Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 15 AKUREYRI Tók flugpróf fyrst íslenskra kvenna fyrir 50 árum og ætlaði að verða atvinnuflugmaður Eg var bara fædd á röngum tíma og stað Valgerður Þorsteinsson er brautryðjandi kvenna í flugi á íslandi. Krislján Krisljáns- son ræddi við hana þegar bún skrapp til Akureyrar til þess að heilsa upp á gamlan vin sem hún hélt að væri týndur. Morgunblaðið/Kristján VALGERÐUR hélt upp á 50 ára flugafmæli sitt á laugardag með því að heilsa upp á gamlan vin, Tiger Moth tvíþekjuna sem hún lærði á og flaug mjög oft á sínum tíma. VALGERÐUR Þorsteinsdóttir um borð í Tiger Moth tviþekjunni VÍÐIR Gíslason og Kristján Víkingsson buðu Valgerði i flugferð að loknu flugprófinu fyrir 50 árum, þá 18 ára gömul. á vél sinni TF-LEO og er það Víðir sem situr við sljórnvölinn. VALGERÐUR Þorsteinsson er fyrsta konan til að taka flugmannspróf en það gerði hún fyrir rúmum 50 árum, 17. ágúst 1946. Af því tilefni var hún stödd á Akureyri í síðustu viku til að heilsa upp á gamlan vin, sem hún getur aldrei gleymt og hún kynntist fyrir 50 árum og hélt að væri týndur og tröllum gefinn. Þessi vinur er flugvélin sem hún tók flug- mannsprófið fyrir hálfri öld, tvíþekja af gerðinni Tiger Moth de Havilland 82c með einkennisstafina TF-KBD. Vélin er nú í eigu Akureyringanna Kristjáns Víkingssonar og Víðis Gíslasonar. Þeir félagar eru að end- ursmíða vélina og í tilefni af flugaf- mæli Valgerðar, buðu þeir henni að skoða vininn sinn týnda, sem hún á svo dýrmætar minningar um. Val- gerður er þess jafnframt fullviss að vélin verði 100% betri eftir meðhöndl- un þessara heiðursmanna. Vandasamt að fljúga henni Blaðamaður ræddi við Valgerði um þann tíma er hún hóf að læra flug og tók flugpróf fyrir 50 árum. Valgerður var fyrst spurð um þessa flugvél. „Tiger Moth var lipur flugvél en hins vegar var nokkuð vandasamt að fljúga henni miðað við þær kennsluvélar sem síðar átti eftir að nota til kennslu. Stýrið var pinni festur við gólfið og ekkert samband var við flugturninn. Við þurftum að fljúga kringum flugvöllinn til að fá leyfi til lendingar, rautt Ijós þýddi ekkert lendingarleyfi og þá var bara haldið áfram að fara í hringi þar til grænt ljós kom, sem þýddi að lending væri heimil. Svona var þetta frumstætt í þá daga. Nú er mun auðveldara að læra flug því kennsluvélarnar eru miklu tæknilegri. Það er reyndar þegar ég lít til baka ákveðin „nostalgía" að hafa notið þeirra forréttinda að hafa lært á Tiger Moth og hlakka ég til að sjá KBD fara í loftið aftur þegar endursmíði hennar er lokið. Þorsteinn E. Jónsson, eini orustuflugmaður okkar íslendinga, lærði einmitt á slíka vél.“ Hafði afbragðs kennara Hvenær hófst þú flugnám? „Ég hóf flugnám hjá Flugskóla Cumulus og hafði afbragðskennara, þá Jóhannes R. Snorrason, Anton Gunnar Axelsson, sem var aðalkenn- ari minn, Björn Jónsson, Smára Karlsson, Gunnar Viggó Frederikss- en, Kristján Steindórsson og Sverri Jónsson, en bóklegu kennsluna kenndu þeir Björn Jónsson og Jón Jónsson, allir þjóðkunnir flugstjórar. Ég fór i minn fyrsta tíma 14. októ- ber 1945. Þar kynntist ég frelsinu sem flugið veitir en ég fór upphaf- lega í flugið með það í huga sem atvinnugrein. Á stríðsárunum kenndu konur flug í Bandaríkjunum, þar á meðal nokkrum íslendingum, og konur fetjuðu flugvélar milli landa. Allt þetta fannst mér spenn- andi og ég hafði trú á að þetta gæti ég líka gert.“ Sagt að mæta í próf eftir korter Hvernig gekk svo í sjálfu flugpróf- inu? „Prófdagurinn er mér mjög eftir- minnilegur og prófið sjálft gekk mjög vel. Það var hringt í mig í vinnuna, en ég vann þá verslunarstörf, og sagt að nú væru hagstæð veðurskil- yrði tii prófs og að ég ætti að mæta kl. 14.00, eða eftir korter. Ég var hins vegar ekkert spurð hvort ég væri tilbúin i prófið. Mættir voru á staðinn fimm ungir piltar ásamt mér. Prófdómarinn var Sigurður Jónsson og ákvað hann sjálfur próf- daginn. Já svona var það í þá daga. Siggi flug eins og hann var kall- aður, átti engan sinn líka. Hann var hörkutól og ráðríkur að mér fannst og ég kallaði hann oft einræðisherr- ann. Á prófdaginn, lét hann reyna á þolrif mín. Ég fann jafnframt að hann ætlaði að hafa örlög mín í hendi sér. Hann var mjög mótfallinn því að konur væru að læra flug og sagði berum orðum að þær væru óhæfír flugmenn og að við fengjum ekki tækifæri til að sanna það. Hélt að hann ætlaði að fella mig Hann tók piltana fyrst í flugið og spurði mig á eftir hvort ég væri enn- þá tilbúin. Kl. 18.20 fórum við í loft- ið og aftur reyndi hann á þolrifín í mér, lét mig fara út fyrir bæinn og gera alls kyns æfingar, krappar beygjur og fleira. Þá tóku við lend- ingaræfingarnar og lét hann mig lenda þrisvar sinnum en piltana einu sinni. Ég hafði á tilfinningunni allan tím- ann sem prófið stóð yfír að hann ætlaði að fella mig eftir síðustu lend- inguna. Þá brosti karl innilega en það bros hafði ég ekki séð á andliti hans fyrr. Hann tók utan um mig og óskaði mér innilega til hamingju." Ekkert vit að senda stelpuna Valgerður segir að Sigurður Jóns- son hafi sjálfur ákveðið árið 1946 að útbúa bráðabirgðaflugskírteini fyrir nýja flugmenn. Þessi ákvörðun hans mæltist illa fyrir og raskaðist sú hefð sem komin var á númeraröð flugmanna. Sjálf var Valgerður 26.-27. íslenski flugmaðurinn þótt hún hafi númer 40 á bráðabirgða- skírteini sínu. Valgerður var búin að fá skólavist í þeim þekktum flugskóla, Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Okla- homa í Bandaríkjunum, en ekkert varð úr því. „Svona fór um þann draum minn, hann rættist aldrei. Ég var bara fædd á röngum tíma og stað.“ Ertu þá kannski ósátt? „Nei, síður en svo. Ég giftist síðar Jóni Helgasyni og við eigum þijá syni. Yngsti sonurinn, Þórður, erfði þessa flugbakteríu og sem bam var hann að búa til flugmódel úr leg- ókubbum. Síðar meir smíðaði hann sjálfur sín alkunnu áhugaverðu mód- el sem margir þekktir fiugmenn þekkja og eiga. Þórður tók síðar flug- próf og starfaði um tíma hjá Land- helgisgæslunni og seinna í útlöndum. Hann var á átakasvæðum stríðs- hijáðra landa, m.a. flugrekstrarstjóri Sameinuðu þjóðanna í írak í desem- ber 1992.“ Hvað finnst þér um þennan aukna áhuga kvenna á fluginu? „Eg óska þessum ungu glæsilegu flugkonum, sem stjóma nú þegar áætlunarflugi Flugleiða hér heima og erlendis, svo og hinum flugkon- unum sem ég veit ekki um, gæfu og velgengni í öllum þeirra störfum. Þær eru stolt okkar íslendinga og hafa margoft sýnt og sannað að þær eru á engan hátt eftirbátar karl- anna,“ sagði Valgerður. PPLÍRINN í þvottavélunum Blomberq Þýskar úrvals vélar eins og þær gerast bestar - búnar framtíðartækni. O 8 gerðir: 5 kg - ullarvagga - 40 Biokerfi - 800 - 1000 - 1200 og 1400 snúninga vélar. Sumar búnar Digitronic-stýrikerfi. Áfangavinding, rafeindastýrðir mótorar o.fl., o.fl. Verð frá aðeins kr. 56.905 stgr. Blomberq hefur réttu lausnina fyrir þig J67' Eínar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.