Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þingflokkur Framsóknarflokksins fundar á Selfossi Markmið okkar eru að nást Selfossi. Morgunblaðið. ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins hélt sinn árlega lands- byggðarfund á Selfossi, í Gesthús- um og Inghól í gær. Fyrst var um opinn fund að ræða þar sem boðn- ir voru fjölmiðlar og forsvarsmenn fyrirtækja en síðan var haldinn fundur með landstjórn flokksins og trúnaðarmönnum flokksins í kjör- dæminu. Þingflokkurinn heimsótti fyrirtæki og stofnanir á Selfossi og í Hveragerði. Á fundinum lýsti Halldór Ás- grímsson, formaður flokksins og utanríkisráðherra, þeirri skoðun sinni að flokkurinn væri kominn vel á veg með áð ná markmiðum sínum í ríkisstjórninni, að ná at- vinnuleysinu niður og eyða fjár- lagahallanum. Á báðum þessum sviðum væri þróunin jákvæð, at- vinnuleysi færi minnkandi og hag- vöxtur yrði að meðaltali 3% eins og stefnt var að. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra lýsti því yfir þegar ráðherr- arnir sátu fyrir svörum að mestur vöxtur væri í litlum og meðalstór- um fyrirtækjum og sagði það falla að þeirri skoðun sinni að stóriðja ætti að vera uppbót á atvinnulífið. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra ræddi læknadeiluna og kvaðst vona að hreyfing væri að komast á samningaviðræður. Morgunblaðið/Sig. Jóns. HALLDOR Asgrímsson brá sér í ökumannssætið á 34 ára gömlum slökkvibíl þegar starfsemi Brunavarna Árnessýslu var skoðuð. Villtist í þoku við jarðfræðirannsóknir Björgunarsveitir með leitarhunda kallaðar út Egilsstöðum. Morgunblaðið. LEIT var gerð seint í fyrrakvöld að bandarískri konu sem var við jarðfræðirannsóknir ásamt fleirum á Skagafelli austan við Fagradal. Konan hafði ætlað að hitta fé- laga sína á ákveðnum stað á til- settum tíma en kom ekki fram. Töluverð þoka var uppi á fjallinu og farið að birta af degi. Búin að átta sig á umhverfinu Kallaðir voru út leitarflokkar Björgunarsveitar Slysavarnafé- lags íslands á Egilsstöðum og Hjálparsveit skáta á Egilsstöðum og voru leitarhundar með í för. Strax var farið af stað með tvo hunda áður en skipulögð leit hófst. Hundarnir fundu konuna fljótlega og var hún þá þegar búin að átta sig á umhverfinu og var á leið til byggða. Hún var ágætlega búin og vel á sig komin þegar að var komið. Konan hafði villst í þok- unni og var rétt búin að átta sig þegar leitarhundarnir þefuðu hana uppi. Óánægður með atvinnuleysi Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagðist ekki nógu ánægður með atvinnuleysistölur í júní, þær væru hærri en reiknað væri með en það helgaðist af því að nokkur fisk- vinnslufyrirtæki hefðu lokað. Hann sagði fyrirhugað að setja upp nám- skeið til að kynna heimilishjálpina í Reykjavík en þar vantaði í 80 störf. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra sagði aðspurður um Seyðishólana sagði hann að þeir væru illa leiknir og Náttúru- verndarráð hefði samþykkt efni- stöku þaðan til þess að ná fram lagfærðingu á útliti þeirra. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði að við gerð næstu fjárlaga yrðu megináherslur flokksins að koma enn frekari böndum á halla ríkissjóðs og verja með því velferðarkerfið. Þeir sem legðust gegn því að koma böndum á hallarekstur ríkissjóðs væru að stuðla að því að velferðarkerfið spryngi í loft upp eins og væri að gerast í löndum ekki fjarri okkur. Þingmannanefnd um málefni norðurskautssvæðisins fundar í Reykjavík Heimskautssamstarfið úr frysti kalda stríðsins FASTANEFND þingmanna um málefni Norðurskautssvæðisins hélt fund í Reykjavík í gær. Geir H. Haarde, formaður nefndarinn- ar, segir samstarf heimskautsríkj- anna fela í sér marga framtíðar- möguleika, sem geti orðið hags- munum íslands til framdráttar. Norðurlandaráð á þijá fulltrúa í þingmannanefndinni og er Geir H. Haarde einn þeirra. í nefndinni sitja einnig þingmenn frá Kanada, Rússlandi og Bandaríkjunum, auk fulltrúa Evrópuþingsins og frum- byggja í heimskautslöndunum. Nefndin var stofnuð árið 1993 eft- ir ráðstefnu á vegum Norðurlanda- ráðs í Reykjavík um málefni norð- urskautssvæðisins. Fyrsti formað- ur nefndarinnar var Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, en Geir H. Haarde tók við formennsku fyrir rúmu ári. Að sögn Geirs var á fundi nefndarinnar fjallað um hvernig koma mætti í framkvæmd sam- þykktum tveggja þingmannaráð- stefna um norðurskautsmálefni, sem haldnar hafa verið undanfarin misseri. „Við höfum undanfarið fjallað mikið um fyrirhugað Norð- urskautsráð og reynt að ýta á eftir stofnun þess,“ segir Geir. Ákveðið hefur verið að stofnfund- ur Norðurskautsráðsins verði haldinn 19. september næstkom- andi í Ottawa í Kanada. Staðsetn- ingunni var nýlega breytt, en áður var áformað að halda fundinn í New York. Stofnyfirlýsing Norðurskautsráðs útvötnuð „Við höfum farið yfir stofnyfir- lýsingu ráðsins. Við fögnum stofn- un þess, en hins vegar vantar ýmislegt inn í yfirlýsinguna,“ segir Geir. „Að okkar mati er málið orð- ið nokkuð útvatnað, en það er samt sem áður skref í rétta átt. Það, sem hefur gerzt, er að með gerbreyttum tímum í alþjóðamálum hefur opn- azt nýtt svið, sem hægt er að vinna saman um, en slíkt var ekki hægt á tíma kalda stríðsins. Eg hef stundum sagt að Norðurheim- skautið hafi verið frosið í djúp- frysti kalda stríðsins, en nú hafi það þiðnað. Oryggismál eru form- lega séð undanskilin í starfsemi Norðurskautsráðsins, en ég sé fyr- ir mér alls konar samstarf, sem mun stuðla að auknu öryggi á svæðinu." Morgunblaðið/Árni Sæberg GEIR H. Haarde, formaður þingmannanefndarinnar, útskýrir fyrir starfssystkinum sínum frá heimskautsríkjunum mynd af þjóðfundinum 1851 í anddyri Alþingishússins. Til vinstri eru rúss- nesku þingmennirnir Júríj Neiov og Ljúdmíla Pobedínskaja og til hægri kanadíski þingmaðurinn Clifford Lincoln og Jan P. Syse, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Miklir framtíðarmöguleikar Geir segir málefni heimskauts- svæðisins varða ísland og önnur væntanleg aðildarríki Norður- skautsráðsins afar miklu. „Hér er um að ræða mikla möguleika og tækifæri á sviði sjálfbærrar at- vinnuuppbyggingar, auðlindanýt- ingar og umhverfismála, auk sam- gangna, viðskipta og fjarskipta. Framtíðarmöguleikarnir eru mjög miklir," segir Geir. „Hvað okkur Islendinga varðar hefur skapazt vettvangur, þar sem hægt er að ræða á mun skynsamlegri nótum en víða annars staðar um sjálf- bæra nýtingu sjávarspendýra. Við fengum setningu um að slík nýt- ing væri eðlileg inn í ályktun þing- mannaráðstefnunnar, sem haldin var í Yellowknife í Kanada síðast- liðinn vetur. Við getum hugsan- lega fengið þarna vettvang, þar sem við getum safnað í kringum okkur eðlilegum bandamönnum.“ Geir segir að ræða þurfí málefni heimskautssvæðisins á þjóðþingum ríkjanna átta og tryggja fjárveiting- ar til þeirra. Því sé hagstætt fyrir Norðurheimskautsráðið að hafa þann bakhjarl, sem þingmanna- nefndin sé, á vettvangi þjóðþing- anna. I i Stjórn veitustofnana Reykjavíkur samþykkir tillögu vatnsveituslj óra um nýja gjaldskrá vatnsgjalds STJÓRN veitustofnana hefur samhljóða sam- þykkt tillögu vatnsveitustjóra um upptöku nýrrar gjaldskrár við innheimtu vatnsgjalds. Tillagan félur í sér að vatnsgjald verði ekki lengur miðað við fasteignamat (0,13% fast- eignamats í Reykjavík) heldur verði innheimt 3.000 kr. fastagjald og 77 kr. á hvern fer- metra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir að ýmist yrði um lækkun eða hækkun vatnsgjalds að ræða. Nýja gjaldskrá- in myndi hafa í för með sér 15% tekjuaukn- ingu Vatnsveitunnar. Borgarráð fjalíar um gjaldskrána á næsta fundi sínum. Ingibjörg Sólrún sagði að ákveðið óréttlæti gæti falist í því að miða vatnsgjaldið við fast- eignamat. „Við höfum dæmi um að eigandi 260 fm einbýlishúss við Bergstaðastræti greiði 55 kr. af fm og eigandi 217 fm einbýl- ishúss í Fossvogi greiði 93 kr. af fm eða 69% hærra vatnsgjald á ári,“ sagði hún og vakti með því athygli á því að fjöiskyldur í íbúðum með lágt fasteignamat, t.d. í eldri hverfum borgarinnar, væru rukkaðar um iægra vatns- gjald en fjölskyldur í sambærilegum íbúðum með hærra fasteignamat í nýrri hverfum. Hugmynd vatnsveitustjóra felur í sér að Tekjur vatnsveitu ykjust um 15% innheimt verði 3.000 kr. fastagjald og sam- svarar upphæðin kostnaði vegna vatnsöflunar og flutnings fyrir ársnotkun tveggja til þriggja manna fjölskyldu og 77 kr. á hvern fm til að standa undir kostnaði vegna vatnsnotkun- arinnar. Eins og áður segir fela tillögurnar í sér 15% tekjuaukningu fyrir Vatnsveituna. Ný lög þrýsta á hækkun eigendum. Vatnsveitan stæði því straum af kostnaði við viðgerðir á heimæðum og næmi kostnaðurinn um 100 milljónum á ári. í samtalinu við Sólrúnu kom fram að Vatns- veitan legði í 180 milljón króna fjárfestingu á árinu. Hins vegar teldi hún sig þurfa að fara í 250 milljón króna fjárfestingu að meðal- tali á ári næstu 10 árin. Ingibjörg Sólrún sagði að meginástæðan fyrir því að vatnsveitan þyrfti á hækkuninni að halda fælist í nýjum lögum um vatnsveitur frá árinu 1991. Með lögunum hefði orðið sú breyting að vatnsveitan hefði tekið við ábyrgð á heimæðum, úr götum og inn í hús, af íbúðar- Krafist óheyrilegs arðs Eins og áður segir voru tillögur vatnsveitu- stjóra einróma samþykktar í stjórn veitustofn- ana. Gunnar Jóhann Birgisson, fulltrúi sjálf- stæðismanna, segir að sjálfstæðismenn í veitu- stjóminni hafí talið eðlilegt út frá sjónarmiðum um rekstrarlega ábyrgð að greiða atkvæði með tillögunni. „Hins vegar er á það að líta að Vatnsveitan, eins og aðrar veitustofnanir, hefur á undanfömum árum þurft að greiða óheyrilegan arð til borgarsjóðs. Arður Vatns- veitunnar var reyndar lækkaður vegna stöðu fyrirtækisins úr 113 milljónum í fyrra niður í 64 milljónir," segir hann og tekur fram að í framhaldi af því hafí komið fram sú pólítíska spuming hvort hægt væri að taka hækkun vatnsgjaldsins til baka með því einfaldlega að lækka kröfur um afgjald til Vatnsveitunnar. „Ef Vatnsveitan þyrfti ekki að greiða jafnmik- ið í afgjöld og hún gerir núna mætti að sjálf- sögðu lækka vatnsgjaldið sem því nemur og gera hækkunina minni.“ Gunnar Jóhann tók fram í því sambandi að á sama tíma og miðað væri við að hagnað- ur af Vatnsveitunni væri 39 milljónir væri gerð krafa til hennar um að skila 64 milljóna króna arði í borgarsjóð. Ingibjörg Sólrún svar- aði því til að fram til þessa hefði ekki verið ágreiningur um að veiturnar greiddu eigend- um sínum eðlilegan arð. „Þess njóta auðvitað borgarbúar líka sem eigendur borgarsjóðs," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.