Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Breta- drottning gaumgæfir breytingar Einmuna dræm þátttaka í forkosningum Umbótaflokksins Perot hyggst ekki kosta framboð sitt ROSS PEROT ásamt konu sinni, Margot, og öðrum fjölskyldu- meðlimum, í ræðustóli á flokksþingi Umbótaflokksins. London. Reuter. ELÍSABET Bretadrottning gaum- gæfír um þessar mundir breytingar á reglum hirðarinnar til að und- irbúa hana undir næstu öld. íhugar hún meðal annars að varpa fyrir róða fornum reglum sem mismuna konum varðandi ríkiserfðir og banna þjóðhöfðingjanum að ganga að eiga kaþólikka. Talsmaður hirðarinnar staðfesti í gær blaðafregnir þess efnis um helgina, að drottningin og helstu ráðgjafar hennar hefðu tekið til við að skoða möguleika á að færa ýmsa siði og reglur hirðarinnar nær samtímanum til að auðvelda konungsfjölskyldunni að mæta nýrri öld. Meðal þess sem drottning gælir við er að ríkið hætti að greiða ár- legt framlag til hirðarinnar, sem nú nemur 8,7 milljónum punda, jafnvirði 900 milljóna króna, en hirðin noti sjálfsaflafé til að standa undir rekstrinum. Jafnframt að mjög verði fækkað þeim frændum, frænkum og öðru venslafólki kon- ungsfjölskyldunnar sem njóta hvers kyns fríðinda á kostnað ríkis- ins. „Ein ástæða þess að konung- dómurinn hefur lifað í rúmlega þúsund ár og alltaf notið stuðnings þegnanna er að hann hefur haft þann eiginleika að aðlagast breytt- um aðstæðum á hveijum tíma,“ sagði talsmaður drottningar. Drottningin er sögð hafa sett á laggirnar nefnd til að móta stefnu konungdæmisins í kjölfar „hryll- ingsársins“ sem hún svo nefndi en það nafn gaf hún árinu 1992 er bruni varð í Windsor-kastala, hjónabönd a.m.k. tveggja barna hennar fóru í vaskinn og kostnað- arsamir lifnaðarhættir konungs- fjölskyldunnar sættu harðri gagn- rýni. Sjálf er drottningin í forsvari nefndarinnar ásamt eiginmanni sínum Filippusi prins og syni, Karli prins ríkisarfa. Hittist nefndin tvisvar á ári og eru fundarmenn sagðir segja umbúðalaust allt sem í hugann kemur til þess að fá sem mestar upplýsingar fram. Valley Forge. Reuter. BANDARÍSKI milljarðamæringur- inn Ross Perot var á laugardag útnefndur forsetaframbjóðandi Umbótaflokksins, sem Perot stofn- aði og kostaði sjálfur. Bar Perot sigurorð af Richard Lamm, fyrrum ríkisstjóra í Colorado, og hlaut 65,2% atkvæða en Lamm 34,8 af hundraði. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum 5. nóvember. Alls greiddu tæplega fimmtíu þúsund félagar í flokknum atkvæði en 1,1 milljón félaga var atkvæðis- bær og fór kjörið fram gegnum síma, alnetið eða með pósti. Kosn- ingaþátttakan var því innan við fimm prósent. Lítill áhugi virðist vera á forsetaframboði Perots, og í nýlegri skoðanakönnun sem fréttaritið Newsweek birti hiaut hann þijú prósent atkvæða miðað við að kosið yrði milli hans, Bills Clintons forseta og Bobs Doles, frambjóðanda repúblikana. Ekki að marka skoðanakannanir Perot sagði að ekki væri að marka skoðanakannanir því einungis væri spurt um fylgi við „frambjóðanda Umbótaflokksins" en ekki um „Perot gegn Clinton eða Perot gegn Dole.“ Perot sagði í gær að hann myndi ekki kosta framboð sitt sjálfur, líkt og hann gerði fyrir ijórum árum, heldur reiða sig á opinbera sjóði og fijáls framlög í kosningasjóð. I kosn- ingunum 1992 eyddi Perot sem svar- ar rúmlega ijórum og hálfum millj- arði íslenskra króna, að mestu úr eigin vasa, í framboðið. Þá fékk hann meira fylgi en óháður frambjóðandi hefur fengið í forsetakosningum í Bandaríkjunum í 80 ár. Þegar Perot tók við framboði Umbótaflokksins á sunnudag for- dæmdi hann tvíflokkakerfið í ræðu sinni og lofaði að koma „þeim snák“ fyrir kattamef í þetta skipti. Hann gerði grín að yfírvöldum og lagði áherslu á sjálfsbjargarviðleitni. For- dæmdi hann fjárlagahalla og fríversl- unarsamninga á borð við Fríverslun- arbandalag Norður-Ameríku (NAFTA). Um nauðsyn þess að draga úr útgjöldum vegna almannatrygg- inga sagðist Perot frekar vilja tapa í kosningunum en ljúga. Hvatti hann til þess að aftur yrði snúið til þeirra forsendna „sem þetta stór- kostlega ríki okkar var reist á, að við sjáum um okkur sjálf." Gerði hann lítið úr þeirri hugmynd að stjórnvöld sæju um þegnana. Perot sagði að í höfuðborginni Washing- ton væru fleiri lögfræðingar starf- andi en í Japan. Væntanlega kona í varaforsetaembættið Perot hefur ekki nefnt hvern hann hyggist fá sem varaforseta- efni, en aðstoðarmenn hans segja hann hafa boðið Marcy Kaptur, demókrata frá Ohio, sætið en hún hafi afþakkað. Sagt er að Perot ætli að bjóða annarri konu það og til greina komi að um verði að ræða frambjóðanda af afrískum uppruna. Sagði Perot að hann myndi tilkynna um þetta innan „fárra daga.“ í ræðu sinni á sunnudag, sem fréttaskýrendur lýstu sem óskipu- lagðri, ruglkenndri og hógværri, nefndi Lamm Perot ekki á nafn, og lýsti ekki stuðningi við hann. Hann hældi starfi félaga í Umbóta- flokknum og fordæmdi þá stefnu bandarískra yfirvalda að taka enn við innflytjendum. Var honum vel fagnað er hann sagði, að þegar baðkarið væri orðið fullt þá ætti maður að skrúfa fyrir kranann. í viðtali síðar um kvöldið neitaði hann ítrekað að segja af eða á um hvort hann teldi Perot hæfan til að gegna embætti forseta. „Verð að þjóta“ Ræða Peros var óvenju stutt á sunnudag, enda þurfti hann að vera mættur annarstaðar. Telja frétta- skýrendur öruggt að hann hafi ver- ið fyrsti forsetaframbjóðandi sög- unnar sem endaði ræðu sína á orð- unum: „Nú verð ég að þjóta til að vera hjá Larry King,“ og vísaði þar til spjallþáttarins Larry King Live á sjónvarpsstöðinni CNN. Bandaríska vikuritið Time um heilsu Jeltsíns Rússlandsforseta Orðrómur um væntanlega aðgerð vegna kransæðastíflu BANDARÍSKA vikuritið Time hef- ur eftir heimildarmönnum sínum í Moskvu að heilsa Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta sé miklu verri en látið hefur í veðri vaka af hálfu talsmanna stjórnvalda í Kreml. í grein ritsins á sunnudag sagði m.a. að ráðamenn veltu fyrir sér að láta forsetann fara til Sviss þar sem gerð yrði á honum, skurðað- gerð vegna kransæðastíflu. Þýska blaðið Bild gekk enn lengra en Time og sagði um helg- ina að græða þyrfti nýtt hjarta í Jeltsín og ef til vill væri þegar búið að því. í Reuíere-fréttum var haft eftir ígor Ignatíev, blaðafull- trúi Jeltsíns, að fréttir af alvarleg- um veikindum forsetans væru „fát- kenndur orðrómur og uppspuni“. Hann sagði Jeltsín sinna störfum sínum á sveitasetri skammt frá Moskvu en færi innan skamms í leyfi. Engin þörf væri á hjartaað- gerð og Jeltsín hygði ekki á neina utanför í því skyni. Talsmenn Jeltsíns, sem ekki hefur sést á almannafæri síðan 9. ágúst er hann sór embættiseið, segja að hann þjáist af mikilli þreytu eftir erfiða kosningabaráttu og þurfi á langri hvíld að halda. Hann sinni þó allra nauðsynlegustu skyldustörfum sínum. Einn talsmannanna, Sergei Jastrshembskí, sagði forsetann líklega myndu eyða meginhlutanum af leyfi sínum í grennd við Moskvu og fá læknishjálp vegna heilsu- brests sem hann lýsti þó ekki nán- ar. Rússlandsforseti hefur tvisvar fengið hjartaáfall, svo staðfest sé. Banda- ríska vikuritið segist hafa komist yfír læknaskýrslu þar sem segi að Jeltsín hafí á ný fengið hjartaáfall í síðari hluta júní. V.S. Dúbrovín, yfirmaður læknahóps er fylgist með heilsufari forset- ans, segi þar að blóð- þurrð í hjartavöðva, sem þjakað hefur for- setann og á rætur að rekja til stíflu í einni eða fleiri æðum, hafi versnað í kosninga- baráttunni eftir „hættuástand" um miðjan júní. „Að sögn heimildarmanns sem hefur náin tengsl við öryggisþjón- ustu forsetans,“ segir Time, „varð breyting til hins verra, að nokkru leyti vegna þess að Jeltsín hætti að taka lyf sem læknar höfðu fengið honum og lagðist í mikið drykkju- svall, getur þetta í sameiningu hafa valdið hjartaáfalii og haft áhrif á starfsemi vinstra hveilahvels“. Heimildarmaðurinn sagði enn- fremur að í Kreml væru menn „að velta fyrir sér að fara með forsetann með leynd á sjúkrahús í Sviss þar sem gerð yrði á honum tvöföld skurðaðgerð vegna kransæðastíflu“. Sögur um áfengismisnotkun og heilsuleysi Rússlandsforseta hafa lengi verið á kreiki og öðru hveiju hefur hann virst áberandi drukkinn við opinber tækifæri. Er Jeltsín sór embættiseiðinn í ágúst virtist hann mjög máttfarinn, liann talaði hægt og óskýrt og gátu margir sér þess til að hann væri undir áhrifum lyfja vegna einhvers krankleika. Bent var á að hann fengi oft þunglyndis- köst og gæti hafa tekið inn geðlyf. Borís Jeltsín NATO eyðir vopnum HERSVEITIR Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Bosníu hófu í gær að sprengja í loft upp hluta þeirra hundruða tonna af smygluðum hernað- arvarningi, aðallega skotfær- um, sem Bosníu-Serbar höfðu falið í leynilegri stríðsbirgða- stöð í skólabyggingu í Mar- getici, nærri Sarajevo. Eyðingin fer fram í samræmi við ákvæði friðarsamkomulagsins. Að sögn talsmanns NATO var á að gizka 15 til 30 tonnum af stríðsgögnum, aðallega jarð- sprengjum, eytt í sex spreng- ingum undir berum himni í gær. Serbar eru mjög ósáttir við aðgerðirnar og hótuðu gagnaðgerðum. Námsmenn aðþrengdir UPPGJAFAR tók að gæta í röðum suður-kóreskra náms- manna í gær, þeir hafa í sex daga haldið út umsátur lög- reglu um stúdentagarða í Seo- ul. Soltnir og sárir gáfust nokkrir þeirra upp í gær. Það jók nokkuð á þrýsting- inn, sem lögreglan setur á námsmennina með umsátrinu, að lögregiustjóri Suður-Kóreu lét þau orð falla, að lögreglan gæti beitt skotvopnum gegn ofbeldisfullum mótmælum námsmanna, þó hann hafi ekki vísað beint til umsátursins um stúdentagarðana. Um 2.000 námsmenn halda enn út í háskólabyggingunum, en lögreglan hefur síðan á laug- ardag hindrað að matur og lyf berist þeim. Námsmennirnir krefjast sameiningar kóresku ríkjanna tveggja. Hunza hátíð- arhöld ÍSRAELSSTJÓRN tilkynnti í gær, að hún myndi ekki senda neinn fulltrúa sinn til að minn- ast þess að þijú ár eru liðin frá því friðarsam- komulag ísraela og Frelsissam- taka Palest- ínumanna, PLO, var undirritað í Osló. „Þetta er ekki okkar samkomulag," var haft eftir háttsettum emb- ættismanni Likud-stjórnarinn- ar. Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, var við- staddur hátíðahöldin ásamt fulltrúum Palestínumanna og Noregs, en þau fóru fram við suðurenda Galíleuvatns. Breti dó úr kúariðu BREZKUR krufningalæknir kvað upp úr um það í gær, að tvítugur maður sem dó úr heila- rýrnunarsjúdómnum Creutz- feldt-Jakob, hefði smitazt af sjúkdómnum með því að borða hamborgara eða svipaða nauta- kjötsafurð í æsku. Úrskurður læknisins er fyrsta dæmið um að hægt sé lagalega að tengja kúariðu við dauða manns. Ur- skurðurinn á vafalaust eftir að leiða til víðtækra deilna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.