Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 9 FRÉTTIR i i ► i i > ) ) ) > í > I í í I > I Afmælisrit Skógræktar- félags Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Golli RITNEFND með formanni og höfundi. Talið frá vinstri: Svanur Pálsson, Magnús Gunnarsson, Hólmfríður Finnbogadóttir, Björn Arnason og Lúðvík Geirsson. í TILEFNI þess að Skógræktarfé- lag Hafnarfjarðar fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á þessu ári hef- ur verið tekin saman bók sem fjall- ar um sögu félagsins frá stofnun þess. Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands verður haldinn í Hafn- arfirði um helgina. Verður sér- staklega fjallað um Reykjanes- skagann og möguleika á upp- græðslu hans á fundinum. Fréttamönnum var boðið í Höfða við Kaldárselsveg í gær í tilefni af úgáfu bókarinnar, sem ber heitið Græðum hraun og grýtta mela. Lýsir bókin þeim verkefnum sem skógræktarfólk í Hafnarfirði hefur tekið sér fyrir hendur síðustu áratugina. Jafn- framt er greint frá fyrstu tilraun- um til trjáræktar í byggðinni við Fjörðinn um aldamótin 1800, sem Bjarni Sívertssen stóð fyrir og tijárækt danskra kaupmanna og síðar heimamanna í lok 19. aldar. Þá er fjallað um ástandið í upp- landinu á fyrri öldum, skógartöku, hrístöku, ofbeit og landeyðingu, sem leiddi til þess að einungis voru smáleifar af skógi eða kjarri á stöku stað þegar skipulegt starf skógræktarmanna hófst fyrir fimmtíu árum. Höfundur bókarinnar er Lúðvík Geirsson og í ritnefnd sátu þeir Björn Árnason, Magnús Gunnars- son og Svanur Pálsson, stjórnar- menn Skógræktarfélagsins. Kom fram í máli Lúðvíks að fyrir alda- mót hafi það þótt það merkilegt að setja niður tré í Hafnarfirði, að sum þeirra hafi hlotið sérnöfn eins og Linnetstréð. Bókin er um 150 bls. að lengd og í henni er fjöldi litmynda auk korta og skýr- ingarmynda. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands verður haldinn í Hafnar- firði um helgina og hefst dagskrá- in á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagskvölds. Eitt af meg- inviðfangsefnum fundarins verð- ur fræðsla og umræður um fram- tíð Reykjanesskagans og mögu- leikar á uppgræðslu hans og al- hliða endurheimt landgæða á svæðinu. Skógræktarfélag Hafn- arfjarðar mun annast skoðunar- ferðir um Hafnarfjörð og ná- grenni, ásamt kynningu á starf- semi sinni. í þeirri ferð verður m.a. sýndur tijásýnireitur í Höfðaskógi og einnig verður í ferðinni afhjúpaður minnisvarði í Skólalundi um Ingvar Gunnars- son kennara, sem fór á fjórða áratugnum í gróðursetningaferðir upp í Undirhlíðar með nemendur sína úr barnaskólanum. Síðustu dagar útsölunnar enn meiri afsláttur Nýjar haustvörur komnar Fyrir frjálslega vaxitar konur á öllum aldri. Suöurlandsbraut 52, (bláu húsin viö Faxafen) sími 588 3800. Opið mán. -fös. 11-18, lau. 11-14. Elizabeth Arden KYNNING verður í Laugavegi 45, í dag frá kl. 13-18. :€>*%» kynningarafsláttur af öllum Elizabeth Arden vörum. Verið velkomin. NV SENDING af Haustvörum Pils-blússur-peysur tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 65 milljonir Vikuna 15. - 21. ágúst voru samtals 64.945.502 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður 15. ágúst Háspenna, Hafnarstræti. 16. ágúst Ölver................... 16. ágúst Gulliver við Lækjartorg... 16. ágúst Háspenna, Laugavegi.... 18. ágúst Ölver................... 19. ágúst Videómarkaðurinn........ 19. ágúst Háspenna, Laugavegi.... 19. ágúst Rauða Ijónið............ 19. ágúst Blásteinn............... 20. ágúst Háspenna, Laugavegi.... 20. ágúst Rauða Ijónið............ 21. ágúst Kringlukráin............ 21. ágúst Ölver................... Staða Gullpottsins 22. ágúst, var 5.808.000 krónur. Upphæð kr. 202.791 156.290 50.847 70.825 283.687 134.115 51.942 66.293 69.052 54.881 80.412 119.925 121.478 kl. 8.00 Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. IAtt þú spariskírteini í 2.fl. D 1988,8 ár, sem nú eru til innlausnar? Hafðu samband og fáðu alla aðstoð við innlausnina. » » » l » h • Mánudaginn 2. september 1996 koma til innlausnar spariskírteini ríkissjóðs í 2. fl. D 1988, 8 ár, með lokagjalddaga 1. september. • Útboð á nýjum spariskírteinum fer fram 28. ágúst og með þátttöku í útboðinu geta eigendur innlausnarskírteinanna tryggt sér bestu mögulegu vexti á nýjum spariskírteinum. • í útboðinu verða í boði verðtryggð spariskírteini til 5, 10 og 20 ára og 10 ára Árgreiðsluskírteini. • Komdu núna með innlausnarskírteinin, nýttu þér þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga okkar og láttu þá aðstoða þig við tilboðsgerð í ný sþariskírteini. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hvcrfisgötu 6,2. hœö 150 Rcykjavík, sími 562 6040, fax 562 6068 Spariskírteini - val þeirra sem hafa sitt á hreinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.