Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 11 LANDIÐ Ovæntur gestur á Töðugjöldum Björk afhenti Vigdísi afreksverðlaun Hellu - Óvæntur gestur skaut upp kollinum á Töðugjaldahátíð- inni á Hellu á laugardag þegar kom að því að veita svokallað Heimshorn. Þessa viðurkenningu hlaut Vigdís Finnbogadóttir og það þótti við hæfi að fá aðra heimsfræga konu til að afhenda Vigdísi verðlaunin. Það var engin önnur en Björk Guðmundsdóttir söngkona sem var í stuttri heim- sókn á íslandi, sem gerði það eins og henni einni er lagið. Að afhendingunni lokinni stóðu þær vinkonur í ströngu við eigin- handaráritanir til aðdáenda sinna. Fjölbreytt dagskrá Töðugjaldahátíðin fór fram í blíðskaparveðri um sl. helgi á Gaddstaðaflötum við Hellu. Fjöl- breytt dagskrá stóð yfir frá föstu- degi til sunnudagskvölds, en há- punktur hátíðarinnar var síðdegis á laugardag þegar Hornsteinarn- ir, afreksverðlaun Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins, voru afhent. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum auk Heimshornsins, sem Vigdís hlaut sem þakklætisvott fyrir árangursrík störf hennar í þágu lands og þjóðar. A sviði atvinnumála hlutu verð- laun Þingborgarhópurinn, en á Þingborg í Hraungerðishreppi hefur á undanförnum árum verið byggð upp starfsemi sem gerir meðal annars heimavinnandi fólki kleift að taka þátt í framleiðslu ýmissa hluta til sölu fyrir ferða- menn og aðra. Starfsemin hefur vaxið og vakið athygli víða um lönd. Menningaryerðlaun hlaut Guð- jón Halldór Óskarsson, kórstjóri og organisti. Halldór hefur byggt upp öflugt og vel heppnað starf við kórstjórn og aðra tónlistar- starfsemi, ekki síst með börnum og unglingum. Hann stjórnar sex kórum, er organisti við kirkjurnar í Odda og á Keldum á Rangárvöll- um auk þess sem hann syngur í Mótettukór Hallgrímskirkju. Umhverfisverðlaun fóru til Landgræðslu ríkisins fyrir þrot- laust starf í áratugi við upp- græðslu landsins. Fullyrða má að ^v-á BIG PACK Léttur dagspoki ¦45 lltra • Þyngd 1200 gr. ¦ Vandað bak • 3 utanávasar ¦ Festingar fyrir göngustaf **¦¦<"¦ 7.505 FÁLKINN Suöurlandsbraut 8, sími 581 4670, Þarabakka 3, Mjódd, slml 567 0100. margt væri með öðrum svip ef Landgræðslan hefði ekki komið til sögunnar fyrr á öldinni, þar sem örfoka melum var breytt í grasi gróið og skógi klætt land undir forystu Sandgræðslunnar sem var forveri Landgræðslu rík- isins. Landgræðslan hefur beitt sér fyrir árangursríku starfi við uppgræðslu víða um land og vak- ið hefur athygli að almenningur og fyrirtæki hafa stutt Land- græðsluna á ýmsan hátt með frjálsum framlögum, sem verður að teljast óvenjulegt þegar ríkis- stofnun á í hlut. Frumkvöðulsverðlaun hlaut Skaftárhreppur fyrir athyglis- Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FÓLK hópaðist að þeim Björk Guðmundsdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur á Töðugjaldahátíðinni á laugardag. verða stefnumótum í ferðaþjón- ustu á undanförnum árum og ár- angursríka framkvæmd hennar. Margir hafa litið til Skaftárhrepps sem fyrirmyndar þegar komið hefur að því að skipuleggja starf á sviði ferðaþjónustu, ekki síst þegar litið er til þess að hún skuli vera í sem mestri sátt við landið. ENAULT MEGAIÍ ER EINN ÖRUGGASTI BIL Ú GETUR EIGN v!kW»»«9«*MÍ,'ri,lr •»»«•*, . ai0,StY9»»*b«,»B<'n>9BÖ,n, , i nýrri og strangri árekstrarprófun sem MOTOR, málgagn samtaka danskra bifreiÖaeigenda og systursamtök þeirra í Þýskalandi ADAC stóou fyrir varo Renault Mégane í næst efsta sæti. Birtist! MOTOR maí 1996. \^ ruggt farþegarými meS tvöföldum styrktarbitum í hurSum og sérstaklega styrktum toppi og botni er bara grunnurinn sem öryggi bílsins byggist á. Beltin í framsætum eru meo strekkjara og sérstökum höggdeyfi sem er eini sinnar tegundar í heimi. Einnig er loftpúði í stýri og höfuSpúSar í fram og aftursætum. Einstök þægindi fjöSrunar, sæta, innréttingar og stjórntækja Megane tryggja ökumanni og farþegum vellíSan og stuSla þannig aS ánægjulegri og öruggari ökuferS. ViS bjóSum þér aS upplifa MEISTARAVERKIÐ Mégane í reynsluakstri. RENAULT FER Á KOSIUM MEISTARAVERK ÁRMÚLA 13, SÍMI: 5G8 1200, BEINN SlMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.