Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C
187. TBL. 84.ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Rússnesku hersveitimar
hóta stórsókn í Grosní
Moskvu, Grosní. Reuter.
YFIRMAÐUR rússnesku hersveit-
anna í Tsjetsjníju, Konstantín Púl-
íkovskí hershöfðingi, sagði í gær að
herinn myndi hefja umfangsmiklar
árásir á Grosní á fimmtudag og
borgarbúar fengju tvo daga til að
flýja, að sögn rússnesku fréttastof-
unnar Interfax.
Hershöfðinginn sagði að öllum
herafla Rússa í grennd við Grosní
yrði beitt í árásunum en þangað til
yrði tryggt að íbúarnir gætu flúið
um norðausturhluta borgarinnar.
Talsmaður innanríkisráðuneytisins
sagði að Púlíkovskí hefði tekið þessa
ákvörðun vegna þess að tsjetsjensk-
ir aðskilnaðarsinnar hefðu haldið
áfram árásum sínum þrátt fyrir sam-
komulag sem náðist um vopnahlé á
laugardag.
Tsjetsjenar sökuðu Rússa einnig
Bílamir
skutlaðir
Helsinki. Reuter.
FINNSKA lögreglan hyggst
taka í notkun nokkurs konar
skutul til þess að ná ökumönn-
um sem reyna að komast und-
an laganna vörðum. Skutul-
byssa verður fest við framstuð-
ara lögreglubíla og gera á til-
raun með búnaðinn í borginni
Oulu í norðurhluta landsins.
Þegar lögreglan eltir öku-
menn, sem reyna að komast
undan, er lögreglubílnum ekið
eins nálægt flóttabílnum og
kostur er, áður en skutli úr
stáli er skotið á farangurs-
geymslu bílsins. Þegar skutull-
inn lendir í bifreiðinni losnar
um gadda í honum sem halda
skutlinum á sínum stað. Þá er
sendir í skutlinum, ef línan úr
honum í lögreglubílinn skyldi
slitna.
Reyni ökumaðurinn að loka
sig inni í bílnum má nota bún-
aðinn til að dæla táragasi inn
í bifreiðina og svæla hann út.
um að hafa brotið samkomulagið og
sögðu að rússnesku hersveitirnar
hefðu þegar hafið mikla sókn að
vígjum aðskilnaðarsinna í Grosní í
gær. Rússneskir embættismenn
sögðu ekkert hæft í þessum staðhæf-
ingum og embættismaður Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu í
Grosní sagði ekkert benda til þess
að Rússar hefðu hafið umfangsmikl-
ar hernaðaraðgerðir í miðborginni.
Fyrr um daginn höfðu Rússar
beitt sprengjuvörpum í árásum á
yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í
suðurhiuta Grosní. Sex sprengjur
lentu nálægt járnbrautarbrú, sem
þúsundir Grosní-búa hafa notað til
að flýja borgina. Fregnir hermdu að
allmikið mannfall hefði orðið í árás-
unum.
Talið er að Púlíkovskí hafi hótað
árásunum í óþökk Alexanders
Lebeds, æðsta embættismanns ör-
yggismála í Rússlandi. Interfax
sagði að Lebed hefði rætt við Aslan
Maskhadov, formann herráðs
Tsjetsjena, í grennd við Grosní seint
í gær. Rússneska sjónvarpið NTV
sagði hins vegar að aðeins fulltrúi
Lebeds hefði setið fundinn.
Púlíkovskí hershöfðingi og
Maskhadov höfðu náð samkomulagi
um vopnahlé á laugardag og fulltrú-
ar þeirra áttu að undirrita skjal um
framkvæmd samkomulagsins í gær
en því var frestað. Að sögn Tsjetsj-
ena var ástæðan sú að Rússar kröfð-
ust þess á síðustu stundu að aðskiln-
aðarsinnarnir færu tafarlaust úr
borginni. Talsmaður rússneska hers-
ins sagði þetta eina af kröfum hers-
ins en slitnað hefði upp úr viðræðun-
um vegna þess að Maskhadov hefði
viljað að Lebed undirritaði skjalið.
Lebed fær viku frest
Borís Jeltsín forseti hefur veitt
Lebed viku frest til að leggja fram
tillögur um hvernig binda eigi enda
á stríðið. Forsetinn hefur ennfremur
gefið honum fyrirmæli um að koma
á lögum og reglu í Grosní að nýju.
Talsmaður Jeltsíns sagði í gær
að forsetinn hefði ekki enn tekið
ákvörðun um hvort verða ætti við
þeirri kröfu Lebeds að Anatolí Kúl-
íkov innanríkisráðherra yrði vikið
frá. Lebed hafði sagt að ráðherrann
ætti sök á óförum rússneska hersins
í Grosní.
■ Orðrómur um aðgerð/18
Lýst yfir
friði á
Filipps-
eyjum
FIDEL Ramos, forseti Filipps-
eyja, og Nur Misuari, leiðtogi
múslimskra uppreisnarmanna,
féllust í faðma í gær og lýstu
yfir því að stríðinu í suðurhluta
landsins væri lokið.
„Við höfum samþykkt að
binda enda á stríðið og koma á
friði,“ sagði Misuari, formaður
Þjóðfrelsisfylkingar Moro
(MNLF). Stríðið hefur staðið í
rúma tvo áratugi og kostað
120.000 manns lífið.
Ramos og Misuari fluttu
ávörp á útifundi í bænum Mala-
bang á eyjunni Mindanao, þar
sem hundrað skæruliðar úr
MNLF báru friðarspjöld í stað
riffla eins og sést á myndinni.
Friðaráætlun
undirbúin
Markmið fundarins var að
undirbúa lokaviðræður um frið-
aráætlun sem hefur sætt harðri
andstöðu kristna meirihlutans á
Mindanao, stærstu eyjunni í suð-
urhluta Filippseyja. Nokkrar
hreyfingar kristinna íbúa Mind-
anao hafa hótað að hefja vopn-
aða baráttu gegn friðaráætlun-
inni, sem ráðgert er að verði
samþykkt fyrir lok mánaðarins.
í áætluninni er m.a. gert ráð
fyrir að stofnað verði friðar-
og þróunarráð undir forsæti
Misuari, sem hyggst gefa kost
á sér í leiðtogakjöri á sjálf-
sljórnarsvæði múslima á Mind-
anao. Gert er ráð fyrir því að
sjálfstjórnarsvæðið verði
stækkað síðar og að það nái
yfir 14 héruð í stað fjögurra nú.
Múslimar gera tilkall til yfir-
ráða yfir Mindanao og eyjum í
nágrenninu þótt þeir séu nú í
minnihluta þar eftir búferla-
flutninga kristinna manna
þangað síðustu áratugi. Þeir
saka kristna íbúa eyjanna um
að hafa stolið landi múslima.
300 manns handteknir vegna óeirðanna í Jórdaníu
Stjórnin hafnar afsögn
Karak, Amman. Reuter.
Innflytjendur
verndaðir
HUNDRUÐ manna hafa slegið
skjaldborg um 300 afríska inn-
flytjendur í kirkju í París síðustu
þrjá daga til að hindra að lög-
reglan geti framfylgt þeirri
ákvörðun frönsku stjórnarinnar
að flylja þá úr landi. Jean-Louis
Debre innanríkisráðherra huns-
aði kröfur um samningaviðræður
við Afríkumennina, sem vilja fá
dvalarleyfi í Frakklandi. Tíu
þeirra hafa verið í mótmæla-
svelti í kirkjunni í 46 daga.
Fátt bendir til þess að stjórnin
gefi eftir, þótt ágreiningur hafi
komið upp um máiið meðal
franskra ráðherra. Hér eru
nokkrir af Afríkumönnunum,
sem eru flestir frá Malí.
Reuier.
STJÖRN Jórdaníu neitaði í gær að
segja af sér vegna harðra átaka sem
geisuðu um helgina í borginni Karak
og fleiri stöðum í suðurhluta landsins
milli fátækra Jórdana og lögreglu.
Fólkið var að mótmæla tvöföldun
brauðverðs, sem er liður í viðleitni
stjórnvalda til að skera niður ríkis-
útgjöld, m.a. með því að minnka
niðurgreiðslur. Mótmælin hófust á
föstudag og leiddu til óeirða sem
lögregla brást við með því að beita
skotvopnum og fjöldahandtökum.
Að sögn íbúa í Karak höfðu um
300 manns verið teknir höndum á
sunnudagskvöld. Brynvagnar hers
og lögreglu sáu til þess í gær að
allt væri með spekt á götum borgar-
innar.
Abdul-Karim Karabiti forsætis-
ráðherra vísaði á bug kröfum stjórn-
arandstöðunnar um að hann segði
af sér og sagðist í gær ánægður
með aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Spjótum beint að írak
Karabiti hefur ásamt Hussein
Jórdaníukonungi gefið í skyn, að öfl
í lrak beri ábyrgð á því að óeirðirn-
ar blossuðu upp. „Baath-flokkurinn
átti á einhvern hátt þátt í að efna
til þessara óeirða,“ sagði Karabiti
fréttamönnum í Amman.
Baath-flokkurinn er stjórnarflokkur
Saddams Husseins í Irak, en hann
á sér systurflokk í Jórdaníu. Tals-
menn „Arabíska sósíaiíska Baath-
flokksins“ í Jórdaníu þvertaka hins
vegar fyrir að hafa átt nokkurn þátt
í því sem gerðist í Karak.
íbúar Karak, sem er fræg fyrir
fornminjar, segja mótmælin einfald-
lega sprottin af reiði fólks yfir verð-
hækkun lífsnauðsynja og efnahags-
þrengingum.
Borgarstjóri Karak varaði stjórn-
ina við í gær: „Ef stjórnin heldur
harðneskjustefnu sinni til streitu,
kemur til þúsund sinnum öflugri
uppreisnar en þeirrar sem þegar
hefur átt sér stað.“