Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 41 ________BREF TIL BLAÐSINS__ Slysahætta á nýju malbikí Frá Birni Ólafi Hallgrímssyni: NÝLEGA varð hörmulegt umferð- arslys á aðreininni frá Kringlumýr- arbraut inn á Bústaðaveg. í frétt Morgunblaðsins af atburðinum kom fram, að um hafi verið að kenna svokallaðri vatnsfleytingu, (water planing), og eru þær upp- lýsingar væntanlega frá lögregl- unni fengnar. Þessi skýring á orsökum óhapps- ins á eflaust rætur sínar í þeirri staðreynd, að úrhellisrigning var þennan dag. Á hitt er að líta, að hætta á vatnsfleytingu er minni en ella á vegi, sem er í brekku og án hjólfara. Þar sem undirritaður hefur upp- lýsingar um, að tvö önnur óhöpp urðu á þessum sama stað þann 28. júlí sl. og ökumaður, sem þar átti hlut að máli í öðru óhappinu, hefur skýrt mér frá því, að hann hafi „klosshemlað", án nokkurs árang- urs á þessum vegarkafla, hefur læðst að mér grunur um, að um sé að kenna gallaðri lagningu mal- biksins á þessum stað. Ég hef sjálfur farið á staðinn og séð, að þessi skoðun kann að vera á rökum reist, enda er nýlegt mal- bikið á þessu svæði enn spegilslétt og glansandi en ekki svart og matt með hijúfu yfirborði, eins og vera ætti með tilliti til umferðaröryggis. Háglansandi Víðar um borgina má um þessar mundir sjá nýlagt malbik, sem á köflum er með háglansandi yfir- borði, þótt þurrt sé. Bendir margt til þess, að of lítið steinefni sé í löguninni eða völtun þyngri eða meiri en vanalegt er. Ég hef engin aðvörunarskilti séð við þessa hálkubletti, sem einfalt væri og sjálfsagt, sérstaklega, þeg- ar endurtekin slys verða á sama nýmalbikaða vegarspottanum. Óhöppin tvö þann 28. júlí urðu með þeim hætti, að fyrst hafði bif- reið lent þarna á ljósastaur um kl. 15.01. Starfsmaður rafmagnsveit- unnar var þá sendur út af örkinni til að huga að staurnum. Hann stöðvaði bifreið sína úti á miðri aðreininni. Aðvífandi ökumaður reyndi þá að hemla, þegar hann áttaði sig á að rafveitubifreiðin var kyrrstæð, en bifreið hans rann stjórnlaust aftan á rafveitubifreið- ina líkt og á ís væri ekið. í lögreglu- skýrslu kemur fram, að nýiagt malbik hafi verið á vettvangi og það verið mjög hált í rigningunni, sem þá var. Ég tel ekki óhugsandi að fleiri óhöpp hafi orðið á þessum stað eða öðrum með nýlögðu malbiki, þar sem malbiksblandan virðist of olíu- rík eða þjöppun of mikil, nema hvort tveggja sé. Ég skora á lögregluyfirvöld að rannsaka strax yfirborð þessa veg- arkafla og fleiri slíkra í borginni, ef það mætti varpa ljósi á raunveru- legar orsakir óhappanna og verða til þess að koma í veg fyrir lagn- ingu hættulegs malbiks í framtíð- inni. Rannsókn þolir ekki bið, enda hverfur olíu- eða tjöruefnið fljótt úr efsta hluta malbiksins og óhrein- indi setjast að í yfirborðinu. BJÖRN ÓLAFUR HALLGRÍMSSON, Suðurlandsbraut 48,108 Rvík. KYNNING í Apóteki Keflavíkur í dag, föstudaginn 23/8 kl. 13-18 \ '<$8 ~o VICHY LABORATOIRES HEILSULIND HÚÐARINNAR ‘ Halló Akureyri Slysaskot í Palestínu? Frá Stefáni Hreiðarssyni: VERSLUNARMANNAHELGIN er nú vel að baki, meir en tvær vikur liðnar. Engu að síður eru atburðir hennar enn til umræðu og sýnist I sitt hveijum. Á síðum Morgunblaðs- ins má lesa öndverð sjónarmið. Undirritaður, foreldravaktin á Ak- ureyri og skólastjóri Barnaskóla Akureyrar hafa öll áhyggjur af uppákomunni og telja það til vansa, að Akureyri skyldi verða umgjörð íjöldafýllirís og sóðaskapar. Fulltrúi þeirra, sem telja sig vera að veija fjáhagslega hagsmuni sína, heldur sig við sama heygarðshornið og i réttlætir enn ósómann. Réttlætir j það með því að unglingar hafi áður drukkið og meira að segja hafi unglingur orðið fullur í Eyjum fyrir þijátíu árum. Það skal tekið undir með hinum ágæta framkvæmdastjóra, að ölvun og ólifnaður um verslunarmanna- helgina hefur lengi verið vandamál. En við ráðum enn síður við það, ef það fær opinbert samþykki for- ráðamanna og málsvara atvinnu- lífsins í einu stærsta sveitarfélagi landsins, sem er notað sem leiksvið fyrir drykkjuskapinn. Málflutningur Magnúsar Más Þorvaldssonar minnti mig á ljóðið Slysaskot í Palestínu, sem Kristján frá Djúpalæk orti, meðan Akureyri var ennþá menningarbær. Í ljóðinu segir Kristján frá hermanni, sem verður lítilli stúlku að bana. Rök Magnúsar Más bera mjög keim af afsökun hermannsins: „Anginn litli, anginn minn, ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.“ Akureyri getur einfaldlega ekki haldið aðra hátíð líka þessari í ár. Við gerum meiri kröfur til Akur- eyrar en svo. Við væntum þess að Akureyri verði aftur menningar- bær. STEFÁN HREIÐARSSON, Fjörugranda 2,107 Rvík. Snípuveiðar ríkissj ónvarpsins Frá Þorsteini Einarssyni: SUNNUDAGINN 18. ágústsíðast- liðinn voru í fréttum sjónvarps ríkisins sýndir skotveiðimenn ís- | lenskir, búnir byssum og eltir af , sérþjálfuðum hundum til þess að beita við veiðar á Hrossagaukum (mýrisnípum). Hundur var sýndur hræða hrossagauk til flugs úr mýrlendi eða graslendi. Við felmtr- unina varð fuglinn hentugt skot- mark veiðimanns, sem fylgdi veiði- hundinum. Hundurinn var taminn til að hirða hinn skotna fugl og færa húsbónda sínum. Þulur fréttastofunnar fræddi ' samtímis um, að á þessum árstíma I viðgengust erlendis snípuveiðar. | Hérlendis tíðkuðust eigi veiðar á þessari fuglategund, því að hún nyti alfriðunar. Aflað hefði verið upplýsinga hjá fuglafræðingi, sem taldi stofn tegundarinnar vera það stóran, að hann þyldi að úr honum væri veitt. Áróðurstónn Mig undraði að sjá og heyra þessa frásögn í fréttatíma sjón- varps. Hvað var hið fréttnæma? * Jú, skotmenn voru tilbúnir til að halda á snípuveiðar, vel vopnaðir og fylgt af sérþjálfuðum hundum, en vegna ákvæða í lögum um fuglaveiðar væru snípuveiðar bannaðar, þó að nóg væri til af hrossagaukum á Islandi sam- kvæmt upplýsingum fuglafræð- ings. Þetta var hið fréttnæma. Að baki fréttarinnar var finnanlegur áróðurstónninn: Hví ekki að leyfa snípuveiðar? Fróðlegt væri að fá upplýst, hver verið hefði sá fugla- fræðingur, sem fræddi fréttastof- una um stofnstærð hrossagauks- ins. Er réttlætanlegt að ríkisútvarpið reki áróður fyrir veiðum á mófugl- um íslands? Alþýða manna, sem ann hneggi hrossagauka og hátterni þeirra í íslenskri náttúru, hlýtur að vísa skotáköfum byssumönnum, sem hafa löngun til að skjóta fugl á flugi, að fá iðkunartíma á skot- svæði, þar sem er til vél sem þyrl- ar upp leirdiskum, sem skotmörk- um. - Ágæta fréttastofa sjónvarps og skotveiðimenn, leyfið sem flest- um hrossagaukum, sem hingað leita með ástarlíf sitt í nóttleysið, að lifa og færa okkur aukinn unað. ÞORSTEINN EINARSSON, Laugarásvegi 47, Reykjavík. flö PIONEER -20%-55% cv fsláttajr MlfómtæUj Verð óður Verð nú Magnari......... 30.900.- 24.900,- Tónjafnari...... 36.380,- 29.900,- Segulbandslæki.. 28.047,- 19.632,- Magnari surround. 63.463,- 39.900,- Plötuspilari.... 8.217,- 4.930,- Hljómtækjastæða 2x50w. 116.500,- 69.900,- Hljómtækjastæða 2x50w. 88.778,- 59.900,- Hljómtækjastæða PRO-LCX5 110.000,- 84.900,- Ymsir hljómtækjaskópar..25% afslóttur SHARP cifsfáttxjr Hljómtæki VerS á6ur Hljómtækjastæða 6D 2x48w 84.333,- Hljómtækjastæða óD 2x30w 75.600,- Myndbandstæki 4h......... 50.595,- Ferðatæki m/geislaspilara.. 28.405,- Sjónvarp 28"............. 99.888,- Verð nú 44.900, - 39.900, - 37.900, - 21.900, - 74.900, - Ýmsar hljómtækja- samstaeóur Verð áður Litil stæða m/CD........17.666,- Denver mini m/CDog fjarst... 33.221,- Vönduð Lenco microstæða m/öllu.......37.666,- Lenco stæða, 2x70w, aullituð.hún ber af, jafnvel betri en toppmerkin.....77.665,- 59.800,- Verð nú 12.366,- 19.900,- 25.000,- Þetta býðst þér aðeins einu sinni! 800 Vegna breytinqa á vöruúrvali m.a. vegna umboða fyrir SHARP ffi PIOMEEJR jamo, ofl. munum við bjóða ákveðna vöruflokka og einstöktæki á stórlækkuðu verði í nokkra daga. Nú er lag að eignast ódýr og góð tæki meðan birgðir endast!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.