Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 27
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. CLINTON OG DOLE ÞEGAR rúmar tíu vikur eru til forsetakosninga í Banda- ríkjunum eru línur smám saman að skýrast um þau málefni, sem efst verða á baugi í kosningabaráttunni. Það er ljóst, að baráttan mun að miklu leyti snúast um ólík viðhorf kynslóða til Bandaríkjanna og þeirra gilda, sem bandarískt þjóðfélag státar af. Með kjöri Bills Clintons fyrir fjórum árum urðu kynslóðaskipti í bandarískri pólitík. Clint- on var fyrsti fulltrúi eftirstríðskynslóðarinnar í Hvíta hús- inu, kynslóðarinnar sem fremur var mótuð af Víetnamstríð- inu en heimsstyrjöldinni síðari. Nái Bob Dole, forsetaefni repúblikana, kjöri yrði hann elstur þeirra, sem náð hafa kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Dole réðst í ræðu á flokksþingi repúblikana harkalega á Clinton og sagði hann vera fulltrúa þess hóps Bandaríkja- manna sem „aldrei hefði náð þroska, aldrei gert neitt af viti, aldrei fært fórnir, aldrei þurft að líða og aldrei lært“. Repúblikanar gætu lent í ákveðinni klemmu vegna þessa málflutnings. Dole nýtur mikillar reynslu sinnar en gæti einnig fengið á sig þann stimpil að vera rödd fortíðarinnar, frambjóðandi sem hafi takmarkaða skírskotun til nútímans. Siðferðilegur málflutningur repúblikana, til dæmis varðandi fóstureyðingar, nýtur sömuleiðis ekki víðtækrar hylli meðal almennra kjósenda. Á hinn bóginn hefur ítrekað komið fram í viðhorfskönnunum síðustu misserin að þótt kjósendur heill- ist af þrótti Clintons og atorku nýtur hann takmarkaðs trausts þegar kemur að gildismati. Clinton hefur ítrekað á ferli sínum breytt um stefnu í mikilvægum málum og ekki hikað við að haga seglum eftir vindi. Þetta kemur skýrt fram jafnt í alþjóðamálum sem innanríkismálum. Þeir Dole og Jack Kemp, varaforsetaefni hans, hafa að sama skapi sætt gagnrýni fyrir litla sam- kvæmni í málflutningi sínum á síðustu vikum. Dole hefur um árabil verið einn helsti talsmaður festu og ráðdeildar í ríkisfjármálum en boðar nú gífurlega skattalækkun, sam- hliða því, að hann lofar að draga úr fjárlagahalla og skerða ekki velferðarkerfið. Demókratar munu eflaust hamra á þessari ósamkvæmni á næstu vikum þó svo að Clinton eigi sjálfur í vanda í skattamálum. Hann hét því á sínum tíma að hækka ekki skatta þótt sú hafi engu að síður orðið raunin í forsetatíð hans. Val kjósenda snýst því ekki fyrst og fremst um ólíka hugmyndafræði, þar sem hugmyndafræði víkur oftast fyrir hinum pólitíska veruleika og straumum almenningsálitsins. Miklu fremur mun bandaríska þjóðin verða að gera upp við sig hvorum þessara tveggja öflugu stjórnmálaleiðtoga hún treystir betur til að leiða sig inn á nýja öld: hinum unga.og þróttmikla Clinton eða hinum aldna og reynslumikla Dole. VINNUBRÖGÐÁ VERÐBRÉFAMARKAÐI UMRÆÐUR um viðskipti með hlutabréf í SÍF fyrir skömmu hafa vakið upp spurningar um vinnubrögð á verðbréfamarkaði og hvort nauðsynlegt sé í ljósi fenginnar reynslu að setja nýjar og strangari reglur um starfshætti þeirra aðila, sem starfa á fjármagnsmarkaðnum. í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag var fjallað um siðareglur á verðbréfamarkaðnum og þar kom m.a. fram, að Verðbréfaþing íslands og Samtök verðbréfafyrirtækja hafi hafið undirbúning að gerð siðareglna fyrir verðbréfa- markaðinn. í því sambandi sagði Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings m.a.: „Við höfum að undan- förnu lagt okkur fram um að kynna okkur þær reglur, sem gilda um verðbréfaviðskipti erlendis og höfum komizt að því, að þær ganga í flestum tilvikum lengra en þær, sem gilda hér á landi.“ Það er fagnaðarefni, að aðilar verðbréfamarkaðarins und- irbúa nú slíkar siðareglur fyrir markaðinn hér. Eðlilegt er að álitamál komi upp á fyrstu árum hins unga markaðar en jafnframt er sjálfsagt, að þau verði til þess að ráðstafan- ir séu gerðar til þess að beina starfsháttum verðbréfamarkað- arins í betri farveg. I umræðunum um viðskiptin með hlutabréfin í SÍF hefur komið fram, að bæði Verðbréfaþing Islands og bankaeftirlit- ið gegna eftirlitshlutverki á þessum vettvangi. Hins vegar er staða Verðbréfaþings sú, að í stjórn þess sitja fulltrúar frá einstökum aðilum markaðarins. Er við því að búast, að Verðbréfaþing geti sinnt eftirlitshlutverki sínu, á sama tíma og hagsmunaaðilar eiga fulltrúa í stjórn þess? Það hlýtur að vera erfitt og þess vegna æskilegt, að umræður fari einn- ig fram um hvort tilefni sé til breytinga á því fyrirkomulagi. Bændur á 55 sveitabæj- um víðs vegar um landið buðu almenningi í heim- sókn á sunnudag til að kynnast sveitalífinu. Meðal gesta á sveitabæj- um þennan dag voru fréttaritarar Morg- unblaðsins, Theodór Kr. Þórðarson í Borgar- nesi, Egill Egilsson á Flateyri og Jón Sigurðs- son á Blönduósi. ALYNGHOLTI í Leirár- og Melahreppi Borgarfjarðar- sýslu, tóku hjónin, Hafþór Harðarson og Vilborg Pét- ursdóttir, ásamt skyldfólki, ættingjum og vinum, á móti alls um 300 gestum í blíðskaparveðri. Jörðin Lyngholt liggur nærri þjóð- veginum og varð það eflaust til þess að margir sem leið áttu fram hjá ákváðu að líta við. En aðrir, til dæm- is frá Akranesi og Borgarnesi, komu gagngert í heimsókn vegna heimboðs- ins. Spenvolg mjólk Bændumir og aðstoðarfólkið tóku á móti gestunum er þeir renndu í hlaðið og bauð þá velkomna að Lyngholti. Bytjað var á að fara í heimsókn í mjólk- urhúsið þar sem öllum var boðið upp á glas af kaldri en ógerilsneyddri mjólk frá því um morguninn. Kláruðu lang- flestir úr mjólkurglösunum og þótti hún harla góð. Síðan var haldið í fjósið þar sem tvær kýr, af um þijátíu mjólkandi, voru hafðar til sýnis, auk kálfs, sem var aðeins tveggja daga gamall. Sagði Hafþór að kýrnar sem hafðar voru inni, hefðu mótmælt því kröftuglega er hinum var hleypt út um morguninn. Eftir leiðsögu um fjósið var boðið upp á kaffi og góðgjörðir að góðbænda sið. Síðan gat fólk skroppið á hestbak á meðan aðrir skoðuðu heyvinnslutæki og gamla og nýja traktora en elsti nothæfí traktorinn, Massey Ferguson er jafn gamall bóndanum, 39 ára, en sá yngsti, Ford, er svo til nýr. Aðspurður kvaðst Hafþór vera mjög ánægður með daginn. Það hefði verið mjög skemmtilegt að sýna fólki bú- stofninn og bústörfin. Mestur hefði áhuginn verið við mjaltirnar og komið hafi í ljós að margir, jafnvel meðal þeirra fullorðnu, hefðu aldrei séð kýr mjólkaðar. Sagði Hafþór þetta vera þarft framtak hjá bændum að bjóða fólki heim. Það væri nauðsynlegt að kynna fólki starfsemi og aðstæður bænda. Ekki síst væri nauðsynlegt að kynna dýrin og framleiðsluvörurnar fyrir börnunum og mynda þar með jákvæð tengsl milli bænda og kaup- staðafólks. Sagði Hafþór að mikið hafi verið spurt um tekjur og tilkostnað. Þá hafi fólk undrast hvað mikið af tækjum og búnaði þurfi til búreksturs- ins. Margir hefðu hváð er hann hafi sagst vera búinn að heyja og binda yfir 1.000 rúllubagga. Minnti á gamla daga Hjónin Hanna Antoníasdóttir og Sigurbjörn Guðmundsson úr Reykja- vík, kváðust hafa verið í sumarbústað í Skorradal og litið við á leiðinni suð- ur. Bar þeim saman um að allt hafi verið áberandi snyrtilegt að Lyngholti og mjög vel að öllu staðið. Þá hefðu móttökurnar verið hlýlegar og til fyrir- myndar. Sagði Hanna að það hafi verið óvænt og skemmtilegt fyrir sig að fá ógerilsneydda nýmjólk í mjólkur- húsinu, „það minnti mig á gamla daga enda er ég alin upp í sveit“, sagði hún. Sigurbjörn var hrifinn af því hvernig öllum heyvinnslutækjunum var fyrir komið og stillt upp ásamt öllum dráttarvélunum. Tvistur stal senunni í Ártúnum í Blöndudal í A-Húna- vatnssýslu gafst fólki tækifæri til að BÆNDUR SÓTTIR HEIM Styrkir samband sveitar og þéttbýlis skoða kindur, nautgripi og hesta að ógleymdum heimilishundunum og læðu með fjóra kettlinga. Fjölmargir notuðu tækifærið í blíðskaparveðri og komu í heimsókn. Sölufélag A-Hún. og matvælaiðjan Vilkó á Blönduósi lögðu bændum í Ártúnum lið og kynntu framleiðslu sína. Gestum var boðið upp á grillað kjöt hverskonar og Vilkó vöflur með ijóma. Hvað sem öllum staðreyndum um hagkvæman búrekstur leið þá vakti hinn 38 vetra gamli hestur Tvistur mikla athygli. Þetta aldna heiðurs- hross sem að öllum líkindum er elsta hross landsins, bar þéttbýlisbörnin hvert af öðru af öryggi og stóískri ró um ártúnska jörð. Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja í Ártúnum var ánægð með daginn og sagði hún að fólk hefði komið víða að af landinu og átt ánægjulega dag- stund í sól og sumaryl í sveitinni. Var hún sannfærð um það að atburð- ir sem þessir væru af hinu góða og styrktu ennfrekar sambandið milli sveitar og þéttbýlis, samband sem alls ekki mætti rofna. Aukning og Skerðing Að Vöðlum í sunnanverðum Ön- undarfirði búa hjónin Árni Brynjólfs- son og kona hans Erna Rún Thorlac- ius ásamt sonum sínum. Einnig búa þar foreldrar Árna og bróðir hans. Á búinu er framleidd mjólk og ræktað- ar kartöflur. Þegar fréttaritara bar að garði var margt um manninn. Boðið var uppá veitingar og kynntar afurðir, börnin fengu að sitja á hestunum hans Björns frá Þórustöðum, og klappa kálfunum Króata og Serba en þeir komu í heiminn sama dag og flótta- mennirnir frá fyrrum Júgóslavíu komu til ísafjarðar. Einnig voru þarna nálægar kvígurnar Aukning, Skerðing og Spurning, en hjónin á Vöðlum fara ekki hefðbundnar leiðir í nafngiftum á húsdýrunum. Þau Ieika einnig og syngja saman í hljómsveitinni Hjónabandinu, þann- ig að þau eru samtaka á öllum svið- um. Að sjálfsögðu tóku þau hjónin lagið fyrir gesti og gangandi og einn- ig jórtrandi, þ.e. kýrnar, sem virtust þó eitthvað vandfýsnar á tónlist og fluttu sig um set þegar Árni þandi nikkuna. , Morgunblaðið/Egill Egilsson ÁRNI Brynjólfsson bóndi á Vöðlum brá sér út á hlað og spilaði fyrir Sluddu og Heiðrúnu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞÓTT Tvistur sé allra hesta elstur munaði hann ekki um að rölta með börnin á bakinu. Morgunblaðið/Theodór KÁLFARNIR stálu senunni hjá börnunum sem heimsóttu Hafþór og Vilborgu í Lyngholti. Markaðssetning á íslensku lambakjöti í Bandaríkjunum Lítil sala vestra en birgðir minnka Markaðssetning á ís- lensku lambakjöti í New York og nágrenni hefur ekki gengið sem skyldi. Skiptar skoðanir eru hversu mikið eigi að selja og hvernig. Birgðir innanlands hafa farið minnkandi. Helgi Þor- steinsson spurðist fyrir um framtíð lambakjöts á Bandaríkjamarkaði, Heildarframleiðsla á íslensku lambakjöti er um níu þúsund tonn á ári. Innanlandsneyslan er um 7500 tonn þannig að um 1500 tonn eru afgangs til útflutn- ings í meðalári. Birgðir hafa farið mikið minnkandi síðastliðið ár og gert er ráð fyrir að birgðir í sameig- inlegri ábyrgð verði undir þúsund tonnum í haust. Umframframleiðslan hefur yfir- leitt verið seld til Evrópu á íágu verði en í byijun síðasta árs hófust tilraunir með útflutning á lamba- kjöti á hærra verði til Bandaríkj- anna og Evrópu. Tilraunin er á vegum Áforma, en það er verkefni um útflutning á gæðavörum sem sett var á stofn með samþykkt Al- þingis í fyrra. í verkefnisstjórn Áforma sitja fulltrúar Bændasam- takanna, Samtaka lífrænt ræktandi bænda, umhverfisráðuneytisins og formaður er skipaður af landbúnað- arráðherra. Mikið var sagt frá markaðsstarfi í New York í Bandaríkjunum í ís- lenskum fjölmiðlum og samningar náðust við dreifingarfyrirtæki og stórar verslunarkeðjur um sölu á kjötinu. Það er fyrirtækið Cooking Excellence sem sér um markaðs- starfið í New York og nágrenni, en það er í eigu systkinanna Sigurð- ar B. Sigurðssonar og Karitasar Sigurðsson. Lofsamlega var skrifað um ís- lenska lambakjötið í grein í New York Times og fjölmargar fyrir- spurnir bárust. Samningar voru gerðir við sex verslanakeðjur sem samtals eru með um sjö hundruð vers'lanir í New York og nágrenni. Salan hefur þó ekki orðið eins góð og við var búist. Samtals hafa ver- ið flutt til Bandaríkjanna um 170-180 tonn af lambakjöti en um 120 tonn hafa selst fram að þessu. Forsvarsmenn Áforma ákváðu fyrir skömmu að draga verulega úr stuðningi við markaðsstarfið í New York. Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að verkefnið hafi ekki verið blásið af. „Við höfum ákveðið að markaðs- starf verði framvegis kostað af söluverðmæti kjötsins, og af um- boðslaunum.“ Kjötinu dreift of víða Ósamkomulag hefúr verið milli eigenda Cooking Excellence í Bandaríkjunum og Áforma um að- ferðir við markaðssetningu kjötsins í Bandaríkjunum. Sigurgeir telur að kjötinu hafi verið dreift i of margar verslanir og því hafi ekki verið hægt að fylgja því nægilega eftir með kynningu. „Við vissum fyrirfram að þetta væri tvísýnt og ég held ekki að aðferðir umboðsfyrirtækisins hafi verið aðalatriðið. Lambakjötið virð- ist einfaldlega ekki hafa gripið neytendurna. Sala á lambakjöti er reyndar lítil í Bandaríkjunum og frystivara á undir högg að sækja. Það er líka ljóst að við erum ekki fyllilega í stakk búnir fyrir svona útflutning. Sérstaklega vantar ýmislegt uppá í kjötvinnslunni,“ segir Sigurgeir. Hann segir að síðar í haust verði ljóst hvort tilraunin hafi verið mis- heppnuð. „Hvernig sem fer höfum að minnsta kosti öðlast mikilvæga reynslu sem nýtist okkur.“ Sigur- geir bendir einnig á að verkefnið hafí haft ýmis jákvæð hliðaráhrif. „Þetta hefur verið landkynning fyr- ir ísland og tengt lambakjötssöl- unni hafa náðst samningar um sölu á laxi og vatni til verslanakeðja.“ Aðspurður sagði Sigurgeir að engar áætlanir væru uppi um frek- ari útflutning en vildi þó ekki úti- loka að einhvern tíma yrði aftur reynt við Bandaríkjamarkað. Haukur Halldórsson, formaður verkefnisstj órnar Áforma, segir að erfitt sé að meta nákvæmlega hversu miklir peningar hafi farið til markaðsstarfsins í Bandaríkjun- um. „Beinar greiðslur voru um fimmtán milljónir króna, en annar stuðningur var til dæmis í formi ódýrs kjöts. Það er alltaf erfitt að meta hversu mikils virði það er, því það er mjög mismunandi hvaða verð fæst fyrir lambakjötið.“ Enginn áhugi á lágverðsmörkuðum Haukur segir að ágreiningurinn við Cooking Excellence hafi verið smá- vægilegur og að ekkert sé búið að ákveða með framhaldið. Hann útilokar þó ekki að lögð verði áhersla á aðra samstarfsaðila. „Það hefur ekki allt kjötið farið til New York. Við höfurn til dæmis líka selt til Boston.“ Haukur telur að ef áfram verði reynt að selja til Bandaríkjanna þurfi að beina sölunni meira til ákveðinna markhópa. „Það var mjög mismunandi eftir hverfum og verslunarkeðjum hvernig kjötið seldist. Það skiptir miklu máli hvort Grikkir, gyðingar eða einhveijir aðrir búa í hverfinu. Við erum ekki að selja mikið magn og höfum yfir- leitt engan áhuga á því að komast inn á einhvetja stóra lágverðsmark- aði. Eg geri ráð fyrir að tvö hundr- uð tonn væri ágætt markmið en alls ekki þúsund tonn, eins og Sig- urður hjá Cooking Excellence hefur verið að nefna.“ Sigurður B. Sigurðsson, einn eig- enda Cooking Excellence, segir að verkefnið hafi verið gefið of snemma upp á bátinn. „Það var full mikil bjartsýni um skjótan árangur í byrjun. Fljótlega var samt orðið ljóst að þetta tæki lengri tíma, enda er það eðlilegt á þessum mark- aði. Við höfum verið að vinna hér í rúmt ár, en eðlilegt er að markaðs- setning taki 3-5 ár. Menn á íslandi hafa greinilega misst þolinmæð- ina.“ Fjörutíu milljónir króna í veði Sigurður segir að samtals hafi um fjörutíu milljónir króna verið lagð- ar í markaðsstarfið. Þar af voru 25 miiljónir frá íslandi og 15 frá fyrirtæki Sigurðar. „Öll þessi fjár- festing er í hættu ef ekki verður haldið áfram. Þetta er ekki lífs- spursmál fyrir okkar. íslenska lambakjötið er um sjö prósent af veltunni hjá okkur, og hingað til hefur framkvæmdin verið með miklu tapi. Við erum í raun ekki rekin áfram af hagnaðarvon, en sem íslendingum er okkur mjög í mun að þetta gangi,“ segir Sigurð- ur. Sigurður telur að með áfram- haldandi markaðsstarfi megi skapa markað fyrir um sex hundr- uð tonn af kjöti árlega í Bandaríkj- unum. „Við erum lengra komnir áleiðis en nokkurn tíma áður í útflutningi á lambakjöti til Bandaríkjanna. Það hefur aldrei áður tekist að ná slík- um samningum við verslunarkeðj- ur. Fyrr á þessu ári var ákveðið að draga veru- lega úr auglýsingum á kjötinu. í samningum okkar við verslanakeðj- urnar var gert ráð fyrir að við stæðum fyrir ákveðnu aug- lýsingastarfi. Við útskýrðum fyrir okkar viðskiptavinum að íslenskir bændur hefðu ekki bolmagn til að standa fyrir venjulegu markaðs- starfi. Það var samþykkt að við fengjum að auglýsa eingöngu í inn- anhúsblöðum þessara verslanak- eðja. Þetta þýðir að auglýsinga- kostnaður samtals yrði um áttatíu þúsund bandaríkjadalir á ári, eða rúmar fimm milljónir króna. Það er mjög vel sloppið,“ segir Sigurður. Ekki eins góð sala og við var búist Ákveðið að draga úr aug- lýsingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.