Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 19 Afmælisár LR 1997 Einungis ný íslensk verk á efnisskrá Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að ákveðið hafi verið að halda frekar eina samfellda afmælisveislu á næsta leikári en að leggja höfuðáherslu á eina afmælissýn- ingu. Hún tilkynnti einnig um átta nýja fastráðna leikara sem bæst hafa við leikaralið LR. í TILEFNI af eitt hundrað ára af- mæli Leikféklags Reykjavíkur á næsta ári verða einungis frumsýnd ný íslensk leikverk það ár. Nýr leik- hússtjóri Borgarleikhússins, Þór- hildur Þorleifsdóttir, tilkynnti í gær um efnisskrá hundraðasta leikársins 1996-1997 en þar er meðal annars að finna verk eftir Jökul Jakobsson, Sigurð Pálsson, Árna Ibsen, Karl Ágúst Úlfsson og Václav Havel. Athygli vekur að aðeins eitt verk er á efnisskránni sem Viðar Egg- ertsson, fyrrverandi leikhússtjóri, hafði fyrirhugað að taka til sýning- ar á Jeikárinu en það er nýr farsi eftir Árna Ibsen, Ef væri éggullfisk- ur. „Það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég tók við starfinu í vor var að reyna að nýta vinnu Viðars eins vel og ég gæti“, sagði Þórhildur í samtali við Morgunblaðið, „en síðan tók ég þá ákvörðun að halda upp á afmælið með því að frumsýna ein- ungis íslensk verk á næsta ári og því varð ég að leggja töluvert af hugmyndum Viðars til hliðar. í þessu felst enginn dómur um þá dagskrá sem hann hafði lagt drög að heldur fer ég bara aðra leið. Viðar ætlaði að hafa eina stóra eða aðal afmælissýningu, sem var upp- færsla á grískum harmleikjum, en ég vil frekar láta afmælið teygja sig yfir alit árið.“ í tilefni af þessum tímamótum verður þó efnt til eins konar afmæl- issýningar í leikhúsinu sem verður sambland af leik, myndum, tali og tónum. „Hópur höfunda, sem sumir hveijir tóku þátt í höfundarsmiðj- unni í fyrra, hefur verið fengin til að semja stutt leikatriði sem tengj- ast leikfélaginu", segir Þórhildur. „Þessi sýning mun verða staðsett í andyri hússins og berast svo víðar um það.“ Þórhildur tilkynnti að átta fast- ráðnum leikurum hefði verið bætt við leikaralið leikfélagsins til að tak- ast á við verkefni komandi árs. Þeir eru Björn lngi Hilmarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halldóra Geir- harðsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Kristján Franklín Magnús, María Ellingsen, Rósa Guðný Þórsdóttir Stórstirni í Luzern TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Luz- ern í Sviss, sem stendur fram í miðjan september, skartar mörgum stórstirnum en þema hátíðarinnar að þessu sinni er „hinn dularfulli og líknandi máttur tónlistarinnar". Á með- al þeirra sem fram koma eru Fílharmóníusveitir Berlínar, Vínarborgar, New York, Ósló- ar og Tékklands, sinfóníu- hljómsveitin í Birmingham, franska þjóðarsinfónían (Orch- estre National de France), Konunglega sinfóníuhljóm- sveitin í Amsterdam og Aca- demy of St. Martin-in-the- Fields. Af tónlistarmönnunum má nefna sópransöngkonurnar Barböru Bonney, Önnu Sofie von Otter, Barböru Hendricks og Felicity Lott, píanóleikar- ana Célcile Ousset, Alfred Brendel, Aliciu de Larrocha og Murray Perahia, fiðluleikarann Önnu-Sophie Mutter og selló- leikarann Mstislav Rostropovich. Meðal stjórn- enda eru Claudio Abbado, Kurt Masur og Paul Scher. og Þórhallur Gunnarsson. Steindór Hjörleifsson hættir störfum hjá leik- félaginu og Felix Bergsson, Guð- mundur Ólafsson og Sigrún Edda Björnsdóttir hverfa til annarra starfa. Fagra veröld á stóra sviðinu Verk Árna verður fyrsta frum- sýningin á stóra sviðinu í septem- ber. Þetta er farsi að fyrirmynd frönsku meistaranna Georges Feydeau (Fló á skinni) og Eugéne Labiche (ítalskur stráhattur). Inni- haldið er íslenskur samtími, íslensk stórfjölskylda; „fjármál, frami, framhjáhald“, eins og Þórhildur komst að orði. í október verður frumsýnt á stóra sviðinu trúðleikrit fyrir börn eftir Friedrich Karl Waechter og Ken Campbell sem nefnist, Trúðaskólinn. Verkið segir frá skólagöngu trúðahóps, baráttu þeirra við sjálfa sig og kennarann. Kennslustundir enda í óyfirstígan- legri óreiðu. í TILEFNI aldarafmælis Akranes- kirkju í dag, 23. ágúst, er komin út bók sem Gunnlaugur Haraldsson, þjóðháttarfræðingur, hefur skrifað um sögu kirkjunnar. Ritnefnd bók- arinnar skipa: Bragi Þórðarson, út- gefandi, Þjóðbjörn Hannesson, kennari og Þorgils Stefánsson, fyrr- um yfirkennari. í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um kirkjur og kristnihald í Garða- prestakalli allt frá landsnámsöld þegar kristið fólk af írlandi og Suð- ureyjum tók sér bólfestu á Akra- nesi. Rakin er saga Garða og Garða- kirkju á Akranesi. Þar er að finna lýsingar á staðarhúsum og búskap í Görðum, kirkjum og kirkjugripum allt frá miðöldum, ásamt æviágrip- um Garðapresta frá siðaskiptum. Gerð er grein fyrir þeim stormasömu átökum sem urðu í Garðasókn um og eftir 1880 vegna flutnings kirkj- unnar frá Görðum í þéttbýlið á Akranesi er leiddu til klofnings safn- Á sjálfum afmælisdeginum, 11. janúar 1997, verður frumsýnt nýtt leikverk eftir Karl Ágúst Úlfsson sem nefnist, Fagra veröld, en það er leikverk með söngvum byggt á ljóðum Tómasar Guðmundssonar, skálds. Tónlistina semur Gunnar Reynir Sveinsson. Annað nýtt ís- lenskt leikverk eftir Sigurð Pálsson verður svo frumsýnt í mars, Völund- arhús, en það er átakaverk sem gerist á síðasta áratug tuttugustu aldar. Öflugar valdablokkir takast á um ákveðið verksmiðjuhús og hvernig eigi að nota það. Bakgrunn- ur atburða og persóna er Reykjavík á þessari öld. Vor í Týról nefnist svo nýr söng- leikur eftir Svein Einarsson sem frumsýndur verður í apríl. Leikurinn er byggður að hluta á Sumar í Týrói eftir Ralph Benatzky. Tónlistin er eftir hann og fleiri. Atburðirnir ger- ast í frægu gistihúsi við Wolfgang- vatn í Týról síðla vetrar. Gistihúsið er rekið af íslenskri konu. Þetta er afar vinsæll gististaður íslenskra aðarins og endurreisnar kirkju á Innra-Hólmi 1892. Meginefni bókarinnar er helgað helstu viðburðum í sögu Akranes- kirkju um aldarskeið. Sú saga hefst með frásögn af kirkjusmíðinni og vígslu kirkjunnar 23. ágúst 1896. Lýsingar eru á uppbyggingu kirkj- unnar, skrúða hennar og áhöldum. Greint er frá innra starfi og safnað- arlífi, sóknarprestum og öðru starfs- fólki kirkju, safnaðarheimiiis og kirkjugarðs, starfsemi kirkjunefnd- ar, kirkjukórs og annarra sem kom- ið hafa við sögu Akraneskirkju á langri vegferð. Bókin er í stóru broti litprentuð að hluta. Hún er 394 bls. í henni eru 481 ljósmynd frá ýmsum tímum í sögu kirkjunnar. Prentvinnslu ann- aðist Oddi hf. Útgefandi er sóknar- nefnd Akraneskirkju. Fyrst um sinn verður bókin seld í safnaðarheimil- inu á Akranesi. Áskriftaverð er 4.500 kr. hópa í skíðaferðum. í samstarfi við íslenska dansflokkinn verður í febr- úar sýnt furmsamið dansverk og La cabina eftir Jochen Ulrich sem stjórnað hefur danshópnum Tanz- Forum í Köln frá stofnun árið 1971. Havel og fleira á litla sviðinu Fyrsta sýning a litla sviðinu í sept- ember er verkið Largo desolato eftir Václav Havel, forseta Tékklands. Verkið er gamansamt á yfirborðinu en djúpur harmur býr undir. Hér er skáldið hvorki að flalla beinlínis um eigið líf né umhverfi heldur hefur verkið víðtækar skírskotanir í okkar þvejsagnakennda heim. Átjánda desember næstkomandi verða liðin 100 ár frá fyrstu frum- sýningu Leikfélags Reykjavíkur en í tilefni þess verður frumsýnt verkið Dóminó eftir Jökul Jakobsson. Þetta er dularfullt leikrit, i senn einfalt og flókið, sem sýnir okkur ráðvillt fólk í þjóðfélagi allsnægta. Verkið var frumflutt í Iðnó árið 1972. Ástarsaga 3 nefnist nýtt verk eftir Kristínu Ómarsdóttur sem frumsýnt verður á litla sviðinu í mars. Þetta er óvenjulegt leikrit um ást á hrakhólum og vináttu, sem er líka ást. Við erum leidd inn í táknrænan ástarskóg sem fólk er alltaf að lenda í, villast í, rata í, týnast í, hverfa í. Á litla sviðinu verða einnig sett upp þrjú leikverk ungra leikskálda sem eru afrakstur Höfundasmiðju leikfélagsins á síðasta leikári. Sömu- leiðis verður Svanurinn eftir Eliza- beth Egloff sett upp í samvinnu við leikfélagið Annað svið í október en þar er á ferðinni nýlegt bandarískt gamanleikrit, dulúðugt og áleitið, að sögn Þórhildar. Frá síðasta leikári verður haldið áfram að sýna Stone Free eftir Jim Cartwright, Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur og Barpar eftir Jim Cartwright. Af annarri starfsemi má nefna að haldnir verða vikulegir tónleikar í Borgarleikhúsinu í samvinnu við Stöð 2 og Bylgjuna. Einnig verður haldið áfram að fá grunnskólabörn í kynningarheimsóknir í leikhúsið og Höfundarsmiðjan tekur upp þráðinn á ný. Nýjar bækur Akraneskirkja 100 ára í tilefni þess að Parkethúsið hefur sameinast Teppabúðinni efnum við til parketveisiu. Stafaparkett - Mósaíkparkett Eik, Beyki, Askur, Tonka, Muira, Cumaru, Kubbaeik, Jatoba, Eucalyptus. Parkettlim Parkettolía Parkettlakk Parketthreinsir TEPPAB0ÐIN UNDIRLAG - LÍM - LISTAR - FAGMENN VINNA VERKIÐ GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 ■I SÍMI 568 1950 • Opið kl. 9 -18 og lau. kl. 10 -16 O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.