Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞEKJANDIRÓSIR RÓSAFRAMLEIÐENDUR um allan heim keppast við það í sí- fellu að finna ný afbrigði af rós- um og þá helst afbrigði sem hægt er að nota á óhefðbundinn hátt. Þetta streð þeirra hefur skilað sér í ýmsum nýjungum og ein þeirra, ef nýjung má kalla, eru svokallaðar þekjandi rósir. í raun er nafnið dálítið villandi, rósimar eru ekki þekjandi í þeim skilningi að þær fjölgi sér með einhvers konar rótarskotum eða rótskeyttum stönglum, þær voru skilgreindar á þennan hátt vegna vaxtarlagsins. Þekjandi rósir eru nefnilega yfirleitt meiri um sig á breiddina en hæðina og hafa sér- staklega þéttan vöxt. Þær eru til í ýmsum stærðum, allt frá því að vera mjög lágvaxn- ar (30-40 cm) upp í frekar há- vaxnar plöntur (um 1 m). Flestar eiga þekjandi rósir það sameigin- legt að hafa innbyggða mótstöðu gegn algengum rósakvillum svo sem mjöldögg og svörtum blett- um á blöðum en þessir sveppa- sjúkdómar geta valdið talsverð- um usla við vissar aðstæður. Þekjandi rósir virðast hafa fengið þann eiginleika frá „langa- langömmum" sínum, villirósun- um, að standa sig vel í mögrum og sendn- um jarðvegi. Þær eru almennt ekki frekar á áburð en það þýðir samt ekki að þær þurfí ekkert að borða, matargjöfín þarf bara að vera hóflega útilátin. Blómgunartími þekjandi rósa er frá seinni hluta júlí og fram í september. Þetta eru klasarósir með mjög mörg smá- gerð blóm í hveijum klasa. Smæð blóm- anna er vissulega kostur hér á landi því að því minni sem blómin eru, því minni vind taka þau á sig en eins og við vitum er vindurinn sér- staklega ánægður með vistina á BLOM VIKUNNAR 340. þáttur Sun Cover íslandi og skemmtir sér helst við það að hrella garðeigendur á sumrin. Þekjandi rósir eru tilvaldar í hópplönt- un í stærri blómabeð en einnig er sniðugt að nota lægri teg- undimar stakar fremst í rósabeðum með stærri rósum. Lágvaxnar tegundir henta ágætlega í ker, þær geta breitt úr sér yfir kerið og fyllt það þannig á stuttum tíma, jafn- framt því sem þær blómstra ákaflega mikið. Þær þekjandi rósir sem aðallega hafa verið á markaðnum hingað til eru úr „Fairy“-seríunni, t.d. „The Fairy“ (40-60 cm há, bleik lítil blóm) og „Fairy Dance“ (50- 70 cm há, hárauð þéttfyllt lítil blóm). „Bonica" hefur einnig verið á boðstólum, hún blómstrar bleik- um meðalstórum blómum og verður 80-100 cm há. Einnig hafa fengist hérna rósir úr ný- legri seríu sem kallast „Cover“, s.s. „Sun Cover“ (40-60 cm há, gul, lítil blóm), „White Cover" (hvít blóm), „Velvet Cover" (dumbrauð blóm) o.fl. og virðast þær ætla að standa sig ágætlega við íslenskar aðstæður. Eflaust má finna mun fleiri spennandi tegundir í þessum flokki rósa þar sem þetta er alls ekki tæmandi listi. Það er þó rétt að hafa það í huga að íslensk veðrátta er ekkert sérlega rósavæn og því vissara að gleyma ekki vetrar- skýlingunni í haust. BRIPS Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1996 FÖSTUDAGINN 16. ágúst spiluðu 26 pör tölvureiknaðan Mitchell tvímenn- ing. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör í hvora átt voru: N-S: Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 320 Sveinn R. Þorvaldss. - Stcinberg Ríkharðss. 319 Gunnar Þórðarson - Guðmundur Gunnarsson 296 Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 292 A-V: Erla Siguqonsdóttir - Dúa Ólafsdóttir 338 Halldór Þorvaldsson - BaldurBjartmarsson 314 Ómar Olgeirsson - Hjálmar S. Pálsson 294 Guðmundur Baldursson - Jón Baldursson 289 Sveit Sveins R. Þorvaldssonar vann Að spilamennsku lokinni á föstu- deginum var spilað miðnæturútslátt- ar-sveitakeppni með þátttöku 8 sveita. Sveitir Sveins R. Þorvaldssonar og Sigrúnar Pétursdóttur kepptu til úr- slita og vann sveit Sveins með 18 impum gegn 3. Með Sveini spiluðu Steinberg Ríkarðsson, Hjálmar S. Pálsson og Ómar Olgeirsson. Miðnæturútsláttar-sveitakeppnin er spiluð á föstudagskvöldum eftir að Mitchell tvímenningnum lýkur. Spilað- ir eru 6-spila leikir. Keppnisgjald er 100 kr. á spilara fyrir hveija umferð. Sunnudaginn 18. ágúst var spilaður Monrad Barómeter með þátttöku 24 para. Meðalskor var 0 og efstu pör voru: Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson +52 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson +50 Guðmundur Gunnarsson - Þórður Sigurðsson +27 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson +21 Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson +20 Jón Stefánsson og Erla Sigurjónsdóttir vikumeistarar Jón Stefánsson og Erla Sigutjóns- dóttir skiptu með sér vikumeistaratitl- inum fyrir vikuna 12.-18. ágúst. Bæði fengu 50 bronsstig á því tíma- bili. Þau skipta með sér verðlaununum sem er glæsileg 3-rétta máltíð á veit- ingahúsinu LA Café við Frakkastíg og Laugaveg. Lokastaðan í viku- keppninni varð þessi: bronsstig 1-2 Erla Siguijónsdóttir 50 Jón Stefánsson 50 3 GylfiBaldursson 48 4-5 SigurðurB.Þorsteinsson 42 Guðlaugur Sveinsson 42 6 Rúnar Einarsson 37 Hornafjarðarleikurinn Efstu 2 menn í Hornafjarðarleik Sumarbrids 1996 eru: 1. Gylfi Baldursson 86 bronsstig 2. Eiríkur Hjaltason 76 bronsstig Hornafjarðarleikur Sumarbrids er sameiginlegur leikur sem Sumarbrids 1996, Bridsfélag Hornafjarðar og Hótel Höfn standa fyrir. Hann fer þannig fram að þeim 2 spilurum sem skora flest bronsstig á 4 spiladögum í Sumarbrids er boðið á Hornafjarðar- mótið sem fram fer síðustu helgina í september. Nánar er hægt að fá upp- lýsingar um Hornafjarðarmótið á heimasíðu þess: www.eld- horn.is/bridge Spilamennskan í Sumarbrids 1996 hefst kl. 19 sex daga vikunnar (ekki laugardaga) og er spilað í húsnæði Bridssambandsins að Þönglabakka 1, 3. hæð. Á sunnudagskvöldum verður spilaður Monrad-Barómeter ef þátt- taka fæst, en annars hefðbundinn Barómeter. Aðra daga er Mitchell-tví- menningur. Spilin eru alltaf forgefin. Keppnisstjórar eru Sveinn R. Eiríks- son og Matthías G. Þorvaldsson og taka þeir vel á móti öllum spilurum. Reynt er að hjálpa til við myndun para. Sumarbrids 1996 Mánudaginn 19. ágúst spiluðu 30 pör tölvureiknaðan Mitchell tvímenn- ing með forgefnum spilum. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420 og efstu pör voru: N-S: ísakÖmSigurðsson-EinarJónsson 514 Gylfi Baldursson - Bjöm Theódórsson 499 GuðmundurBaldursson-SævinBjamason 470 Bryndís Þorsteinsd. - Guðrún Jóhannesd. 460 A-V: Rúnar Einarsson - Lennart Heip 494 Guðlaugur Sveinsson - Eðvarð Hallgrimsson 466 Jón Viðar Jónmundsson - Agnar Kristinsson 463 Einar Oddsson - Ásgeir Gunnarsson 458 Þriðjudaginn 20. ágúst spiluðu 33 pör tölvureiknaðan Mitchell tvímenn- ing með forgefnum spilum. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420 og bestum árangri náðu: N-S: Þórður Bjömsson - Þröstur Ingimarsson 520 Rúnar Einarsson - Ingi Agnarsson 510 Sævin Bjarnason - Guðmundur Baldursson 488 Sveinn R. Þorvaldss. - Steinberg Ríkharðss. 479 A-V: Helgi Bogason - Egill Darri Brynjólfsson 516 Gróa Guðnadóttir - Eðvarð Hallgrímsson 476 Guðrún Jóhannesd. - Bryndis Þorsteinsd. 465 Hlynur Garðarsson - Bjöm Þorláksson 457 Hjálmar S. Pálss. - Gísli Steingrímss. 457 Spilamennskan í Sumarbrids 1996 hefst kl. 19 sex daga vikunnar (ekki laugardaga) og er spilað í húsnæði Bridssambandsins að Þönglabakka 1, 3. hæð. Á sunnudagskvöldum verður spilaður Monrad-Barómeter ef þátt- taka fæst, en annars hefðbundinn Barómeter. Aðra daga er Mitchell-tví- menningur. Spilin eru alltaf forgefin. Keppnisstjórar eru Sveinn R. Eiríks- son og Matthías G. Þorvaldsson og taka þeir vel á móti öllum spilurum. Reynt er að hjálpa til við myndun para. ATVIN N U A UGL YSINGA R Kennari Kennara vantar í mynd- og handmennt við Stóru-Vogaskóla í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Nánari upplýsingar fást í símum 424 6541 og 424 6583. Skólastjóri. Starfsfólk óskast í skóladagvist Starfsfólk óskast í skóladagvist í Grundar- skóla og Brekkubæjarskóla. Um er að ræða hlutastörf eftir hádegi. Upplýsingar veita Brynja Helgadóttir, hs. 431 3231 og vs. 431 2811. og Anna Lóa Geirsdóttir, hs. 431 1890 og vs. 431 1843. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst nk. Umsóknum ber að skila á Bæjarskrifstofuna, Stillholti 16-18. Félagsmálastjóri. Leikskólakennari Leikskólinn Eyrarskjól á ísafirði auglýsir eftir leikskólakennara eða manneskju, með sam- bærilega menntun, í 100% stöðu frá og með 1. september. Upplýsingar veitir leikskólastjórinn í síma 456 3685. Svandís Hannesdóttir, leikskólastjóri. Laus kennarastaða við Laugaskóla, Dalasýslu Við Laugaskóla í Dalasýslu, sem er heima- vistarskóli, 20 km vestan Búðardals, er enn laus til umsóknar ein kennarastaða næsta skólaár. Ódýrt húsnæði (einbýlishús eða 4ra herb. íbúð) og mötuneyti er á staðnum og einnig er góður möguleiki á aukavinnu við heimavistargæslu og félagsstörf. Því er nú enn og aftur auglýst eftir áhuga- sömum kennara til þessa starfs, sem er kennsla yngstu nemendanna (1 .-3. bekkur). Öll aðstaða til kennslu góð. Nánari upplýsingar um þessa stöðu gefur skólastjóri, Kristján Gíslason, í s. 434 1262 eða og s. 434 1269. Hringið og kannið málið. Skólanefnd. Sölumaður Heildsala óskar eftir að ráða sölumann til starfa við sölu á sælgæti. Við leitum eftir samviskusömum starfskrafti með góða framkomu og metnað. Starfið er á höfuðborgarsvæðinu og að hluta til úti á landi. Reynsla í sölumennsku æskileg. Upplýsingar á skrifstofu íslenskrar dreifingar hf. föstudaginn 23. ágúst á milli kl. 14 og 18. Listförðunar- fræðingur með prófskírteini í listförðun frá Christian Chauveau, París, eftir fullt nám í leikhúss-, kvikmynda-, Ijósmynda- og líkamsförðun, brellum o.fl., óskar eftir vinnu. Er hugmynda- rík, stundvís og get byrjað strax. Upplýsingar í síma 551 3223 milli kl. 13-16. ElínJ. Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.