Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter SLÖKKVILIÐSMAÐUR klofar yfir brak úr byggingu barna- skóla í Emmeloord í Hollandi, þar sem öflug gassprenging ban- aði í gær einum fuliorðnum manni og særði 19 börn. Um 100 börn voru í skólanum þegar sprengingin átti sér stað, en talið er að orsakir sprengingarinnar megi rekja til viðgerða sem verið var að vinna að á miðstöð skólabyggingarinnar. Clinton undir- ritar velferðarlög Washington. Reuter. Bakteríufaraldur á norsku sjúkrahúsi BILL CLINTON, forseti Bandaríkj- anna, undirritaði í gær lagafrum- varp um endurbætur á velferðar- kerfinu, og er það þriðja lagafrum- varpið sem forsetinn undirritar í þessari viku. Á miðvikudag samþykkti forset- inn lög um endurbætur á heilsu- gæslu, og munu þau gera milljónum Bandaríkjamanna auðveldara um vik að halda sjúkratryggingum sín- um. Á þriðjudag undirritaði forset- inn lög um hækkun lágmarkstekna. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem birtar voru í gær hefur Clinton 41,5% fylgi meðal lík- legra kjósenda, en frambjóðandi repúblikana, Bob Dole, 36,3% og Ross Perot, frambjóðandi Umbóta- flokksins, með 7,4 af hundraði. Samkvæmt niðurstöðum tveggja kannana sem birtar voru á miðviku- dag hefur Clinton tíu prósenta for- skot á Dole, þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga. SÝKINGARFARALDUR hrellir lækna Haukeland-sjúkrahússins í Noregi og óttast þeir að missa stjórn á ástandinu. Hafa 114 sjúk- lingar sýkst af völdum þarmabakt- eríu en sýklalyf duga vart lengur gegn henni. Hafa fjórir sjúkling- anna dáið af völdum sýkingarinnar. Sjö sjúklingar af 114 hafa feng- ið blóðeitrun vegna sýkingarinnar. Alvarlegar sýkingar hafa myndast í sárum hjá 33 og flestir hinna afa orðið fyrir þvagrásarsýkingum sem teljast ekki eins alvarlegar. „Við óttumst að sýkingin breið- ist út og við ráðum ekki lengur við hana, getum ekki veitt sjúkl- ingunum tiltæka meðferð, en það hefur þó tekist til þessa,“ sagði Stig Harthug, yfirlæknir á sjúkra- húsinu. Að sögn Harthugs voru hinir fjóru látnu alvarlega sjúkir og hefðu að líkindum látist af völdum veikinda sinna en bakteríusýkingin hefði flýtt verulega fyrir því. Ónæmar þarmabakteríur „Ónæmu þarmabakteríurnar kunna að hafa þroskast og dafnað hér á sjúkrahúsinu og breiðst út um það, “ sagði Harthug. Nýverið voru fjórir sjúklingar settir í stranga einangrun er í ljós kom að fúkalyfið vankomycin virkar ekki lengur á þarmabakteríur, sem sýkt hafa þá. Um það sagði Hart- hug: „Þegar bakterían er orðin ónæm fyrir vankomycin duga eig- inlega engin fúkalyf gegn henni lengur. Þetta er hættumerki og segir okkur að við verðum að end- urmeta lyfjameðferð frá grunni. Þar á meðal verðum við að tak- marka fúkalyfjagjöf og hætta henni að hluta.“ Fúkalyijanotkun óx mjög í Nor- egi eftir 1980 og náði hámarki 1993. Mikil sýklalyfjanotkun er talin auka hættuna á að mótstaða gegn þessum lyfjum aukist í bakteríunum. „Þetta er illvígur stofn af vel- SPRENGINGIN sem grandaði Bo- eing 747-100 þotu bandaríska flugfélagsins Trans World Airways í júlí sl. varð á þeim stað í miðju vélarinnar þar sem eldsneytistank- ur er, að því er forsvarsmaður þeirra, er vinna að rannsókn á orsökum slyssins, sagði í viðtali í gær. Þotan fórst skömmu eftir flug- tak frá Kennedy-flugvelli í New York og með henni 230 manns. Robert Francis, varaformaður Ör- þekktum bakteríum og vandi sem er þekktur og glímt hefur verið við víða. Stofninn er ónæmur fyrir þekktum lyfjum og það má segja að eitt stærsta vandamálið í nútíma læknisfræði sé, hversu bakteríur verða ónæmar fyrir okkar þekktu sýklalyflum. Það hafa enn ekki verið framleidd lyf sem drepa alla sýkla í hveijum stofni,“ sagði Birg- ir Guðjónsson læknir, er sýkingar- faraldurinn í Haukeland-sjúkra- húsinu var borinn undir hann. yggisnefndar samgöngumála, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina Cable News Network að ekki hefði fundist neitt sem benti afdráttar- laust til þess hvort sprengja, flug- skeyti eða vélarbilun hefði valdið því að þotan hrapaði. „Við getum fullyrt að það varð sprenging á svæðinu þar sem mið- tankurinn er,“ sagði Francis. „Eg held að ég geti ekki verið nákvæm- ari en skemmdir benda augljóslega til þessa.“ Orsök TWA-slyssins Sprenging við eldsneytistank New York. Reuter. Kýpurdeilan Iranir beðnir að miðla málum Nikósíu. Reuter. ÍRANIR hafa verið beðnir um að hafa milligöngu um við- ræður í deilum Tyrkja og Grikkja á Kýpur. Utvarpið í Teheran greindi frá því í fyrradag, að utanrík- isráðherra Grikklands, The- odoros Pangalos, sem er í heimsókn í íran, hefði lagt fram beiðni þessa efnis á fundi með utanríkisráðherra írans, Ali Akbar Velayati. Hefði Velayati sagt Irani reiðubúna að leggja sitt af mörkum til þess að leysa mætti deiluna, sem staðið hefur í 22 ár. Tveir grískir Kýpurbúar féllu í átökum sem blossuðu upp á eynni í síðustu viku, er Grikkir mótmæltu veru Tyrkja á norðurhlutanum. Samskipti írana og Tyrkja hafa farið batnandi í kjölfar heimsóknar forsætisráðherra Tyrklands, Necmettins Er- bakans, til írans fyrr í mánuðinum. Samskipti írana og Grikkja eru góð, og hafa þeir unnið saman að mála- miðlun milli Bosníu-múslima og Bosníu-Serba. Fulltrúi tyrkneska utanrík- isráðuneytisins sagði í fyrra- dag, að síðustu atburðir á Kýpur sýndu nauðsyn þess að deiluaðilar kæmu saman til viðræðna. Reuter SKOSKUR bóndi fyigist með hjörð sinni við Loch Lomond í gær. Taiið er að breskir sauðfjárbændur geti átt í erfiðleikum með að koma afurðum á markað í Þýskalandi eftir yfirlýsingar þýska yfirdýralæknisins. Breskir bændur fordæma þýska yfirdýralækninn London, Bonn. Reuter, The Daily Telegraph. YFIRDÝRALÆKNIR Þýskalands hvatti Þjóðverja til þess á þriðjudag að neyta ekki bresks lambakjöts fyrr en að sýnt yrði fram á að engin tengsl væru milli kúriðu í nautgripum og sauðfé. Þýskir neytendur hafa miklar áhyggjur af kúariðu og hefur það leitt til að neysla á bresku jafnt sem þýsku nautakjöti hefur dregist nær algjörlega saman. Aukinnar tor- tryggni hefur gætt í garð lambakjöts og er talið að þessi yfirlýsing yfir- dýralæknsins geti komið sér mjög illa fyrir breskan landbúnað. Um tíu prósent af öllu lambakjöti, sem selt er í Þýskalandi, kemur frá Bretlandi. Wemer Zwingmann yfirdýralækn- ir sagði í kvöldfréttum þýska ríkis- sjónvarpsins, ZDF, á þriðjudag að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að kúariða gæti borist milli dýra- *★★★* EVRÓPA* tegunda. Hins vegar væri hyggileg- ast fyrir neytendur að kaupa þýskt lambakjöt, eða kjöt frá öðrum ríkjum en Bretlandi, uns dýralæknanefnd Evrópusambandsins hefði lokið rann- sókn á málinu. Út í hött Fulltrúar í breskri matvælafram- leiðslu bmgðust reiðir við þessari yfirlýsingu. í yfirlýsingu frá stofnun sem sér um markaðssetningu á breskum kjötvömm sagði: „Ekkert annað ríki hagar sér með þessum hætti“. Ben Gill, varaforseti bændasam- taka Englands og Wales, sagði út í hött að hafa áhyggjur. Riða hefði verið þekkt í sauðfé í 250 ár. „Áróðurinn gegn bresku lambakjöti kemur einungis frá einu þýsku hér- aði. Og Þjóðveijar eru hvort sem er ekki miklir lambakjötsneytendur,“ sagði Gill og bætti við að jafnt fram- kvæmdastjórn ESB sem yfirdýra- læknanefnd sambandsins teldi breskt lambakjöt hættulaust. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lýsti því yfir í gær að hún væri ósammála þýska yfirdýralækn- inum. „Við styðjum ekki málflutning af þessu tagi þar sem að við sjáum engin rök fyrir honum,“ sagði Niko- laus van der Pas, aðaltalsmaður framkvæmdastjórnarinnar. Brezki fáninn á Evró-öku- skírteinið London. The Daily Telegraph. MICHAEL Howard, innan- ríkisráðherra Bretlands, hafði sitt fram í deilu um það hvort ný, samevrópsk ökuskírteini, sem gefin eru út í Bretlandi, ættu að bera mynd brezka fánans, auk Evrópufánans. Niðurstaðan varð sú að þeir, sem sækja um ökuskír- teini, fá plastkort með mynd, sem einnig ber bæði mynd Evrópufánans og brezka fán- ans. Sæki menn um nafnskír- teini, sem gildir einnig sem vegabréf á ferðalögum innan Evrópusambandsins, verður aðeins mynd af brezka fánan- um og skjaldarmerki krún- unnar. Þeir, sem sækja um sameinað öku- og nafnskír- teini, fá plastkort með Evr- ópufánanum, brezka fánanum og skjaldarmerki krúnunnar. Til þess að koma í veg fyrir að brezki fáninn fari í taug- arnar á lýðveldissinnum á Norður-Irlandi fær héraðið að halda núverandi ökuskírteina- kerfi fram til ársins 2001, en þá vona menn að öldurnar hafi lægt á Norður-írlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.