Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 17 Móðir Teresa í aðgerð MÓÐIR Teresa, hin heims- kunna nunna sem hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1979 fyr- ir líknarstörf sín, gekkst undir hjarta- aðgerð á sjúkarhúsi í Kalkútta á Indlandi í fyrradag. Móðir Teresa hefur um árabil átt við hjartabilun að stríða; árið 1989 var gangr- áður græddur í hana. Læknar sögðu í gær ástand hennar stöðugt eftir aðgerðina, hún sé með meðvitund en þurfi aðstoð öndunarvélar. Ekki sé þó enn hægt að segja með vissu hvort hún nái sér að fullu. Móðir Teresa verður 86 ára gömul nk. þriðjudag. Rauðir khmerar leyfðir? RÍSISSTJÓRN Kambódíu hef- ur í hyggju að biðja þjóðþing landsins um að ógilda lög frá 1994 sem banna starfsemi hinnar maóísku skæruliða- hreyfingar Rauðu khmeranna. Þetta tilkynnti Norodom Ranariddh forsætisráðherra í gær. Aflétting bannsins er hugsað sem frekara skref í átt að sáttum meðal þjóðarinnar, að sögn forsætisráðherrans. Zhirinovsky í Irak SADDAM Hussein, forseti ír- aks, sagði rússneska þjóðern- isöfgasinnanum Vladimir Zhirinovsky, sem nú er í heim- sókn í Bagdad, að íraksstjórn sæktist eftir að viðhalda „vin- áttu og samstarfi“ við Rúss- land. Dagbiað í Bagdad sagði frá þessu í gær. Zhirinovsky sagði að flokkur hans og Dú- man, neðri deild rússneska þingsins, vjldu að viðskipta- banninu á írak verði aflétt. Kosningar í haust COSTAS Simitis, forsætisráð- herra Grikklands, boðaði í gær til kosninga 22. september nk. Núverandi kjörtímabil rennur ekki út fyrr en í október 1997, en Simitis, sem tók við af Andreas Papandreou heitnum á miðju kjörtímabili, vill hafa heilt kjörtímabil fyrir sér til að geta fylgt eftir þeim efna- hagsumbótum sem hann stefnir að. Simitis er einn vin- sælasti stjórnmálamaður Grikklands og samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Sós- íalistaflokkur mests fylgis. Nýnazisti dæmdur GARY Lauck, bandarískur nýnazisti, var í gær dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar af dómstól í Hamborg fyrir að hafa frá bækistöðvum sínum í Bandaríkjunum dreift nýnaz- istaáróðri í stórum stíl í Þýzka- landi, þar sem slíkt er bannað. Móðir Teresa Nýfundið skjal bendir til að gullsjóður nazistaleiðtoga hafi horfið í stríðslok Gullsjóður Ribbentrops New York. Reuter. SAMKVÆMT upplýsingum sem fram koma í skjali sem fannst nýlega í þjóð- skalasafni Bandaríkjanna í Washing- ton flutti Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra nazistastj ómarinn- ar, 15 tonn af gulli með sér frá Berl- ín skömmu fyrir stríðslok 1945, en mest af þessu gulli hafi horfið. Skjalið sem um ræðir er bréf, sem einn af aðalsaksóknurum Nurnberg- réttarhaldanna, Robert Kempner að nafni, sendi á árinu 1948 til embætt- ismanna bandarískra hernámsyfir- valda í Þýzkalandi. Hann segir í bréfinu, að líkur séu á að um helm- ingur gullsjóðs, sem kallaður var „Ribbentrop-sjóðurinn“, hafi horfið eftir að hafa failið í hendur Banda- ríkjamanna og Breta. I bréfinu varar Kempner við hætt- unni sem bandamönnum kynni að stafa af því, ef nazistar, sem farið hefðu í felur, hefðu náð sjóðnum eða hluta hans á sitt vald, en verðmæti hans væri að framreiknuðu verðgildi nærri 250 milljónum bandaríkjadala, um 16,5 milljarða króna. Bréfið fundu menn, sem eru á vegum Heimssambands gyðinga (World Jewish Congress) að rann- saka hvað varð um eignir gyðinga, sem teknar voru eignarhaldi af naz- istum og fluttar í svissneskar banka- geymslur á stríðsárunum. Bréfið er hluti skjalasafns um „áætlunina Ör- uggt hæli,“ sem var skipulagt verk- efni bandarísku leyniþjónustunnar, sem snerist um að hafa uppi á eign- um nazista. Gullið hvarf í höndum hernámsmanna Kempner rekur í bréfinu, hvernig 6,5 tonn af gulli voru send frá Berl- ín í kastala von Ribbentrops í Fuschl í Austurríki. Þar hafi mest af því lent í höndum bandarískra her- manna. Tvö tonn af gullinu hafi verið send til brezkra hermanna í Schleswig-Holstein. Engar staðfest- ingar á móttöku gullsins hjá viðkom- andi hersveitum hafi hins vegar fundizt, að sögn rannsakendanna. Kempner segir önnur fjögur tonn úr Ribbentrop-sjóðnum hafa verið send til þýzku Bodensee-strandar- innar, þaðan sem verulegur hluti hafi verið feijaður yfir til Sviss. Afgangur Ribbentrop-sjóðsins hafi verið sendur til Spánar, Svíþjóðar, Sviss, Tyrklands og Portúgal. Áður fundin skjöl úr skjalasafni „áætlunarinnar Öruggt hæli“ hafa sýnt, að þýzkir nazistar sendu gull að framreiknuðu andvirði allt að fjögurra milijarða bandaríkjadala, um 268 milljarða króna, til geymslu í svissneskum bönkum. Skjölin virð- ast jafnframt sanna, að á stríðsárun- um hafi verið náin samvinna á milli háttsettra Þjóðvetja og starfsmanna bankanna í Sviss. Fagmenn segja að myndgæði Siemens tækjanna séu mikil. Verulega mikil. Smith & Norland býður mikið úrval sjónvarps- og myndbands- tækja frá Siemens. Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta. Verulega góð. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Snæfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavfk • Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði. SMITH & Nóatúni 4 • Sími 5113000 glýsingastofa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.