Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 .________________________________________MORGUNBLADIÐ I FRÉTTIR Hólastaður skartaði að venju sínu fegursta Sauðárkróki. Morgunblaðið. EINS og alltaf þegar Hólahátíð er haldin, skartaði Hjaltadalur og Hólastaður sínu fegursta síðast- liðinn sunnudag, en það er mál manna að blítt veður sé þar hluti af hátíðarhöldunum, svo og í hvert eitt sinn þegar einhverskonar kirkjulegar samkomur eru þar haldnar. Athöfnin hófst með hátíðar- guðsþjónustu i dómkirkjunni, en þar prédikaði séra Sigurður Sig- urðsson, vígslubiskup í Skálholti, en fyrir altari þjónuðu séra Dalla Þórðardóttir prófastur, Miklabæ, séra Arnaldur Bárðarson, sóknar- prestur Raufarhöfn, séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum og herra Ólafur Skúlason biskup. Kirkjukór Sauðárkróks söng við athöfnina, einsöng sungu þau Gerður Bolladóttir og Jóhann Már Jóhannsson við undirleik Rögn- valds Valbergssonar organista. Var guðsþjónustan sérstaklega hátíðleg og virðuleg og ekki hvað síst fyrir það að meðal Ijölda presta sem hana sóttu voru fjórir skrýddir biskupar fyrir altari Hóladómkirkju. Auk biskups herra Ólafs Skúlasonar og vígslu- biskupanna, séra Sigurðar Sig- urðarsonar og Bolla Gústavsson- ar, var viðstaddur séra Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi vígslu- biskup á Hólum. Að aflokinni guðsþjónustunni var kirkjukaffi heima á staðnum, en því næst hófst hátíðarsam- koma í dómkirkjunni. Þar flutti Matthías Johannessen skáld og ritstjóri erindi um listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson og trú- arviðhorf hans, eins og þau birt- ust í verkum hans. Var erindi Matthíasar í senn bæði fróðlegt og skemmtilegt. Gerður Bolladótt- ir og Jóhann Már Jóhannsson sungu einsöng og tvísöngslög við ljóð Jónasar við undirleik Rögn- valds Valbergssonar. Geri greinarmun á merkingnm á kuldagöllum Júlí metmánuð- ur hjá SR-mjöli á Siglufirði þess á innlendri og erlendri fram- leiðslu. Lögmaður fyrirtækisins Hexa ehf., sem flytur inn sænska kulda- galla, sendi erindi til Samkeppnis- stofnunar þar sem kvartað var yfir því að hluti kuldagalla Max ehf., sem merktur væri sem ís- lensk framleiðsla, væri í raun framleiddur erlendis. í úrskurði Samkeppnisstofnun- ar segir að í málsgögnum komi fram að hluti kuldagalla Max hafi verið framleiddur í Belgíu en merktur sem íslensk framleiðsla. „Samkeppnisyfirvöld telja að það að merkja vöru sem framleidd er erlendis með „íslenskt, já takk“ og „Icelandic quality“ brjóti í bága við 21. gr. samkeppnislaga. Þeim eindregnu tilmælum er beint til Max ehf. að gera skýran greinar- mun á merkingum fyrirtækisins á innlendri og erlendri framleiðslu. Jafnframt er bent á að með öllu er óheimilt að merkja vöru fram- leidda erlendis sem íslenska," segir í úrskurði Samkeppnisstofnunar. Árni Árnason, framkvæmda- stjóri Hexa ehf., fagnar úrskurði Samkeppnisstofnunar. Hexa hefur selt kuldagalla hérlendis sem framleiddir eru erlendis undir merki framleiðandans, Fristads. „Það eru ákveðnir aðilar sem leit- ast við að kaupa íslenska vöru og borga jafnvel meira fyrir hana. Verð á okkar göllum er um 30% lægra en á göllum frá Max út úr verslun. Ég tel okkar galla ekki lakari að gæðum,“ sagði Árni. Hvort tveggja eru nælonsamfest- ingar með loðfóðri. Fjórir biskupar Morgunblaðið/Björri Björnsson FJÓRIR biskupar í Hóladómkirkju, f.v. sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup, hr. Ólafur Skúlason biskup íslands og sr. Sigurður Guðmundsson fyrrv. vígslubiskup. Fjölmenni á Hólahátíð 1996 sl. sunnudag Siglufirði. Morgunblaðið. FRÁ því að Síldarverksmiðjur rík- isins hófu bræðslu á Siglufirði árið 1930 hefur aldrei verið brætt jafnmikið magn af loðnu eins og sl. júlímánuð, en þá voru brædd um 35 þúsund tonn. Fyrri met- mánuður var einnig júlí árið 1994, en þá voru brædd 31.600 tonn. Þessi 35 þúsund tonn nú komu úr 48 löndunum og er brúttóaf- urðaverð í kringum 350 milljónir króna. Að sögn Þórðar Jónssonar, framkvæmdastjóra SR-mjöls, eru tekjur Siglufjarðarkaupstaðar vegna lóðnulandana talsverðar því hafnargjöld nema 1% af aflaverð- mæti. Því eru tekjur bæjarins í júlímánuði eingöngu vegna loðnu- landana um tvær milljónir kr. og aðrar tvær milljónir fást er afurð- unum er skipað út. Þórður segist ekki ætla að meta hverjar útsvars- tekjur bæjarins vegna starfs- manna verksmiðjunnar eru, en þegar unnið sé á vöktum allan sólarhringinn, væru menn auðvit- að á hærri launum svo að útsvars- tekjur bæjarins vegna starfsemi loðnubræðslunnar væru einnig talsverðar. Það heyrir til algjörra undan- tekninga að allar verksmiðjur landsins hafi nægilegt hráefni samtímis, líkt og var allan síðast- SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint eindregnum tilmælum til Max ehf., sem m.a. framleiðir kuldagalla, að fyrirtækið geri skýran greinarmun á merkingum Hnúfubakur fannst rekinn við ósa Lagarfljóts á Héraðssandi LOÐNULÖNDUN á Siglufirði liðinn júlímánuð. Sumarloðnan fer að jafnaði öll í bræðslu, en hún er mun verðmætari en sú loðna er veiðist á veturna vegna þess að lýsismagn hennar er talsvert meira. Aftur á móti þolir sumar- loðnan minni geymslu þar sem átumagnið er jafnan mikið í henni. Reynt að bera kennsl á hvalinn Egilsstöðum. Morgunblaðið. HVALUR fannst nýlega á Hér- aðssandi austan við ósa Lagar- fljóts og Jökulsár. Skarphéðinn Þórisson líffræðingur skoðaði rekann og sagði hann vera hnúfubak. Taldi hann að hann hafi legið u.þ.b. viku áður en hann fannst. Hvalurinn er skemmdur og búið að éta innan úr honum. Hundruð einstakl- inga á skrá Að sögn Gísla Víkingssonar hjá Hafrannsóknastofnun hafa verið í gangi rannsóknir á hnúfubökum. Þær eru sam- starfsverkefni nokkurra landa auk íslands. Á ferð sinni um hafið, hefur hnúfubakurinn þá eiginleika að kasta sporðinum upp úr sjónum sem gerir rann- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson sóknarmönnum auðvelt að mynda hann. Sporðblaðkan sýnir ákveðið mynstur og er í raun eins og fingrafar þannig að engir tveir einstaklingar eru með eins mynstur. Gísli sagði að hjá stofnuninni væru nokkur hundruð einstakl- ingar á skrá og í samstarfi við m.a. aðila í Bandaríkjunum, Noregi, Karíbahafinu og Græn- landi væri hægt að fylgjast með ferðum hvalanna á ferð um hafið. Gísli sagði áhuga fyrir því að vita hvort þessi tiltekni hnúfubakur væri á skrá hjá stofnuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.