Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 52
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn á JJármálum einstaklinga ■ 0 BÚNAÐARBANKi ÍSIANDS Memfict -setur brag á sérhvern dag! MOROUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 19 sjúkrahúslækn- ar íhuga uppsagnir Fjármálaráðherra hvetur þá til að beita sér fyrir lausn læknadeilunnar HÓPUR heilsugæslulækna sem starfa í hlutastöðu á átta sjúkra- húsum á landsbyggðinni sendi í gær yfirlýsingu til yfirvalda heil- brigðismála og stjórna sjúkrahús- anna, þar sem segir að ef ekkert gerist í samningamálum milli ríkisins og Læknafélags íslands á næstunni muni þeir einnig segja upp sjúkrahússtöðum sínum. „Við sjáum okkur ekki fært að sitja einungis í hlutastöðum með- an ekkert gerist í samningavið- ræðum og teljum því ráðningar- skilyrði okkar brostin,“ segir í yfirlýsingunni sem 19 læknar undirrita. „Ég skora á þessa lækna að beita sér fyrir samningum í sínum röðum og hvet þá til þess að ræða við samninganefnd Læknafélags- ins, þannig að hægt verði að leysa deiíuna innan þeirra marka sem aðrir samningar hafa sett okkur. Þar geta þeir haft umtalsverð áhrif,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um yfirlýsingu læknanna í samtali við Morgun- blaðið. „Yfirvöld heilbrigðismála hafa lítið aðhafst" Læknarnir starfa við sjúkrahús- in á Blönduósi, Egilsstöðum, Húsavík, Hvammstanga, Patreks- firði, Sauðárkróki, Seyðisfirði og Siglufirði. „I kjölfar uppsagna heilsu- gæslulækna hefur skapast alvar- legt ástand í heilbrigðismálum um allt land. Víða eru heil byggðarlög læknislaus og langt að sækja til næsta læknis. Þetta skapar því mikið óöryggi meðal íbúanna og búast má við að fjöldi fólks þurfi nauðsynlega að komast til læknis og sitji jafnvel heima með alvar- lega sjúkdóma. Yfirvöld heilbrigð- ismála hafa að okkar mati lítið aðhafst til þess að leysa deiluna. Okkur virðist sem þau álíti það viðunandi meðan læknar tengdir sjúkrahúsunum eru á staðnum, enda verði þeir að bregðast við neyðartilvikum skv. læknalögum. Þetta hefur að okkar mati tafið fyrir lausn deilunnar,“ segir í yfir- lýsingu læknanna. ■ Erfittað/27 Morgunblaðið/Ásdís SR-nijöl hf. Mun meiri hagnaður en í fyrra HAGNAÐUR SR-mjöls hf. nam 163 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins og jókst hann urn rúmlega 72% miðað við sama tímabil í fyrra en þá nam hagnaðurinn 95 milljón- um króna. Betri afkoma skýrist fyrst og fremst af framleiðsluaukningu og hækkunum á afurðaverði. Heildarvelta fyrirtækisins nam 2.261 milljón króna og rekstrargjöld án afskrifta 1.878 milljónum. Velta á sama tímabili í fyrra nam 1.787 milljónum króna. Ljóst er að það stefnir í aflamagns- met hjá fyrirtækinu á þessu ári. Fyrra met er frá árinu 1993 en þá var unn- ið úr 348 þúsund tonnum af hráefni. ■ Hagnaðurjókst/14 ■ Bílarnir/10 Morgunblaðið/Golli Flug yfir bíla HVÍLDARDAGUR einkabílsins var haldinn hátíðlegur í Reykjavík í gær. Góð þátttaka var í ýmsum dagskráriiðum víðs vegar um borgina af þessu tilefni, enda blíð- skaparveður, en hins vegar var ekki merkjanlegur munur á bíla- umferð að sögn lögreglunnar. A Ingólfstorgi voru bílar notaðir sem hindranir í hjólafimleikum og sýndu fimleikamennirnir góð til- þrif við mikinn fögnuð áhorfenda. Sex mánaða upp- gjör Flugleiða Tapið nemur 844 millj. FLUGLEIÐIR töpuðu 844 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs og er það talsvert lakari afkoma en á , sama tímabili á síðasta ári. Velta félagsins jókst hins vegar um 14% miðað við sama tímabil í fyrra. Tap Flugleiða á fyrri helm- ingi síðasta árs nam 307 milljónum króna, en að jafn- aði er tap af starfsemi félags- ins á þessu tímabili vegna árstíðasveiflu i flutningum. Gert er ráð fyrir að hagnaður verði af starfsemi félagsins í ár. Meginástæða lakari af- komu félagsins í ár er sú að á fyrri hluta síðasta árs seldi félagið eina Boeing 737-400 þotu með 325 milljóna króna hagnaði, en slíkum söluhagn- aði var ekki til að dreifa nú. Þá hækkaði rekstrarkostnað- ur Flugleiða meira en tekjur, m.a. vegna áframhaldandi lækkunar fargjalda á alþjóða- markaði. ■ 844 milljóna/14 Erlendir sjóliðar í Sundahöfn Eimskíp undirbýr stofnun skipafélags í Bandaríkjunum Miðstjórn Sjálfstæðisflokks Landsfundur ákveð- inn 10.-13. október EIMSKIP á nú í samningaviðræð- um við bandaríska fyrirtækið Sunmar Holdings um þátttöku Eim- skips í flutningum milli Bandaríkj- anna og Rússlands. Aformað er að fyrirtækin standi saman að stofnun nýs fyrirtækis um slíka flutninga og má vænta niðurstöðu fljótlega að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips. Dótturfyrirtæki Sunmar Hold- ings, Sunmar Containers Lines, hefur á síðastliðnum árum rekið tvö skip í siglingum milli vesturstrandar Bandaríkjanna og Kyrrahafs- strandar Rússlands. Hvort skip um sig_ tekur um 500 gámaeiningar. í viðræðunum hefur verið ráð- gert að Eimskip og Sunmar Hold- ings standi sameiginlega að stofnun nýs fyrirtækis í Seattle, Sunmar Pacific Lines, og er ætlunin að það taki tii starfa síðar á árinu. Hið nýja fyrirtæki myndi taka við rekstri Sunmar Containers Lines og stunda siglingar milli Seattle í Bandaríkjunum og ljögurra hafna á Kyrrahafsströnd Rússlands. Eign- araðild Eimskips í fyrirtækinu yrði 50%. „Viðræðurnar eru í samræmi við þá stefnu Eimskips að afla fyrir- tækinu verkefna erlendis í gáma- flutningum og á öðrum sviðum, þar sem þekking og reynsla starfs- manna okkar nýtist. Ætlunin er að nokkrir Islendingar fari til starfa í Seattle á vegum hins nýja fyrirtæk- is og að framkvæmdastjórinn verði íslenskur," segir Hörður. TÆPLEGA fjórtánhundruð sjóliðar á sex herskipum Atl- antshafsbandalagsins (NATO), frá Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Hol- landi, Þýskalandi og Dan- mörku, halda frá Reykjavík á morgun.degi fyrr en áður var áformað, en skipin komu hing- að til lands í gær. í gærkvöldi var efnt til móttöku um borð í skipunum í Sundahöfn og sjóliðar stóðu heiðursvörð á bryggjunni með þjóðfána sína viðþað tækifæri. A þriðjudag eru síðan vænt- anleg hingað til lands tíu skip Atlantshafsbandalagsins með nokkuð á fjórða þúsund sjóliða innanborðs. ■ Hlutverk/4 MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær tillögu um að lands- fundur flokksins verði haldinn 10. til 13. október næstkomandi í Laug- ardalshöll. Þar að auki verður hann haldinn á fieiri stöðum, en um 24 nefndir munu starfa á fundinum og þinga víðs vegar í borginni. Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst gera ráð fyrir að landsfund- urinn yrði með nokkuð hefðbundnum hætti. Þannig stæði hann jafnlengi og vant er, eða frá fimmtudegi til sunnudags, og þar yrðu rædd ákveð- in málefni og vinna nefnda afgreidd. Davíð sagði að vinna nefnda flokks- ins hefði gengið vel við undirbúning landsfundar, og ætti hún að vera tilbúin 6. september og yrði kynnt á miðstjórnarfundi um miðjan næsta mánuð. „Á fundinum verður stjórnmála- ályktun rædd og vinna málefna- nefndanna og tillögur sem þeim fylgja eins og vani stendur til. Þá verða tvö höfuðþemu rædd, annars vegar samkeppnisstaða íslands og mun fjármálaráðherra hafa megin- framsögu í þeim efnum, en hins vegar mál sem tengist stöðu kynj- anna í þjóðfélaginu og reyndar stöðu karla og kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins," segir Davíð. Fjárlög hallalaus Á fundi miðstjórnar gerðu Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra grein fyrir stöðu vinnu við fjárlög, sem verða til umræðu á sérstökum ríkisstjórnar- fundi í kvöld og á fundum þing- flokka á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.