Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ UNGUR ofurhugi, sem er að byggja hús með garði í kring og má auðvitað ekki vera að því að bíða eftir að trén vaxi, taldi sig aldeilis detta í lukkupottinn þegar hann komst í tæri við Björn Sigurbjörnsson í Gróanda, sem undirbýr trén þannig í uppvextin- um að hægt er að flytja þau hversu stór sem þau verða, allt upp í 7-8 metra. Blaðamaður slóst í för með honum upp Mosfellsdal og inn með fjallinu rétt neðan við hús skálds- ins í Gljúfrasteini. Og þarna teygja sig 8 hektarar af grænu landi upp í fjallshlíðina. Við hliðið er skilti með viðurkenningu frá Umhverfis- ráði Mosfellsbæjar 1989. Raunar annað skilti utan á eldra rauða húsinu í lundinum við lækinn milli trjánna. 1982 hafði Fegrunarnefnd staðarins veitt föður Björns, Sigur- birni Bjömssyni, verðlaun fyrir þessa uppgræðslu. Sem við göngum um skóginn og staðnæmumst við eina og eina plöntu, segir Björn frá tildrögum þess að faðir hans og móðir lentu á þessum ómögulega stað til að rækta og byggja upp garðyrkju- stöð. Sigurbjörn hafði rekið gróðr- arstöð við Bústaðablett, en þegar átti að byggja í Fossvogsdal var öllum garðyrkjustöðvum vísað á brott nema Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Foreldrar hans, Sigurbjörn og Fanney Inga Guð- mundsdóttir, urðu að víkja 1967 og datt raunar ekki í hug að byggja aftur upp garðyrkjustöð þegar þau fluttu upp í Mosfellsdal. Þar fékk faðir hans keypt land vegna þess að ekki þótti gerlegt að rækta þar tún eða neitt annað sakir bleytu. Þama spýtist grunnvatnið undan fjallinu og jörðin eins og svampur. Að auki ekkert skjól, eilífur storm- beljandi. „Hér er alitaf gjóla. Þetta er svo opið fyrir norðaustanáttinni.Og snjóþungt, því snjórinn kemur með rokinu og hleðst hér í skafla. Þeir geta orðið 4-5 metra þykkir. Allt fer bókstaflega í kaf á vetrum,“ útskýrir Björn og sýnir okkur á tijánum hvernig snjóskaflarnir liggja og hvar þeir hafa brotið greinar. Hann segir föður sinn hafa valið og tekið með sér sínar harðgerðustu plöntur. „Hann flutti með sér plöntur af tijám og runn- um og hér dó það. Viðkvæmar plöntur úr Fossvogsadal höfðu ekkert að gera á svona stað. Það þýðir ekki að flytja viðkvæmar plöntur úr skjólinu og demba þeim niður hvar sem er“. Einhvern veginn hefur þetta samt tekist, verður okkur að orði, komin efst í skóginn, þar sem er breiður, þéttur veggur af háu greni, furu og víði. Líklega um 50 m breitt skjólbelti. Það var einmitt þannig sem brugðist var við, harð- gerðustu plönturnar teknar og látnar vaxa þarna eins og varnar- veggur til að fá skjól fyrir hinar sem koma neðar. Efstu trén í 120 m hæð yfir sjávarmáli. Jafnframt eru lokræsi undir öllu svæðinu, annars fer allt í kaf í bleytu. Við sjáum hve stutt er ofan í vatnið þar sem haldið er opnum skurði með grindverki í kring, svo að hægt sé að stinga þar í stórum plöntum sem þarf að geyma. Gula hættan Þarna ofarlega hefur „Gulu hættunni" verið komið fyrir. Það er harðgerð jurt, sem Oli Valur Hansson garðyrkjuráðunautur kom með 1993 frá Kamtsjatka og hefur svipaða eiginleika og ala- skalúpínan. Blómin eru fallega gul. Því var henni í gríni gefið þetta nafn. Hún virðist vera dugleg að vaxa á áburðarlausri jörð og ber fræ, segir Björn, sem er að að prófa hana þarna, en segir að enn sé ekki vitað hvað hún geri. Kannski þarna sé komin önnur dugmikil planta til uppgræðslu á íslandi þar sem ekkert annað dug- ir til að mynda jarðveg í gróður- lausri auðn. Þarna eru ýmsar víðiplöntur sem standa sig. Gljávíðirinn afkomandi trésins í gamla kirkjugarðinum við ff Triálundurinn Stór græn spilda í gráu hrjóstrinu í hlíð Grimmannsfells. Þama er skógur með trjám af ýmsum gerðum og stærðum. Enda heitir garðyrkjustöð Bjöms Sigurbjömssonar Gró- andi á Grásteinum. Enn táknrænna er upp- haflega nafnið, sem hinn harðgerði hregg- staðavíðir ber nafn af. Elín Pálmadóttir fékk að heyra hjá Bimi ævintýrið um hvern- ig þeir feðgar ræktuðu þama upp í bleytu, hrjóstri og beljanda sérlega harð- gerðar trjátegundir. Aðalstræti, sem þar dó úr elli, og hefur mikið verið ræktað upp af honum. Brekkuvíðirinn, ræktaður af öðrum sterkum eintaklingum, var í mörg ár aðal limgerðisplantan sem fólk notaði. Eins varð til hreggstaðavíðirinn sem hertist við þessar óblíðu aðstæður þarna með því að valin voru úr harðgerðu afbrigðin, sem lifðu af. Aspirnar neðan úr Fossvogsdalnum lifðu ekki af og þurfti að leita uppi asparafkvæmi sem dugði. Það sýn- ist hafa tekist bærilega. Maður furðar sig á að nokkuð skuli yfirleitt lifa í slíkum snjó- sköflum. En þá lifir slík planta líka örugglega við betri aðstæður. Það er kosturinn. „Fólk hefur fundið að t.d. öspin, viðjan og hreggstaða- víðirinn, sem hér hafa herst, halda betur lífi. Eftir að hafa reynt tugi afbrigða kom fram þessi vindþolna ösp. Við vorum svo heppin að hún reyndist líka saltþolin, svo að hún er mikið keypt til ræktunar á Suðúrnesjum og á Akranesi. Þetta kvæmi hefur komið einhvers staðar frá sjávarsíðunni í Alaska og hefur þann eiginleika í sér. Það var auka heppni að einmitt þessi planta skyldi þar eiga uppruna sinn á strönd en ekki inni í landi.“ Skaraveðrið Þarna eru tré með ör sem enn má sjá tiltölulega neðarle'ga á berk- inum. Björn segir þetta menjar frá skaraveðrinu 1981, sem frægt varð. Þá var skarinn svo mikili og veðurhæðin að hann skóf börkinn af tijánum, sem víðast eyðilögð- ust. Sumarbústaðafólk hafði til dæmis víða flutt með sér tré úr görðum sínum, en þau dugðu þá ekki á bersvæði. Þegar þetta veður kom hafði ekki verið hugsað fyrir því að hreinsa viðjuna, velja kvæmi og fjölga bestu tijánum og hún ber þess merki. STÓRAR8 m háar aspir, tilbúnar til flutnings. Til þess þarf tréð að vera undirbúið á vaxtartímanum. Þá fylgir plöntunni hnaus með rótarkerfi hennar og hún flutningshæf nánast hversu gömul sem hún verður. I » t ! I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.