Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 19 ERLENT Leiðtogi klofningshóps innan samtaka Rauðu khmeranna Hvatt til lýðræðis og friðar í Kambódíu NOKKRIR af liðsmönnum Rauðu khmeranna í Kambódíu. Aranyaprathet. Reuter. IENG Sary, sem var fyrrum annar æðsti maður skæruliðahreyfingar Rauðu khmeranna í Kambódíu, hef- ur skorað á landsmenn að gleyma fortíðinni og sameir.ast um að koma á friði í landinu. Sary er einn þeirra, sem taldir eru bera mesta ábyrgð á grimmdarverkum hreyfingarinnar á áttunda áratugnum en þá lét hún myrða að minnsta kosti milljón Kambódíumenn og líklega miklu fleiri. í áskorun sinni sagði Sary, að Pol Pot, leiðtogi Rauðu khmeranna, vildi koma á alræðisstjórn í Kambódíu en sjálfur vildi hann stuðla að friði og lýðræði. „Eg skora á alla frammámenn, hermenn og almenning í landinu að vinna að þjóðarsátt og einingu og lifa ekki lengur í fortíðinni,“ segir Sary í yfirlýsingu, sem Reuíers-fréttastof- an fékk í hendur í liðinni viku. Sary fyrirgefið Rauðu khmerarnir hafa barist gegn samsteypustjórninni í Phnom Penh síðan Sameinuðu þjóðirnar gengust fyrir kosningum í landinu 1993 en í síðustu viku klofnaði hreyfingin. Þeir, sem fylgja Ieng Sary að málum, eiga nú í viðræðum við stjórnvöld í landinu. Hun Sen, annar tveggja forsæt- isráðherra landsins, sagði í yfirlýs- ingu að til að koma á friði yrði Ieng Sary og fylgismönnum hans fyrir- gefið og fengju þeir að halda yfir- ráðum á þeim svæðum, sem þeir ráða nú. Ieng Sary var utannkisráðherra stjórnar Rauðu khmeranna í Kambódíu seint á áttunda áratugn- um og í réttarhöldum að honum fjarstöddum var hann dæmdur til dauða fyrir þátt sinn í morðæði khmeranna. Að minnsta kosti rúm milljón manna lét lífið og hugsan- lega nokkrar milljónir. Lést fólkið úr hungri og sjúkdómum eða var tekið af lífi sem óvinir byltingarinn- ar á árunum 1975 til 1979 eða þar til Víetnamar steyptu khmerunum af stóli. Sary, sem er fyrrverandi mágur Pol Pots, er hátt á sjötugsaldri og hefur verið heilsulítill að und- anförnu. Fyrstu merkin um klofning í röð- um skæruliða komu fram fyrir skömmu þegar útvarpsstöð þeirra réðst á Sary sem svikara og hvatti til, að hann yrði tekinn af lífi. Slðar var hvatt til handtöku tveggja ann- arra foringja Rauðu khmeranna, sem lýstu yfir stuðningi við Sary. Óttast átök milli fylkinganna I yfirlýsingu sinni skoraði Sary á Kambódíumenn að vinna að lýð- ræði og gera landið aftur jafn vel- megandi og það var á Angkor-tím- anum, milli 9. og 14. aldar, þegar Kambódía náði yfir stór svæði I Suðaustur-Asíu. Sagði Sary, að Pol Pot reyndi nú að koma á einræði og afnema þær umbætur, sem hann, Sary, hefði beitt sér fyrir á sínu yfirráðasvæði í Norðvestur- Kambódíu. Hefði Pol Pot notað tækifærið þegar Sary var sjúkur. Bann við kjarna- vopnatilraunum Reynt að bjarga samningi Genf. Reuter. INDVERJAR sögðust á föstudag myndu beijast gegn því að drög samnings um bann við kjarnorku- vopnatilraunum yrðu send allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna til um- fjöllunar en drögin hlutu stuðning á afvopnunarráðstefnunni í Genf. Ind- veijar og nokkrar aðrar þjóðir krefj- ast breytinga og vilja Indveijar m.a. að núverandi kjarnorkuveldi heiti því að eyða vopnum sínum innan ákveð- ins tímaramma. Stephen Ledogar, aðalsamninga- maður Bandaríkjanna í viðræðunum um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn, sagði, að Indveijar og ír- anir gætu beitt neitunarvaldi gegn meginefni samningsins en ættu ekki að hindra afgreiðslu hans. Annars væri hætta á, að afvopnunarráð- stefna 61 ríkis yrði gagnslaus. Fulltrúi Indveija, Arundhati Ghose, sagði að hún myndi koma í veg fyrir, að nefndin, sem fjallað hefur um samningsdrögin, legði þau fyrir ráðstefnuna og hún kvaðst mundu hindra, að þau yrðu afgreidd til allsheijarþings Sameinuðu þjóð- anna í nafni nefndarinnar þegar ráð- stefnan kemur saman í dag. Hinn kosturinn, sem verið er að ræða í þessari stöðu, er að leggja samning- inn fyrir allsheijarþingið sem álykt- un, er nyti stuðnings margra ríkja. Haft var eftir ónefndum fulltrúa, að unnið væri að því að fá nægilega margar undirskriftir og búist við, að það tæki viku. r I j HABItAt-ÚTSALAN : Allt aí jO% afsláltur af -álsó'1-u.vörMM. Bridge lágaslóll kr. 5.940 feitl litií öwÞii') habitat Uu9M«U SniiS«S«70 im bun tf ktilmu úUtii Wú l kui (UIICIRON WhalHEWLETT WL'HM PACKARD AceR i* Macintosh Tölvu-Pósturinn Hámarksgæði • Lágmarksverð GLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600 Blað allra landsmanna! IRttgttstMgtMfr - kjarni málsins! <8> HYUnDRI ILADA & Greiöslukjör ttí allt aö 36 ntánaöa án áthorgunar RENAULT GOÐIR NOTAÐIM BILAR Hyundai Scoupe árg. ‘92, 1500, 5g., 2 dyra, rauður, ek. 63 þús. km, Verö kr. 770 þús Opift virka daga frá kt. 01H, iauxardaza 10 14 Nissan Sunny STW árg. ‘94,1600, 5g., 5 dyra, vínrauður, ek. 63 þús. km. Verö kr. 1.250 þús. Mikið úrval nýlegra uppítökubíla. Renault Twingo árg. ‘94, 1200, 5g., 2 dyra, blár, ek. 41 þús. km Verö kr. 690 þús. Suzuki Swift GTi árg. ‘88, 1300, 5g., 3 dyra, rauður, ek. 125 þús. km, Verö kr. 340 þús. Renault Clio Sárg. ‘93, 1400, 5g., 3 dyra, hvítur, ek. 45 þús. km. Verö kr. 830 þús. Renault 19 RT árg. ‘93,1800, ssk., 4 dyra, vínrauður, ek. 35 þús. km, Verökr. 1.090 þús. Hyundai Elantra árg. ‘94, 1800, ss., 4 dyra, hvítur, ek. 36 )ús. km. Verö kr. 1.180 þús MMC Pajero GLS árg. ‘95, V6-3000, ssk., 3 dyra, grár, ek. 43 þús. km. Verö kr. 2.750 þús. Hyundai Accent arg. ‘95, 1300, 5 g., 4 dyra, bleikur, ek. 23 þús. km. Verö kr. 910 þús. Hyundai Elentra árg.’95,1800, 5 g., 4 dyra, hvítur, ek. 29 þús. km. Verö kr. 1.200 þús. \yundai Pony GLSi árg. ‘92, 500, ssk., 5 dyra, rauður, ek. 48 ús. km. Verö kr. 690 þús. hmw 520/A arg. 91,2UUCC 24v, ssk., 4 dyra, blár, ek. 78 þús. km, Verö kr. 1.790 þús Mazda 626 GLXárg. '88, 2000, ssk., 4 dyra, grár, ek. 99 þús. km. Verö kr. 650 þús. Notaðir biljar SuSurlandsbraut 14 Armúla 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.