Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 18
18 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
BRYNDÍS Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS á íslandi.
HÉRHÖLDUMVIÐ
MERKISASÁ LOFTI
VmSHPTIAIVINNULÍF
Á SUNIMUDEGI
► Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri Scandinavian
Airlines System á íslandi, er fædd á Húsavík árið 1947.
Starfsferill hennar hjá SAS hófst árið 1970 og fyrstu sjö
árin starfaði hún á íslensku skrifstofunni. Árið 1977 flutti
Bryndís síðan til Kaupmannahafnar þar sem hún starfaði
hjá ýmsum deildum SAS. Árið 1984 fór hún til Grænlands
þar sem hún bjó I eitt og hálft ár og stofnaði meðal ann-
ars fyrstu ferðaskrifstofu landsins í Nuuk. Aftur lá leiðin
til Kaupmannahafnar þar sem hún var I þrjú ár hjá SAS.
Þá var hún beðin um að fara tímabundið til íslands til
þess að þjálfa starfsfólk íslensku skrifstofunnar í notkun
á nýju tölvukerfi. Persónulegar ástæður réðu því að Bryn-
dís ílengdist hér á landi. Hún starfaði fyrst sem sölustjóri
á skrifstofu SAS, en hefur undanfarin tvö ár gegnt starfi
framkvæmdastjóra SAS á Islandi.
eftir Hönnu Katrínu Friðriksen
SCANDINAVIAN Airlines
System er hálfrar aldar
gamalt á þessu ári. Ræt-
umar eru þó eldri því fé-
lagið varð til uppúr sameiningu
þriggja norrænna flugfélaga; Det
Danske Luftfartsselskab A/S sem
var stofnað árið 1918, sænska AB
Aerotransport stofnað 1924 og
Det Norske Luftselskap A/S
stofnað 1927. Það var fyrsta dag
ágústmánaðar fyrir fimmtíu árum
sem SAS var formlega stofnað og
sex vikum síðar, 17. september,
var fyrsta flugið. Flogið var milli
höfuðborga landanna þriggja og
New York. Flugvélin var af gerð-
inni DC-4 Skymaster, tók 24 far-
þega og þurfti að millilenda í
Gander á Nýfundnalandi og í
Prestvík í Skotlandi.
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar á fimmtíu árum. Miklar breyt-
ingar hafa orðið í flugmálum og
þar hefur SAS oftar en ekki verið
í frumkvöðulshlutverki. Flugvéla-
floti félagsins er stór og öflugur
og vélarnar fljúga út um allan
heim. Frá upphafi hafa þó höfuð-
stöðvarnar verið í Svíþjóð því
sænska flugfélagið AB Aerotrans-
port átti stærsta eignarhlutann.
Mestu umsvifin eru hins vegar á
Kastrup flugvelli við Kaupmanna-
höfn og þaðan er tengiflug í allar
áttir.
Á íslandi frá 1968
SAS stofnaði skrifstofu á ís-
landi árið 1968. „Við vorum til
húsa á Laugavegi 3 alveg þar til
við fluttum fyrir þremur árum
næstu jól,“ segir Bryndís, en skrif-
stofan er nú til húsa í Laugavegi
172.
íslandsútibúið var sett á stofn
í sambandi við flug SAS til Græn-
Iands. Þá var flogið frá Kaup-
mannahöfn til íslands og áfram
til Narsarssuaq á Suður-Græn-
landi. Skrifstofan var tveggja ára
gömul þegar Bryndís kom þangað
til starfa í sambandi við Græn-
landsflugið. „Þessi starfsemi var
mikilvægur hlekkur í flugi til
Grænlands á þessum tíma,“ segir
hún.
SAS var í hópi fyrstu erlendu
flugfélaganna sem flugu áætl-
unarflug til íslands. „British
Airways stofnuðu hér skrifstofu
og flugu hingað um tíma. Þar á
undan var bandaríska flugfélagið
Pan American með starfsemi hér
í stuttan tíma. En SAS kom hing-
að og er hér áfram.“
Á tímabili flaug SAS ekkert til
Islands og þá var íslenska skrif-
stofan eingöngu rekin sem sölu-
skrifstofa. „í raun og veru höfum
við aldrei lagt megináherslu á leið-
ina milli íslands og Danmerkur,
heldur reynt að beina umferðinni
sem mest í gegnum okkar stærsta
völl í Kaupmannahöfn og þaðan
áfram með tengifluginu um allan
heim,“ segir Bryndís. „Við mælum
sölustarfsemina ekki með fluginu
héðan, heldur metum við hvað all-
ar ferðaskrifstofur skila inn í sölu
um allan heim. Það er nóg að í
einni langferð sé einn leggur flog-
inn með SAS. Þá fer hann í kerfið
hjá okkur.“
Núna flýgur SAS_ hálft árið,
fjögur flug í viku til Islands; þijú
frá Kaupmannahöfn að kvöldi og
til baka morguninn eftir og það
fjórða frá Narsarssuaq til Kaup-
mannahafnar með millilendingu í
Keflavík. Þess utan flýgur SAS
beint frá Kaupmannahöfn til
Syðri-Straumfjarðar.
Flutningar
Bryndís kynntist dönskum
manni, starfsmanni SAS í Kaup-
mannahöfn, og hún flutti út. „Það
var einfaldara fyrir mig að flytja
og auðvelt starfsins vegna. Eg
byijaði í söludeild, en fékk fljótt
áhuga á_ að kynnast starfseminni
í heild. Eg sótti því um inngöngu
í svokallaðan SAS skóla og komst
þar inn ein sex umsækjenda. Þar
tók ég kennarapróf og fór að
kenna í SAS skóla í Kaupmanna-
höfn þar sem starfsfólk okkar alls
staðar að úr heiminum lærir réttu
handtökin við hin ýmsu störf.“
Árið 1984 sagði Bryndís upp
hjá SAS. Hún var á leiðinni til
Grænlands og taldi sig vera komna
að þeim tímamótum að verunni
hjá SAS væri lokið. „Ég kenndi
fyrst fyrir SAS á flugvellinum í
Syðri-Straumfirði og fór svo til
Nuuk þar sem ég stofnaði Ferða-
skrifstofu Grænlands fyrir Græn-
landsflug, SAS og grænlensku
heimastjórnina. Þetta var mjög
spennandi tími, enda aðstæður
þarna gjörólíkar því sem ég hafði
átt að venjast. Það var ævintýri
líkast að kynnast þarna landi og
þjóð.“
Bryndís hefði vel getað hugsað
sér að verða um kyrrt á Græn-
landi, enda heilluð af landi og þjóð.
Það var hins vegar spennandi aug-
lýsing um starf sölustjóra hjá SAS
í Kaupmannahöfn sem leiddi til
þess að hún fór að hugsa sér til
hreyfings. „Ég var svo heppin að
fá stöðuna og dreif mig því til
baka,“ segir hún.
Eftir þijú ár var aftur komið
að breytingum. Hún hafði sam-
hliða umfangsmiklu sölustarfi þar
sem hún hafði meðal annars um-
sjón með starfsemi 47 ferðaskrif-
stofa sem seldu fyrir SAS, fylgst
vel með yfirstandandi tölvubylt-
ingu innan félagsins. Sú þekking
hennar leiddi til þess hún var beð-
in um að fara tímabundið heim til
íslands til þess að kenna starfs-
fólki íslensku skrifstofunnar á
kerfið. „Skrifstofan er svo lítil að
það var ekki hægt að senda starfs-
fólkið á námskeið, heldur var ég
beðin um að kenna því á kvöldin
og um helgar.“
Þegar þarna var komið var son-
ur Bryndísar þegar fluttur til Is-
lands og dóttirin farin að þrýsta
á um að fá að kynnast ættingjum
þar. „Mér fannst þetta ágætis
tækifæri til að heimsækja vini og
ættingja. Ég kom því hingað heim,
tímabundið að því að ég hélt, en
síðan þróuðust mál þannig að ég
er hér enn,“ segir Bryndís.
Framkvæmdastjórinn
Framan af var Bryndís sölu-
stjóri á íslensku skrifstofunni, en
síðan tók hún formlega við fram-
kvæmdastjórastöðunni í ársbyijun
1995 eftir að hafa verið sett í
starfið til bráðabirgða sumarið
áður.
Hvernig líkuðu þér umskiptin
eftir að hafa starfað til margra
ára í öðrum löndum?
„Þetta er spennandi starf og
mér líkar það vel. Strax í upphafi
tókum við þá ákvörðun hér á skrif-
stofunni að hlutirnir yrðu unnir í
samvinnu og starfsandinn er mjög
góður.
Okkar áhersla liggur í því að
selja ferðir með SAS í gegnum
ferðaskrifstofur og halda góðu
samstarfi við þær. Það er ekki til-
gangurinn að eiga í samkeppni við
þær um söluna þó það séu alltaf
einhveijir fastir viðskiptavinir sem
kjósa að eiga viðskipti á söluskrif-
stofunni hér. Ég skil þá reyndar
vel því starfsfólkið hér er alveg
frábært.
Starfsemin felst líka í J)ví að
halda merki SAS á lofti á Islandi.
Við leggjum áherslu á að kynna
SAS sem áreiðanlegt flugfélag sem
er hér og verður hér og selur flug
um allan heim. Við viljum ekki
vera álitið eitt þeirra félaga sem
koma hér í stuttan tíma, auglýsa
lág fargjöld og hverfa svo af mark-
aði og skilja eftir sviðna jörð.“
Nú hafa þannig dæmi komið
töluvert upp undanfarið. Skaðar
þetta ímynd SAS?
„Það er alveg ljóst og er heldur
ekkert undarlegt því íslenski
markaðurinn er mjög skrítinn.
Flugleiðir sjá um reka áætlunar-
flug allt árið og ég held að menn
geri sér almennt ekki grein fyrir
því hvað það er erfitt með hálftóm-
ar vélar stóran hluta ársins. Síðan
kemur sumarið og þá margeflist
allt. Þá vilja margir sneið af kök-
unni og inn á markaðinn æða flug-
félög og ferðaskrifstofur með
áætlanir sem oftar en ekki eru
sápukúlur sem springa. Við Ieggj-
um því áherslu á að halda því orð-
spori SAS að félagið sé traustsins
vert. Við fljúgum hingað hálft árið
og erum í samvinnu við Flugleiðir
allt árið.“
Samvinna við Flugleiðir
Samvinna SAS og Flugleiða er
margþætt. Einn þátturinn er sá
að Flugleiðir fljúga tvisvar á dag
til Kaupmannahafnar, á helsta
tengiflugvöll SAS. „íslenski við-
skiptavinurinn veit því að ef hann
þarf að komast út í heim, þá eru
alltaf tvö flug til Kaupmannahafn-
ar og þaðan kemst hann hvert á
land sem er. Það eru alltaf 'allar
leiðir færar í gegnum Kaupmanna-
höfn.
Auðvitað vildi ég sjá SAS fljúga
hingað allan ársins hring. Staðan
t
t
>
>
I
í
i
i
I
I
i
1
L
í
i
i
í
l
h