Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 7 FRETTIR Frumvarp til breyt- inga á umferðarlög- um kynnt í ríkisstjórn Minni öku- skírteini fyrirhuguð FRUMVARP til laga um breytingu á umferðarlögum sem kynnt var á síðasta ríkisstjórnarfundi felur meðal annars í sér útgáfu á nýrri gerð ökuskírteina og að bílstjóra- réttindi veiti leyfi til að aka léttu bifhjóli. Frumvarpið er endurflutt frá síðasta þingi og segir Ólafur Walt- er Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu að verið sé að samræma íslensku lögin við evrópsk. í frumvarpinu eru 14 greinar og meðal annars verið að breyta skilgreiningu á léttu bif- hjóli og ýmsum hugtökum í tengsl- um við ný vegalög að Ólafs sögn. Samkvæmt frumvarpinu verða evrópsk ökuskírteini að fullu viður- kennd hérlendis eftir að handhafi er sestur hér að. Þá er í undirbún- ingi útgáfa nýrrar gerðar ökuskír- teina sem verða í sömu stærð og greiðslukort, segir Ólafur Walter ennfremur. Miðað var við að þau tækju gildi í vetur en ísland hefur aðlögunartíma að evrópsku reglun- um út næsta ár, að hans sögn. Mega aka léttu bifhjóli Réttindaflokkar verða jafnframt samræmdir sem þýðir að bílpróf þarf til þess að mega aka torfæru- ökutækjum, segir hann. Þá mega handhafar bílprófs aka léttu bif- hjóli samkvæmt nýju lögunum. Einnig eru ákvæði um að bílar með eftirvagn megi aka á 80 kíló- metra hraða og að ráðherra sé heimilt að setja reglur um ökunám auk ökukennslu og reglur um stofnun og starfsemi okuskóla. Þá má ráðherra lengja tímabil fyrir æfingaakstur fyrir 17 ára úr sex mánuðum í tólf, segir Ólafur Walt- er. ? ? ? Tveir af fjór- um bátum Kambs til sölu KAMBUR hf. á Flateyri reynir nú að selja tvo af fjórum bátum sín- um. Er það gert í hagræðingar- skyni, að sögn Hinriks Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra. Hinrik segir að við afnám línu- tvöföldunar og kvótasetningu steinbíts séu forsendur brostnar fyrir útgerð fjögurra báta. Hann segir að þó tekið hafi verið tillit til aflareynslu við línuveiðar við úthlutun þorskkvóta nú og fengist hafi kvóti út á steinbítsveiðarnar vanti fyrirtækið tæplega 400 tonn upp á þann þorskafla sem það hefði fengið í óbreyttu kerfi og einnig vantaði mikið upp á í stein- bítnum. Því hafi Kambur ekki leng- ur verkefni fyrir fjóra báta og sé verið að reyna að selja Styrmi og Jóhannes ívar kvótalausa eða með litlum kvóta og sækja kvótann á tveimur bátum. Hann segir einnig að erfitt og dýrt sé að gera út báta með að- komumönnum að stærstum hluta og það hafi haft áhrif á ákvörðun- ina. Aukin söltun Vegna lélegrar afkomu frysting- ar hefur Kambur dregið úr fryst- ingu á fiski og aukið saltfiskverk- un, meðal annars með því að hefja vinnslu á flöttum saltfiski til við- bótar flakasöltun. Segir Hinrik að skárri útkoma sé úr því en fryst- ingunni þó ekki sé hún nægilega góð. Undir þung- brýndum himni í RIGNINGARSUDDA, undir þungbrýnd- um himni, vann Guðjón, landvörður í Jök- ulsárgljúfrum, rösklega að skyldustörfun- um. A bakvið ólgaði Dettifoss í mórauðum haustlitunum. Hver árstíð gefur fossinum nýjan svip og ekki að undra að ávallt sé stöðugur straumur ferðamanna að honum. Nýlega var aðkoma að fossinum bætt til muna. Aðrar gönguleiðir hafa verið af- markaðar og sett upp skilti með upplýsing- um um náttúru, gróðurfar og fleira. A útsýnisstaðnum hefur verið hellulagt með náttúrulegu grjóti til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir. Achtung! Nú standa yfir þýskir bókadagar í bóka - búð Eymundsson í Austurstræti. Á boðstólum eru hátt á sjötta hundrað bókartitla. Hér er að finna verk eftir meistara á borð við Thomas Mann og Heinrich Böli, listaverkabækur, lciljur, handbækur af öllum toga, sagnfræðirit, alfræðibækur og marga fleiri bókaflokka. Ekki síst gefst unnendum þýskra bókmennta tækifæri til að kynna sér þá nyju höfunda sem nú kveða sér hljóðs hjá þessari miklu bókmenntaþjóð. Verið öll velkomin! Auf Wiedersehen! Góðar bækur - segin saga Eymundsson AUSTURSTRÆTI 18 • SlMAR 511 1130 / 511 1140 Bókaverslun Eymundssonhefur frá stofnun 1872 miðlað íslendingum af bókmcnntum annarra þjóda samhlida íslenskri ritsmíd. I Eymundsson er aö finna allt frá einstökum bókum til heilla bókaflokka, skemmtiritum til fagurbókmennta auk ritfanga í miklu úrvali. I verslun Eymundsson • Austurstræti munt þú finna eitthvað við þitt hæf i og njóta til þess aðstoðar kunnáttufólks - hvort sem þú ert námsmaður, fagurkeri, spcnnufíkill, grúskari, - eða þetta allt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.