Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 34
^34 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Faðir okkar og tengdafaðir, GUNNAR FINNBOGASON, Hörðalandi 24, Reykjavik, lést í Landspítalanum 25. september. Pálmi Gunnarsson, Finnbogi Reynir Gunnarsson, Kristín G. Gunnarsdóttir, Álfheiður Gísladóttir, Þórdís Egilsdóttir, Skúli Kristinn Gíslason. + Elskuleg tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Ijósmóðir, Vesturgötu 7, 101 Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 24. september. Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson, Guðrún Aldi's Jóhannsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson. + Elskulegur faðir okkar, sonur, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR BALDVINSSON, Aðalgötu 48, Ólafsfirði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, fimmtudaginn 26. september. Áslaug Ingólfsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Sigurður Pétur Ingólfsson, Fn'mann Ingólfsson, Óli Hjálmar Ingólfsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnaböm. Sóphus Jóhannsson, Kári Óif jörð, Margrét Ólafsdóttir, Sigríður Aðalbjörnsdóttir, Snjólaug Kristinsdóttir, Ólafur Rúnar Gunnarsson, t Elskuleg móðir mín, MAGNÚSÍNA AÐALHEIÐUR BJARNLEIFSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi hins 23. september og verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 30. september kl. 15. Erla Ó. Bergsveinsdóttir Benum. + Ástkær faðir minn, HREIÐAR GUÐJÓNSSON málarameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Haðarstíg 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum 25. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar, RóbertÁrni Hreiðarsson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, ALDA PÉTURSDÓTTIR, Álfholti 2c, Hafnarfirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. september. Fyrir hönd aðstandenda, Hermann Valsteinsson. Lokað Prenttæknistofnun verður lokuð í dag, frá kl. 14.00, vegna útfarar ÓLAFS BJÖRNSSONAR sem verður frá Bústaðakirkju kl. 15.00. Námskeiðum sem vera áttu á þessum tíma er frestað. OLAFUR BJÖRNSSON + Ólafur Björns- son Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 27. sept- ember 1942. Hann lést á Landspítalan- um 20. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Hall- björnsson verka- maður í Reykjavík, f. 25. desember 1917, d. 12. desem- ber 1982, og Elísa- bet Jónsdóttir, f. 8. júní 1920. Ólafur ólst upp hjá afa sínum, ömmu og móður ásamt Grétari Norð- fjörð sem kvæntur er Jóhönnu Norðfjörð. Hinn 30. maí 1965 gekk Ólaf- ur að eiga Elínborgu Jónsdótt- ur, aðstoðarskólastjóra, f. 6. desember 1944. Foreldrar hennar eru María Sólveig Magnúsdóttir, f. 14. október 1916, d. 29. júlí 1996, og Jón Jónsson, klæðskerameistari, f. 5. september 1912. Börn Ólal's og Elínborgar eru tvö, Inga María, f. 21. júní 1972, sambýl- ismaður hennar er Eyþór 0st- erby, f. 31. október 1971,, og eiga þau dótturina Perlu Ósk, f. 7. desember 1994; og Jón Arnar, f. 15. febrúar 1978. Ólafur hóf prentnám í Prent- smiðju Þjóðviljans árið 1964. Sveins- próf í setningu tók hann í Prentsmiðju Þjóðviljans árið 1968. Hann vann áfram í Prent- smiðju Þjóðviljans, í Blaðaprenti frá 1972 og í prent- smiðju Þjóðviljans þar til prentsmiðjan var lögð niður árið 1992. Hann var í rit- stjórn Prentnemans 1966, í stjórn Iðn- nemasambands ís- lands 1967-1968 og í ritstjórn Iðnnemans 1967-1968. í bóka- safnsnefnd Hins íslenska prent- arafélag var hann frá 1969. Ólafur var meðstjórnandi í stjórn HÍP 1974-1978 og gjald- keri 1978-1980. Hann var í varastjórn Félags bókagerðar- manna árið 1980 og 1983-1988 og meðstjórnandi 1981-1982 og gjaldkeri 1990-1991. f trún- aðarráði FBM var Ólafur 1983- 1989 og í laganefnd frá 1980, í stjórn Lífeyrissjóðs bókagerð- armanna 1991-1995, í fulltrúa- ráði Sameinaða lífeyrissjóðsins frá 1995 og í stjórn Prenttækni- stofnunar 1991-1995. Útför Ólafs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ólafur Björnsson verður mér ætíð minnisstæður fyrir hugrekki og æðruleysi við aðstæður þar sem venjulegir menn láta bugast. Bar- áttan við erfiðan sjúkdóm tók lang- an tíma, en ætíð stóð hann upprétt- ur. Hann var hetja. Lengst af starfaði Ólafur sem setjari hjá Þjóðviljanum. Hann stóð alla tíð framarlega í samtökum prentara og var einn sterkasti hlekkur í Hinu íslenska prentarafé- lagi og síðar Félagi bókagerðar- manna. Hann átti ríkan þátt í því að Prenttæknistofnun var komið á fót árið 1991, hann skynjaði vel þá þörf sem þá var orðin knýjandi, að prentarar efldu eftirmenntun sína. Ólafur átti sæti í fyrstu stjórn Prenttæknistofnunar og átti sinn þátt í því að móta þá stefnu sem þar er enn fylgt. Hann hafði brenn- andi áhuga á vexti og viðgangi eft- irmenntunarinnar og kom oft til að ræða við starfsfólk Prenttækni- stofnunar og prentara á námskeið- um. Hann hafði til að bera metnað fyrir hönd stéttar sinnar og iðn- greinarinnar. Helsjúkur reyndi hann jafnvel að tileinka sér nýjung- ar og fylgdist vel með öllum fram- förum. Ég dáist að kunnáttu og þroska Ólafs í félagsmálum. Hann var skörulegur í málflutningi, rökfastur og fylginn sér. Hann gat verið harð- ur í horn að taka í umræðum, en þegar niðurstöðu var náð, þá taldi hann sér og öðrum skylt að lúta henni. Orðum Ólafs var hægt að treysta og hahdsal hans var öllum samningum öruggara. Um leið og ég kveð góðan félaga sendi ég Elínborgu Jónsdóttur, eig- inkonu Ólafs, og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guðbrandur Magnússon. Ólafur Björnsson, vinur og sam- herji í rúma tvo áratugi í verkalýðs-. baráttu er látinn. Ég kynntist Óla fyrst árið 1974 er leiðir okkar lágu saman í stjórn Hins íslenska prent- arafélags. Þar störfuðum við saman þar til Félag bókagerðarmanna var stofnað árið 1980 og síðan óslitið í stjórn og nefndum FBM. Ekki fer hjá því að margs er að minnast frá því starfí. Bæði er bar- áttan stóð sem hæst og hart var barist, langar vökur yfir samning- um, vantrú, svartsýni, vafaatriði. Hvort rétt væri að stefna í átök, taka ábyrgðina á verkföllum, og síð- ast en ekki síst ákvörðun um samn- ing, erum við að gera rétt, á að mæla með samkomulagi? Alltaf stóð Óli hinn rólegasti frammi fyrir hverj- um vanda, yfirvegaður, rökfastur og réttsýnn. Þrátt fyrir miklar og langar vökur í erfiðum samningum brást ekki að hann héldi vöku sinni. Ekki gerði ég mér grein fyrir því á þeim árum að hann ætti við þann sjúkdóm að stríða er varð honum að aldurtila, hann sjálfur minntist aldrei á slíkt. Það var ekki fyrr en árið 1986 er við vorum á ferð erlend- is á vegum FBM að hann lét upp- skátt að hann þjáðist af sykursýki. Ekki minnkaði þá virðing mín fyrir mannkostum hans og ósérhlífni. Eflaust hefði hann látið kyrrt liggja ef hann hefði ekki þurft að hafa viðkomu á sjúkrahúsi. Óli starfaði ótrauður fyrir Félag bókagerðarmanna til hinstu stundar og átti ekki minnstan þátt í því að við gengum til samstarfs við Sam- einaða lífeyrissjóðinn. Þá var hann í fyrstu stjórn Prenttæknistofnunar. Eftir að ég tók við formennsku í FBM þótti mér vænt um er hann hringdi og spurði hvernig gengi, hvað væri nú verið að bralla, vildu þá stundum lengjast samtölin er málefnin voru krufin og rökrædd sem áður og sitt sýndist hvorum, en ekki var hætt fyrr en niðurstaða lá fyrir. Nú saknar maður vinar í stað og erfitt að hugsa sér að Óli sé ekki lengur á línunni með hollráð. En þetta er lífið, við komum og förum en minning um góðan dreng lifír. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Sæmundur Arnason, formaður Félags bókagerðarmanna. Ég sé að Ólafur Björnsson hefur byrjað á Þjóðviljanum sama árið og ég; sennilega nokkrum mánuðum áður. Við ólumst þess vegna upp saman og vorum saman á hverjum degi eða kannski frekar á hverjum sólarhring í 14 ár uppstyttulítið. Eftir að ég hætti að vinna á Þjóðvilj- anum og var fluttur niður í miðbæ héldu samskipti okkar áfram allt þangað til við ákváðum að hætta útgáfu Þjóðviljans fyrir fjórum árum eða svo. Þjóðviljinn var okkur uppeldis- staður og því skóli. Besti skóli ís- lands á þeim árum. Þar réðu ríkjum í skrifum þeir Magnús Kjartansson og Sigurður Guðmundsson. I prent- smiðjunni aftur á móti Guðjón Svein- björnsson meistari meistaranna í uppsetningu íslenskra blaða; þar var Þjóðviljinn þrátt fyrir fátækt sína fremstur allra blaða. Það var því sterkur hópur sem stóð að því að koma okkur Óla til manns á þessum árum og annarra að dæma um undir- ritaðan. Um Óla Björns skal ég hins vegar dæma; hann var gersemi að manni, þægilegur, traustur, skarp- greindur og gott að vera nálægt hon- um. Alltaf til dæmis á þessum eilífu kvöldvöktum þar sem kaffí og tóbak var eina lífsviðurværið fyrir utan andlegt fóður, uppeldi menningarinn- ar, sósíalismans, vonarinnar, gleðinn- ar og sannfæringar um að vera hluti af sterkri heild sem átti sigurvon framundan. Sumum finnst að biðin eftir sigrinum sé að verða of löng. En ekkert getur komið í veg fyrir að græðgi mannsins, kapítalisminn, víki fyrir hugsjónum jafnréttis og mannúðar. Svo mikið er víst þó flest sé óljóst í henni veröld. Því annars lifir hún ekki af, veröldin. Ég var svo ljónheppinn að Oli komst til mín þrátt fyrir harðneskju- leg veikindi í afmæli mitt fyrir fáum misserum. Þrátt fyrir mark veikind- anna var viðmótið_ eins; hlýtt og þægilegt. Fráfall Óla kom mér á óvart. Sennilega af því að við vorum svo jafnaldra og svo lengi samverka- menn. Þegar slíkur maður hverfur úr lífi manns; missir maður eitthvað af sjálfum sér. Það að muna eftir góðum dreng er huggun harmi gegn. Með þessum fáu orðum sendi ég eftirlifandi eiginkonu Ólafs og börn- 'um þeirra samúðarkveðjur okkar Guðrúnar. Svavar Gestsson. Mig langar að minnast í örfáum orðum vinnufélaga míns og góðs kunningja til margra ára, Olafs Björnssonar setjara. Óli var einn þeirra sem ég kynntist þegar ég steig mín fyrstu skref sem blaða- maður fyrir hartnær aldarfjórðungi og þótt ekki hafi alltaf ríkt einlægur friður milli starfsstétta okkar bar aldrei skugga á okkar samstarf. Óli var virkur í starfi fyrir stétt- arfélag sitt og hafði mikinn áhuga á fagi sínu, prentiðninni. Sennilega eru þær iðngreinar fáar sem orðið hafa fyrir öðrum eins umbyltingum á síðustu áratugum - og lifað þær af. Eflaust eru ýmsar ástæður fyrir því að greinin hefur sýnt þá aðlög- unarhæfni sem raunin er, en fagleg- ur áhugi og metnaður prentara er ekki sú veigaminnsta. Þar var Óli í fremstu röð. Þótt ekki næði hann háum aldri tókst honum samt að ganga í gegnum tækniþróun sem spannar hálft ár- þúsund. Hann lærði að raða lausa- letri í sátur og fyrsta myndin sem ég hef af honum er þar sem hann er að þrykkja af síður fyrir Elías Mar í gömlu smiðjunni við Skóla- vörðustíg. Tækniþróunin leiddi víða um lönd til harðvítugra átaka milli prentara og útgefenda um það hverjir mættu vinna við hvað í préntsmiðjum heimsins. Hér á landi fór þessi þróun afar friðsamlega fram og þar átti Óli Björns sinn þátt. Við sátum nokkra fundi saman í samstarfs- nefnd blaðamanna og prentara um tæknimál og fyrir tíu árum fórum við tveir, hvor fyrir sitt félag, á al- þjóðlegan fund prentara og blaða- manna í Genf. Það var lærdómsrík ferð og ég man eftir því að sumum þótti athyglisvert hversu miklir kær- leikar voru milli okkar Óla, við stóð- umjú hvor sínum megin í hagsmuna- stríðinu og áttum helst ekki að tal- ast við. En það spillti ekki vinskap okkar og saman tókumst við á hendur það verkefni að tölvuvæða umbrotið á Þjóðviljanum sáluga. Þar sá ég hann síðast við skjáinn á Makkanum og þar sat hann meðan heilsan leyfði. Ég votta góðum fagmanni virð- ingu mína og aðstandendum samúð við fráfall góðs drengs. Þröstur Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.