Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Hannes sigraði á
Borgarskákmótinu
SKÁK
Borgarskákmótiö
1996
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR
HANNES Hlífar Stefánsson stór-
meistari vann allar skákir sinar á
3. Kramnik, Rússl. 2.765 2.775
4. Topalov, Búlgaríu 2.750 2.700
5. Kamsky, Bandar. 2.745 2.735
6. Anand, Indlandi 2.735 2.725
7. Ivantsjúk, Úkraínu 2.730 2.735
8. Short, Englandi 2.695 2.665
9. Adams, Englandi 2.685 2.660
10. Shirov, Lettlandi 2.685 2.690
11. Salov, Rússl. 2.675 2.670
Borgarskákmótinu, sem haldið var á
210 ára afmæli Reylqavíkurborgar,
sunnudaginn 18. ágúst sl.
FYRSTA Borgar-
skákmótið var haldið á
200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar
árið 1986. Það hefur
verið haldið á hverju
ári síðan og er þetta
því í 11. skipti sem
mótið fer fram. Eins
og undanfarin ár héldu
Taflfélag Reykjavíkur
og Taflfélagið Hellir
mótið í sameiningu.
Borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, lék
fyrsta leik mótsins í
skák Þrastar Þórhalls-
son sem nýlega náði
tilskildum skákstigafjölda til að
verða níundi stórmeistari íslendinga
í skák.
Tefldar voru sjö mínútna hrað-
skákir og var þátttaka mjög góð,
84 skákmenn tefldu fyrir nokkru
færri fyrirtæki. Hannes Hlífar Stef-
ánsson, stórmeistari, vann alla and-
stæðinga sína, sjö að tölu. Hann
keppti fyrir íslenska aðalverktaka.
Þrír stórmeistarar tóku þátt í mót-
inu. Sá þriðji, auk Hannesar og
Þrastar, var Helgi Áss Grétarsson,
sem náði öðru sæti ásamt Þráni
Vigfússyni.
Röð efstu manna:
1. Ilannes H. Stcfánsson (ísl. aðal-
verktakar) 7 v.
2. -3. Helgi Áss Grétarsson (RARIK)
og Þráinn Vigfússon (Póstur og sími)
6 v.
4.-6. Magnús Örn Úlfarsson (Suzuki
bilar), Héðinn Steingrímsson (Alþýðu-
bandalagið) og Bragi Haildórsson
(Bæjarskipulag Reykjavíkur) 5'A v.
7.-15. Þröstur Þórhallsson (VISA ís-
land), Ágúst Sindri Karlsson (Núðlu-
húsið), Jóhannes Gísli Jónsson (Smur-
stöð ESSO, Stórahjalla), Sævar
Bjamason (Sjóvá-Almennar), Davíð
Ólafur Ingimarsson (Leigjendasam-
tökin), Arnar Þorsteinsson (Tölvu-
kjör)j Jón Garðar Viðarsson (Fiskifé-
lag Islands), Sveinn Kristinsson og
Ragnar Fjalar Sævarsson (Emmess ís)
5 v. o.s.frv.
Skákstigin
Nú loksins birtast hér í þættinum
skákstig Alþjóðaskáksambandsins
FIDE sem tóku gildi 1. júlí sl. Gary
Kasparov er nú aleinn í forystu, en
á listanum 1. janúar sl. mátti hann
sætta sig við að deila fyrsta sætinu
með Vladímir Kramnik. Það ber að
taka fram að á þessum lista FIDE
eru nokkur PCA mót á undanförn-
um árum ekki tekin með í reikning-
inn. Gata Kamsky væri ofar ef það
hefði verið gert. Það vekur athygli
að enskir skákmenn, þeir Short og
Adams, bæta stöðu sína verulega.
Alþjóðlegi listinn: 1.7.96 1.1.96
1. Kasparov, Rússl. 2.785 2.775
2. Karpov, Rússl. 2.775 2.770
íslenski listinn
íslendingar á lista FIDE eru eft-
irtaldir. Fj'öldi reiknaðra skáka frá
1. des. 1995 til 31. maí
1996 er í sviga fyrir
aftan nýju stigin. Þess
ber að geta að Skák-
þing íslands 1996 er
reiknað með í stigin.
Þau skipta Þröst Þór-
hallsson mestu máli,
því hann þurfti að ná
2.500 stigum til að
uppfylla síðasta skil-
yrðið fyrir því að
hreppa stórmeistaratit-
il. Með góðum árangri
á World Open skák-
mótinu í Fíladelfíu í
Bandaríkjunum í júlí
og í Gausdal í ágúst
hefur Þröstur bætt við
sig þeim 20 stigum sem hann vant-
aði.
1.7.96-1.1.96
1. Margeir Pétursson2.570 (34) 2.585
2. Jóhann Hjartarson2.565 (43) 2.570
3. Hannes H. Stefánss.2.560 (55) 2.540
4. Jón L. Árnason 2.535 (0) 2.535
5. Helgi Ólafsson 2.500 (28) 2.485
6. Karl Þorsteins 2.495 (2) 2.500
7. Þröstur Þórhallss.2.480 (63) 2.445
8. Helgi Áss Grétarss.2.465 (58) 2450
9. Friðrik Ólafsson 2.460 (0) 2.460
10. Héðinn Steingrímss.2.405 (0) 2.405
11. Björgvin Jónsson 2.380 (8) 2.390
12. Ingvar Ásmundsson2.365 (0) 2.365
13. Jón G. Viðarsson 2.360 (29) 2.340
14. Ágúst S. Karlsson 2.335 (9) 2.340
Aðrir íslendingar á listanum eru:
Gylfi Þórhallsson 2.330, Róbert Harð-
arson 2.325, Andri Áss Grétarsson
2.315, Halldór G. Einarsson 2.315,
Magnús Örn Úlfarsson 2.305, Bragi
Kristjánsson 2.305, Þorsteinn Þor-
steinsson 2.300, Haukur Angantýsson
2.295, Þröstur Árnason 2.295, Sævar
Bjarnason 2.285, Benedikt Jónasson
2.285, Guðmundur Gíslason 2.285,
Guðmundur Halldórsson 2.275, Rúnar
Sigurpálsson 2.285, Davíð Ólafsson
2.275, Snorri Bergsson 2.275, Bragi
Halldórsson 2.270, Amþór Einarsson
2.265, Jón Viktor Gunnarsson 2.250,
Hrafn Loftsson 2.250, Arnar Þor-
steinsson 2.250, Áskell Örn Kárason
2.245, Ólafur Kristjánsson 2.245,
Tómas Björnsson 2.240, Arinbjörn
Gunnarsson 2.240, Björn Freyr
Björnsson 2.230, Dan Hansson 2.230,
Arnar Gunnarsson 2.225, Einar Hjalti
Jensson 2.225, Júlíus Friðjónsson
2.225, Sigurður Daði Sigfússon 2.210,
Ólafur B. Þórsson 2.205, Kristján
Eðvarðsson 2.200, Ægir Páll Frið-
bertsson 2.200, Magnús Pálmi Örn-
ólfsson 2.200, Sigurbjörn Björnsson
2.195, Heimir Ásgeirsson 2.185, Stef-
án Briem 2.185, Bergsteinn Einarsson
2.175, Torfi Leósson 2.170, Árni Á.
Árnason 2.165, Jón Árni Halldórsson
2.160, Erlingur Þorsteinsson 2.160,
Bragi Þorfinnsson 2.155, Stefán Þór
Siguijónsson 2.130, Einar Kristinn
Einarsson 2.100, Jóhann Ragnarsson
2.100, Páll Agnar Þórarinsson 2.100,
Matthías Kjeld 2.095, Björn Þorfinns-
son 2.065, Magnús Sólmundarson
2.035.
Margeir Pétursson
Hannes Hlífar
Stefánsson.
ÞAKVIÐGER0A
Rutland þéttir,
bætir og kætir
þegar að þakið
fer að leka
Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF
Rutland er einn helsti
framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
Veldu rétta efnið - veldu Rutland!
ÞP
&co
t*. ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI553 8640/568 6100
- kjarni málsins!
I DAG
SKÁK
Um.sjón Margcir
Pctursson
HVÍTUR á leik
og nær vinningsstöðu
Staðan kom upp á stór-
mótinu í Vín nú í ágúst.
Rússinn Vladímir Kramn-
ik (2.765), hafði hvítt og
átti leik, en Eistinn Jan
Ehlvest (2.660) var með
svart.
15. Rxe5! - Bxg2 16.
Rg4! (Nú verður svartur
að gefa manninn til baka,
því hann er óverjandi mát
eftir 16. - Bxfl 17. Rxf6+
- gxf6 18. Dxf6) 16. -
Red5 17. Rxf6+ - gxf6
18. cxd5 - Bxd5 (Vonast
greinilega til að mislitu
biskuparnir gefi ein-
hveija jafnteflismögu-
leika, en eftir 18. -
Bxfl 19. Hxfl hefur
hvítur mjög hættuleg
sóknarfæri fyrir
skiptamuninn) 19.
Hfel - He6 20. f4 og
vegna svarta tvípeðs-
ins á f línunni hefur
hvítur afar sigurvæn-
lega stöðu. Lokin urðu:
20. - Kg7 21. f5 -
He8 22. Dd2 - Bb7
23. e4 - h6 24. Df4 -
d5 25. Dg4+ - Kh7
26. Dh4 - Kg7 27. exd5 -
Kh7 28. He4! - Bxd5 29.
Bxf6 og Ehlvest gafst upp.
Úrslitin í Vín: 1-3. Boris
Gelfand, Anatólí Karpov og
Veselin Topalov, Búlgaríu
5‘A v. af 9 mögulegum,
4-6 Vladímir Kramnik, Pet-
er Leko og Júdit Polgar 5
v. 7. Alexei Shirov 4 ‘/z v.,
8. Artúr Júsupov 3‘A v.,
9. Jaan Ehlvest 3 v., 10.
Viktor Kortsnoj 2 ‘A v.
Hlutavelta
ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til
styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 1.670
krónur. Þær heita Brynja Guðmundsdóttir og Sigur-
laug Ása Pálmadóttir.
ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar
átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 7.230 krónur.
Þau heita Maríanna, Gulli og Björn Óli.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Steinkudys
LEIFUR Guðlaugsson,
Yrsufelli 7, Reykjavík,
73 ára, kom að máli við
Velvakanda til að leið-
rétta misskilning varð-
andi Steinkudys sem
fram kom í Velvakanda
sl. laugardag.
Leifur flutti ársgamall
í efsta húsið á Frakkastíg
26. Sem lítill drengur var
hann mikið í kringum
mann sem kallaður var
Bensi í Holti, en hann
vann m.a. við það að
mylja allt gijótið í Skóla-
vörðuholtinu, með hand-
sleggju einni saman.
Bensi í Holti þekkti sög-
una um Steinunni
Sveinsdóttur frá Sjö-
undá. Hún var dysjuð á
svæðinu á milli Hall-
grímskirkju og Iðnskól-
ans. Fyrir allmörgum
árum kom hún fram í
draumi og fór fram á að
bein hennar yrðu grafin
upp og sett í vígða mold.
Bensi í Holti var við-
staddur er beinin voru
grafin upp. Ekki vissi
Leifur hvaða ár það var.
Af tilviljun var hann á
gangi í kirkjugarðinum
við Suðurgötu og rakst
þá á leiðið hennar sem
er við hlið leiðis vinar
hans sem jarðaður var
1946. Starfsfólk kirkju-
garðsins gat ekki séð í
bókum sínum hvenær
bein Steinunnar voru
grafin upp, en sögðu að
trékross hefði verið sett-
ur á leiði hennar fyrir
u.þ.b. þremur árum síð-
an.
Leifur sagði að mikið
hefði verið skrifað um
mál Steinunnar frá Sjö-
undá og væru margir til
frásagnar um það, en
Steinkudys væri ekki til
í dag.
Undirskrift
forseta íslands
LOVÍSA Pétursdóttir
hringdi til Velvakanda til
að spyijast fyrir um
hvort það væri löglegt
eða leyfilegt að mikilvæg
skjöl væru undirrituð
með kúlupenna.
Hún var að velta þessu
fyrir sér því henni þótti
svo hjákátlegt að sjá for-
seta Islands ýta á takka
til að fá odd kúlupennans
út áður en hann undirrit-
aði eiðstafínn.
Lovísu fannst að í
þessu tilviki ætti betur
við pennastöng eða blek-
penni.
Tapað/fundið
Flíspeysa
fannst
Á íþróttasvæði Öldusels-
skóla fannst flíspeysa um
síðustu helgi. Eigandinn
má vitja hennar í síma
567-2253.
Gæludýr
Páfagaukur
tapaðist
BLÁR og hvítur páfa-
gaukur flug út úr sumar-
bústað við Meðalfells-
vatn í Kjós sl. laugardag.
Geti einhver gefið upp-
lýsingar um hann vin-
samlega hringið í síma
565-7186.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fór á dögunum
hringveginn með fjölskyld-
unni, en einn fjölskyldumeðlimurinn
er kornungur og þarfnast skiptiað-
stöðu, barnastóla og þess háttar
hjálpartækja. Það kom Víkveija á
óvart hve aðstaða fyrir börn er
misjöfn á veitingastöðum á landinu.
Sumir staðir eru til fynrmyndar og
búa vel að fjölskyldufólki, en aðrir
sýna því virðingarleysi og virðast
ekki gera sér grein fyrir því að það
eru foreldrarnir sem velja staðina
en ekki ómálga börnin. Lítil börn
hafa ekki lært að gera greinarmun
á góðum aðbúnaði og slæmum og
gera ekki upp á milli staða á þeim
grundvelli, en foreldrunum getur
ofboðið.
Það er algengt að barnastólar á
veitingahúsum séu svo óhreinir að
lesa megi matseðil vikunnar af
þeim. Skiptiborð eru ekki alls stað-
ar og allt of algengt er að þau séu
eingöngu aðgengileg fyrir kvenfólk.
Hvers eiga kvenmannslausar fjöl-
skyldur að gjalda, eða þær §öl-
skyldur þar sem jafnréttissjónarmið
eru í heiðri höfð og faðirinn sér um
þessar þarfir barnanna til jafns við
móðurina?
xxx
Sumir staðir hafa komið sér upp
leikaðstöðu fyrir börnin og er
það vel þegið, þar sem þau una sér
ekki lengi við borðhaldið, en ekki
er aðstaðan alls staðar boðleg. Á
hóteli einu þar sem Víkveiji snæddi
miðdegisverð var leikaðstöðunni,
sem var lítið borð með kubbum og
fleiru, komið fyrir í dimmu skoti
undir stiga. Víkveiji leiddi barn
sitt að borðinu en hrökklaðist frá
þegar við blöstu leikföng útötuð í
gömlum matarleifum. Þegar tekið
er tillit til þeirrar áráttu lítilla
barna að setja hluti upp í sig má
líkja þessu við að lögð séu á borð
mataráhöld sem notuð hafi verið í
langan tíma án þess að vera þveg-
in.
Maður spyr hvort heilbrigðiseft-
irlitið hafi ekki eitthvert eftirlit
með svona hlutum. Eflaust er hér
hugsunarleysi eigenda um að
kenna og er athygli þeirra á þessu
vonandi vakin hér með.
XXX
A
Iþessu sama ferðalagi fékk fjöl-
skyldan sér kvöldverð á öðru
hóteli, snyrtilegu og fallegu í fögru
umhverfi. Á næsta borði voru full-
orðin bandarísk hjón sem gáfu sig
á tal við Víkveija. Þau dásömuðu
landið og umhverfisvernd íslend-
inga og fannst til fyrirmyndar á
hótelinu að ekki væri skipt um
handklæði nema gestirnir óskuðu
eftir því, en með því móti stuðlaði
það að verndun auðlinda. Þeim
fannst hins vegar ótrúlegt að ís-
lendingar, eins vel upplýstir og
þeir eru, skyldu ekki vera lengra
komnir en raun ber vitni í að banna
reykingar á almenningsstöðum.
Þau sögðu að það hlyti að vera
óþolandi fyrir barnafjölskyldur að
þurfa að sitja í reykmettuðu lofti
þar sem það væri vitað að óbeinar
reykingar gætu haft sérstaklega
slæm áhrif á heilsu ungra barna.
Víkveiji viðurkenndi að þetta væri
ekki gott, en hann ætti ekki um
annað að velja. Þá sagði sú banda-
ríska: „Það eina sem dugar er að
fólk mótmæli þessu, skrifaðu í
blöðin,“ sem Víkveiji gerir hér
með.
xxx
Víkveiji nýtti sér þjónustu tjald-
stæða á ferð sinni um landið
og er hún til fyrirmyndar. Mjög
víða er hægt að finna falleg tjald-
stæði með góðri hreinlætisaðstöðu.
í Atlavík, sem er í miklu uppáhaldi
hjá Víkveija, er búið að endurnýja
alla aðstöðu fyrir ferðafólk með
mjög góðum árangri. Það er með
ólíkindum hvað tjaldstæðið á Egils-
stöðum er vinsælt þegar menn eiga
kost á að tjalda í fallegu skjóg-
arijóðri við Löginn.