Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jarðskjálfta
mælum sökkt
á Reykjanes-
hrygg
VÍSINDAMENN frá Japan, Cam-
bridge og Raunvísindastofnun
Háskólans vinna nú að rannsókn-
um á jarðskorpunni á Reykjanes-
skaga og Reykjaneshrygg, en þar
liggja fiekaskil, þar sem ný jarð-
skorpa verður til við eldsumbrot
ogkvikuvirkni.
í þessum tilgangi hafa verið
settir niður 27 jarðskjálftamælar
og var það gert frá varðskipinu
Tý.
Jarðskorpan gegnumlýst
Páll Einarsson, jarðeðlisfræð-
ingur hjá Raunvísindastofnun,
segir ætlunina vera að gegnum-
lýsa jarðskorpuna með jarð-
skjálftabylgjum. Allnokkrar
sprengjur hafi verið sprengdar
til að hrinda af stað þessum bylgj-
um, en einnig séu notaðar bylgjur
frá náttúrulegum jarðskjálftum.
Eftir um það bil mánuð verða
mælarnir teknir upp, en það fer
þannig fram að hljóðmerki er
gefið niður í sjóinn, mælarnir
nema merkið, boltar losna og
undirstaðan verður eftir en mæl-
arnir fljóta upp á yfirborðið.
Páll gerir ráð fyrir að það
muni taka eitt til tvö ár að vinna
úr og túlka niðurstöður. „Við von-
umst til að fá miklu betri mynd
af þessum flekaskilum en hægt
er annars staðar í heiminum, því
að víðast hvar liggja þau á hafs-
botni á miklu dýpi. Hér er hægt
að sjá þetta ofansjávar á Reykja-
nesskaganum," segir Páll.
Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson
ALLT gert klárt áður en jarðskjálftamælunum er sökkt.
Þekktir kvikmynda-
gerðarmenn við
tökur hér á landi
HÓPUR þekktra erlendra kvik-
myndagerðarmanna er nú staddur
hér á landi til að gera auglýsinga-
mynd fyrir enskt greiðslukortafyr-
irtæki. Kvikmyndatökumaður er
Sven Nykvist, tvöfaldur óskars-
verðlaunahafi sem tók margar
mynda Ingmars Bergman.
í myndinni leikur Bill Connolly,
einn kunnasti gamanleikari Breta.
Leikstjórinn, John Lloyd, var upp-
hafsmaður Spitting Image þátt-
anna í Bretlandi. Búningahönnuð-
ur myndarinnar heitir Winkie
Macpherson og er eins og Sven
Nykvist tvöfaldur óskarsverð-
iaunahafi. Helgi Skúlason fer
einnig með hlutverk í myndinni.
Auglýsingamyndin er unnin í
samvinnu breska auglýsingafyrir-
tækisins Limelight og Saga film.
Jón Þór Hannesson, framkvæmda-
stjóri Saga film, segir að auglýs-
ingin muni samtais kosta um átta-
tíu milljónir króna, en þá er einnig
talin sú vinna sem fram fer erlend-
is. Tökuliðið verður hér á landi í
viku og mun meðal annars mynda
í Skaftafelli, Landmannalaugum
og við Jökulsárlón.
Bílvelta nærri Nesjavöllum
16 ára piltur beið bana
BANASLYS varð þegar
bifreið valt á einkavegi
sem liggur frá Grafn-
ingsvegi niður að Þing-
vallavatni, skammt frá
Nesjavöllum, á laugar-
dagskvöld. Sextán ára
farþegi í framsæti beið
bana eftir að hann kast-
aðist út úr bílnum. Öku-
maðurinn, sem er jafn-
aldri hans, var í belti
og slasaðist ekki.
Lögreglunni á Sel-
fossi barst tilkynning
um óhappið kl. 22:02 á
laugardagskvöldið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var þeg-
ar kölluð út en læknir
úrskurðaði piltinn lát-
inn á staðnum þegar
að var komið.
Lögreglan á Sel-
fossi segir tildrög
slyssins óljós. Vegur-
inn, sem ekið var um,
er grófur og beggja
vegna er mosavaxið
hraun. Bíllinn valt á
tiltölulega beinum
kafla og hafnaði hann
úti í kanti á hiiðinni.
Pilturinn sem lést
hét Magnús Örlygur
Lárusson, til heimilis
að Kleppsvegi 14 í Reykjavík.
Viðræður um lægra mat-
vælaverð að hefjast á ný
Upplýsingaöflun um verðlags-
þróunina er að mestu lokið
VIÐRÆÐUR stjórnvalda við aðila
vinnumarkaðarins um leiðir til að
stuðla að lægra verðlagi á græn-
meti og afurðum svína og alifugla
hafa legið niðri í sumar en verða
von bráðar teknar upp á nýjan leik,
að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu-
neytisstjóra í forsætisráðuneytinu.
Nokkrir fundir voru haldnir í
vetur með fulltrúum ASÍ og VSÍ.
Ráðuneytisstjórum forsætis-, fjár-
mála-, landbúnaðar- og viðskipta-
ráðuneytanna var falið að stjórna
þessu verkefni og að sögn Ólafs
hefur talsverð vinna verið lögð í
ráðuneytum að undanförnu við
öflun upplýsinga um verðlagsþró-
unina á þessum vörutegundum
undanfarin ár.
Verðlagsbreytingar raski ekki
verðlagsforsendum samninga
Liggja þær niðurstöður að mestu
fyrir og kvaðst hann gera ráð fyr-
ir að þráðurinn yrði fljótlega tekinn
upp á ný með aðilum vinnumarkað-
arins, auk þess sem rætt yrði við
framieiðendur.
Verðhækkanir á grænmeti að
undanförnu hafa haft töluverð
áhrif á vísitölu neysluverðs líkt og
átti sér stað á sama tíma á sein-
asta ári. ASÍ og VSÍ lögðu í fyrra-
vetur fram tillögur um aðgerðir í
tengslum við endurskoðun launa-
nefnar á forsendum kjarasamning-
anna, og í framhaldi af því gaf
ríkisstjórnin út yfirlýsingu um
kjaramál 29. nóvember, þar sem
því var lofað að leitað yrði leiða á
TÆPLEGA fimmtán ára gamall
piltur missti í gærkvöldi stjórn á
mótorhjóli sem hann ók með þeim
afleiðingum að hjólið skall á hús-
vegg af afli og braut hann. Piltur-
inn slasaðist ekki mjög illa.
Lögreglunni í Kópavogi barst
skömmu fyrir klukkan tíu í gær-
kvöldi tilkynning um atburðinn sem
átti sér stað við Hafnarbraut, en
þar hafði pilturinn verið að æfa sig
á mótorhjóli sem hann hafði fengið
að láni hjá vini sínum.
Ofn rifnaði af vegg
Eigandi bifhjólsins er á svipuðum
aldri og ökuþórinn og því einnig rétt-
indalaus, en á þessa stærð hjóla er
ökuleyfi miðað við sautján ára aldur
grundvelli þeirra. í yfirlýsingunni
sagði m.a.:
„Aðilar vinnumarkaðarins hafa
lýst áhyggjum sínum vegna mögu-
legra áhrifa búvöruverðs á al-
menna verðlagsþróun á næsta ári.
Hafa þeir einkum nefnt breytingar
á verðlagi grænmetis og afurðum
svína og alifugla. Ríkisstjórnin
mun í samvinnu við aðila vinnu-
markaðarins og fulltrúa framleið-
enda kanna ábendingar ASÍ og
VSÍ og leita leiða til að koma í veg
fyrir að verðlagsbreytingar á áður-
nefndum afurðum raski verðlags-
forsendum kjarasamninga."
eins og bílpróf. Hjólið var óskráð.
Ökumaðurinn ók um á bílastæði
inni í porti þegar hann missti vald
á hjólinu og ók af töluverðu afli á
nálægan húsvegg. Veggurinn sem
var úr viði með klæðningu brotnaði
og gekk hjólið eina þrjátíu senti-
metra inn í skrifstofuhúsnæði sem
þar er, en nam staðar á ofni. Ofn-
inn kom í veg fyrir að hann æki
lengra inn í húsið og kastaðist hjól-
ið til baka. Ofninn rifnaði hins veg-
ar frá og flæddi vatn um húsnæðið.
Ökumaðurinn var fluttur með
sjúkrabíl á slysadeild þar sem hann
gekkst undir rannsókn í gærkvöldi,
en jafnvel var talið að hann hefði
úlnliðsbrotnað á báðum höndum,
auk hugsanlegra bakmeiðsla.
Lést eftir slys
á Bústaðavegi
ÖKUMAÐUR bifreiðar sem lést í
umferðarslysi á Bústaðavegi síðast-
liðinn fimmtudag hét Skúli Friðriks-
son, til heimilis í Byggðarholti 11 í
Mosfellsbæ.
Skúli hefði orðið 28 ára í septem-
ber næstkomandi. Hann var
ókvæntur og barnlaus.
-----♦ ♦ ♦-----
*
Island í
sjötta sæti
SKÁKSVEIT íslands sigraði í
níundu og síðustu umferð í Olympíu-
móti skákmanna sextán ára og yngri
í Svartfjallalandi. Teflt _ var gegn
b-sveit Ukraínu og hlutu íslendingar
þijá vinninga í umferðinni á móti
einum vinningi Úkraínumanna.
ísland lenti því í sjötta sæti móts-
ins með nítján og hálfan vinning,
en efstir urðu Rúmenar með 26
vinninga af 36 möguiegum og Rúss-
iand í öðru sæti með 23,5 vinninga.
Þriðju urðu Ungveijar með jafn
marga vinninga og Rússar, en lak-
ari stig, þá komu Úkraínubúar og
loks A-sveit heimamanna. Sam-
kvæmt skákstigum var íslenska lið-
ið talið sjötta besta iiðið í mótinu
fyrir það.
íslenska liðið er væntanlegt til
landsins á fimmtudag.
Skemmtanir og félagslíf
Vikul. 2-3 Mánaðarl. Nokkrum
eða KHH sinnum f—I / á 2 mán. ú":Fl sinnum á I I Sjaldnar [_J Aldrei |
oftar í mán. fresti "" ári
Fer I matarboð i|—i| l J _......, 47.3%.‘ ZFf4Z
Býð fólki I matSÍ^_______________________T._i, ~ 7T 115.8
Borðaá liiinilihih I iMÉMWWWi . j___________________. —I,. .,7
Borða á veitingahúsip
Fer á skemmtist/diskó.p
Feríbiófl
Fer í leikhúsöHl
Leigi vídeóspólurj
Panta skyndimat
Fer í partý
Fer á pöbb
Fer á kaffihús
Býð fólki í partý
Fer á bókasafn
Borða á fínasta veit.h.
Fer á myndlistarsýn.
Fer á kappleiki/völlinn
Fer á safn
(
NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu.
PÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir islendinaar
á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Isl.
Hvert prósentustig i könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, j
sem eru á niðurstööum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda.
Ok óskráðu bif-
hjóli á húsvegg