33, Reykja-
vík.
Þingborg
Hleðslu-
námskeið
FYRIRHUGAÐ er að halda hleðslu-
námskeið að Þingborg í Hraungerð-
ishreppi helgarnar 17.-18. og
24.-25. ágúst undir stjórn Tryggva
Hansen.
Áfram verður unnið við torfbæ-
inn sem hafist var handa við fyrr
í sumar. Svefnpokapláss er fáanlegt
á staðnum en fólk þarf að sjá sér
fyrir nesti. Skrá þarf þátttöku.
Góðurbakpoki
• 38 Iftra • Innbyggð regnhlíf
• vandað bak
Stgr. kr.
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670,
Þarabakka 3, Mjódd, sími 567 0100.
Vesturfarasetrið á Hofsósi
Opnunartími lengdur
OPNUNARTÍMI Vesturfaraseturs-
ins á Hofsósi hefur verið lengdur
og er nú opið frá 11-19 alla daga
vikunnar.
Samkvæmt frétt frá Snorra Þor-
finssyni ehf. sem rekur setrið, er
þetta gert vegna mikillar aðsóknar
að sýningunni Annað land, annað
líf. Sýningin lýsir lífi og kjörum
íslendinga á síðustu áratugum 19.
aldar og fyrstu árum þessarar ald-
ar, aðdraganda fólksflutninga til
Vesturheims og hvernig fólkinu
vegnaði þegar til Ameríku var kom-
ið. Yfir 3.000 gestir hafa heimsótt
Vesturfarasetrið síðan það opnaði
7. júlí sl.
Sýningin Annað land, annað líf
flytur gesti 100 ár aftur í tímann.
Fyrst er staldrað við á íslandi á
síðustu áratugum 19. aldar. Erfiðu
árferði, áróðri fyrir utanferðum og
þjóðlífi í uppstokkun gerð skil.
Breytingum sem smám saman urðu
á atvinnulífi þjóðarinnar á árunum
1870-1914 er lýst og þar með lífs-
kjörum þeirra sem eftir sátu og
létu ekki freistast af gylliboðum
„agentanna“ um betra líf handan
Atlantshafsins, en nálægt 16.000
íslendingar fluttu vestur um haf til
Norður-Ameríku.
Ýmsir atburðir í lífi vesturfaranna
eru sýndir með brúðum og búning-
um, svo sem kveðjustundin og ferð-
in með flutningaskipinu. Þá er hald-
ið vestur um haf og við blasir bjálka-
kofi landnemanna. Nýir nágrannar
eru kynntir til sögunnar og lýst til-
raunum íslendinganna til að halda
í foma siði í nýjum heimkynnum.
Gleði og sorgum Vesturfaranna er
lýst í persónusögum fjölmargra sem
héldu á vit vona um betra líf í
Ameríku. Fjöldi muna, ljósmynda
og korta eru á sýningunni.
1 bókasafni og upplýsingamið-
stöð Vesturfarasetursins er hægt
að fletta skrám um vesturfarana
og grafast fyrir um ættir þeirra.
Hátið í Húsavík eystri
MESSAÐ verður í kirkjunni í Húsa-
vík eystri á sunnudag klukkan
10.30. Þar er nú messað einu sinni
á ári en byggðin er í eyði.
Sr. Amaldur Bárðarson sóknar-
prestur á Raufarhöfn þjónar ásamt
sóknarpresti Desjamýrarprestakalls.
Kór Raufarhafnarkirkju mun syngja
undir stjórn Stefaníu Sigurgeirsdótt-
ur. Von er á elsta Húsvíkingnum til
hátíðarinnar, Magnúsi Þorsteins-
syni, en hann hallar nú í nírætt.
í Borgarfjarðarhreppi verður
skipulögð skemmtidagskrá, Álfa-
borgarséns, frá föstudegi til mánu-
dagskvölds. Búist er við marg-
menni en í fyrra rúmlega tvöfald-
aðist íbúatalan um verslunar-
mannahelgina. Ókeypis hefur verið
á tjaldstæðið milli Álfaborgarinnar
og kirkjunnar og tjalda má við
vægu verði við bændagistinguna
Stapa, þar sem er þjónustuhús með
heitu vatni.
Aðgangur að
heilbrigðisþjónustu
Áúgíýsíngvégn3, . n;i'
..nnsaena heilsugæslu ----:
1. Heilsugæslustöðvar verða opnar á dagvinnutíma
en læknar verða á fæstum þeirra við dagleg störf.
Fólk er beðið að taka tillit til aðstæðna en þeim
erindum sem ekki geta beðið verður sinnt.
2. Upplýsingar um vaktaþjónustu er að fínna á
símsvara á heilsugæslustöðvum um land allt
utan dagvinnutíma.
3. í Reykjavík munu heimilislæknar utan heilsugæslu-
stöðva (sjálfstætt starfandi heimilislæknar) gegna
vaktaþjónustu fyrir sína skjólstæðinga og er fólki
bent á að hafa samband við þá beint á stofu eða í
heimasíma.
4. A höfuðborgarsvæðinu er þeim sem nauðsyn-
lega þurfa á læknishjálp að halda, bent á bráða-
vakt Landspítala, sími 560 1010, bráðavakt Sjúkra-
húss Reykjavíkur, sími 525 1700 og Neyðarlínuna
sími 112.
5. Frekari upplýsingar veita héraðslæknar í hverju
héraði.
Heilbrigðisráðuneytið - Landlæknir