Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 17 VIÐSKIPTI Hlutafjáraukningu íslenska magnesíumfélagsins nær lokið Hagkvæmniathug- un lokiðíjanúar HLUTAFJÁRAUKNINGU þeirri sem íslenska magnesíumfélagið hf. réðst í vegna síðari hluta hag- kvæmniathugunar á byggingu magnesíumverksmiðju hér á landi er nú nánast lokið. Að sögn Júlíus- ar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, á enn eftir að ganga formlega frá nokkrum hlutafjárlof- orðum, en hann segist vonast til þess að endanleg skipting hlutafjár- ins liggi fyrir um mánaðamótin og að í kjölfarið verði hægt að efna til hluthafafundar. Heildarhlutafé í félaginu verður 170 milljónir króna eftir hlutafjár- aukninguna, en það var 60 milljón- ir króna fyrir. Leggja erlendu sam- starfsaðilarnir, sem eru þýska fyrir- tækið Saltsgitter Anlagenbau, rúss- neska fyrirtækið Consortium Magnyi og kanadíska fyrirtækið Amalgmet Canada, fram 40 millj- ónir króna í formi vinnu en þeir innlendu aðilar sem nú koma inn leggja fram 70 milljónir því til við- bótar. Meðal nýrra hluthafa eru nokkrir opinberir aðilar og sjóðir auk íslenskra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka. Niðurstöðu að vænta eftir hálft ár Júlíus segir að búið sé að setja síðari hluta hagkvæmniathugunar- innar af stað og sé gert ráð fyrir því að niðurstaða hennar liggi fyrir í lok janúar. í síðari hluta athugun- arinnar felst forhönnun á verksmiðj- unni sjálfri og er gert ráð fyrir því að frágangur skýrslunnar verði með þeim hætti að hægt verði að fram- vísa henni sem ákveðinni tryggingu þegar kemur að því að fjármagna byggingu verksmiðjunnar. Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir því að bygging verk- smiðjunnar muni kosta um 30 millj- arða króna. Framleiðslugeta hennar yrði um 50 þúsund tonn á ári, eða sem nemur röskum 15% af heims- framleiðslu magnesíums í dag. Ef af byggingu verksmiðjunnar verður liggur fyrir hlutafjárloforð frá dótt- urfyrirtæki þýska stórfyrirtækisins Preussag Anlagenbau. Lloyd's ímálaferlum Lundúnum. Reuter. MIKIÐ var í húfi fyrir Lloyd's trygg- ingamarkaðinn þegar bandarískur dómstóll tók í gær fyrir kæru 100 bandarískra fjárfesta, aðeins 9 dög- um áður en frestur rann út fyrir fjárfesta að samþykkja áætlun um endurskipulagningu hins 300 ára gamla tryggingamarkaðar. Bandarísku fjárfestarnir, eða svo- kölluð „nöfn" (ábyrgðarhluthafar), halda því fram að Lloyd's hafi selt þeim hlutabréf og ætti því að falla undir þarlend lög um hlutabréfavið- skipti. Ef dómur fellur kærendum í hag gæti það stefnt framtíð trygginga- markaðar Lloyd's í hættu. Þetta er annar meiri háttar laga- legur höfuðverkur Lloyd's á innan við viku. Síðastliðinn föstudag hófu brezk „nöfn" málaferli á hendur Lloyd's fyrir hæstarétti Englands. Samkvæmt endurskipulagning- aráætluninni ber hinum 33.500 „nöfnum" út um allan heim að greiða upp reikninga fyrir 30. sept- ember nk. til þess að tryggja nýju hluthafafyrirtæki Lloyd's, Equitas, milljarða punda í skuldbindingum. Aætlunin gerir jafnframt ráð fyr- ir að 3,2 milljörðum punda verði ráðstafað til „nafna" í þeim tilgangi að auðvelda framkvæmdina og til að binda enda á málaferli gegn Lloyd's. Frestur til að samþykkja áætlun- ina eða andmæla henni rennur út þann 28. ágúst nk. URVERINU Pétur Jónsson RE með mettúr UNNIÐ var að löndun úr Pétri Jónssyni RE í Reykjavíkurhöfn í gær, en togarinn heldur á rækjumiðin á ný í kvöld. Aflaverðmæti nem- ur um 70 milljónum RÆKJUFRYSTITOGARINN Pétur Jónsson RE 69 kom til hafnar sl. laugardagskvöld með einn mesta rækjuafla, sem vitað er til að feng- ist hafi í einni veiðiferð. Skipið var með fullfermi, alls 403 tonn, sem veiddust á hefðbundinni rækjuslóð norður af landinu. Togarinn var fjórar vikur í túrnum og nemur aflaverðmæti um 70 milljónum kr. Skipstjóri var Bjarni Sveinsson. Pétur Stefánsson, útgerðarmað- ur, segist gera ráð fyrir því að afla- verðmætið hefði getað orðið ívið hærra fyrir nokkrum mánuðum, en eins og kunnugt er, hefur verð á rækju farið lækkandi að undanförnu. Rækjan er að koma úr skelskiptum Pétur segir að gæði rækjunnar fari nú batnandi dag frá degi enda sé hún nú að koma úr skelskiptum. „Gæðin eru að lagast. Rækjan var fremur léleg í byrjun veiðiferðarinn- ar, en síðari hluta ferðar hafa gæð- in verið mun meiri." Pétur gerði í gær ráð fyrir að meira en helming- ur aflans, eða um 250 tonn, færu til pillunnar innanlands, hjá Rækju- vinnslu Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi. Hitt, það er stærri rækjan, færi aftur á móti beint á erlenda markaði í Japan og Evrópu. „Smæsta rækjan er ekki of smá til pillunnar, en hún er hinsvegar of smá til að við getum pakkað henni sjálfir á erlenda markaði. Rækju- vinnsla um borð í þessum frystiskip- um er einungis fólgin í flokkun, vigtun og pökkun. Og svo fer það alfarið eftir stærðinni, á hvaða markaði hún passar," segir Pétur. Frystitogarinn Pétur Jónsson RE heldur á sömu mið í kvöld og verð- ur Pétur þá sjálfur í brúnni, en nokkur skip eru á rækjuveiðum á sömu slóðum með góðum árangri. Pétur Jónsson hafði verið á rækju- veiðum á Flæmska hattinum allt fram að mettúrnum, en skipið kom heim úr úthafinu 15. júlí sl. eftir að hafa verið við veiðar á Flæmska hattinum frá því í marsbyrjun. „Við verðum á heimamiðum í það minnsta í næstu veiðiferð. Svo mik- ið er öruggt. Ég á ekki von á öðru en gjöfulli veiði þarna á næstunni. Það er bara svo mikið af rækju á þessum hefðbundnu rækjumiðum úti fyrir Norðurlandi," segir Pétur Stefánsson. Haukur GKá makríl- veiðar HAUKUR GK úr Sandgerði hélt í síðustu viku til makrílveiða í Síldar- smugunni en fregnir hafa borist af góðrí makrílveiði rússneskra togara þar í sumar. Að sögn Eyþórs Jóns- sonar, hjá Jóni Erlingssyni hf., hef- ur veiði verið léleg sem af er. Jóna Eðvalds SF, sem verið hefur á makrílveiðum í færeysku lögsög- unni, er komin til Hafnar í Horna- firði en leyfið til makrílveiðanna þar rann út 15. ágúst. Haukur GK notar flottroll á veið- unum enda hafa Rússarnir notað troll í Síldarsmugunni með ágætis árangri í sumar. Makríllinn verður ísaður um borð og seldur í Hirts- hals í Danmörku, Færeyjum, Skot- landi eða Noregi, að sögn Eyþórs og hefur verðið verið þokkalegt eða um 60-70 krónur fyrir kílóið. Eyþór segir að veiðin hafi verið dræm hingað til, en beðið sé betri upplýs- inga um veiðarnar frá skipstjóra rússnesks togara auk þess sem unnið sé að því að fá rússneskan skipstjóra um borð í Hauk. Flugvél aðstoðar við leitina Eyþór segir að Haukur GK verði væntanlega eitthvað lengur á mið- unum enda séu önnur verkefni af skornum skammti. „Ég á von á því að Rússarnir fái fljótlega senda til sín flugvél til hjálpar við leitina og við ætlum að sjá hvernig það kem- ur út. Þá er einnig hugsanlegt að það gangi makríll inn í íslensku lögsöguna því skipin hafa verið að veiða rétt við línuna og við munum verða tilbúnir ef það gerist," segir Eyþór. Jóna Eðvalds SF hafði eitt ís- lenskra skipa leyfi til markrílveiða innan færeysku lögsögunnar, en skv. samkomulagi við Færeyinga, máttu íslendingar veiða 1.000 tonn af markríl í nót utan 12 mílna við Færeyjar til 15. ágúst. Jóna fékk 80 tonn af makríl sl. miðvikudag og landaði í Noregi fyrir hátt í 60 kr. kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.