Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 13 LAIMDIÐ Ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga Vertíðinni lokið ísafirði - Stjórn Fjórðungssain- bands Vestfirðinga ákvað á fundi í gær að ráða Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóra í Grindavík, sem framkvæmdastjóra Fjórð- ungssambandsins. Eiríkur Finnur Greipsson lætur senn af störfum framkvæmdastjóra og tekur við starfí sparissjóðsstjóra Sparisjóðs Önundarfjarðar á Flateyri. Tíu umsóknir voru um starfíð. Eirikur Finnur sagði í samtali við Morgunblaðið að erfitt hefði verið fyrir stjórnina að gera upp á milli jafn margra hæfra einstaklinga, en að endingu hefðu allir stjórnar- menn verið sammála um ráðningu Halldórs. Ráðgert er að hann taki við í byijun október. Virkar spennandi Halldór Halldórsson er 32 ára, fæddur og uppalinn í Ögri við Isafjarðardjúp, sonur hjónanna Halldórs Hafliðasonar og Maríu Guðröðardóttur. Hann er kvæntur Guðfinnu Hreiðarsdóttur sagn- fræðingi og eiga þau þijú börn. Halldór flutti til Grindavíkur þeg- ar hann var sextán ára. „Ég fór 16 ára á vertíð í Grindavík og henni er að ljúka núna. Ég hef undanfarin ár rekið þar fyrir- tæki, Tölvík sf. sem er bókhalds- þjónusta og fasteignasala, auk þess sem ég hef setið í bæjar- stjórn Grinda- víkur,“ sagði hann. Halldór sagði að tvennt hefði ráðið úrslitum um að hann sótti um starf framkvæmda- stjóra Fjórð- ungssamba- ndsins. Hér væri um að ræða hans heimabyggð og svo hefði starfið virkað spennandi. „Við verðum bara að bíða og sjá hvort um einhveijar breytingar á starf- semi sambandsins verður að ræða með komu minni. Það er alltof snemmt að segja til um það á þessari stundu. Starfið leggst vel í mig og ég vænti góðs af sam- vinnunni við heimamenn,“ sagði Halldór. Halldór Halldórsson Morgunblaöiö/biln ÞÁTTTAKENDUR í umhverfisnámskeiðinu á Húsavík. Umhverfisnámskeið á Húsavík Húsavík - Rauði krossinn, Skóg- ræktin og Landgræðslan hafa und- anfarin ár gengist fyrir námskeiðum fyrir unglinga þar sem þeim er kynnt starfsemi viðkomandi stofnana og verklegar framkvæmdir s.s. hjálp í viðlögum, gróðursetning og fleira sem þar á við. Þar til á þessu ári hafa þessi nám- skeið verið haldin í Þórsmörk en for- stöðumenn þeirra vildu nú gera til- raun með að hafa þau úti á lands- byggðinni og var það í fyrsta skipti haldið á Breiðdalsvík í júní í sumar og svo á Húsavík í síðustu viku en þetta eru viku námskeið. Þátttakendur voru 26 á aldrinum 10-13 ára frá Rauðakrossdeildum á Norðurlandi, frá Skagaströnd til Þór- hafnar. Leiðbeinendur voru Svanur Smith og Sebastian Peters frá Reykjavik og Þórhildur Hös- kuldsdóttir frá Breiðdalsvík. Um undirbúning og framkvæmd námskeiðsins á Húsavík sá aðallega deild Rauða krossins á Húsavík og nágrenni en formaður deildarinnar er Kristjóna Þórðardóttir, Laxamýri. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir „Tökum lætt“ dansar á Egilsstöðum Egilsstöðum - Færeyska þjóðdansafélagið „Tökum lætt“ frá Þórshöfn heimsótti Egilsstaði og sýndi færeyska þjóðdansa. í félaginu er fólk á öllum aldri og hefur það dansað saman í 3 ár. Þetta er eitt þriggja félaga í Þórshöfn. Þjóðdansafélagið Fiðrildin á Egilsstöðum tók á móti dönsurunum. Hvort félag sýndi dansa og var svo gestum boðin þátttaka í þjóðdönsum í lokin. Þessi færeyski hópur hefur verið á ferð um ísland og sýnt dansa víða um landið. Morgunblaðið/Davíð Pétursson VATNIÐ í leiðslum Hitaveitu Skorradals er 95 gráðu heitt. Hitaveita Skorradals Dæling hafin úr borholunni Grundarfjörður Styttist í kaupstaðar- réttindi Grundarfirði - Grundfirðing- ar fjölmenntu á Grundarkamb 18. ágúst sl. til að minnast þess að 210 ár voru liðin frá því að Grundarfjörður fékk kaupstaðarréttindi. Þrátt fyrir að Grundarfjörður hafi síðar misst þessi réttindi voru Grundfirðingar staðráðnir í að gera sér dagamun í tilefni af- mælisins. Lagt var af stað frá skrif- stofu Eyrarsveitar og gengið sem leið lá inn á Grundar- kamb. Á kambinum var geng- ið um svæðið í fylgd fróðra manna og kvenna og rifjuð upp saga staðarins o.fl. Einnig var leitað ummerkja hins forna Grundarfjarðarkaupstaðar. Að þessu loknu var haldið í loka- hóf í kofabyggðinni í Kirkju- fellsbæ þar sem göngumönn- um var boðið upp á hressingu. Þess má geta að óðum stytt- ist í að kauptúnið nái þeim fjölda íbúa sem þarf til kaup- staðarréttinda. Grund - Heitt vatn er farið að renna um leiðslur í Skorradal. 16 sekúndulítrum er dælt upp úr bor- holunni af 95 gráðu heitu vatni til skolunar og reynslu. Það var létt yfir mönnum við borholuna í Skorradal þegar dæling hófst 15. ágúst. Eftir byijunarörð- ugleika og þriggja vikna töf var allt klárt um kl. 19 að setja í gang. Skömmu seinna streymdi 94-95 gráðu heitt vatn upp úr holunni og í tilefni þess skáluðu viðstaddir í kampavíni. Öll vinna við hitaveituna hefur gengið sérlega vel í sumar undir góðri stjórn verktakans Hauks Júl- íussonar á Hvanneyri. Tímasetning- ar sýnast ætla að standast fullkom- lega, en nú eru leiðslur komnar inn fyrir vegg á öllum sveitabýlum sem veitunni tengjast að þessu sinni. Skólaostur kg/stk. 20% LÆKKUN VERÐ NU: 575 kr. kílóið. VERÐ ÁÐUR: ÞU SPARAR: 144 kr. kílóið. á hvert kíló. OSTAOG SMjÖRSALANSE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.