Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 21 LISTIR Shakespeare í Disneylandi? London. Reuter. NÚ í vikunni hófust í London sýn- ingar í leikhúsi sem er eftirlíking af leikhúsi Williams Shakespeares, og rættist þar draumur bandarísks leikstjóra og leikara, Sams Wan- amakers. Eftirlíkingin stendur á syðri bakka Thamesár, innan um nýtískulegar vörugeymslur og skrifstofubyggingar, ekki síður til heiðurs Wanamaker en Shake- speare sjálfum. Eftirlíkingar af 16. aldar Globe-leikhúsi Shakespears, þar sem Hamlet, Makbeð og Lér konungur voru frumfluttir, er að finna í borgum og bæjum út um allan heim; frá Tókýó til Washing- ton. En í heimalandi Shakespeares þurfti ákaflyndan Bandaríkjamann til að tekist yrði á við breska þver- móðsku, skrifræði og fyrirtækja- græðgi svo nýtt Globe mætti rísa. Leiklistartilraun Eins og í tragedíu eftir Shake- speare sjálfan lést Wanamaker skömmu eftir að framkvæmdir hóf- ust 1993. Þeir sem hafa haft hönd í bagga með verkinu efast ekki um að án hans hefði leikhúsið aldrei orðið að veruleika. Húsið er byggt úr enskri eik, veggirnir klæddir blöndu af kalki og geitahári. Hluti þaksins er úr stráum, og því mun að líkindum einhverntíma rigna á suma áhorf- endurna. Húsið er eins iíkt uppruna- lega húsinu, sem siðavandir ráða- menn á Englandi rústuðu 1644, og smiðirnir gátu haft það. Hugmynd Wanamakers var ekki einungis að endurskapa hús Shakespeares held- ur að gera leiklistartilraun og kom- ast að því hvernig verk meistarans birtust fyrst. í tíð Shakespeares var leikhús afþreying allra jafnt, ekki síst al- þýðunnar, og fólk úr öllum stéttum hópaðist í áhorfendastæðin, sem oft voru undir berum himni, með nestis- körfur og bjórflöskur. Fólkið gaf leikurunum engin grið og jós þá rotnandi ávöxtum ef ekki vildi bet- ur. Árið 1578 voru íbúar í London um 160 þúsund og af þeim mættu um 20 þúsund í leikhús í viku hverri. Sannarlega hinir gömlu góðu dag- ar, að minnsta kosti hlutfallslega. Vinnuveitendur kvörtuðu yfir því að starfsfólk hyrfi úr vinnu til þess að fara í leikhúsin, sem voru reist utan borgarmarkanna til þess að stranglegir ráðamenn í London gætu ekki verið með puttana í þeim. Húsin stóðu við syðri bakka Tham- esár, í lögsagnarumdæmi biskups- ins í Winchester, sem þótti fremur fijálslyndur, innan um önnur vafa- söm hús þessara tíma, þar sem fólk- ið skemmti sér við að etja hundum Reuter ÞÁTTTAKENDUR í uppfærslunni á Herramönnum tveim frá Verónsborg á sviði nýja Globe-leikhússins. Jim Bywater leikur Lóna og hundurinn Dennis leikur Hrana. á tjóðraða birni og naut, að ógleymdum vændishúsunum. Þar eð aðsóknin var svona mikil lá leikhúsunum sífellt á nýjum hand- ritum og kepptust um að bjóða í skrif. Það kann að útskýra afköstin á Shakespeare, en gerði leikurunum lífið leitt. Þeir höfðu oftar en ekki lítinn sem engan tíma til að læra textann og því síður tíma til æfinga. Móðgaðir gagnrýnendur Fyrsta verkið sem tekið var til sýninga í nýja Globe-leikhúsinu var Herramenn tyeir í Verónsborg. En því fer ijarri að allur vandi hafi verið leystur. Leikhúsið á í hat- rammri baráttu við að útvega rekstrarfé, og stjórnanda þess, Mark Rylance, tókst að móðga gagnrýnendur áður en fyrsta sýn- ingin var svo mikið sem hafin. Gagnrýnendunum var gróflega mis- boðið þegar Rylance stakk upp á því að þeir myndu borga sig inn á forsýninguna, og svo þótti þeim kasta tólfunum þegar téð forsýning átti að vera á laugardegi fyrir al- mennan frídag, fjórum dögum eftir að frumsýningin var haldin. Segja gagnrýnendur Rylance hafa viljað hefna sín fyrir slaka dóma um uppfærslu hans á Mak- beð, þar sem persónurnar voru klæddar eins og búddamunkar og töluðu með bandarískum hreim. En Rylance, sem er bandarískur að uppruna eins og Wanamaker, er ekki líklegur til þess að láta valda- Misjafnir dómar um „Fyrirgefningri syndanna“ BÓK Ólafs Jóhanns Ólafsson, „Fyr- irgefning syndanna", sem út kom á dönsku í vikunni, fær misjafna dóma. Ritdómari Berlingske Tid- ende segir hana grípa lesandann hægt og sígandi en kollegi hans á Poiitiken segir að sér hafi alls ekki fallið bókin í geð. Ritdómari Beriingske Tidende segir að Ólafi takist í „Fyrirgefn- ingu syndanna" að komast hjá því að vera melódramatískur eða sökkva sér of djúpt í heimspekileg- ar vangaveltur, þökk sé rödd sögu- mannsins, sem sé mátulega falin. „Ólafur hefur samið sannfærandi skáldsögu þar sem fortíð og nútíð, ímynd og raunveruleiki renna á örlagaríkan hátt saman fyrir aug- um afbrotamanns á villigötum og hinum furðu lostna lesanda.“ Ritdómari Politiken hefur gagn- rýni sína á því að rekja þá góðu dóma sem bókin fékk í Bandaríkj- klíkuna beygja sig. Hann hefur sín- ar eigin hugmyndir um Shake- speare, til dæmis hefur hann tekið undir þær fullyrðingar, sem einu sinni fóru hátt en minna ber á nú- orðið, að meistarinn hafi alls ekki skrifað öll þessi leikrit. Gagnrýnendur fussa og segja að þetta nýja Globe-leikhús verði eins og Shakespeare í Disneylandi. Celibidache látinn RÚMENSKI hljómsveitar- stjórinn Sergiu Celibidache lést í París í síðustu viku, 84 ára gamall. Síðustu árin var Celibidache aðalstjórn- andi Múnchenarfílharmón- íunnar. . Celibidache lagði áherslu á tengsl heimspeki, zenbúddisma og tónlistar en hann var lærður heims- spekingur og lagði auk þess stund á stærðfræði. Áfar fáar upptökur eru til sem hann stjórnaði enda var honum fyrst og fremst umhugað um upplifun áheyrandans, um augna- blikið, og taldi að ekki væri hægt að „geyma“ tónlistar- flutning. Hann samþykkti þó útgáfu á myndgeisladisk í tilefni áttræðisafmælis síns. Eftir heimsstytjöldina síðari tók hann við Berlín- arfílharmóníuna þar sem aðalstjórnandi hennar, Wil- helm Furtwángler, hafði verið neyddur til að taka sér hlé þar sem hann þótti of hliðholíur nasistum. Á aðeins fimm árum tókst Celibidache að koma hljómsveitinni í fremstu röð en aðferðir hans voru afar umdeild- ar. Fullkomnunarárátta hans og nákvæmni gekk fram af hljóðfæra- leikurunum og eftir lát Furtwán- glers 1954 komu þeir í veg fyrir að Celibidache tæki við af honum. Þess í stað var Herbert von Karajan valinn. Sergiu Celibidache. Celibidache starfaði sjálfstætt í nokkur ár. Hann réði sig til Sænsku útvarpshljómsveitarinnar árið 1963 og stýrði útvarpshljómsveitinni í Stuttgart frá 1972 til 1979 er hann tók við stjórn Múnchenarfílharmón- íunnar. Hann deildi hart við fram- kvæmdastjóra hljómsveitarinnar og hætti um tíma um miðjan síðasta áratug en sættir náðust um síðir. unum, en segir hana alvöruþrungna og ekki ætlaða breiðum hópi les- enda. „Að þessu sögðu get ég með örlítið betri samvisku látið það koma fram að mér fellur bókin alls ekki í geð.“ Segir ritdómarinn að atburðarás- in minni um nokkuð á verk Dickens en hins vegar verði ekki sú breyting til hins betra sem sé í sögum hins síðarnefnda. „Skáldsagan er skrifuð af kunnáttu og í henni eru nokkrar fallegar æskuminningar frá íslandi. En myndirnar sem dregnar eru upp af Kaupmannahöfn á stríðsárunum lifa ekki og baráttan við samvisk- una og hefndarhugurinn eru allt of þungar. Lýsingin í sögunni er æpandi, málfarið flatt ... Metorða- girnd höfundarins er jafnmikil og orðagjálfrið. Þrátt fyrir alvarleik- ann er bókin létt aflestrar. En ég varð 100 árum eldri á meðan á lestr- inum stóð.“ Nýtt&stœnu húsnœði Kvenfataverslun mín, sem undanfarin ár hefur verið að Sævarlandi 18 er nú flutt í stórt og glæsilegt húsnæði að Engjateigi 5 í Reykjavík. Eg mun hér eftir sem hingað til leggja allt kapp á að bjóða þýska gæðavöru á sanngjörnu verði. Vöruúrval verður aukið og fatnaðurinn verður aðgengilegri til skoðunar og mátunar í nýja húsnæðinu. Fatastærðir verða eins og áður, frá 38 til 52. Starfsfólk verður hið sama og við inunum áfram leggja áherslu á persónulega og góða þjónustu. Afgreiðslutúni verslunarhuiar: Mánudaga til föstudaga frá kl. 10-19. Laugardaga frá kl. 10-16. Ég býð ykkur velkomin í nýju verslunina að Engjateig 5. hjá-QýGafiihildí Engjateig 5 • 105 Reykjavík • Sími 581 2141 • Fax: 568 3747

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.