Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 33 MINNINGAR ÞORARINN JÓNSSON + Þórarinn Jóns- son fæddist í Reykjavík 14. júlí 1952. Hann lést í Stykkishólmi 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Þórarins eru Jón Kr. Sverris- son, f. 24.11. 1911, og Jórunn Guðrún Rósmundsdóttir, f. 17.12. 1928. Systk- ini sammæðra: Jón Bjarni Jónsson, f. 7.8. 1951, maki Guðbjörg Lilja Pét- ursdóttir og eiga þau þijú börn, Rósa Guðrún Jónsdóttir, f. 4.1. 1956, maki Helgi Kolsoe, þau eiga einn dreng, Sigurður Pétur Jónsson, f. 2.6.1959, maki Annetta Niels- en, Árni Páll Jónsson, f. 29.9. 1964, maki Ásta Emilsdóttir. Systkini samfeðra: Kristín Hólmfríður, f. 11.5. 1934, maki Steingrímur Jónasson, Oddný Nanna, f. 5.5. 1935, maki Guðmundur Óskar Guðmundsson, Jó- hannes Ingólfur, f. 15.7. 1939, maki Ólöf Stefánsdóttir, Sveinn Einar, f. 11.7. 1944, maki Guðlaug Harð- ardóttir, Soffía Vil- borg, f. 27.10. 1946, maki Hafsteinn Ómar Þorsteinsson. Eiginkona Þórar- ins er María Helga Guðmundsdóttir, f. 14.11. 1953. Þau eiga einn son, Jökul Þór, f. 19.4. 1985, einnig gekk Þórarinn í föðurstað tveimur dætrum Maríu Helgu, írisi Huld, f. 23.8. 1972, maki Högni Friðrik Högnason og eiga þau tvær dætur, Sunnu Guðnýju og Ellen Ölfu, og Tinnu Björk, f. 10.5. 1980. Útför Þórarins fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri vinur. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú skulir horfinn. Góð- ur og traustur vinur okkar hjóna. Það skarð sem þú skilur eftir verður aldrei fyllt en í sameiningu munum við varðveita minninguna um góðan dreng. Það er af mörgu ljúfu að taka þegar litið er til liðinna ára þó það dýrmætasta verði aldrei fært í orð svo vel sé. Allt frá fyrstu skref- unum með Stebba vini okkar á Óð- insgötunni til áranna með ykkur Maríu í Stykkishólmi hefur þú verið órjúfanlegur hluti af lífí okkar. Allt- af til staðar, jafnt í meðbyr og mót- byr, sem sannur vinur. Þær eru óteljandi stundirnar sem við getum glatt okkur við að rifja upp þar sem við sitjum við spil og spjall og tökumst á í mesta bróð- erni um eitthvert hjartans mál, því fátt mannlegt var þér óviðkomandi. Það brást ekki að þú mátaðir okkur í hverri umræðu með þinni skemmtilegu rökvísi og vel rök- studdum skoðunum sem sjaldnast varð haggað. Við vissum líka að þú stóðst alltaf við það sem þú lo- faðir og fylgdir því eftir sem þú ákvaðst. Það gerðir þú af sönnum drengskap og heiðarleika. Við minnumst líka stundanna þar sem þú fékkst útrás fyrir ein- staka matreiðsluhæfileika þina, svo öll nutum við góðs af. Það var sama hvort þú varst á heimavelli í eldhúsinu eða í einhverju ferða- laginu með okkur hér heima eða erlendis, alltaf tókst þér að gera matargerðina að mikilvægum, list- rænum viðburði sem unun var að fá að fylgjast með. Snyrtimennsk- an var í hávegum höfð við elda- mennskuna eins og annars staðar og einhvern veginn fannstu alltaf leið til að brýna hnífana svo skurð- urinn á steikinni yrði hundrað pró- sent. Það dugði ekkert minna. Það verður líka ljúft að geyma myndirnar af þér á hljóðum stund- um þar sem þú sinnir augasteinin- um þínum, Jökli Þór og þið eruð horfnir inn í ykkar strákaheim við fiskabúrið stóra eða önnur skemmtileg áhugamál. Þessi fal- lega, föðurlega umhyggja þín kom ekki síður fram í ástúðlegu við- móti þínu gagnvart börnunum okk- ar og stöðugum áhuga á líðan þeirra. Þú varst alltaf tilbúinn að taka þátt í annarra gleði og sorg- um. Nú er komið að leiðarlokum, elsku vinur. Þær verða'ekki fleiri samverustundirnar okkar í Hólmin- um eða hérna í Hjallalandinu. Við förum ekki aftur í ævintýraferð til Akureyrar eins og í fyrra, austur á land eins og um daginn eða eitt- hvert út fyrir landsteinana. En við vitum að góður Guð mun leiða okk- ur saman á ný einn góðan veðurdag og þá getum við faðmað þig aftur að okkur, rétt eins og þegar við kvöddum þig síðast. Við biðjum þér blessúnar í nýjum heimkynnum og sendum okkar bestu hugsanir til Maríu, Jökuls Þórs, Tinnu, írisar og annarra að- standenda. Megi Guð vemda ykkur öll og styrkja. Bjarni og Þuríður. Veðrið þessa ágústdaga hefur minnt okkur á að blíðviðrið, sem hefur leikið við menn og skepnur hér við Breiðafjörð undanfarna mánuði, er gjöf sem við vitum aldr- ei hve lengi við fáum að njóta. Svört regnskýin hafa hryssingslegir vind- ar nú hrakið yfir fjallgarðinn og fram á sjóinn, ekki lífgandi og nærandi skúrir heldur lemjandi rigning sem gróður og menn beygja sig undari og reyna að forðast. Haustlægðirnar virðast ætla að vera snemma á ferðinni þetta árið. Lát félaga okkar Þórarins Jóns- sonar kom okkur jafnmikið í opna skjöldu og veðraskiptin þessa dag- ana. Umhleypingunum í stórviðrum lífsins verðum við líka að taka án þess að fá nokkru um þá ráðið. Golfklúbburinn Mostri hafði ekki starfað nema tvö eða þtjú ár þegar Þórarinn gekk til liðs við hann. Hann varð fljótlega liðtækur kylf- ingur, áhugasamur um að ná sem bestum árangri og kappsfullur, ekki síst þegar þeir áttust við gömlu vinnufélagarnir úr RARIK, Símon og hann. Þórarni voru snemma falin marg- vísleg trúnaðarstörf fyrir Mostra sem hann gegndi til dauðadags. Hann sat í stjórn klúbbsins, var í mótanefnd og formaður hennar lengst af, einnig hann hafði umsjón með forgjafarskráningu klúbbsins. Öll þessi verkefni eru með þeim vandasömustu og umfangsmestu sem til falla hjá golfklúbbi. Móta- hald er stór þáttur í starfsemi golf- klúbba og mæðir því mikið á móta- nefndinni um framkvæmd jafnt fá- mennra innafélagsmóta sem fjöl- mennra opinna móta, ekki síst í smærri klúbbum sem ekki byggja á langri hefð og reynslu. í störfum Safnaðarheimili Háteigskirkju Síimí; 551 1399 t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÚCÍNDAÁRNADÓTTIR, Skinnastöðum, Austur-Húnavatnssýslu, andaðist í Landspítalanum 17. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Listrænar höggmyndir fyrir leiði. Minnismerki og hefðbundnir legsteinar úr marmara, graníti og kalksteini Við bjóðum sérstakt tilboðsverð á öllum granitsteinum i þessum mánuði. Verkin erti öll hönnuð af my n d h öggva ra n u m Þóri Barðdal. S ÓLSTEINAR Nýbýlavegi 30 (Dalbrelcltumegin), 200 Kópnvogi. Sfmi: 564 3555. Fax: 564 3556 Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsia. Leitið upplýsinga. il S S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 * SlMI 557 6677 Þórarins fyrir Mostra nutu sín þeir mannkostir hans sem við munum minnast hans fyrir. Hann var áreið- anlegur og afar nákvæmur í störf- um sínum, fastur fyrir og ófeiminn að láta skoðanir sínar í ljós. Best komu þessir eiginleikar hans í Ijós í störfum hans við forgjafarskrán- inguna. Þar naut sín samviskusemi hans og nákvæmni svo að sumir félagarnir voru fyrir mörgum árum hættir að fylgjast með sinni eigin forgjöf en treystu á útreikninga Þórarins án þess að mögla. Þá átti Þórarinn stærsta þáttinn í að taka upp tölvutæknina í klúbbstarfínu og létti það að vonurn mikið og ein- faldaði forgjafarskráninguna og störf mótanefndar. Það er með þakklæti í huga sem við kveðjum Þórarin Jónsson í dag. Við þökkum fyrir að hafa fengið að eiga góðan dreng að félaga og vini. Við söknum hans því skarð það sem hann skildi eftir sig í okk- ar röðum er ófyllt en minning hans lifír með okkur þótt maður komi í annars stað. Maríu Helgu, Jökli, Tinnu og ír- isi, foreldrum og öðrum ástvinum Þórarins Jónssonar sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að þau öðlist þann styrk og huggun sem þau þarfnast. Ríkharður Hrafnkelsson, formaður GMS. Óvænt helfregn frostköld, kom á öldum farsímakerfisins að vestan. Þórarinn Jónsson var látinn, okkur setti hljóða, við spyrjum en sættum okkur ekki við svörin. Hann sem var svo sterkur. Nístandi stef úr ljóðinu Systurlát eftir Hannes Haf- stein, komu í huga. Við hlustir mér helfrepin lætur höfug og grimm. Hvert stynjandi næturhljóð nístir mig í gegn, hver naéðandi gjóstur og þetta kalda rep. Ég skil þetta eigi. Ég skil það ennþá eigi. Ég er of langt í burtu til þess ég það skilja megi. Já, við skiljum þetta ekki. Hvers- vegna er þetta kalsár veitt fjöl- skyldu, vinum og sveitungum, við fínnum til, en fáum engin svör og kannski er líka best að fá að fínna til og leita engra svara, en í hljóðri bæn þakka fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar góðs drengs og manndómsmanns. Mitt í blómstrandi sumarfegurð, innan vakandi og blómaklæddra valla kvaddi Þórarinn og hélt af stað til ókunnra stranda. Eftir standa skilningsvana samferða- menn, og spyija enn eins og skáld- ið: „Til hvers þetta allt, þegar allt er svo valt.“ Já, við spyrjum en vit- um að við fáum ekki svar. Við eig- um erfitt með að finna okkur sjálf— gagnvart helkaldri staðreynd. „Við lifum sem blaktandi, blakt- andi strá“. Þessi hending þjóð- skáldsins gefur okkur sýn á stöðu mannsins í náttúrunni, á leiksviði lífsins. Stormar og stillur leika okk- ur mismunandi,- sumir eru meira áveðurs en aðrir, einstakir falla í ólgu og kólgu veðranna , - aðrir ná ekki þrótti eða þroska, - fáeinir verða harðir og sterkir. Að finna sjáifan sig í þessu umhverfi er ekki auðvelt verk og því lýkur aldrei, því breytileiki umhverfisins skapar ævinlega breytt gildismat. Það er kannski þess vegna sem við verðum að halda fastar um einföldu gildin í hinni kristnu siðfræði og móta skipti okkar við náungann á þeim grunni, og þá er vonin í guðfræði- legum skilningi það eina sem skap- ar jafnvægi í hug og hjarta. Meðfætt lítillæti og myndugleiki, listrænir hæfíleikar og ábyrgðar- kennd, dugnaður og velvilji, allt í ríkum mæli, voru eðliskostir Þórar- ins, samfara óvenju næmri greind. Þórarinn vann við verkumsjón og áætlanagerð á verkvangi RARIK á Vesturlandi í hálfan annan áratug. Þau verk vann hann af stakri ná- kvæmni og um leið tók hann ríkani- þátt í þróun hugbúnaðar til að auð- velda áætlunarferla fyrirtækisins. Hann náði undraverðum tökum og þekkingu á tölvutækni. Fyrst og fremst með öguðu sjálfsnámi. Leið- ir okkar Þórarins lágu oft saman á þessum vettvangi á liðnum árum en síðastliðin þijú ár höfum við unnið hlið við hlið á umdæmisskrif- stofunni í Stykkishólmi. Þar gat ég fylgst með glæsilegum starfs- árangri hans við flókin verkefni, sem ég hreifst mjög af og þakkaði þá og þakka enn. RARIK hefur misst mikilhæfan starfsmann. Okkur eru gefnar bjartar og blíð- ar minningar um manninn og starfsfélagann Þórarin sem eru huggun harmi gegn, þegar hann svo skyndilega, á miðri starfsævi er frá okkur horfinn. Guð einn gefur í gjafmildi sinni okkur samstarfsmönnum þá hugg- un sem við þurfum og hjálpar okk- ur við að senda djúpar samúðar- kveðjur til eiginkonu hans, barna, foreldra og systkina. Guð blessi minningu Þórarins Jónssonar. Erling Garðar Jónasson. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, MAGNÚS ÖRLYGUR LÁRUSSON, Kleppsvegi 14, Reykjavík, lést af slysförum 17. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Lárus Kjartansson, Ragnhildur Jónsdóttir, Jónína Osk Lárusdóttir, Matthildur Lárusdóttir. t Kveðjuathöfn um GUÐRÚNU ÞORBJÖRNSDÓTTUR sjúkraþjálfara, Langeyrarvegi 13, Hafnarfirði, óðurtil heimilis á Grundargötu 6, Sigiufirði, fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudag- inn 21. ágúst kl. 13.30. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. ágúst nk. kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sjúkrahúsið Sólvang í Hafnarfirði. Fyrir hönd ástvina hinnar látnu, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, fna lllugadóttir, Björn Ingvi Sigurbjörnsson, Sigurrós Stefánsdóttir, Kjartan Orn Sigurbjörnsson, Katrin Þórlindsdóttir, Guðrún E. Friðriksdóttir, Pétur Garðarsson, Þorbjörn Á. Friðriksson. ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.