Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGLIST 1996 23 LISTIR Starf sem hrópar á athygli Morgunblaðið/Golli TADASHI Goino, formaður Utagawa-félagsins, sýnir mennta- málaráðherra, Birni Bjarnasyni, japönsk tréþrykk. Japönsk tréþrykk gefin íslendingum LIST OG HÖNNUN IIornstofan/Laufás- vcgi — U11a r s c1iö llvanncyri ULLARPEYSUR Opið virka daga frá 13-18. Til 21 ágúst. Aðgangur ókeypis. ENN er Ullarselið á Hvanneyri á ferðinni með kynningu á peysum í Hornstofu á mótum Laufásvegar og Bókhlöðustígs og er rétt að vekja athygli á framtakinu, þótt sýningin standi einungis yfir í fjóra daga. Starfsemin er einfaldlega svo mikilsverð fyrir döngun ís- lensks listiðnaðar og mannlífsvett- vangs, að hún beinlínis hrópar á athygli. Öll mynstrin á peysunum eru ný, unnin af sjö hönnuðum, og er leitast við að fitja upp á nýjungum út frá hringúrtöku yfir axlir, en útlitið skyldi vera töluvert frábrugðið gömlu góðu lopapeys- unni, eins og segir. Þetta voru einföld stefnumörk, en ekki ganga þau alltaf upp, því það er eins og gamla mynstrið sé full meðvitað að baki tilraunanna. Annað mál er svo að það eru ákaf- lega fallegar peysur innan um, einkum þegar mynstrið er skýrt afmarkað, hefur hreina og ótví- ræða hrynjandi, hvort sem það er úthugsað eða létt óformlegt og leikandi, eins ög á myndinni sem væntanlega fylgir skrifinu. Ein peysan vakti sérstaka athygli mína, því mynstrið og litirnir komu mér kunnuglega fyrir sjónir. í ljós kom að höfundurinn, Margrét Linda, hafði farið í smiðju Kjar- vals og tekið upp litahrynjandina í frægu málverki eftir hann. Þetta teljast rökrétt vinnubrögð, því listiðnaðurinn hefur mikið til íslenzka málverksins að sækja, víð- tækrar þekkingar og reynslu málaranna í litahrynjandi, og má framkvæma á ótal vegu, eftir því sem hugarflugið býður svo sem listiðnaður annarra þjóða er til vitnis um. Allt líf byggist á víxl- verkun, því ekkert er eingetið og mestu máli skiptir að leita fanga sem víðast og laga að persónuleika sínum, sem gerist oftast ósjálfrátt ef dugur og marksækni varðar veginn, því engir tveir eru eins. Maður þakkar fyrir sig um leið og vísað skal til lofsverðs framtaks. Á FÖSTUDAGINN veitti Björn Bjarnason menntamálaráðherra viðtöku gjöf frá Utagawa- félaginu í Japan í Listasafni Kópavogs. Þetta félag hefur að markmiði að kynna hcfðbundna japanska menningu. Formaður þess, Tadashi Goino, er staddur hér á landi og afhenti gjöfina. Gjöfin tengist sýninga á japanskri þrykklist sem stendur yfir í Listasafni Kópavogs. Utagawa-félagið gefur 50 þrykk eftir þekkta þrykklistamenn frá 19. öld og 50 bækur um japönsku þrykklistina. Á japönsku nefnastþessar myndir ukiyo-e, sem gæti merkt myndir úr síkvikri veröld, en það er einmitt heiti sýningarinnar I Listasafni Kópavogs, sem stendur til 29. september. Bragi Ásgeirsson Hefndartryllir í anda Bronsons KVIKMYNDIH lláskólabíó AUGAFYRIR AUGA „EYE FOR AN EYE“ ★ ★ Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Sally Field, Kiefer Sutherland, Ed Harris, Joe Mantegna. Paramount. 1996. BANDARÍSKA spennumyndin Auga fyrir auga er ekkert sérstak- Iega vel dulbúinn Charles Bronson - hefndartryllir. Hún er byggð upp eins og Dauðaóskir Bronsons en í stað hins hörkulega granítandlits Bronsons er komin húsmóðurleg Sally Field í hlutverk hefnandans. Þannig getur kvenréttindabaráttan birst í Hollywoodmyndum. Eigin- maður Sally Field í myndinni er hörkutólið Ed Harris og í gamla daga hefði hann tekið til sinna ráða. Nú er hann aðeins vandræða- legur í framan að skera kál inni í eldhúsi. Sally Field er Charles Bronson myndarinnar. Hún fer á sjálfsvarn- amámskeið og byssunámskeið og er reiðubúin að myrða með köldu blóði. Gengur það upp hjá leikstjór- anum John Schlesinger? Já og nei. Helsti gallinn er sá að Schlesinger lætur sér nægja að gera Auga fyrir auga að fyrirsjáanlegum hefndartrylli í stað þess að kafa dýpra. Þetta er ekki sálfræðilegur tryllir þótt hann hafi alla burði til að vera það. Myndin er miklu lík- ari einum hefðbundnum B-hefnd- artrylli þar sem B stendur fyrir Bronson. Líkt og Dauðaóskirnar hefst Auga fyrir auga á skelfilegu nauðgunar- og morðatriði sem á að endast áhorfandanum sem samúðargjafi alla myndina. Morð- inginn, svipljótur Kiefer Suther- land, næst en sleppur við ákæru vegna tæknilegs atriðis. Móðir fórnarlamsins, örvæntingarfull Sally Field, reynir að grípa til sinna ráða þegar dómskerfið bregst en stjúpfaðirinn, rolulegur Ed Harris, virðist sætta sig við orðinn hlut. Lögreglan í líki hins fágaða Joe Mantegna getur ekk- ert beitt sér. Þetta er nokkuð sem við höfum séð milljón sinnum áður og Schles- inger veldur vonbrigðum með því að fara mjög hefðbundnar og fyrir- sjáanlegar leiðir í átt að endalokun- um. Sutherland á auðvelt með að fá áhorfandann á móti sér svo sví- virðilega forhertur að hann hellir kaffi yfír hunda og mígur framan við hús næsta fórnarlambs. Illskan drýpur af honum en líka eintóm sýndarmennskan. Field fer nokkuð langt á áhyggjusvipnum einum saman en það er líka ósveigjanleg- ur kraftur í henni sem heldur sög- unni saman. Harris virðist hrein- lega ofaukið. Schlesinger gerir til- raunir til að kafa dýpra í sálfræði- legt samband móðurinnar og morð- ingja dóttur hennar en þær eru máttvana og leikstjórinn víkur á endanum lítt frá formúlunni. Bron- son gamli ætti að skemmta sér á þessari mynd. Arnaldur Indriðason \7L- _ 10% kynnlimaretaMttur íVVf* _ «f Falcon-florni / ir fp' . 80. • 30, igúatt FALCON-garnið * frá Readicut Knitting - fcest aðeins í Dízu! • alullargarn • acrylgarn • blandað garn • prjónauppskriftir • prjónar Einnig úrval fallegra púða og útsaumsmynda fyrir nútíma heimili. z/ 'iza MIÐBÆ V/HÁALEITISBRAUT Sími 553 7010 Opið í sumar frá kl. 13 - 18, virka daga. Nýjar bækur • LJÓSMYNDA- og kynningarbók um ísland á ensku með ljósmynd- um Páls Stefánssonnr er komin út. Nefnist hún Visions oflce- lnnd - Scenes and Surprises froni Land and Sea. I bókinni er fjallað um landið og síbreytilega náttúru þess, en einnig lifið í borg og bæ og fjölmargt fleira sem veitir innsýn í íslenskt þjóðfélag. Steinunn Sig- urðardóttir rithöfundur skrifar inn- gangskafla, þar sem ýmsan fróð- leik er að finna og hugleiðingar um þau sérkenni sem mótað hafa mannlíf ílandinu. Bókin skiptist í fjóra þætti. Fyrst er staldrað við í Reykjaík, síðan farið upp á hálendið og helstu perl- ur þess heimsóttar. í þriðja þættin- um er ferðast vítt um byggðir landsins og að lokum sýndar vetrarstemmningar frá ýmsum landshornum. Myndunum fylgir texti sem skýrir myndefnið og veitir jafn- framt upplýsingar um ýmis atriði sem forvitni kunna að vekja. Bernard Scudder þýddi bókina áensku. Utgefandi er Iceland Review. Bókin er 128 bls. innbundin. Verð 1.590 kr. Páll Stefánsson Verðið stenst allan samanburð Honda Accord 1.8i er búinn 115 hestafla 16 ventla vél með tölvustýröri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyöslan við stöðugan 90 km. hraða er aöeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúöa (stýri, rafdrifnum rúðuvindum og loftneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi í afturrúöu. Styrktarbitar eru í hurðum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.0i LS er búinn 131 hestafla vól, ABS-bremsukerfi, tvöföldum loftpúða, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt fjölmörgum öörum kostum. Veröið er aðeiris 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliða ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aðra bíla uppí sem greiöslu og lánum restina til allt að fimm ára. 1.734.000,- (H) VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900 Margfaldur verðlaunabíll sameinar glœsilegt utlit, óviðjafnanlega aksfurseiginleika. ríkulegan staðalbúnað, mikil gCDÓÉ og einstaka hagkvœmm í rekstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.