Morgunblaðið - 11.08.1996, Page 29

Morgunblaðið - 11.08.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 29 I | I 1 i í i i i i < i i < < < I I I j I f JONINA JÓHANNESDÓTTIR + Jónína Jóhann- esdóttir fæddist 27. ágúst 1907. Hún lést 4. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Helga Vigfúsdóttir frá Sól- heimum í Mýrdal, f. 16.11.1875, d. 15.11. 1918, og Jóhannes Jónsson, trésmiður í Reykjavík frá Narfastöðum í Melasveit (Deildar- tunguætt), f. 21.5. 1872, d. 17.12. 1944. Systkini Jónínu voru: Þórdís, f. 1.10. 1904, Kristín, f. 27.4. 1906, Vig- fús, f. 5.12. 1908, d. 17.4. 1996, Karl, f. 30.9. 1910, Þorbjörn, f. 10.3. 1912, d. 4.7. 1989, Theódór, f. 18.9. 1913, Elín, f. 4.4. 1915, d. 24.7. 1916, og hálfbræðurnir Sólmundur, f. 31.3. 1930, d. 12.7. 1989, og Siguijón, f. 31.3. 1930. Önnur kona Jóhannesar var Sólveig Sæmundsdóttir sem lést 1928 og voru þau barnlaus. Þriðja kona hans var Kristín Jónsdóttir og áttu þau saman tvíburana. Jónína giftist Jóni Friðriki Matthíassyni, loftskeytamanni, 29.1. 1927. Jón Friðrik var sonur hjónanna Matthíasar Ólafssonar, kaupmanns og alþingismanns í Haukadal í Dýrafirði og konu hans Marsibilar Ól- afsdóttur. Marsibil og Matthías eru af Arnardalsætt. Jón Friðrik, eiginmaður Jónínu, lést 22.10. 1988. Börn Jónínu og Jóns Friðriks eru: Jóhannes Helgi, f. 5.9. 1926, maki Mar- grét Guttormsdóttir, Björg Sigríður, f. 13.3. 1929, maki Jón Guðmundsson, Helga Elsa, f. 16.8. 1931, maki Björn St. Bjartmarz, Hrönn, f. 31.3. 1933, maki Grímur Magn- ússon, látinn, Matthildur, f. 2.1. 1936, maki Bolli Þ. Gústavsson, Marsibii, f. 19.3.1938, maki Ferd- inand Þ. Ferdinandsson, Ólafur, f. 7.5.1940, maki Jóhanna Sigríð- ur Einarsdóttir, Ingibjörg Krist- ín, f. 2.7. 1942, maki Ingólfur Þ. Hjartarson, Elín, f. 5.6. 1944, maki Elías B. Jónsson, Matthías Jón, f. 26.11. 1945, maki María Erlingsdóttir, þau skildu. Barna- börn Jónínu og Jóns Friðriks eru 31, eitt þeirra lést skömmu eftir fæðingu. Barnabarnabörn eru 27,_eitt lést í fæðingu. Utför Jónínu fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. ágúst og hefst athöfnin klukkan 15.00. „Hún mamma á bara eina tengda- dóttur“. Þessa setningu heyrði ég oft af vörum Hlífar móður minnar, mágkonu Jónínu Jóhannesdóttur, en Marsibil amma mín og Matthías afi voru nokkur ár í forsjá foreldra minna í Borgarnesi og sambandið því náið. Ellefu barna móðirin og þar af voru fimm synir allir vel gift- ir, fannst svo mikið spunnið í þessa tengdadóttur sína að hinar fjórar gersamlega gleymdust. Seinna - nýkominn frá námi nyrðra, tók ég að mér að mála heima hjá Jóni og Jónínu með börnin sín tíu, þá varð mér fyrst ljóst og skildi hví amma hafði tekið svona sterka afstöðu. Gömlu íslensku hetjurnar okkar týna ört tölunni og hverfa á vit for- feðra sinna en við dáðum þær og syrgjum nú, getum þegar fram líða stundir yljað okkur við ljúfar og bjartar endurminningarnar. Móðir mín og ég viljum með þess- um fáu orðum kveðja ástkæra mág- konu og vin og vottum öllum niðjum Jónínu samúð okkar. Hlíf Matthíasdóttir, Matthías Ólafsson. Gamalt, reisulegt hús við Flóka- götu í Reykjavík. Lítil íbúð á neðstu hæð, gangur og þvottahús. Við vask- ann stendur roskin kona, þéttvaxin, með mildan svip og dökkt fallegt liðað hár tekið upp með stórri hár- spennu öðrum megin. Ilmandi mat- arlykt leggur frá eldhúsi og full- komnar stemmninguna í huga barnsins í fyrstu heimsókninni, sem það man eftir hjá afa og ömmu. Manni er svo hiýtt hjá þessari mjúku ömmu, sem er komin fram í eldhús, að hafa til mat handa svöngu. ferða- löngunum að norðan. Inn af eldhús- inu er lítið svefnherbergi. Þar er heilmargt spennandi að skoða, en þó aðallega afa, sem liggur enn í rúminu eftir síðdegisblund. Brosandi spyr hann, hvort hann eigi ekki að standa upp, svo ég geti „virt þennan skrítna kall betur fyrir mér“. Skömmu seinna er hann kominn fram í stofu stór og mikill, myndar- legur maður með hvítt hár í fínni skyrtu og afabuxum. Amma hefur lokið við að bera fram matinn, svo nú er sest niður og tekið til við að borða mat, sem engan svíkur. Afi segir sögur, mikið er hlegið og amma situr brosandi, umvafin einstakri ró og þeirri sérstæðu festu, sem alla tíð einkenndi sterka persónu hennar. Inn á milli litskrúðugra sagna frá heimsóknum til fjarlægra landa kinkar amma kolli til afa og segir: „Já, Jón minn, ég man eftir því.“ Um langt skeið ferðaðist afi um fjar- læg höf sem loftskeytamaður á gamla Gullfossi. Þá var amma heima með börnin sín tíu, vafði þau örmum mikillar móður, fuíl kvíða í hjartanu, en lét aldrei á neinu bera. Jafnvel, þegar afi sigldi á ólgutímum stríðs- áranna og aldrei var vissa fyrir því, hvort hann kæmi heim. Þá stóð amma eins og klettur sem skjól barna sinna, reiðubúin að verjast öllum mótbyr og áföllum. Amma Jóna var mikil kona. Full kærleika tók hún á móti börnum sínum og barnabörnum, þegar þau komu í heimsókn. Hún kunni svo vel að gefa af sér og hún var þakk- lát fyrir allt, sem fyrir hana var gert. Hún gætti alltaf hófsemi í tali, var orðvör, en óspör á að minnast á það, sem vel var gert. Fyrir sjö árum lagði afi af stað í ferðalag til þeirra landá, sem órannsakanleg eru. Nú hefur hún amma Jóna lagt upp í sömu ferðina, þess albúin að dvelj- ast hjá Guði og vitja afa enn á ný. Elsku amma. Mig langar að þakka þér fyrir þær lífsreglur, sem þú kenndir mér og öllum, er urðu þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast þér. Guð vefur þig nú örmum sínum, líkt og þú umvafðir okkur þínum mjúka faðmi. Þín Hildur Eir. Ég vil minnast ömmu minnar Jón- ínu Jóhannesdóttur með nokkrum orðum. Þegar hún er farin frá okkur 88 ára gömul sækja að hugsanir um APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 — Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar MINNINGAR yndislega konu. Hún var ávailt tilbú- in að finna björtu hliðarnar á hveiju máli. Því veitir ungu fólki oft ekki af. Ég var svo heppin að komast í náin kynni við ömmu síðustu þrettán árin. Jón Matthíasson afi og amma sömdu við mig um að þrífa. Eg heim- sótti þau því einu sinni í viku á Flóka- götu 61 þar til afi dó fyrir átta árum, en ömmu síðan í Hlíðartún 8. Ávallt höfum við átt góðar stundir saman á þessum tíma. Amma leit alltaf á jákæðu hliðarn- ar. Eru ekki allir strákarnir frískir, Maggý mín? Það er jú aðal málið að allir séu frískir þannig bar hún velferð okkar stöðugt fyrir brjósti. Heimili hennar var öllum opið og stundum líkt og umferðarmiðstöð væri. Þarna hittist stórfjölskyldan og amma hellti upp á könnuna. Allt- af vissi hún um hagi allra sextíu afkomendanna, hvar svo sem þeir héldu sig. Amma hafði oftast eitthvað á milli handanna og naut þess að sjá aðra vinna handavinnu. Hún var óspör að hæla manni fyrir myndar- skapinn, en það hafði góð áhrif á sjálfstraustið. Ég vil því þakka henni yndislegar samverustundir. Þegar ég kveð hana með söknuði óska ég henni góðra endurfunda við afa sem henni fannst tímabært að hitta. Magnea Guðný Ferdinandsdóttir. Á mestu ferðahelgi íslendinga höfðum við systur ákveðið að sam- eina fjölskyldur okkar á kyrrlátum stað við Eyrarvatn í Svínadal, í fjar- lægð frá amstri hversdagsins, til þess að styrkja enn frekar sterk tengsl sem okkur eru kær. Að áliðnum sunnudegi kom boð- beri á bát yfir Eyrarvatnið með þær fregnir að móðuramma okkar Jónína Jóhannesdóttir hefði kvatt þetta jarðneska líf að morgni þess sama dags. I skjóli birkitijáa og kyrrðar syrgðum við persónu hennar sem alia tíð hafði í okkar augum verið tákn um kyrrð og yfirvegun. Með raunsæjum augum minnumst við þess að hún átti frið við alla menn. Af hjartans einlægni kunni hún að- eins að sameina en ekki sundra. Það er sannarlega dýrmætt vega- nesti fyrir barnabörn að kynnast þeirri yfirvegun sem fólst í því að í þau 30 ár sem við vorum henni sam- ferða heyrðum við hana aldrei halla í orði eða verki á nokkurn mann. í mörg ár átti hún við líkamlega van- heilsu að stríða en ef spurt var um heilsu hennar hafði hún ævinlega frekar samúð með þjáningum og erfiðleikum annarra. Er fundum okkar bar saman var henni ætíð efst í huga að fá fregnir af líðan þeirra sem okkur eru hjartfólgnastir. Þegar við systur deildum minning- um okkar í kyrrðinni við vatnið vor- um við sammála um að með lífs- hlaupi sínu hafi amma verið okkur lifandi prédikun um það hvernig beri að efla það besta í sjálfum sér. Það er sá arfur sem okkur ber að koma til skila sem mæður og síðar ömmur. Á útfarardegi ömmu Jónu horfum við með augum trúarinnar til þess atburðar er átti sér stað á sunnu- Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyru- ölí tílefni. Gjafavörur. dagsmorgni fyrir nær 2000 árum, er konurnar komu til að bera ilm- smyrsl á látinn vin. En gröfin var tóm. Frelsari þeirra Jesús Kristur hafði unnið sigur á dauðanum og hafði þar með gefið þeim og okkur öllum von um eilíft líf. í trausti til sigurs hans segjum við: Kæra amma Jóna, far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ „Ljúflyndi yðar verði kunnugt öll- um mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfélaginu við Krist Jesú.“ (Fil. 4: 5-7.) Hlín og Jóna Hrönn Bolladætur. Það er sagt að sumt fólk verði að englum þegar það deyr, en ég hef séð lifandi engil og það varst þú, amma. Hlýjan þín, styrkurinn þinn og svo þessi yndislegu augu sem horfðu stundum á mann heil- lengi án orða til að tjá ást og hlýju. Þú hefur aldrei brotnað á þinni löngu ævi þrátt fyrir tíu börn, storma og stríð. Ég vonast til að erfa hjarta- gæsku þína og hreinleik. Þú hefur gefið mér svo mikinn skilning á þessu öllu saman, hvernig á að halda styrk sínum, þótt allt annað bregð- ist. Þú ert hetja og ég er ekki ein um að elska þig. Ef ég held áfram að lifa af jafnmikilli einlægni og þú á ég áreiðanlega eftir að sjá þig á himnum með öllum hinum englun- um. Þú deyrð aldrei í hjartanu mínu, elsku amma. Ég vonast til að sjá þig hinum megin seinna. Vertu sæl að sinni, hetjan mín. Þín Elín Jónína Ólafsdóttir. Vinkona mín og föðuramma dótt- ur minnar, Jónína Jóhannesdóttir, hefur kvatt, háöldruð og sátt við guð og menn. Hún er eina manneskjan sem ég hef kynnst sem virtist ekki vita hvað fordómar, illgirni og öfund eru, held- ur umgekkst fólk með þeirri virð- ingu, örlæti og hlýju að einstakt má telja. Börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum miðlaði hún öllu sem hún átti - alltaf - hvort sem það var af andlegum auðæfum eða ver- aldlegum eigum. Að leiðarlokum vil ég þakka vin- áttuna og tryggðina, elsku Jóna mín. „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu guð sjá.“ Bergljót. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, ERIMU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hringbraut 30, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins. Bragi V. Björnsson og aðrir aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA GUÐNADÓTTIR, Iðufelli 8, Reykjavík, er lést þann 6. ágúst sl. verður jarðsung- in frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Hjarta- Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru HEBU HILMARSDÓTTUR, Hvolsvegi 13, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 11 E í Landspítalanum og heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins. Guðmundur Björnsson, Guðmundur S. Guðmundsson, Gunnhildur H. Axelsdóttir, Halla Birna Guðmundsdóttir, Lárus Ingi Magnússon, Rakel Sif Guðmundsdóttir, Atli Þorgeirsson, Marheiður Viggósdóttir, Guðmundur S. Bjarnason, Hilmar Rósmundsson, systur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.