Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Miðlun og
Tölvumyndir
verðlaunuð
MIÐLUN ehf. og Tölvumyndir hf.
hafa unnið til alþjóðlegra verð-
launa fyrir Símakrók, gagnakerfi
krókaleyfishafa. Kerfið fékk
verðlaun fyrir hönnun gagnvirkr-
ar símaþjónustu á ársþingi Int-
eractive Service Association
(ISA), sem haldin var í San Diego
fyrir skömmu. ISA eru alþjóðleg
samtök fyrirtækja, sem fást við
gagnvirka margmiðlun. Á með-
fylgjandi mynd sjást Friðrik Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri
Tölvumynda, og Árni Zophonías-
son, framkvæmdastjóri Miðlunar,
með verðlaunagripinn.
Símakrókurinn er sjálfvirkt
þjónustusímkerfi, sem fyrirtækin
hönnuðu fyrir Fiskistofu. Skip-
stjórar krókabáta tengjast kerf-
inu með því að hringja í ákveðið
símanúmer og lesa inn tilkynning-
ar um sóknardaga, nýtingu o.fl.
Talvélin flytur upplýsingarnar
síðan á alnetið þar sem þær liggja
frammi. í umsögn dómnefndar
keppninnar segir að hönnun kerf-
isins hafi tekist einkar vel og með
því sé hægt að safna saman upp-
lýsingum hvaðanæva að úr heim-
inum á fljótlegan og auðveldan
hátt og hafa þær síðan tiltækar á
alnetinu.
Árni segir að Símakrókurinn
hafi hlotið mikla athygli á árs-
þinginu og telur að það sé vegna
þess að kerfið sé notað í alvöru-
viðskiptum eða til að miðla upp-
lýsingum á milli sjómanna á stóru
svæði og opinberrar stofnunar.
„Svipuð kerfi þekkjast um allan
heim en eru víðast hvar eingöngu
notuð í símatorgsþjónustu eða
leikjum útvarpsstöðva. Nú sjá
menn hvernig hægt er að nota
tæknina til að safna upplýsingum
úr heilli atvinnugrein og miðla
henni á alnetið. Þessi tækni er
hins vegar síður en svo bundin
við fiskveiðar. Hún hefur óþijót-
andi möguleika í för með sér fyr-
ir þá sem geta safnað saman upp-
lýsingum í gegnum símkerfi og
vilja hafa þær tiltækar á alnet-
inu.“
Hann segir að kerfið hafi verið
kynnt fyrir fulltrúum ýmissa fyr-
irtækja á ársþinginu en of snemmt
sé hins vegar að segja til um hvort
samningar um sölu á því náist.
Verkefna-
miðlun í
matvæla-
iðnaði
ALÞJÓÐLEG verkefnamiðlun í
matvælaiðnaði hefst í dag á
Scandic Hótel Loftleiðum. Þátttak-
endur eru 140 talsins og koma frá
18 þjóðum Evrópu. Tilgangur
þessa er að koma á samstarfi á
milli íslenskra og erlendra fyrir-
tækja í matvælaframleiðslu og
tengdum greinum. Unnt er að fá
styrki frá Evrópusambandinu,
EVREKA og Norræna iðnaðar-
sjóðnum til slíkra verkefna.
Það eru Iðntæknistofnun og
Samtök iðnaðarins sem hafa um-
sjón með verkefnamiðluninni, sem
stenc|ur í dag og á morgun.
Afkoma 13 stærstu sveitarfélaga landsins fer batnandi eftir mikinn hallarekstur
Morgunblaðið/Ásdís
Stefntað 100 milljóna halla íár
ÁÆTLAÐ er að halli af rekstri 13 af 14 stærstu
sveitarfélaga landsins verði um 100 milljónir
króna á þessu ári, samanborið við um 1.700
milljóna króna halla á síðasta ári og rösklega 6
milljarða króna halla árið 1994. Ekki er þó gert
ráð fyrir því að rekstrar- og þjónustugjöld þess-
ara sveitarfélaga minnki neitt að ráði heldur er
fyrst og fremst reiknað með minni fjárfestingu.
Þannig er áætlað að Ijárfesting umræddra sveit-
arfélaga muni nema 4,1 milljarði króna á þessu
ári samanborið við 5,4 milljarða í fyrra, að því
er fram kejnur í Hagtölum mánaðarins sem
Seðlabanki Islands gefur út.
Stefnt var að því á síðasta ári að ná halla
umræddra sveitarfélaga niður og var áætlað að
halli af rekstri þeirra yrði um 200 milljónir króna
en raunin varð sem fyrr segir 1.700 milljóna
króna halli. Þetta svarar til 7,8% halla af rekstri
þeirra.
Sveitarfélögin í landinu hafa aðeins einu sinni
á undanförnum 17 árum verið samanlagt rekin
með afgangi. Hallinn hefur þó aldrei verið meiri
en árið 1994 er hann var nær þriðjungur af
tekjum sveitarfélaganna og nærri 2% af lands-
framleiðslu.
Með hallarekstri undangenginna ára hefur
skuldastaða sveitarfélaganna versnað til muna.
Vanmetnar lífeyrisskuld-
bindingar setja strik
í skuldastöðuna
Hreinar skuldir sveitarfélaganna námu í árslok
um 22 milljörðum króna og miðað við hallarekst-
ur ársins 1995 og þá áætlun sem liggur fyrir
þetta ár er áætlað að hreinar skuldir sveitarfélag-
anna verði 25 milljarðar króna í árslok, eða sem
svarar til um 5,1% af landsframleiðslu.
í þessum tölum er hins vegar ekki tekið tillit
til skuldbindinga sveitarfélaganna vegna Iífeyris-
réttinda starfsmanna. I Hagtölum mánaðarins
kemur fram að framlög í sérsjóði sveitarfélag-
anna, sem og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,
sem sum sveitarfélög greiða í fyrir starfsmenn
sína, hafa framlög um árabil verið minni en svo
að þau standi undir lífeyrisréttindum sjóðsfélaga.
Fyrir vikið hefur safnast óformleg skuld sveit-
arfélaganna við lífeyrissjóðina og er reiknað með
því að þessar lífeyrisskuldbindingar nemi nú um
15-20 milljörðum króna umfram eignir viðkom-
andi sjóða. Þegar þessari skuld er bætt við aðr-
ar skuldir sveitarfélaganna nema heildarskuldir
þeirra um 8-9% af landsframleiðslu og um
130-150% af skatttekjum. „Slíkar skuldir eru
viðráðanlegar fyrir sveitarfélög í vexti, en við-
sjárverðar ef tekjur og umsvif eru að dragast
saman.“
Sala á fyrirtækjum gæti
grynnkað á skuldum
Á móti er hins vegar bent á að sveitarfélög-
in eigi verulegar eignir í fyrirtækjum sínum sem
hægt væri að nota til að grynnka á skuldum
ef vilji stæði til. „Samkvæmt skýrslu Hagstof-
unnar um ársreikninga sveitarfélaga nam eigið
fé slíkra fyrirtækja tæpum 55 milljörðum króna
í árslok 1994. Þá er ótalið að hlutabréfaeign
margra sveitarfélaga er vanmetin í reikningum.
Fæstar þessara eigna skila eðlilegum arði
af því fé sem í þdm er bundið, þótt á því séu
undantekningar. í mörgum tilfellum stafar arð-
bresturinn af því að viðskiptavinir fyrirtækj-
anna greiða lægra verð fyrir þjónustu en vera
þyrfti ef eðlilegrar ávöxtunar væri krafist af
eigin fé. Slík greiðvikni er hins vegar vandmeðf-
arin. Sú staða gæti komið upp að hægt sé með
eignasölu að lækka vaxtakostnað og í framhald-
inu skattheimtu svo mikið að nemi meira en
niðurgreiðslunni sem fólgin er í verði þjón-
ustunnar."
)
I
I
I
)
*
t
)
I
Mikil hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi íslands það sem af er þessuári
Arið 1996þeg-
ar orðið metár
HEILDARVELTA hlutabréfavið-
skipta á Verðbréfaþingi íslands
það sem af er þessu ári er þegar
orðin meiri en á öllu síðasta ári.
Velta viðskiptanna þá rúmu 7
mánuði sem liðnir eru af þessu
ári nemur tæplega 3,2 milljörðum
króna að söluvirði en heildarvelta
hlutabréfaviðskipta á þinginu allt
síðastliðið ár nam 2.858 milljónum
króna.
Umfang hlutabréfaviðskipta
hefur aukist mikið frá því að Verð-
bréfaþing íslands kom til sögunn-
ar. Árið 1991 var heildarvelta
þeirra hlutabréfaviðskipta sem
skráð voru á þinginu 5 milljónir
króna en árið 1994 var veltan
komin í 1.335 milljónir króna og
2.858 milljónir árið á eftir sem
fyrr segir.
Þingvísitala hlutabréfa hefur
líka hækkað verulega það sem af
er þessu ári. Allt síðasta ár hækk-
aði vísitalan um 36% en á þessu
ári hefur hún hækkað um 52%.
Hækkun vísitölunnar síðustu tólf
mánuði er hins vegar enn meiri
eða 80%.
Einnig metviðskipti á
Opna tilboðsmarkaðnum
í þessum veltutölum hér að
framan er ótalin sú aukning sem
orðið hefur á viðskiptum með
hlutabréf þeirra fyrirtækja sem
skráð eru á Opna tilboðsmarkaðn-
um. Heildarviðskipti með þessi
hlutabréf það sem af er þessu ári
nema tæpum 1.100 milljónum
króna en allt síðasta ár námu við-
skiptin á Opna tilboðsmarkaðnum
röskum 756 milljónum króna að
söluvirði.
Heildarumfang hlutabréfavið-
skipta hér á landi í ár er því þeg-
ar orðið tæpum 670 milljónum
króna meira en það var allt síð-
asta ár. í töflunni hér til hliðar
má sjá hvernig gengi hlutabréfa í
einstökum fyrirtækjum á Verð-
bréfaþingi hefur þróast.
Fyrirtæki á Verðbréfaþingi
breyting á gengi hlutabréfa frá áramótum
Breyting frá áramótum Gengi 31.12.95 19.8.96
Vinnslustöðin
Tæknival
Marel
Síldarvinnslan
Haraldur Böðv.
152%
■1148%
■ 142%
i 135%
128%
OLÍS
Plastprent
Skagstrendingur
Grandi
Hampiðjan
Skinnaiðnaður
Þormóður rammi
Skeljungur
Útg.f. Akureyringa
Flugleiðir
Eimskip
Lyfjaverslun ísl.
SR-Mjöl
íslandsbanki
Olíufélagið
Ehf. Alþýðub.
Sæplast
Auðlind
Hlutabréfasj.
Hlutabrsj. Norðurl.
Alm. hlutabrsj.
ísl. hlutabréfasj.
Jarðboranir
Próunarfélagið
KEA -5%
1,03
2,10
4,55
3.48
2,19
2,41
3,25
3.25
2.25
2,87
2,90
2,92
3.40
3,09
2,23
5,00
2,35
2,10
1,33
5,64
1,18
4,04
1.49
1,89
1,57
1,32
1.41
2,52
1,40
2,10
2,60
5.20
11,00
8,18
5,00
4,80
6.25
6.20
4,00
4.94
4,90
4,70
5.40
4,90
3,45
7.25
3.40
3,02
1,88
7.95
1,66
5,55
1,97
2,47
2,00
1,66
1,76
3,12
1,57
2,00
Greiðslukortaveltan
nam 104 milljörðum
Kortanotk-
un eykst
en tékkum
fækkar
HEILDARVELTA kreditkorta
fyrstu sex mánuði ársins nam tæp-
um 36 milljörðum og er það 13,6%
hækkun frá sama tímabili í fyrra.
Færslufjöldi jókst á sama tíma um
7,3%. Heildarvelta debetkorta nam
tæpum 68 milljörðum og er það
37,7% aukning. Fjöldi debetkorta-
færslna jókst um tæplega 50% frá
sama tímabili í fyrra. Notkun tékka
hefur dregist saman um 3% og nam
heildarvelta tékka tæpum 368 millj-
örðum fyrstu sex mánuði ársins.
Tékkanotkun dróst saman um 19%
á sama tímabili.
í Hagtölum mánaðarins kemur
fram að kortum fjölgaði um 5,3%
frá fyrsta ársfjórðungi til loka ann-
ars ársíjórðungs 1996 en fjöldi
korta var rúmlega 171 þúsund í lok
júní.
Greiðslukortanotkun íslendinga
eykst hlutfallslega mun meira er-
lendis heldur en innanlands á fyrri
hluta ársins.
I
i
\
i
\
i
\
i
L