Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMIIMGAR
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 35
I
►
>
I
>
»
I
i
i
Q
+
BJARNIBIRGIR
HERMUNDARSON
+ Bjarni Birgir
Hermundars-
son fæddist 11. ág-
úst 1935 á heimili
sínu á Norðurbraut
21 í Hafnarfirði.
Hann lést á heimili
sínu Sævangi 30 í
Hafnarfirði 11. ág-
úst síðastliðinn.
Hann var sonur
Hermundar Þórða-
sonar, f. 12. ágúst
1903, d. 4. apríl
1992, og Sólveigar
Sigurjónsdóttur, f.
2. ágúst 1912, d. 8.
febrúar 1980. Bræður Bjarna:
1) Sigurdór Sævar, f. 2. febrúar
1934. 2) Hermundur Hafsteinn,
f. 8. október 1938, d. 21. mars
1939. 3) Sigurður Kristinn, f.
26. maí 1944. Hinn 21. septem-
ber 1963 kvæntist Bjarni eftir-
lifandi eiginkonu sinni Ester
Hurle, f. 18 maí 1937. Barn
Bjarna og Ester: 1) Björg Ólöf
Bjarnadóttir, f. 23. júlí 1964.
2) Fóstursonur þeirra og dótt-
ursonur, Bjarni Birgir Fáfnis-
son, f. 15. desember 1983. Björg
er í sambúð með Ragnari Osk-
arssyni og eiga þau tvö börn:
1) Þormar Elí, f. 7. ágúst 1989.
2) Hafsteinn Veigar, f. 26. sept-
ember 1995. Bjarnj hóf sjó-
mennsku 17 ára. Ári seinna
lenti hann í sögulegu sjóslysi á
Grundarfirði 1953 þegar ms.
Edda frá Hafnarfirði fórst.
Bjarni bjargaðist
með 8 mönnum og
átti hann þátt í
björgun nokkurra
þeirra. Bjarni út-
skrifaðist úr Stýri-
mannaskólanum
1961. Önnur skip
sem hann starfaði á
voru meðal ann-
arra: Jón Trausti,
ms. Akraborg,
Þórður Jónasson og
Surprise. Einnig
starfaði Bjarni að
hafnarmannvirkj-
um, bæði í Hafnar-
firði og í Straumsvík sem skip-
stjóri á dráttarbátum. Hann
gekk í Lionsklúbb Hafnar-
fjarðar árið 1975 og gengdi
þar fjölmörgum trúnaðarstörf-
um, þ.á m. var hann formaður
klúbbsins 1985-86. Bjarni
byggði tvö hús í Hafnarfirði.
Fyrra byggði hann um 1960,
ásamt Hermundi föður sínum,
Norðurbraut 23b þar sem hann
bjó til ársins 1979. Seinna hús-
ið, Sævang 30, byggði hann
ásamt konu sinni og hafa þau
búið þar síðan 1979. Árið 1973
keyptu þau hjónin fyrirtækið
Nylonplast og starfaði hann
við hlið konu sinnar við verslun
og heildsölu allt til síðasta
dags.
Utför Bjarna fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Hinsta kveðja frá eiginkonu
Nú kveð ég þig með sárum trega,
ástkær vinur minn, og þakka þér
allar þær góðu og fallegu stundir
sem við áttum saman og ég mun
varðveita í hjarta mínu.
Ég vil láta fylgja þetta fallega
Ijóð sem faðir þinn orti til þín á
fjörutíu ára afmæli þínu.
Fæddist hér, við fagran fjörð
og festi rætur, á móður jörð
minnisstæð, sú gleðistund
að sjá þig koma, á okkar fund
Fagur er allur, ferill þinn
því get ég fagnað, Bjami minn
móðir þín ann þér, einnig ég
jafnan þú gangir, gæfuveg
Farsæl verði öll, framtíð þín
famist þér vel, með auðarlín
ljúfuna ykkar, á lifsins braut
lausnarinn leiði, frá hverri þraut
(Hermundur Þórðason)
Vertu sæll að sinni, elsku vinur
minn, og hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Þín elskandi,
Ester.
Kveðja frá dóttur
Svo leggur þú á höfin blá og breið
á burt frá mér og óskalöndum þínum
og stjarna hver, sem lýsir þína leið,
er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum.
Þú skilur eftir minningar hjá mér
um marga gleðistund frá liðnum árum
og alltaf mun ég fagna og þjást með þér
og þú skalt vera minn - í söng og tárum.
Eitt orð, eitt Ijóð, eitt kvein frá kvaldri sál
er kveðja mín, ég veit þú fyrirgefur.
En seinna gef ég minningunum mál,
á meðan allt á himni og jörðu sefur.
Þá flýg ég yfir djúpin draumablá,
I dimmum skógum sál mln spor þín rekur.
Þú gafst mér alla gleði sem ég á.
Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur.
Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín,
þá mundu, að ég þakka liðna daga.
Við framtíð mína fléttast örlög þín.
Að fótum þínum krýpur öll mín saga.
Og leggðu svo á höfin blá og breið,
þó blási kalt og dagar verði að árum,
þá veit ég að þú villist rétta leið
og verður minn - í bæn, í söng og tárum.
(Davíð Stefánsson)
Elsku pabbi. Hafðu bestu þakkir
fyrir allt. Ég hélt að við fengjum
lengri tíma, en nú er komið að
skilnaðarstundu - í bili.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“
(Kahlil Gibran)
Farðu í friði, pabbi minn. Þín dóttir,
Björg Ólöf.
Elsku afi minn. Ég þakka þér
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman. Þegar ég fékk að sofa
hjá ykkur og skreið uppí til þín á
morgnana og þú hlýjaðir mér á
tánum. Síðan læddumst við fram
á undan ömmu og Bjarna Birgi
og fengum okkur morgunmat og
við töluðum saman um allt milli
himins og jarðar og þú talaðir við
mig eins og fullorðinn mann. Ég
man þegar þú gafst mér járnbraut-
arlestina og varst jafnspenntur og
ég að setja hana saman og sjá
hvernig hún virkaði. Ég man sög-
urnar þínar sem þú sagðir mér um
það þegar þú varst á sjónum og
varst stór og sterkur, og þvílík
upplifun fyrir mig að fara með þér
á sjómannadaginn og sigla út fyrir
Hafnarfjörð. Elsku afi, nú er þér
batnað og ég veit að þér líður vel
hjá Guði og getur passað kisurnar
okkar, Trínu og Emelíu. Ég skal
passa ömmu og Bjarna Birgi.
Þinn
Þormar Elí.
Elsku besti afi minn, nú eru
stundir þínar liðnar. Ég vildi að
okkar tími hér hefði verið lengri.
Það var svo gaman þegar við fórum
í bíó og út að borða, og öll ferðalög-
in sem við fórum í saman. Það var
svo gott að hafa þig hjá sér og
tala við þig. Það var svo sárt þeg-
ar þú fórst að verða lasinn og
gast ekki gert allt sem þú vildir
gera. Ég sakna þín elsku afi minn.
Takk fyrir allt.
Þinn ávallt,
Bjarni Birgir.
„Þar sem jökulinn ber við loft,
hættir landið að vera jarðneskt,
en jörðin fær hlutdeild í himninum,
þar búa ekki framar neinar sorgir,
og þess vegna er gleðin ekki nauð-
synleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar
hverri kröfu.“
(Úr Fegurð himinsins eftir
Halldór Laxness.)
Lífið er áskorun, og jafnvel hetj-
urnar gráta.
Vertu sæll vinur. __
Ragnar Óskarsson
Guð að styrkja fjölskyldu Bjarna
og aðra venslamenn á erfiðri
stundu. Ég veit að allir sem kynnt-
ust Bjarna taka undir þessi orð
mín. Én við verðum að muna að
lífið heldur áfram, en minningin
um góðan dreng mun ávallt varð-
veitast hjá okkur.
Sigurður E. Sigurjónsson.
í dag er til moldar borinn Bjarni
Hermundarson langt um aldur
fram, aðeins 61 árs að aldri. Hann
andaðist á heimili sínu í Hafnar-
firði á afmælisdaginn sinn, 11.
þessa mánaðar.
Mér er mjög ljúft að minnast
Bjarna Hermundarsonar. Hann var
einn af þessum traustu mönnum,
sem ég hef kynnst á lífsleiðinni.
Kynni okkar Bjarna voru ekki mik-
il á yngri árum, enda á okkur ald-
ursmunur og lágu því leiðir okkar
ekki saman í skóla. En þegar við
urðum báðir meðlimir í Lionsklúbbi
Hafnarfjarðar fyrir mörgum árum,
tókust með okkur bæði góð kynni
og sönn vinátta, sem aldrei bar
skugga á. Bjarni var maður, sem
mér þótti afskaplega gaman að
vinna með. Ég var búinn að vera
í Lionsklúbbnum í nokkur ár þegar
Bjarni gekk í klúbbinn og í gegnum
árin var ég í forsvari fyrir hinar
ýmsu nefndir á vegum hans. Ég
var alltaf fljótur að fá Bjama með
mér í slíkar nefndir, því styrkurinn
sem ég fékk frá honum var
ómetanlegur. Það ár sem ég var
formaður klúbbsins, var Bjarni
gjaldkeri hans. Ég mun aldrei
gleyma þeim krafti og dugnaði sem
Bjarni hafði. Allt var í skilum og
hlutirnir í röð og reglu. Á þessum
tíma töluðum við oft saman í viku
hverri og fann ég þá hversu gaman
það getur verið að vinna í slíkum
störfum þegar samhentur hópur á
í hlut.
Auðvitað vissi ég um veikindi
Bjarna, en ég átti nú von á að
hann yrði lengur á meðal okkar
en raun varð á. En aldrei mun ég
gleyma þeim dögum sem við áttum
saman í Orlando á Flórída um síð-
ustu páska. Við sátum og spjölluð-
um um heima og geima, fórum í
skemmtigarð og enduðum svo á
því að fara út að borða saman á
kvöldin. Sá kraftur og dugnaður
sem þessi veiki maður hafði var
aðdáunarverður. í garðinum var
hann alltaf á undan okkur hinum.
Ég gleymi heldur ekki þegar hann
kom hlaupandi að hliðinu, þar sem
ég og Margrét og strákarnir biðum
eftir honum, til að leiðbeina okkur
á þann stað sem hann, Ester og
Bjarni litli, sem var augasteinn
nafna síns, dvöldu á í fríinu. Hann
var í stuttbuxum, með hatt, léttur
á sér og strax kom upp húmorinn
og hlýjan, sem einkenndu hann
alltaf. Þetta voru yndislegir dagar.
Að lokum vil ég minnast Bjarna
fyrir hönd Lionsklúbbs Hafnar-
fjarðar og þakka honum allt það
sem hann lagði klúbbnum til í öll-
um þeim nefndum sem hann starf-
aði í. Ég hef alltaf sagt, að ef
Bjarni hefði ekki verið þessi mikli
skipstjóri er ég efins um að Lions-
klúbbur Hafnarfjarðar ætti í dag
eigið húsnæði. Bjarni var driffjöðr-
in í að ráðast í kaupin enda var
hann kosinn formaður húsnæðis-
nefndar og á hún heiður skilinn
fyrir að gera okkur það mögulegt
að komast með eigur okkar á einn
stað.
Við Margrét og fjölskylda okkar
öll viljum að lokum biðja góðan
JIIIIIIIIII,
M
'1
Erfidrykkjur
P E R L A N
Simi 562 0200
Farinn er góður vinur og félagi.
Þótt dauðinn sé eitt það fáa í
lífinu sem við mennirnir göngum
að sem vísu er alltaf jafn sárt að
kveðja.
Bjarni Birgir Hermundarson var
fæddur og uppalinn í Hafnarfirði
og átti þar farsæla ævidaga. Hann
og eiginkona hans Ester Hurle
voru mjög samhent hjón og áttu
sér ýmis sameiginleg hugðarefni.
Þau byijuðu snemma með sitt fyr-
irtæki og dugnaður þeirra beggja
alla tíð var með ólíkindum.
Þau reistu sér fallegt hús við
hraunjaðarinn í fallegu umhverfi.
I umhverfi þar sem dóttir þeirra
Björg ólst upp og síðar dóttur-
sonurinn Bjarni Birgir sem var
augasteinn afa síns og veitti hon-
um meiri gleði og hamingju en orð
fá lýst.
Við hjónin þökkum þér fyrir all-
ar þær ánægjustundir sem við átt-
um með þér og ekki hvað síst nú
um verslunarmannahelgina þar
sem við vorum öll saman komin á
Akureyri, þið með Bjarna Birgi og
við með dóttur okkar og barnabarn
ásamt okkar bestu vinum. Við
skemmtum okkur öll svo vel, þú
varst svo hress og stutt var í
glettnina hjá þér þrátt fyrir veik-
indi þín, við borðuðum saman,
dönsuðum, töluðum mikið og hlóg-
um, við vorum sem ein stór fjöl-
skylda.
Vináttuna og gleðina sem við
áttum með þér í yfir þijátíu ár
varðveitum við í hjarta okkar,
kæri vinur.
Elsku Ester, Bjarni Birgir, Björg
og fjölskylda, Guð styrki ykkur og
varðveiti.
Ásgerður (Dídí)
og Haukur (Bói).
Látinn er vinur okkar Bjarni
Hermundarson eftir hetjulega bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm. Við
kynntumst Bjarna fyrst þegar við
vorum öll að byggja við Sævanginn
og myndaðist góður og traustur
vinskapur með okkur hjónunum.
Það kom fijótt í ljós að við áttum
hauk í horni þar sem Bjarni var,
man ég m.a. eftir því að eitt sinn
þegar ég var erlendis vegna starfa
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru
einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess
Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ErjSdrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
HÓTEL LdFTLEllllR
minna gekk óveðurslægð yfir land-
ið. Nýbúið var að leggja pappann
á þakið hjá okkur og allt var að
byija að losna og fjúka. Bjarni
dreif í því með góðri hjálp annarra
að festa allt tryggilega niður í vit-
lausu veðri. Já, það var gott að
eiga Bjarna að, Lionsklúbbur
Hafnarfjarðar naut starfskrafta
hans um árabil og mælti hann með
mér um inngöngu í klúbbinn. Hann
var duglegur og skemmtilegur fé-
lagi og fékk félagana oft til að
hlæja á fundum enda var Bjarni
oft og einatt hrókur alls fagnaðar
á mannamótum.
Bjarni og Ester hafa unnið hörð-
um höndum í fyrirtæki sínu og ber
fallegt heimili þeirra vott um það
og alltaf gott að heimsækja þau
hjónin. Eftir að Bjarni greindist
með sjúkdóm sinn vildi hann lifa
sem eðlilegustu lífi og var ætíð
bjartsýnn. Þau fóru í ferðalög utan
lands og innan, bæði vegna fyrir-
tækisins og sér til ánægju og hvíld-
ar. Síðast dvöldu þau á Akureyri
um verslunarmannahelgina. Dótt-
ursonur þeirra, Bjarni Birgir, sem
þau hafa alið upp, hefur jafnan
verið í för með þeim. Við erum
þakklát fyrir að hafa átt góða
stund með þeim þegar þau fyrir
stuttu dvöldu um helgi hjá okkur
í sumarbústaðnum. Þrátt fyrir allt
þetta vissi Bjarni að hveiju stefndi
og gerði sínar ráðstafanir varðandi
framtíð fjölskyldunnar og var ekki
annað hægt en að dást að æðru-
leysi hans.
Nú er komið að kveðjustund og
við hjónin þökkum þér samfylgd-
ina. Minningin um góðan vin mun
lifa björt í hjörtum okkar. Megi
góður Guð styrkja þig, elsku Est-
er, og fjölskyldu þína á erfiðri
skilnaðarstund.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Hvíl þú í friði, vinur.
Geir og Jórunn.
HRAUNBERGS
APÓTEK
Hraunbergi 4
INGÓLFS
APÓTEK
Kringlunni 8-12
eru opin til kl. 22
"A"
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Ingólfs Apótek
Opið öli kvöld
lil kl. 22 - einnig uni hclgar.
Skrcytingar fyrir öll tílcfni.
Gjafavörur.