Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 27 J®Í0r0minl»W6i!> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIKURNAMOG FRAMTÍÐARHAGUR IUMRÆÐUM um fyrirhugað vikurnám í Seyðishólum í Grímsnesi hefur tveimur sjónarmiðum ekki sízt verið hald- ið á lofti; annars vegar þeim efnahagslegu hagsmunum, sem Grímsneshreppur og Selfossbær hafa af námavinnslunni og hins vegar viðhorfi sumarbústaðaeigenda í hreppnum, sem telja ónæði og loftmengun fylgja mikilli umferð vikurflutn- ingabíla, auk þess sem efnistakan spilli náttúru hreppsins. Þriðja sjónarmiðið, og það, sem ekki má gleymast, er gildi Seyðishóla rétt eins og annars sérkennilegs landslags á ís- landi fyrir þjóðina sem heild. Hluti hólanna er á náttúruminja- skrá og sem slíkir eru þeir sameign þjóðarinnar. Raunar má halda því fram að allt íslenzkt landslag sé þjóðareign og menn geti ekki breytt því eða farið með það að vild. Almanna- hagsmuna sem þessara ber opinberu stjórnvaldi á borð við umhverfisráðuneytið auðvitað að gæta. Morgunblaðið hefur áður fjallað um vikurtöku í Seyðishól- um. I forystugrein biaðsins 8. júlí í fyrra sagði: „Vikurnám er ... starfsemi, sem er lýsandi dæmi um að hagsmunir at- vinnulífs og umhverfissjónarmið geta rekizt á. Það sýna til dæmis deilur, sem orðið hafa undanfarið um gjalltöku í Kap- elluhrauni og áform um vikurnám í stórum stíl í Seyðishólum í Grímsnesi. Rök má færa fyrir því að hvort tveggja spilli sérkennilegu umhverfi, sem telja má til lífsgæða rétt eins og þann efnahagslega ávinning, sem er af vikurútflutningi eða efnistöku til framkvæmda yfirleitt. Raunar má líka halda því fram að annars konar efnahagslegur ávinningur geti fal- izt í óspiiltri náttúru; hún dregur að ferðamenn, sem skila landinu miklum gjaldeyristekjum.“ Sumt virðist orka tvímælis í þeim áformum, sem nú eru uppi um efnistöku í Seyðishólum. Vikurinn á að nota sem undirlag í hraðbraut, sem liggja á um Frakkland, Þýzkaland, Danmörku og Svíþjóð. Frá þessum löndum kemur stór hluti ferðamanna, sem sækja ísland heim. Hafa menn velt því fyrir sér hvaða áhrif það gæti haft ef það fréttist í þessum ríkjum að undirlagið í nýju hraðbrautina kæmi úr íslenzkum náttúruminjum? Sömuleiðis er sérkennilegt að í úrskurði umhverfisráðherra skuli ekki koma fram hversu mikið magn vikurs sé leyfilegt að taka úr hólunum. Aukin hagnýting vikurs og gjalls getur aflað þjóðarbúinu tekna og kann í mörgum tilfellum að eiga fullan rétt á sér, þar sem þannig háttar til. Hún er hins vegar gífurlega við- kvæmt mál og vandmeðfarið vegna þeirra áhrifa, sem hún getur haft á náttúru landsins. Vega þarf saman hagsmuni atvinnulífsins af vinnslunni, þau lífsgæði, sem fólgin eru í vernd náttúru og landslags og þann efnahagslega ávinning, sem slík verndunarstefna kann að hafa í för með sér í formi tekna af ferðaþjónustu. Þegar horft er til framtíðar kann heildarhagsmuna að vera betur gætt með því að vernda ásýnd og ímynd íslands. Hér þarf því að viðhafa ýtrustu varúð. VISTVÆNAR VEIÐAR SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Norðurlanda samþykktu á fundi sínum í Bergen í Noregi fyrr í vikunni að stefna að því að auðkenna sjávarafurðir frá Norðurlöndum með þeim hætti, að fram komi að þær séu úr fiskistofnum, sem ekki séu í útrýmingarhættu, og að veiðistjórnun sé ábyrg. Þessi samþykkt ráðherranna^ er allrar athygli verð, þótt útfærsla hennar liggi ekki fyrir. íslendingar hafa á undanförn- um misserum orðið varir við að stórir fiskkaupendur gera auknar kröfur um að fiskurinn, sem þeir kaupa, hafi verið veiddur með vistvænum hætti og veiðarnar verið sjálfbærar, þ.e. ekki hafi verið gengið svo nálægt fiskstofnunum að þeir geti ekki endurnýjað sig. Þessar kröfur eru meðal annars tilkomnar vegna þrýstings öflugra umhverfisverndarsamtaka. Við þessu verður að bregðast og ná frumkvæðinu í málinu, eins og ráðherrarnir hafa nú leitazt við. Það er góð hugmynd að fela yfirþjóðlegum stofnunum að votta það að fiskveiðar séu sjálftiærar. Þar er hins vegar að mörgu að hyggja og gæti eflaust orðið flókið að tryggja að skipulag og starfshættir slíkra stofnana yrðu þannig að öllum líkaði. Þá er ein forsenda þess, að tillögur sjávarútvegsráðherr- anna geti orðið að veruleika sú, að norrænu ríkin standi ekki í deilum um úthafsveiðar og virði alþjóðlegar samþykktir um veiðistjórnun, sem byggðar eru á vísindalegri ráðgjöf. Þetta snýr ekki síður að íslandi en öðrum. Því ber að fagna að Norðurlönd taka frumkvæðið í þessum efnum. Þau hafa oft rutt brautina í umhverfismálum á alþjóða- vettvangi. Árangurinn í þessu máli getur orðið mikill ef rétt er á haldið og mikið er í húfi fyrir íslenzkan sjávarútveg. Deilur milli meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness um skipulagsmál Tillaga að nýrri íbúða- byggð á Seltjarnarnesi B ,ÆJARSTJÓRN Seltjarn- arnessbæjar hefur sam- þykkt að leggja fram til kynningar deiliskipulag íbúðarsvæðis á Nýjatúni og Norðurtúni úr landi Ness. Svæðið er yst á Seltjarnarnesi, á svoköll- uðu Framnesi, austan Nesstofu í fleyg milli iðnaðarhverfis og núver- andi íbúðabyggðar. Stefnt er að því að allt að 24 hús verði reist á svæðinu en það tekur mið af verð- launatillögu frá 1994. í þeirri til- lögu er gert ráð fyrir að byggðin myndi jaðar að safnasvæði og úti- vistarsvæði þar sem um síðustu byggð á vestursvæði væri að ræða. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er fjórar vikur. Tillaga fulltrúa minnihluta bæj- arstjórnar af Nes-lista, um að frestað yrði að auglýsa fyrirliggj- andi deiliskipulagstillögu, var felld. •ýVið viljum að þetta svæði verði geymt fyrir komandi kynslóðir sem framtíðar útivistar-, safna- og minjasvæði," segir Siv Friðleifs- dóttir, oddviti minnihlutans. Hún telur brýnt að vernda svæðið í kringum Nesstofu sem samhang- andi safna- og minjaheild. Nauð- synlegt sé einnig að rannsaka hvort frekari fornleifar leynist á svæðinu og bendir Siv á að forn- leifaskráningu sé ekki að fullu lok- ið. Sátt um að vernda vestursvæðið Málið á sér nokkuð langa for- sögu. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri segir að um áratuga skeið hafi bærinn leitast við að kaupa upp allt land á Framnesinu að Gróttutöngum. Hann segir að lengst af hafi allt land að Gróttu- töngum verið skipulagt undir byggð. „Þegar aðalskipulagið var endurskoðað árið 1993 kom upp sterk tilhneiging að vernda meira af landinu,“ segir Sigurgeir. „Nið- urstaðan varð sú að við gerðum viðamikla skoðanakönnun meðal bæjarbúa sem leiddi í ljós að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra óskaði eftir því að dregið yrði verulega úr byggð. í stað þess að byggja fram á öll nes náðist samkomulag um þessa miðlunartillögu.“ Sigur- geir segir ekki sjálfgefið að reist verði 24 hús. Hugsanlega yrðu færri hús byggð á stærri lóðum. Sigurgeir segir að þegar skipu- lagstillagan hafi verið auglýst árið 1994 hafi enginn gert athugasemd nema umboðsmaður minnihluta bæjarstjórnar. „Maður hefði haldið íbúðabyg'gð auglýst á um- deildu svæði við Nesstofu Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæ.jar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðasvæðis austan Nesstofu þar sem stefnt er að því að reisa allt að 24 hús. Þórmundur Jónatansson ræddi við fulltrúa meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar um málið. Minnihlutinn hefur gagnrýnt tillöguna og telur að merkum fornleifum yrði raskað og hluta af ákjósan- legu útivistar- og safnasvæði fórnað. að fólk hefði tjáð sig um tillöguna ef það hefði verið óánægt. Eina athugasemdin kom frá minnihlut- anum og fólst hún í því að ekki yrði byggt á svæðinu. Mín skoðun er sú að verið sé að nota málið í pólitískum tilgangi fremur en skipulagslegum.“ Gegn vilja bæjarbúa? Siv Friðleifsdóttir telur að sam- þykkt bæjarstjórnar sé í andstöðu við vilja meirihluta íbúa. Hún seg- ir með vísan í áðurnefnda ______ skoðanakönnun frá 1993 að 54% aðspurðra hafi lýst sig andvíga íbúða- byggð á svæðinu. „Meiri- hlutinn hefur lýst því yfir að fullt tillit verði tekið til athuga- semda. Þess vegna skorum við á bæjarbúa að gera skriflegar at- hugasemdir við tillöguna. Það er brýnt að íbúar nýti tækifærið nú því að það verður of seint þegar jarðýtur eru komnar inn á svæðið og raskið byijar,“ segir Siv. Sigurgeir segir ekki réttmætt að túlka niðurstöður skoðana- könnunarinnar með þeim hætti sem minnihlutinn geri. Hún hafi haft veruleg áhrif þannig að dreg- ið var úr byggingaráformum. Hann telur þvert á móti að skoðanakönn- ÚTSÝNI yfir fyrirhugað íbúðasvæði frá Nesstofu. Morgunblaðið/Ásdís unin hafi verið ein forsenda skipu- lagstillögunnar frá 1993. I frestunartillögu minnihlutans er fullyrt að fjárhagsleg rök séu ekki fyrir nýrri íbúðarbyggð. Sigurgeir bæjarstjóri segir þetta ekki fyllilega rétt. Hann segir að skipulagsleg rök hafi fyrst og fremst ráðið úrslitum. Með íbúðar- byggð og hönnun safnasvæðis sé hægt að ljúka skipulagi svæðisins til fulls og það sé til mikilla bóta. Fjárhagsleg sjónarmið hafi þó einnig vegið þungt í þessu máli. Ólík sjónarmið um fornleifar Andstæðar fylkingar í bæjar- stjórn eru ekki fyllilega sammála um mikilvægi fornleifa á því svæði sem deiliskipulagið tekur til. Minnihlutinn varar sérstaklega við því að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir að byggt verði yfir fornleifasvæði að hluta til auk þess sem þrengt væri að lyfjafræðisafni og iækningaminjasafni. Orri Vé- steinsson fornleifafræðingur hefur rannsakað svæðið og samkvæmt upplýsingum frá honum segir Siv að telja verði mjög varhugavert að byggja á helmingi þess svæðis sem fyrirhugað [sjá afmörkun svæðis á korti]. „Hann telur ekki rétt að byggja á hluta þess svæðis sem um ræðir vegna minjagildis. Á þessu svæði eru m.a. Nýjabæj- arrústirnar og Móakotshóll og brýnt er að þessar fornminjar verði ekki slitnar úr minjaheild eða skemmdar með fyrirhuguðum framkvæmdum." Sigurgeir segir að Orri hafi unn- ið viðamikla skýrslu um minja- svæðið í kringum Nesstofu. Hann fullyrðir að Orri hafi ekki lagst gegn því að byggt yrði á svæðinu. „Hann telur réttilega að vitanlega væri mest gaman að hafa þetta allt óbyggt en hann telur á hinn bóginn ekki mikla möguleika á að þarna finnist nýtilegar eða spenn- _________ andi fornleifar. Aftur á móti sé túnið sem slíkt hugsanlega vitnisburður um gamalt verklag. En hvaða tún eru það ekki á Islandi?“ segir hann. Jón Hákon Magnússon, forseti bæjarstjórnar, telur ljóst að fyrir- huguð byggð séu utan þess svæðis sem komi til greina sem minja- svæði. Hann segir aftur á móti að komi fornleifar í ljós sé fram- kvæmdum sjálfhætt, enda kveði lög á um slíkt. Sigurgeir segir að tillit verði að sjálfsögðu tekið til ábendinga fornleifafræðingsins um að hugsanlega kunni að leyn- ast fornleifar á svæðinu og þess verði gætt þegar framkvæmdir hefjast verði deiliskipulagið sam- þykkt. Jón Hákon segist ekki hafa skipt um skoðun Siv kveðst undrast málflutning Jóns Hákons í málinu. Hann hafi áður viljað vernda svæðið en hafi með oddaatkvæði sínu samþykkt að stefna að því að reisa umfangs- mikla byggð. Jón Hákon vísar á bug fullyrðingum um að hann hafi hringsnúist í afstöðu til málsins. „Ég hef barist fyrir því að að vernda vestursvæðið þannig að ekki verði byggt vestan Nesstofu. í þessari tillögu er aftur á móti um að ræða byggð austan Nes- stofu. Það var stefna Sjálfstæðis- flokksins að byggja allt að 24 hús á þessu svæði. Það hefur ekki breyst.“ Jón Hákon staðfestir að hann hefði persónulega ekkert haft á móti því að fresta byggingaráform- um. Þessi áform gangi þó ekki gegn þeirri sannfæringu sinni að vernda eigi svæðið vestan Nes- stofu. Það hafi þegar verið tryggt og þess vegna hafi honum ekki þótt ástæða til að ganga gegn sam- þykkt fulltrúaráðs flokksins á Sel- tjarnarnesi í þessu máli .frá því fyrir síðustu kosningar. Ibúðasvæðið markar end- anlega byggð Nýr sáttafundur boðaður í læknadeilunni í dag „Erfitt að skilja þessi rólegheit“ Boðað hefur verið til sáttafundar í kjaradeilu Fé- lags íslenskra heimilislækna og ríkisins hjá ríkis- sáttasemjara kl. 13 í dag eftir tveggja daga hlé á fundarhöldum. Læknar hugðust nota þann tíma til að fara yfir stöðuna hjá sér. VIÐ stöndum í þessu dag frá degi og hlustum á fólkið úti á landi, eigum erfitt með að skilja þessi róleg- heit í samninganefndunum, að þær talist ekki við í nokkra daga. Margir sem hringja í okkur lýsa yfir furðu sinni á því að samninganefndirnar skuli vera í svona miklum rólegheit- um, þegar allt er að meira eða minna leyti í uppnámi,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir um ástandið í heilbrigðisþjónustunni vegna uppsagna heilsugæslulækna. Erfiðast á Austurlandi Héraðslæknirinn á Austurlandi boðaði sl miðvikudag til fundar í Neskaupstað með heilbrigðismála- ráði, fulltrúum sjúkra- og heilsu- gæslustofnana í landsfjórðungnum, alþingismönnum og aðstoðarland- lækni til að fara yfir þá stöðu sem komin er upp í heilsugæsluþjón- ustunni, en ástandið er talið einna erfiðast á Austurlandi. íbúar margra byggðarlaga á Austurlandi þurfa að fara mjög langar vegalengdir til að komast til læknis og er mikið álag á lækna og hjúkrunarfólk, sérstak- lega á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. „Neskaupstaður hefur orðið nokk- urs konar miðstöð á Austurlandi í þessum erfiðleikum. Það er mikið leitað þangað eða hringt af öðrum stöðum í fjórðungnum, allt frá Höfn til Vopnafjarðar,“ segir Matthías Halldórsson. Aðeins eru starfandi þrír heilsu- gæslulæknar á Austurlandi, allir í Neskaupstað. Á Þórshöfn og Höfn eru læknar á neyðarvakt, en þeir veita enga daglega þjónustu, heldur eru þeir einungis til taks ef eitthvað mikið ber út af, eins og Stefán Þórar- insson, formaður heilbrigðismálaráðs Austurlands, orðar það. Tekur 4-5 klst. að komast til læknis Hann segir ennfremur að sjúkra- húslæknarnir á Egilsstöðum, Seyðis- firði og í Neskaupstað sinni aðeins sjúkrahúsunum, nema á Seyðisfirði, þar sem sjúkrahúsið rekur slysavarð- stofu, en ekki heilsugæslan eins og víðast tíðkast. „Hjúkrunarfræðingarnir vinna mikið starf á heilsugæslustöðvunum og standa sums staðar sólarhrings- vaktir, en það eru yfirleitt ekki nema einn til þrír hjúkrunarfræðingar á hverri stöð. Þannig að drátturinn sem hefur orðið á að málið leysist er farinn að ganga nærri þessu fólki og það er óvíst hvaða úthald það hefur við þessar aðstæður," segir Stefán. í ályktun fundarins í Neskaupstað er vakin athygli á því að það taki íbúa á Bakkafirði og Höfn fjórar til fimm klukkustundir að komast til heilsugæslulæknanna í Neskaup- stað, þeirra einu sem nú séu starf- andi í fjórðungnum. Stefán segir það þannig vera ljóst að heilbrigðisþjón- usta í fjórðungnum sé ákaflega óburðug. Matthías Halldórsson sagði að það hefði verið niðurstaða fundarins að erfiðleikarnir vegna skertrar læknis- þjónustu á Austurlandi væru komnir niður fyrir það stig sem hægt væri að telja viðunandi miðað við aðstæð- ur. „Við verðum að grípa til ein- hverra ráða til þess að bjarga málum þarna og væntum þess að geta haft samráð um það við Læknafélag ís- lands,“ segir Matthías. Framtíð heilsugæslunnar stefnt í voða Þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra ræddi meðal annars um ástandið í heilbrigðismálum á fundi sínum á þriðjudag. í samþykkt sem gerð var á fundinum segir meðal annars að þingflokkurinn fordæmi harðlega niðurskurð á framlögum til heilbrigðismála. Er skorað á heil- brigðisráðherra og ríkisstjórnina að beita sér fyrir lausn læknadeilunnar nú þegar, annars sé framtíð heilsu- gæslunnar á Islandi stefnt í voða. ■ Miðstjórn Bandalags háskóla- manna hefur einnig sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna þess ástands sem skapast hefur í málefnum heilsu- gæslunnar í kjölfar uppsagna heilsugæslulækna. í ályktuninni segir: „Miðstjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir stuðningi við baráttu heilsugæslu- lækna fyrir leiðréttingu á föstum launum og skorar á stjórnvöld að semja við heilsugæslulækna strax til að koma í veg fyrir neyðarástand.“ Flateyri og Þinge Patre Þórshöfn, f Raufarhöfn, Kópasker og Vopnafjörbur Akranes|+ Seltjarnarnes ReykjanesbærfM^^P^X^ &A W^Hafnar- - f ^fiörbur -jTöMSelfoss I REYKJAVIK: l ^ ttt;----;—- . Þorlákshö Heilsugæslustoðvar: Mibbæjarstöð ðffil 3 læknar ... Hraunberg ^ i læknir Vestmannaeyja 19 heimilislæknar . utan heilsug.stöbva 'J Lceknar 06 störfum ■ sögbu ekki upp f Lceknar á neybarvakt (+] Sjúkrahús á stabnum Hvar eru læknar að störfum? Á YFIRLITINU hér að ofan má sjá hvar heilsugæslulæknar eru að störfum. Hjúkrunarfræðingar eru starfandi á öllum heilsugæslu- stöðvum en heilbrigðisráðuneytið bendir sjúklingum að öðru leyti á að leita eftir læknisþjónustu á næsta sjúkrahúsi. Þjónusta á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og bráðamóttöku Landspit- alans hefur verið efld til að mæta auknu álagi og geta sjúklingar á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hafa aðgang að lækni á sinni heilsugæslustöð leitað aðstoðar á þessum stöðum. Ennfremur er bent á að barna- læknaþjónusta er starfrækt í Domus Medica kl. 17-22 alla virka daga, kl. 11-15 á laugardögum og kl. 19-22 á sunnudögum. Æskilegt er að hringja og panta tíma fyrir- fram. Auk þess má leita beint til barnadeildar Landspitalans. í Reykjavík eru jafnframt 19 sjálfstætt starfandi heimilislækn- ar, en þeir sinna fyrst og fremst erindum frá eigin skjólstæðing- um. Auk þeirra er fjöldi sérfræð- inga starfandi á einkastofum á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeir sem fyrr erindum hver á sínu sér- sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.