Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MGRGUNBLAÐIÐ AKUREYRI V egaframkvæmdir í Mývatnssveit Brúin yfir Hellu- vaðsá breikkuð MIKLAR vegaframkvæmdir hafa verið í Mývatnssveit í sumar, m.a. hefur verið unnið við veginn frá Kálfastrandarvogum að Mark- hrauni og verður í lok mánaðarins búið að leggja klæðningu á þann kafla. Klæðning sér um þær fram- kvæmdir. Þegar því verki lýkur verður bundið slitlag komið á þjóð- veg 1 sem liggur um Mývatnssveit. Þá hefur brúarvinnuflokkur frá Vegagerðinni, sem Guðmundur Sig- urðsson stjórnar, verið að störfum í sveitinni að undanförnu en unnið hefur verið við að breikka brúna yfir Helluvaðsá hjá Helluvaði. Sig- urður Oddsson yfirtæknifræðingur framkvæmdadeildar Vegagerðar- innar á Akureyri sagði að brúin hefði frá upphafi verið einbreið og dálítið hættuleg, en nú væri verið að gera hana tvíbreiða. Fram- kvæmdir við Helluvaðsbrú kosta um 8 milljónir króna. Þegar verkinu lýkur verður hafist handa við að breikka brú yfir Djúpá hjá Krossum, skammt frá Fosshóli, en sú er ein- breið. „Þessar brýr eru hættulegar og krafa uppi um að breikka þær,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Kristján BRÚARVINNUFLOKKUR hefur unnið við það í sumar að breikka brúna yfir Helluvaðsá í Mývatnssveit. „Operu- þykkniu sýnt ÞINGEYSKA þremenningaklíkan „Alltof langt-gengið“ þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason skemmta Norðlendingum um helgina með sýn- ingum á söngleiknum Bíbí og blakan (á valdi kaldhæðni örlaganna), sem þeir félagar kjósa að kalla óperu- þykkni. Bíbí og blakan rekur á grá- glettinn hátt sögu hinnar dularfullu Bíbíar og tveggja enn dularfyllri karl- manna, ástum þeirra og örlögum í ómögulegum heimi óperunnar þar sem allt er mögulegt og leðurblökur og næturdrottningar eru daglegt brauð. Flytjendur eru auk höfund- anna þriggja Silja Björk ólafsdóttir og Hulda Hákonardóttir, en undirleik annast Gunnar Benediktsson. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Húsavík í kvöld og í Deiglunni á Akureyri á morgun og sunnudag. Sýningu lýkur SÝNINGU Vignis Jóhannssonar sem nú stendur yfir í Deiglunni lýkur næstkomandi mánudag, 26. ágúst. Á sýningunni eru veggverk úr tré og eir og frístandandi skúlpt- úr. ----» ♦ «-- Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Laufáskirkju næstkomandi sunnudag, 25. ágúst kl. 14. í messunni verður sérstök stund fyrir börnin. Kirkjukaffi á prestsetrinu að lokinni messu. Gott sumar senn á enda EINSTÖK veðurblíða hefur ríkt norðanlands síðustu daga og raunar hefur veðrið verið með mestu ágætum í allt sumar, en Hjalti bóndi á Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit nefndi í samtali við Morgunblaðsmenn að hann myndi ekki eftir eins góðu sumri frá því árið 1939. Á góðviðrisdög- um eins og þeim sem Akur- eyringar urðu aðnjótandi á mið- vikudag flykkjast þeir sem þess eiga kost í sundlaugarnar, flat- maga og sleikja sólina eða busla um í volgu vatninu. Morgunblaðið/Margrét Þóra Unnið að stofnun sj ónvarpsfyrir- tækis á Akureyri UNNIÐ er að stofnun fyrirtækis er hafi með höndum sjónvarps- rekstur á Akureyri og á Eyjaíjarð- arsvæðinu. Forsvarsmenn Elnets hf. í Kópavogi hafa unnið að því að fá trausta aðila til samstarfs um stofnun og rekstur félagsins. Að sögn Ómars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Elnets, hafa þeir verið í viðræðum við fjölmarga aðila en enn sé of snemmt að upp- lýsa hveijir þeir eru. Endurvarp frá gervi- hnattastöðvum „Það eru enn margir endar laus- ir en hugmyndin er að stofna sjón- varpsfyrirtæki með svipuðum hætti og við höfum verið að gera á Húsavík, í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Á þessum stöðum hafa verið stofnuð félög um slíkan rekstur, að okkar frumkvæði og með okkar þátttöku. Við höfum þá leitað til fyrirtækja og einstakl- inga á stöðunum og þá gjarnan til þeirra aðila sem gætu tengst rekstrinum á einhvern hátt,“ segir Ómar. Á stöðunum þremur er fyrst og fremst um að ræða endurvarp frá gervihnattastöðvum úti í heimi en einnig er eitthvað um heimaefni. Ómar nefndi sem dæmi að í Vest- mannaeyjum hefðu útileikir ÍBV í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar verið sendir beint inn á kerfið í Eyjum. Einnig hefðu á stöðunum verið framleiddir spurninga- og umræðuþættir, viðtöl við menn úr atvinnulífinu og sitthvað fleira. Kerfið fyrir 6 rásir Ómar segir að með þessum hætti sé hægt að ná 8-10 stöðvum en þeirra kerfi er fyrir 6 rásir. Félögin hafa hvert um sig sótt um útvarpsleyfi og áður gert samninga við rétthafa bæði heima og erlend- is. Um leið og útvarpsleyfið er í höfn þarf svo að sækja um útvarps- rásir. Nýlega var auglýst eftir fram- kvæmdastjóra til að veita sjón- varpsfélaginu á Akureyri forstöðu og vinna að uppbyggingu og mark- aðssetningu á Eyjafjarðarsvæðinu. Að sögn Ómars bárust um 15 umsóknir um starfið. „Það á hins vegar enn eftir að ganga frá því hvetjir stofna félagið og þá hvenær og með hvaða hætti. Það á því mikið eftir að gerast áður en farið verður í loftið en ef af verður þarf það helst að gerast fyrir næstu áramót.“ Akureyrarbær Frá Síðuskóla, Akureyri Vegna óvenjulegra aðstæðna nú á haustönn vantar okkur í Síðuskóla hressa og áhugasama kennara til starfa með okkur næsta vetur. Meðal kennslugreina eru: Almenn bekkjarkennsla hjá yngri börnum og á miðstigi, svo og sérkennsla. Síðuskóli er stærsti grunnskólinn á Akureyri með nemendur í 1.—10. bekk. Við sem störf um þar erum samhent og áhugasöm og höfum lagt áherslu á fjöl- breytt þróunarstarf undanfarin ár. Við tökum vel á móti öllum sem hafa áhuga á að starfa með okkur. Upplýsingar fást í síma 462 2588 í Síðuskóla og hjá Þorgerði Guðlaugsdóttur, skólastjóra, í síma 462 5891. Einnig á Skólaskrifstofu Akureyrar í síma 460 1450 og hjá starfsmannastjóra Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Endurskoðuð fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar Tekjur af eftirálögðu út- svari 7 5 milljónir króna Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær var gengið frá endurskoðun fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs 1996. Þar kemur fram að rekstrartekjur hækka um rúmar 178 milljónir króna og verða rúmir 1,7 milljarðar króna og að rekstrargjöld hækka um rúmar 174 milljónir króna og verða ríflega 1,3 milljarðar króna. Stærsta breytingin á bæði tekju- og gjaldalið fjárhagsáætlunarinnar, um 140 milljónir hvorum megin, er tilkomin vegna yfirtöku bæjarins á launum grunnskólakennara. Mun- ar þar mestu um framlag frá ríkinu upp á um 108 milljónir króna og ríflega 26 milljónir króna frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga. Eftirálagt útsvar gefur um 75 milljónir króna í tekjur en á móti kemur að fast- eignagjöld voru ofáætluð um rúmar 14 milljónir króna og þjónustufram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um 18 milljónir króna. Átta milljónir til Skíðastaða Stærsti gjaldaliðurinn snýr að launum kennara eins og fyrr segir en einnig er lagt til íjármagn til annarra fræðslumála. Má þar nefna einsetningu skóla og til íþrótta- og tómstundamála. Skíðavertíðin brást með öllu í vetur og er viðbótarfjár- veiting til Skíðastaða um 8 milljón- ir króna. DANSSÝNING verður í Deiglunni í Kaupvangsstræti í kvöld, föstu- dagskvöldið 23. ágúst, kl. 21. Ingrid Zalme frá Hollandi dans- ar verk sitt „The Only One“. Verk- ið er nýtt af nálinni og því um heimsfrumsýningu að ræða. hækkar um rúmar 11,5 milljónir króna og verður um 186 milljónir króna og eignfærður stofnkostnað- ur hækkar um tæpar 30 milljónir króna og verður rúmar 200 milljón- ir króna. Þá var samþykkt að út- gjöldum umfram tekjur, upp á rúmar 37 milljónir króna, verði mætt með lækkun veltufjár um 22 milljónir króna og hækkun á inn- borguðum kröfum um 15 milljónir króna. Ingrid er atvinnudansari í heima- landi sínu og kallar dans sinn súrrealískt hreyfileikhús, en i verkinu fjallar hún um erfitt líf forsögulegra vera í heimi nútím- ans. Hún notar ýmiss konar tækni, m.a. litskyggnur. Gjaldfærður stofnkostnaður Hollenskur listdans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.