Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 35 honum á vissan hátt í gegnum þig, því hluti af honum bjó alltaf í þér, og eins munt þú ávallt búa í hjarta okkar allra. Nú hafið þið afí verið sameinuð, og megi Guð gefa ykkur langa og hamingjusama framtíð saman. Sár er söknuðurinn, en hamingjan býr þó í hjarta mínu þegar ég hugsa um minningarnar sem ég á um þig. Ferðalögin sem við fórum í, bæði innanlands og utan, tónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar, og margt annað sem mér entist líklega ekki ævin til að telja upp. Nú kveð ég þig, amma mín, og bið Guð að þú megir ávallt vera hamingjusöm. Þinn dóttursonur, Jóhannes Þór Ágústsson. Fyrstu æskuminningar okkar systkinanna á Laufásveginum tengj- ast Þóru frænku. Hún bjó á neðri hæð hússins númer 14, með fjöl- skyldu sinni og ömmu okkar krakk- anna. Seinna byggðu þau hús við hliðina. Tilvera okkar var samofín og sjaldan leið sá dagur að eitthvert okkar systkina fór ekki niður að leika við frændsystkinin eða öfugt. Alltaf var okkur tekið opnum örm- um, af ást og hlýju. Þóra frænka var mikil fjölskyldumanneskja og ræktaði tengsl við ættingja sína nær og fjær. Henni var ekki sama um sitt fólk og þessa eiginleika sjáum við í börnum hennar og barnabörn- um. Heimili Þóru og Jóhannesar var opið og kærleiksríkt, börn þeirra hjóna bera þess glöggt vitni. Þótt við krakkarnir brölluðum sitthvað var því lokið með brosi. Sameiginleg- ar berjaferðir eru margar f minning- unni, jólaboðin þar sem börn og full- orðnir spiluðu saman. Og alltaf var amma hjá Þóru. Eftir að Þóra varð ekkja flutti hún til Reykjavíkur. Hún vildi vera nær börnum sínum og sjá barnabörnin vaxa úr grasi. Hún var lífsglöð kona og dreif sig um fimmtugt í að taka bílpróf. Hún sótti námskeið bæði í Reykjavík og erlendis. Einnig naut hún þess að sækja menningarvið- burði ásamt því að vera í ábyrgðarm- iklu starfi. Alltaf fékk maður koss er maður kom í Búnaðarbankann í Hótel Esju og spurði Þóru frétta af börnum og foreldrum. Þóra var ein af aðalhvatamönnum þess að haldið yrði ættarmót í Stykk- ishólmi í sumar. Viku seinna var hún líka hrókur alls fagnaðar í brúð- kaupi systursonar síns. Þannig viljum við minnast Þóru, hún var heilbrigð, glöð og kærleiks- rík kona alla tíð. Þung eru spor systkina hennar að sjá á eftir næstyngstu systur sinni langt fyrir aidur fram. Elsku Sigga, Gústi, Guðrún, mak- ar og börn; megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Lítiil drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítili sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma fmnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Systkinin Laufásvegi 14, Stykkishólmi. • Fleirí miimingurgrcirmr um Þóru Ágústsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. GUNNAR SIG URÐSSON + Gunnar Sig- urðsson var fæddur í Bæjum, Snæfjallahreppi, N-ísafjarðarsýslu 8. júlí 1907. Hann lést 18. ágúst á St. Jós- epsspítala, Hafnar- firði. Foreldrar hans voru María Rebekka Ólafsdótt- ir, f. Múla í ísafirði, d. 9.4. 1970, og Sig- urður Ólafsson, f. 12.6. 1882 að Tröð í Álftafirði, d. 23.3. 1959. Alsystkini Gunnars voru: Sigurður Guðmundur, f. 19.2. 1902, d. 21.11. 1969, Ingibjörg Sara, f. 16.5. 1904, d. 7.8. 1931, Halldór Kristinn, f. 25.12. 1905, d. 8.6. 1931, Maria Rebekka, f. 10.2.1910, d. 16.10.1994, Óskar f. 27.4. 1911, d. 9.5. 1977, Aðal- steinn, f. 10.7. 1912, Jón f. 8.12. 1913, d. 27.5. 1915, Jón, f. 17.9. 1915, d. 10.7. 1984, Ásgeir Guð- mundur, f. 7.10. 1917, d. 25.3. 1988, Arnþrúður Guðbjörg, f. 23.10. 1919, Torfi Sólmundur, f. 5.4. 1921, Halldór, f. 24.6. 1923, Krislján Björn, f. 15.5. 1925 og Ólafur Marinó, f. 14.4. 1927. Hálfbróðir Gunnars var: Magnús Benóný, f. 25. 9. 1911. Hinn 9. apríl 1929 kvæntist Gunnar Steinunni Sigurborgu Jak- obsdóttur, f. að Hesteyri, Sléttu- hreppi, 20.3. 1905, d. 28.5. 1986. For- eldrar hennar voru Sigríður Kristjáns- dóttir, f. 12.2. 1870, d. 2.9.1956, og Jak- ob Snorrason, f. 8.11. 1862, d. 30.12. 1942. Börn Stein- unnar og Gunnars voru sex: Gunnar Snorri f. 4.10. 1929, d. 13.10. 1988, hann var kvæntur Erlu Þorgerði Ólafsdóttur og áttu þau 3 börn. Sigþrúður Ingigerður, f. 21.12. 1930, gift Jóni Rafni Óddssyni, og eiga þau 2 syni, auk þess á Sigþrúður eina dóttur. María Rebekka, f. 3.6. 1933, á eina dóttur. Sigurður Þórður Hilm- ar, f. 11.2. 1937, kvæntur Stein- unni Erlu Lúðvíksdóttur og eiga þau 4 börn. Kristjana Sig- ríður, f. 15.6. 1939, gift Einari Hirti Þorsteinssyni og eiga þau 4 börn. Steinunn Sigurborg, f. 1.12. 1943, gift Sveinbirni Guð- mundssyni og eiga þau 3 börn. Utför Gunnars fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveð ég þig, elskulegan afa minn. Afí Gunnar ólst upp í stórum systkinahóp við ísafjarða- djúp. Hann stundaði frá fermingu sjóróðra á árabátum frá ýmsum verstöðvum við Djúp og síðan á mótorbátum frá Hnífsdal og ísafirði til 1931. Þá flyst hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Aðalvíkur, þar stundaði hann búskap og sjóróðra til ársins 1939, er hann flytur til ísafjarðar, þar sem hann hóf störf hjá skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar. Afi lét sig ekki muna um að fara í iðnám þótt hann væri kominn fast að fertugu og lærði skipasmíðar hjá Marsellíusi. Jafnframt starfi hjá Marsellíusi smíðaði hann skektur og smærri trillur sem urðu á milli 30 og 40. Afi var mikill dugnaðarmaður og í harðri lífsbaráttu þessara ára þurfti að sýna útsjónarsemi og dugnað sem kemur t.d. fram þegar hann byggði sitt fyrsta hús á ísafirði 1941. Hann keypti svokall- að Spunahús í Súðavík til niðurrifs, sem var flutt á trillu til ísafjarðar en járnið á þak og hliðar fékk hann á eyðibýli í Aðalvík. En með allri þessari fyrirhöfn og mikilli vinnu eignuðust afi og amma sitt fyrsta hús. Árið 1962 fluttu amma og afi til Reykjavíkur. Afí starfaði til að byrja með við húsbyggingar en árið 1969 hóf hann störf hjá skipasmíða- stöðinni Stálvík í Garðabæ og vann þar til 1978. Það ár fluttu amma og afi til Hafnarfjarðar. Eftir að afí hætti að vinna snéri hann sér að áhugamáli sínu sem var smíði á árabátalíkönum. Afí var listasmið- ur. Ég velti því oft fyrir mér hvern- ig maður með svo stórar hendur gæti smíðað svona fallega og fín- gerða hluti. Það eru aðeins örfá ár síðan hann lauk við smíði á síðasta líkaninu. Ég var 4 ára þegar afi og amma fluttu til Reykjavíkur og man því varla eftir þeim á Ísafírði, minning- arnar tengjast því þegar við heim- sóttum þau í Skipasundið þar sem þau bjuggu lengi og síðar hér í Hafnarfirði. Það var alltf gott að koma til ömmu og afa. Alltaf var stutt í brosið hjá afa og það var gaman að heyra hann segja frá ýmsu hvort sem það voru sögur eða atburðir úr lífi hans. Það var auð- velt að fá hann til að minnast gamla tímans en alltaf heyrði maður að þessir tímar hefðu verið erfiðir, þótt það hafi kannski ekki verið sagt berum orðum. Afi byggði sum- arbústað á Vatnsleysuströnd þar sem fjölskyldan kom oft saman. Þar kunni afi vel við sig, við sjóinn, þó að einhverjum hafi þótt þessi staður kuldalegur vegna nálægðarinnar við hafið. En sjórinn átti alltaf viss- an sess í huga hans. Það fann maður þegar hann var að spyrja frétta af Gunnari bróður sem er sjómaður. Fátt vakti meiri athygli hans en fréttir af sjónum, hvort sem það voru aflabrögð eða hvenær þeir væru væntanlegir í land. Eftir að amma dó sá hann að mestu um sjg sjálfur nánast til síð- asta dags. Árið 1993 flutti hann að Höfn við Sólvangsveg 1, Hafnar- firði, þar sem hann bjó til dauða- dags. Hann vildi ekki vera upp á neinn kominn og fannst erfitt þegar hann þurfti að hætta að keyra bíl síðastlið- inn vetur, þá orðinn 88 ára gamall. Afi vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni og það var ekki fyrr en í vor að hann seldi smíðavélarnar sínar. Eitt sinn er ég heimsótti hann í fyr- rasumar og fór að inna hann eftir því hvar hann hefði verið fyrr um daginn, sagði afi: „Ég var í skúrn- um, ég er að hugsa um að klæða hann að innan, ég get farið og sett eina eða tvær spýtur á dag.“ Þetta lýsti afa vel, hann hafði yndi af smíðum og hann vildi helst alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Á 89. af- mælisdaginn sinn veiktist afi og var lagður inn á St. Jósepsspítalann, þar sem hann lést 18. ágúst. Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta sam- fylgdar við yndislegan afa. Ég vil kveðja þig með kvæðinu sem amma orti: Fái ég ekki að faðma þig fögnuð þann ég missi. Frelsarinn Jesús fyrir mig faðmi þig og kyssi. Sigrún Osk Sigurðardóttir. Elsku afi, vinurinn minn. Nú er langþráð hvíldin komin eftir tiltölulega stutt veikindi. Nú ertu loks kominn til ömmu. Margs er að minnast. Þú varst mér alltaf svo miklu, miklu meira en bara afí. Þú varst vinur minn. Við vorum vinir alveg frá því að ég fyrst man eftir mér á Hlíðarveginum, þar sem við áttum öll heima. Alltaf tilbúinn til að hugga, hlusta og segja sög- ur. Ég held að ég hafi lifað í hálf- gerðum ævintýraheimi, álfa og huldufólks og annarra kynjavera langt fram á unglingsár, því að sögurnar þínar voru svo lifandi og skemmtilegar. Þær sátu allavega hugfangnar móðursystur mínar og hlustuðu á, þegar þú sagðir mér sögur, sem margar hveijar urðu til jafnóðum. Núna er það sorglegt að þær skuli ekki hafa verið skráðar, því þær væru örugglega efni í heila bók. Þegar ég var 10 ára gáfuð þið amma mér Þjóðsögur Jóns Árna- sonar og las ég þær spjaldanna á milli. Alltaf fannst mér jafn gaman að koma í skúrinn þegar þú varst að smíða, því mér fannst lyktin alltaf svo góð af nýsöguðum viðnum. Ég man eftir öllum ferðalögunum og tjaldútilegunum, sem þið tókuð mig með í og við sungum allan tímann í bflnum. Það var erfitt fyrir mig þegar þið fluttuð suður, ég bara 11 ára, þó ég væri búin að eignast 2 litla bræður^ þá vantaði mig afa, vininn minn. Ég kom þó alltaf reglulega í heimsókn suður og var þá í lengri eða skemmri tíma. Ég man líka góðu stundirnar á Ströndinni, í sumarbústaðnum sem þú smíðaðir og gafst ömmu. Og þegar ég var að fara að gifta mig og þú leiddir mig inn kirkjugólfið; hvað mér fannst gott að hafa þig við hliðina á mér. Öll símtölin okkar, þegar að við töluðum um allt milli himins og jarðar, og þegar ég kom suður og byijaði alltaf á því að fara til hans afa míns, hvað fólk var oft hissa. Hvað gæti ég alltaf verið að gera þar? Ég þakka fyrir að hafa átt þig sem yndislegan afa og vin. Elsku vinurinn minn, Guð geymi þig og varðveiti. Þín Kristín. Eitt er víst í þessum heimi, að einhvem daginn er hlutverki okkar lokið. Það var sl. sunnudag, sem mér barst sú fregn, að föðurbróðir minn Gunnar Sigurðsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd hefði látist við sól- arupprás þá um morguninn. í sjálfu sér kom þetta mér ekki svo mjög á óvart því Gunnar varð 89 ára 8. júlí sl. Nú sjá börn, barnabörn, barna- barnabörn og guð má vita hvað, því fjölskyldan er orðin stór, á eftir forföður sínum. Einnig hefur Hærribæjarættin misst ættarhöfð- ingja sinn. Það var á áttunda ára- tugnum, sem sterk hreyfing mynd- aðist meðal ættmenna og afkom- enda Maríu Rebekku Ólafsdóttur og Sigurðar Ólafssonar, hjóna og ábúenda í Hærribæ að Bæjum á Snæfjallaströnd. Það var svo sumarið 1980, sem saman kom stór hópur til að halda fyrsta ættarmótið. Þetta hefði aldrei gerst nema vegna hinnar sterku samhygðar, sem var milli þeirra systkina frá Bæjum. Margar góðar hugmyndir urðu til og úr þessu öllu sköpuðust kynni milli fjölmargra, sem annars hefðu' vart vitað hvert af annars tilvist. Ein hugmynd frábær varð til og það var útnefning ættarhöfðingja nokkurskonar forseta fyrir Hærri- bæjarættina og það þótti svo sjálf- sagt að það yrði sá elsti. Það kom í hlut Gunnars að taka þetta að sér og þótt hann væri maður hlédrægur og ekki mikið fyrir að hreykja sér þá hef ég það á tilfinningunni, að undir niðri hafi honum þótt nokkuð til þessa koma og leysti hann þetta hlutverk af hógværð og hugprýði. Ég kynntsst honum frænda mínum nokkuð fyrir vestan en þó aðallega eftir að þau hjón Steinunn Jakobsdóttir og hann fluttu hingað suður. Gunnar var ekki maður allra en ætíð fann ég hlýju streyma frá honum í minn garð og held ég að þar hafi ég notið væntumþykju og virðingar sem hann bar til föður míns, sem lést árið 1977, ekki nema 66 ára, og fannst mér Gunnar á stundum sýna mér væntumþykju, sem í raun var til föður míns hefði hans notið við lengur en raun varð á. , Ég veit að það var kært milli þeirra bræðra sem og segja má á milli þeirra systkina allra. Þeir lærðu nokkrir og störfuðu bræðurnir hjá „Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar“ á ísafirði og þar voru strákapúkar eins og ég oft hálfgerð plága og iðulega reknir heim með harðri hendi, en eitthvað var það sem dró svona stráka þarna niður í Neð- stakaupstað og held ég að aðdrátt- araflið hafi ekki verið hvað minnst þeir bræðurnir sjálfir. En nú fer þeim fækkandi þessum stóru og sterku strákum frá Bæjum,' sem þrátt fyrir jafnvel lítið eitt hijúft yfirbragð á köflum áttu sitt stóra hjarta fullt af elsku og vænt- umþykju. Það munu nánustu ætt- ingjar Gunnars eflaust taka undir þegar við nú kveðjum okkar elsku- lega ættarhöfðingja, sem nú fylgir á eftir konu sinni, sem hann missti fyrir 10 árum. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Ég held að mér sé óhætt að taka mér leyfi til að þakka fyrir hönd Hærribæjarættarinnar fyrir allar góðu samverustundimar. Við mun- um um sinn halda uppteknum hætti og hittast af og til. Helst vildum við hafa ykkuröll Hærribæjarsystk- inin okkur við hlið en þannig gerflt?/ það einfaldlega ekki en ég hef þá trú, að þið séuð ekki langt undan og lítið til með okkur, sem eftir lif- um í hvert eitt sinn, sem við komum saman. Blessuð veri minning Gunnars Sigurðssonar frá Bæjum. Þórir Halldór Óskarsson. t Sendum okkar innilegustu þakkir til allra, sem studdu okkur með hlýhug og kærleik við andlát og útför SESSELJU ANDRÉSDÓTTUR, Öxnafelli, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki lyflækningadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri fyrir alla þá umönnun, hlýhug og stuðning sem þau veittu henni og okkur í veikindum hennar. Ólafur Andri Thorlacius, Fjóla Huld Aðalsteinsdóttir, Andri Thorlacius, Sindri Thorlacius. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU SVEINSDÓTTUR, Seljahlíð. Einnig viljum við þakka starfsfóli Seljahlíðar og Landspítalans fyrir frábæra umönnun og kærleiksþel. Erna Gunnarsdóttir, Þórsteinn Leó Gunnarsson, Bergljót Frfmann Jóhannsd., Kristjana Gunnarsdóttir, Guðmundur G. Pétursson, Hrefna Gunnarsdóttir, Helgi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.