Morgunblaðið - 02.08.1996, Side 44
HEIMILISLÍNAN
- Heildarlausn ájjárináluin
einstaklinga
Æ) BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
Jíewdbl
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Sigurgeir
Hlekktist á í lendingu
Hagnaður
Eimskips
291 millj.
HAGNAÐUR Eimskips og
dótturfélaga á fyrri helmingi
þessa árs nam 291 milljón
króna og jókst um nær 19%
samanborið við sama tímabi! í
fyrra. Rekstrartekjur fyrirtæk-
isins á sama tímabili jukust um
12% og námu röskum 5,4 millj-
örðum króna. Er þessi rekstr-
arniðurstaða einkum rakin til
góðrar afkomu af starfsemi
félagsins erlendis og hagstæðr-
ar útkomu fjármagnstekna og
fjármagnsgjalda.
Spáð svipaðri afkomu á
síðari hluta ársins
Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskips, segist telja
þessa afkomu viðunandi, enda
hafí markmið félagsins um
a.m.k. 10% arðsemi eigin fjár
náðst. Hann segist reikna með
því að afkoma félagsins á síð-
ari hluta þessa árs verði svipuð
og á þeim fyrri.
Það sem af er árinu hefur
Eimskip varið rúmum 2 millj-
örðum króna til fjárfestinga hér
á landi og erlendis. Vega þar
þyngst kaup félagsins á nýju
gámaflutningaskipi, Brúar-
fossi, en einnig koma þar inn
umtalsverðar fjárfestingar í
flutninganeti félagsins hérlend-
is sem og í erlendum fyrirtækj-
um.
■ Hagnaður/14
TVEGGJA hreyfla flugvél af
gerðinni Cessna 310, TF-LFA,
hlekktist á í lendingu á Vest-
mannaeyjaflugvelli síðdegis í
gær.
Að sögn lögreglunnar í Vest-
mannaeyjum virtist allt vera í
lagi þegar vélin kom inn til lend-
ingar til suðurs eftir flugbraut-
inni en þegar hún snerti brautina
gaf annað hjólið sig.
Hjólið brotnaði ekki undan
vélinni en lagðist undir hana.
Vélin rann á öðrum vængnum
út fyrir flugbrautina og stöðvað-
ist þar á malarsvæði. Fimm
manns voru i vélinni og sakaði
engan. Vélin er hins vegar tölu-
vert skemmd.
Besta veður var í Vestmanna-
eyjum þegar óhappið varð.
Úttekt á tómstund-
um skólanema
Nemendur
sem líður vel
í skóla hafna
vímuefnum
UNGLINGAR sem telja skólann
mikilvægan og iðka íþróttir eða
taka þátt í öðru félagsstarfi hafna
fremur vímuefnum en aðrir ungl-
ingar. Þeir unglingar sem hafa
háar einkunnir í skóla og leggja
áherslu á mikilvægi náms neyta
síður vímuefna og nemendur sem
líður vel í skóla hafna fremur
vímuefnum en aðrir.
Þessar niðurstöður koma fram
í M.A. verkefni Ingibjargar Völu
Kaldalóns félagsfræðings sem út-
skrifaðist frá Háskóla íslands í
júní sl.
Lagt fyrir alla 9. og 10. bekki
Ingibjörg Vala gerði fræðilega
úttekt á ýmiss konar tómstunda-
iðkunum og tengslum þeirra við
vímuefnaneyslu og byggði m.a. á
spurningalistum sem lagðir voru
fyrir alla nemendur 9. og 10.
bekkjar grunnskólans, vorið 1992.
Ingibjörg segir að niðurstöður
lokaverkefnis hennar hafi ótvírætt
sýnt fram á nauðsyn þess að ungl-
ingar hafi vel skilgreind markmið
og ákveðinn tilgang í lífinu, því
það minnki líkur á vímuefna-
neyslu.
■ Markmið/B2-3.
Viðbúnaður vegna röskunar á læknisþjónustu
Færri vandamál
en búist var við
Neyðarþjónusta á að vera tiltæk alls staðar á landinu
yfir verslunarmannahelgina
ENGIN stórvægileg vandamál
komu upp í gær vegna skorts á
læknisþjónustu eftir að um 120
heilsugæslulæknar létu af störf-
um, samkvæmt upplýsingum
Matthíasar Halldórssonar aðstoð-
arlandiæknis og Kristjáns Er-
lendssonar, sem stýrir starfshópi
heilbrigðisyfirvalda um skipulag
læknisþjónustunnar.
Kristján sagði þó ljóst að
ástandið væri slæmt og mjög mik-
ilvægt að það vari ekki lengi.
Lyf afhent I neyðartilvikum án
framvísunar lyfseðla
Alag á hjúki-unarfræðinga á
heilsugæslustöðvum hefur aukist
verulega en margir þeirra höfðu
samband við ráðuneytið í gær
vegna álitamála sem upp komu.
Þurfa hjúkrunarfræðingar að
meta bráðatilfelli og gera ráðstaf-
anir, m.a. varðandi endurnýjun
lyfseðla. Ef ekki næst til læknis
geta lyfjafræðingar í neyðartilvik-
um afhent sjúklingum lyf í
minnstu pakkningum án framvís-
unar lyfseðla fyrir tilmæli frá
hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunar-
fræðingar hafa leyfi til að skoða
skýrslu sjúklings til að sjá á hvaða
lyfjum hann er og geta veitt svo-
kallaða framhaldslyljameðferð ef
um alger neyðartilvik er að ræða,
að sögn Matthíasar.
Læknar á flestum útihátíðum
Unnt á að vera að veita neyðar-
þjónustu alls staðar á landinu yfir
verslunarmannahelgina, að sögn
Kristjáns Erlendssonar. Læknar
verða til staðar á flestum útihátíð-
um en vitað er að engir læknar
verða þó til staðar í nokkrum
byggðarlögum nálægt útihátíðum
eða þar sem búast má við mikilli
umferð, s.s. á Hellu og Hvolsvelli.
„Við höfum haft samband við
þyrlustjórnendur og fleiri aðila um
flutninga ef stórslys verða,“ sagði
Kristján.
Fulltrúar landlæknisembættis-
ins og héraðslæknisins í Reykja-
vík heimsóttu í gær nokkrar
heilsugæslustöðvar og bráðamót-
tökur sjúkrahúsanna í Reykjavík
til að kynna sér ástandið. Matthí-
as sagði greinilegt að sú röskun
sem uppsagnir læknanna valda
væri ekki komin fram af fullum
þunga. Engin sérstök vandamál
hefðu komið upp en ýmsir skipu-
lagslegir hnökrar sem nú væri
verið að lagfæra.
Enginn sáttafundur boðaður
Stjórn heimilislækna hafnaði i
fyrrakvöld samvinnu við yfirvöld
um skipulag neyðarþjónustu. Var
þetta mál rætt á fundi stjórnarinn-
ar og samninganefndar heilsu-
gæslulækna í gær. Að sögn Gunn-
ars Inga Gunanrssonar, formanns
samninganefndarinnar, líta lækn-
ar m.a. svo á að það hafi verið
mat landlæknis og stjórnvalda að
ekkert neyðarástand væri í aðsigi
vegna uppsagna heilsugæslu-
lækna. „Ég er viss um að læknar
myndu endurmeta þetta mál, komi
upp neyðarstaða," sagði hann.
Ekki hefur verið boðað til nýs
sáttafundar í kjaradeilu heilsu-
gæslulækna og ríkisins.
Aukið álag/4
Morgunblaðið/Ásdis
LITLU munaði að eldtungur frá bílnum næðu að læsa sig í
þakskegg hússins.
Maður brenndist
er kviknaði í bíl
MAÐUR brenndist á höndum og
sviðnaði á höfði þegar eldur kom
upp í húsbíl hans sem hann var að
vinna við í gærkvöldi. Sjónarvottar
á staðnum segja að miklar eldtung-
ur hafí risið upp frá bílnum sem
stóð við hús í Skipasundi 36 og
urðu nokkrar reykskemmdir í hús-
inu. Maðurinn hafði unnið við að
endurbæta húsbílinn, sem var af
gerðinni Mercedes-Benz, um langan
tíma og hugðist nota hann til ferða-
laga um verslunarmannahelgina.
Menn á staðnum reyndu að
slökkva eldinn með handslökkvi-
tæki meðan beðið var slökkviliðs
en þeir réðu ekki við eldinn sem
hafði magnast mikið upp. Að sögn
slökkviliðsins í Reykjavík er talið
að bíllinn sé ónýtur. Að sögn varð-
stjóra mátti engu muna að eldurinn
læsti sig í húsið. Rúður sprungu í
húsinu og eldurinn var við það að
læsa sig í þakskeggið. Um klukku-
stund tók að slökkva eldinn.
Lögreglan i Reykjavík segir að
maðurinn hafi verið að leggja gas-
lögn í ísskáp sem er í bílnum. Lík-
legt er talið að neisti hafi hlaupið
úr verkfæri og kviknað í gasinu.
Maðurinn brenndist á höndum og
sviðnaði í framan en meiðsl hans
eru ekki talin alvarleg. Maðurinn
ætlaði af stað á bílnum í ferðalag
í dag í fyrsta skipti eftir endurbæt-
urnar á honum.