Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Neyðarvakt lækna áfram á Þórshöfn, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri og í Vík STARFSFÓLKI á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur verður fjölgað og starfsemi hennar endur- skipulögð vegna mikils og aukins álags. Jón Baldursson, yfirlæknir slysadeildar, segir að aðsókn á deildina hafí aukist um 20-50% og áberandi sé að fyrirspurnum í síma hafí fjölgað verulega. Hann segir að undirbúningur sé hafinn að end- urskipulagningu deildarinnar sem felur m.a. í sér að tveimur læknum verður bætt við á venjulega vakt. „Við höfum verið að reyna að finna skynsamlegustu lausnina til að minnka álag á starfsmenn deild- arinnar," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Það er ljóst að aðsókn á deild- ina er miklu meiri en venjulega en ekki síður er áberandi hve mikið símaálag hefur aukist. Það verður að gera sér grein fyrir því að stór hluti af störfum heilsugæslulækna fer fram í gegnum síma. Þá tala þeir við fólk sem þeir þekkja og Starfsfólki fjölgað á slysadeild vegna álags geta jafnan leyst úr vandræðum þeirra svo fremi að þau eru hvorki bráð né alvarleg." Yfirlæknirinn segir að tveimur læknum verði bætt við venjulega vakt til að létta á álaginu. Oðrum þeirra verði m.a. ætlað að styðja við símaþjónustu. Jón tekur skýrt fram að með þessum viðbúnaði sé ekki ætlunin að sinna heilsugæslu, heldur eingöngu bráðum og brýn- um erindum. „Við höfum óskað eftir því að fólk sýni skilning og komi ekki til okkar með önnur erindi en þau sem teljast brýn," sagði hann. Ástand versnar dag frá degi Kristján Erlendsson, læknir og skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, fullyrðir að ástandið vegna uppsagna heilsugæslulækna hafi versnað dag frá degi. „Það er misjafnt frá einum stað til ann- ars en við reynum að fylgjast með ástandinu á hverjum degi." Kristján segir að á daglegum fundi samstarfshóps heilbrigðis- ráðuneytisins í gærmorgun hafi verið ákveðið að viðhalda neyðar- vakt lækna á Þórshöfn, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri og í Vík. Læknisþjónusta á Blönduósi hefur aftur á móti minnkað eftir að læknir hætti þar störfum í gær. Kristján segir að þar muni verkefnin annars vegar færast til hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu- stöðinni og hins vegar til sjúkra- hússins á staðnum. Að mati Kristjáns er það alvar- legt umhugsunarefni að fólk, sem sannanlega sé veikt, dragi það hugsanlega að fara til læknis eða á sjúkrahús af tillitssemi við ástandið. „Við drögum þá ályktun að sumir sitji heima vegna þess að á ákveðnum heilsugæslustöðv- um hefur álagið skyndilega snögg- aukist. Það bendir til þess að fólk sem t.d. hefur beðið með að end- urnýja lyfin sín hafi ætlað að sjá til en hafi ekki getað beðið leng- ur," sagði hann. Ungir læknar álykta Stjórn Félags ungra lækna hefur sent frá yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við kjarabaráttu heilsugæslulækna. Félagið fagnar því að farið sé að ræða um grunn- laun lækna í stað heildarlauna. Fullyrt er í yfirlýsingunni að heild- arlaun sumra lækna byggðust á gríðarlegri yfirvinnu sem þeim sé nauðugur einn kostur að vinna. Minnt er á að læknar séu burðarás- ar heilbrigðiskerfisins og að ábyrgð þeirra sé mikil. Þess vegna er „brýnt að gerð verði gagnger uppstokkun og leiðrétting á laun- um lækna á sjúkrahúsum sem í heilsugæslu og menntun þeirra og starf metin að verðleikum," segir í yfirlýsingunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓVENJULEG sjón á biðstofu heilsugæslustöðvarinnar í Foss- vogi í gaer: Auðir stólar. Heilsugæslustöðin Fossvogi Verksvið hjúkrun- arfræðinga óbreytt MÆÐRAVERND er engin og ung- barnaeftirlit takmarkað á heilsu- gæslustöðinni í Fossvogi, að sögn Guðbjargar Guðbergsdóttur, hjúkr- unarforstjóra. Þar eru að öllu jöfnu starfandi þrír læknar og fjórir hjúkrunar- fræðingar, en eftir að læknarnir í gengu út er stöðin ekki nema að hluta til starfhæf. Á biðstofunni var ekki sálu að sjá þegar Morgunblað- ið kom þar við eftir hádegið í gær. Guðbjörg segir verksvið hjúkrun- arfræðinga vera óbreytt, þeir gangi ekki í störf læknanna. „Við sinnum þeirri ungbarnavernd sem við get- um, fólk fær að koma hingað með börnin og vigta þau en við sprautum ekki. Við tökum ekki þá áhættu að sprauta þegar enginn læknir er til staðar, það gæti alltaf eitthvað komið upp á," segir Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar sinna áfram hinum hefðbundnu 7 mánaða, 30 mánaða og 4 ára skoðunum, auk heimahjúkrunar og annarra starfa í þeirra verkahring. Má þar til dæm- is nefna saumatökur, eyrnaskolanir, mælingar á blóðþrýstingi, sárameð- ferð o.fl. Guðbjörg segir álagið hafa verið orðið mikið vegna þess að fólk hringdi til þess að fá endurnýj- aða lyfseðla, en það hafi verið í verkahring læknanna. Það hefði verið of mikil ábyrgð fyrir hjúkrun- arfræðingana og því hafi öllum slík- um fyrirspurnum verið beint til apóteka. Guðbjörg segir hringingar á heilsugæslustöðina og ýmsar fyrir- spurnir hafa aukist mjög og hún segist merkja vissan óróleika hjá fólki sem bíður þess að fara í að- gerðir, þar sem það fái ekki niður- stöður úr rannsóknum á meðan læknarnir eru ekki að störfum. P ¦¦¦¦¦¦ • Geisianai 1 BÓKASUMAR Læknar telja framhald viðræðna ráðast í dag GUNNAR Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar Læknafé- lags íslands, telur að framhald samningaviðræðna lækna og ríkis ráðist á samningafundi sem boðað- ur hefur verið í dag. „Mér finnst að það ráðist á morgun [í dag] hvort það sé ein- hver flötur fyrir áframhaldandi viðræður," sagði Gunnar að lokn- um árangurslausum fundi í gær. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekki kannast við að viðræður séu á tímamótum og segir stöðuna óbreytta eftir fundinn í gær. Samningafundur hefst kl. 15 í dag. Gunnar Ingi segir að menn hafi í gær farið í gegnum málið í heild sinni og skoðað flestöll kjaralega atriði sem hafi verið til umræðu. Hann segir enga hreyfingu hafa komist á viðræður í gær. „Ég tel að staðan sé sú að annaðhvort fer þetta af stað eða læsist enn frek- ar," sagði hann. Gunnar kveðst þó ekki vera vongóður og hið eina sem samningafundurinn í gær hafi gef- ið væri fundurinn í dag. Ólíkar áherslur Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að staða viðræðnanna sé óbreytt eftir fundinn í gær. Hann kveðst hissa á því að samninganefnd lækna telji fundinn í dag muni ráða því hvort hreyfing komist á viðræður. „Við höfum haldið okkur við þær tillögur sem við höfum lagt fram. Hvort þeir eru að komast inn á okkar línu eða sjá fleiri möguleika veit ég ekki," segir hann. Gunnar segir samninganefndirn- ar vera með ólíkar áherslur í við- ræðunum. „Við höfum viljað ræða við þá um tæknilega útfærslu, s.s. hvernig breyta eigi kostnaðartölum í laun en þeir hafa á hinn bóginn haldið sig við það að fá fleiri krón- ur í pottinn." Gunnar fullyrðir að það hafi ekki komist nægilega vel til skila að heimilislæknar greiði í lífeyris- sjóð af öllum verktakagreiðslum í Lífeyrissjóð lækna samhliða greiðslum í lífeyrissjóð ríksins. „Þegar heimilislæknar komast á eftirlaun fá þeir af þessum sökum greitt úr tveimur lífeyrissjóðum. Þeir hafa á hinn bóginn lagt það upp í viðræðunum að þeir vilji fyrst og fremst fá grunnlaun hækkuð með hliðsjón af lífeyrismálum og nefna til sögunnar að greiðslur af föstum launum séu eini fasti punkturinn sem þeir greiði i lífeyr- issjóð," sagði Gunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg „NÆSTI, gjörðu svo vel". Sumir höfðu beðið í hátt á annan klukkutíma eftir að komast inn til læknisins á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Álagið dreifist Á BIÐSTOFU heilsugæslustöðvar- innar á Selfossi sat slangur af fólki í gærmorgun þegar Morgunblaðið leit þar inn. Tveir læknar skiptast á að sinna læknisþjónustu og var annar þeirra veikur sjálfur. Guðný Halldórsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri segir ástandið þó ekki mjög slæmt á Sel- fossi, þar sem einnig séu starfandi læknar í Þorlákshöfn og Hveragerði og þannig dreifist álagið. Yfirlýsing frá hjúkrunarforstjórum á Heilsugæslustöðvum í Reykjavík Óviðunandi ástand HJÚKRUNARFORSTJÓRAR á heilsugæslustöðvum í Reykjavík telja það ástand sem hefur skap- ast í heilsugæslumálum borgarbúa algjörlega óviðunandi, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Með brotthvarfi heimilislækna er öll heilsugæsla í moium og teljum við að skjóistæð- ingar okkar fái engan veginn þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Oryggisleysi og vansæld fer vax- andi dag frá degi á meðal þeirra sem eiga við veikindi eða vanh'ðan að stríða. Því skorum við á stjórnvöld að beita sér tafarlaust fyrir raun- hæfri lausn á þessari deilu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.