Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, læsir farskjóta sínum fyrir utan Ráðhúsið í gærmorgun. RAGNHEIÐUR Steindórsdóttir og sonur hennar, Steindór Grétar Jónsson, voru á hjólunum sínum niðri á Austurvelli. Ragnheiður kvaðst hjóla mikið, yfirleitt væri maðurinn hennar á bílnum. Henni þykir hjálmurinn ekki fallegt höfuðfat og var fljót að svipta honum af sér fyrir myndatökuna, en sagði þó að það hvarflaði ekki að sér annað en að nota hann. Hvíldardagur einkabílsins í Reykjavík Bílarnir fengu litla hvíld HALDIÐ var upp á hvíldardag einkabílsins í Reykjavík í gær. Borgaryfirvöld höfðu hvatt fólk til að skilja bílinn eftir heima og nota þess í stað strætisvagna, hjóla eða ganga. Ekki var þó um að ræða neins konar bann við notkun bíla. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var ekki merkj- anlegur munur á bílaumferð um götur borgarinnar_ og sömu sögu hafði Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, að segja. Vegfarendur, sem blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins hittu í miðbænum í gærdag, kváð- ust þó margir hvetjir hafa hjólað, gengið eða tekið strætó í vinnuna, en voru ekki jafnvissir um að á því yrði framhald að átakinu loknu. Þó virtist sem margir hefðu vaknað til umhugsunar um ferðamátann. Þá fengust þær upplýsingar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur að mjög merkjanleg aukning hefði orð- ið á fjölda farþega í gær. Víða um borgina voru uppákom- ur í tilefni dagsins. Má þar nefna morgunleikfimi á skiptistöðvum SVR, götuleikhús í strætisvögnum, þolpróf og blóðþrýstingsmælingar, reiðhjólaviðgerðir, hjólreiðafím- leika, gönguferðir og bátsferðir. Borgar- stjórinn hjólaði í vinnuna INGIBJöRG Sólrún Gísladóttir hvíldi borgarstjórabílinn og hjólaði til vinnu sinnar í Ráðhús- inu í gærmorgun. Borgarsfjórinn blés ekki úr nös þegar þangað kom, enda ekki nema um fimm mínútna hjólatúr frá heimili hennar á Hagamel. Ingibjörg Sólrún er ekki óvön því að hjóla. „Ég hjólaði alltaf þegar ég var niðri í þingi. Það lagðist þó að mestu af þegar ég varð borgarstjóri. Ég var alltaf að lenda í vandræðum með að koma bílnum á milli staða. Þegar ég hjólaði niður í ráðhús, þurfti ég kannski á bíln- um að halda til að skjótast eitt- hvað og þá var hann heima. Stundum fór ég á bílnum í vinn- una og labbaði heim - og þurfti svo að nota bílinn um kvöldið, en gat það ekki, því að hann var niður frá! Þannig að vanda- málið var ekki að koma sjálfri mér á milli staða, heldur bíln- um,“ sagði borgarstjórinn. Morgunbladiö/Asdis ÞEIR félagarnir Gunnar Kjartansson og Jóhann Haraldsson voru mættir niður á Ingólfstorg í hádeginu á fjallahjólum sínum. Þeim bar saman um þáð að á vinnustöðum beggja, Borgarskipulagi Reykjavíkur og Seðlabanka íslands hefði orðið helmings aukning á reiðhjólanotkun á hvíldardegi einkabílsins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BOÐIÐ var upp á bátsferðir milli Nauthólsvíkur og Kópavogshafnar. Veðrið lék við bátsverja og íslenski fáninn blakti fallega í golunni. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ámi Sæberg HÉR má sjá hluta gönguhóps félagsstarfs aldraðra í Hraunbæ. Frá vinstri: Sigríður Magnúsdóttir, Lilja Siguijónsdóttir, Andrea Þórðardóttir, Stefán Jónsson, Dóra Halldórsdóttir, Jastrid Pétursdótt- ir og Asa Sæmundsdóttir. Þau tóku strætisvagn úr Arbænum niður á Hlemm og gengu svo niður Laugaveginn og niður á Ingólfstorg í tilefni dagsins. ÁRNESIÐ lét úr höfn í Hafnarfirði árla morguns á hvíldardegi einkabilsins. Innanborðs voru tíu Hafnfirðingar á leið til vinnu sinnar í Reykjavík, sumir höfðu reiðhjól meðferðis, aðrir skildu bílinn eftir - á bryggjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.