Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 37 MINNINGAR GUÐMUNDUR ÓSKAR SIGURÐSSON + Guðmundur Óskar Sigurðs- son fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 28. apríl 1919. Hann lést á Borgarspítalanum 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ármannsdóttir og Sigurður Jónsson, en hann féll frá er Guðmundur var tveggja ára gamall. Guðmundur flutti 5 ára með móður sinni að Varmahlíð undir Eyjafjöllum og dó hún stuttu síðar. I Varma- hlíð ólst Guðmundur upp hjá fósturforeldrum sínum Ingi- björu og Einari ásamt stórum systkinahópi sem hann leit á sem sín eigin systkini. Árið 1954 hóf hann sambúð með Ólöfu Einarsdóttur sem stóð til dauðadags. Útför Guðmundar fór fram frá Dómkirkjunni 29. júlí. Með þakklæti í huga langar okk- ur að minnast þín með fáeinum orðum. Þær voru margar og algerlega ógleymanlegar þær góðu stundir sem við áttum með þér og ömmu á ívarseli. Þökk fyrir hvað viðmót ykkar ömmu var gott og elskulegt, ástinni og umhyggjunni var fyrst og fremst lýst með kærleika ykkar hjóna, sem voruð svo samrýmd og full af ást og umhyggju fyrir börn- um ykkar og lífinu. Þau hjón ferðuðust hringinn og þvert og endilangt um landið við hvert tækifæri. Með tjald og allar græjur lögðu þau af stað á trabban- um, sem væri við hæfi að skrá í heimsmetabók. Yndislegri afa var ekki hægt að að hugsa sér, allar þær stundir sem hann gaf okkur og sérstaklega Fannari Þór, allar gönguferðirnar sem þeir áttu niðrá bryggju, varð- veitast, enda sagði Fannar þegar afi var veikur í fótum að það væri allt í lagi þótt afi gæti ekki labbað, þá labba ég bara með þig að sjá sjóinn, enda voru þeir hrifnir hvor af öðrum. Áramótin stóðu alveg uppúr, það mátti enginn passa strákinn minn eins og hann orðaði það, nema afi og amma á Seli. Hann var ófeiminn við að segja fólki til syndanna, ef honum mislíkaði eitthvað, var það látið uppi. Guðmundur var alltaf tilbúinn með einhvern matarbita á öllum tímum sólarhringsins ef einhver skyldi nú reka nefið inn, og voru frásagnir hans engu líkar, ýkju- gjarnar og skemmtilegar, sérstak- lega óteljandi sjóarasögurnar. Elsku amma, við viljum biðja guð um að styrkja þig og varðveita á þessum þungbæru stundum og ykk- ur sem stóðu þeim næst, einnig vilj- um við færa sérstakar þakkir Helgu mömmu, fyrir alla þá umhyggju og hlýju sem hún gaf afa og ömmu allan þennan erfiða og sorglega tíma. Elsku afi, með þessum orðum viljum við fá að þakka fyrir að hafa átt þig alltaf að og til staðar. Megi minningin um góðan mann vera okkur huggun á erfiðum tím- um. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi hin ljúfu og góðu kyhni, af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi. Og gæf a var það öllum sem fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Inga Hafdís, Sigurður Ólafur og Fannar. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, ÍSAFOLDAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Laugavegi 159A. María Jóhannsdóttir, Sigurður Li'ndai, Sigríöur Jóhannsdóttir, Leifur Breiðfjörð Kristín Vilhjálmsdóttir, Þórhildur S. Líndal, Jóhann G. Breiðfjörð, Ólafur A. Breiðfjörð. t Móðir okkar, GUÐLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR, Efri-Brunná, Dalasýslu, sem andaðist 14. ágúst sl., verður jarðsungin frá Staðarhólskirkju á morgun, miðvikudaginn 21. ágúst, kl. 14.00. Stefán Eyjólfsson, Sturlaugur Eyjólfsson, Guðlaugur Eyjólfsson. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkaerrar eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, SÓLVEIGAR FRIÐFINNSDÓTTUR, Ásholti 10, Reykjavík. Þorsteinn Jónsson, Andrés Úlfarsson, Steinunn M. Sigurðardóttir, Elfn Úlfarsdóttir, Pétur Vilhjálmsson, Ólöf D. Úlfarsdóttir, Gunnar Th. Gunnarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð, hlýju og stuðning vegna andláts sonar okkar, bróður og mágs, DAVÍÐS ARNARSONAR, Grófarseli S, Reykjavík. Örn Tyrfingsson, Lena M. Hreinsdóttir, Torfi Arnarson, Berglind Berghreinsdóttir, Anna Arnardóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. i i I i AUGLYSINGAR ATViNNUHUSNÆÐÍ Til leigu á Seltjarnarnesi Um 400 fm hæð á Seltjarnarnesi er til leigu. Hentar fyrir heildverslun, lager, skrifstofur, teiknistofur o.fl. Upplýsingar í síma 561 2366. Húsnæði óskast 100-150 fm húsnæði óskast fyrir heildsölu. Kælir mætti fylgja. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „H - 825", fyrir 23. ágúst nk. ^¦::::::'::-^:-:'::!':::-:::-;í-:í ¦:¦:¦: ö; * íí í í;;.....¦..... KL=NNSLA & ýitóriJistaKkDlinn Frá Nýja tónlistarskólanum Inntökupróf í söng- og hljóðfæradeildir skólans verða fimmtudaginn 29. ágúst. Nánari upplýsingar og skrásetning á skrif- stofu skólans kl. 14-18, sími 553 9210. Eldri nemendur staðfesti umsóknir sínar í síðasta lagi föstudaginn 30. ágúst. Nýji tónlistarskólinn. tækniskóli « íslands Frá Tækniskóla Islands Skólinn verður settur með móttöku nýnema föstudaginn 23. ágúst kl. 10.00. Kennsla hefst skv. stundaskrá 26. ágúst. Rektor. rJÖLBRAUTASKÓUHH BREIÐHOLTI Kvöldskóli FB Innritað verður í Kvöldskóla Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti 26., 28. og 29. ágúst nk. kl. 16.30-19.30 alla dagana. Skólameistari. IÐNSKÓLINNÍREYKJAVÍK Innritun íkvöldnám Innritað verður í eftirtalið nám 21., 22. og 23. ágúst kl. 16.00-19.00 á skrifstofu skól- ans: I. Meistaranám: Boðið er upp á meistara- nám í öllum löggiltum iðngreinum. Stað- fest afrit af sveinsbréfi fylgi umsókn. II. Öldungadeild 1. Almennt nám: Bókfærsla Danska Enska Eðlisfræði Efnafræði Félagsfræði Fríhendisteikning Grunnteikning íslenska Ritvinnsla Stærðfræði Tölvufræði Þýska BÓK 102 DAN 102/202 ENS 102/202/212/303 EÐL 103 EFN 103 FÉL 102 FHT 102 GRT 103/203 ÍSL 102/202/242/252/313 VÉL 103 STÆ 102/112/122/202/243/323 TÖL 103 ÞÝS 103 2. Rekstrar- og stjórnunargreinar: Fjármál Kennslufræði Markaðsfræði Rekstrarhagfræði Skattaskil Tölvubókhald Verslunarréttur Stjórnun Grunndeild rafiðna * Iðnhönnun -k Rafeindavirkjun * Tækniteiknun * Tölvufræðibraut Innritað er gegn gjaldi sem er kr. 2.700 á hverja námseigningu, þó aldrei hærri upp- hæð en kr. 21.000. Innritun í einstaka áfanga er með fyrirvara um þátttöku. Ekki er líklegt að unnt verði að Ijúka stjörnu- merktum brautum í kvöldnámi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.