Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 17 VIÐSKIPTI Viðræður um breytingar á lífeyrissjóðum ríkisbankanna VIÐRÆÐUR um breytingar á líf- eyrissjóðum Landsbanka og Seðla- banka annars vegar og Búnaðar- banka hins vegar standa yfir milli Sambands íslenskra bankamanna, bankanna og starfsmannafélaga þeirra. Viðræðurnar eru tilkomnar vegna fyrirætlana um að gera Landsbankann og Búnaðarbankann að hlutafélögum. Friðbert Trausta- son, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að málið sé í ágætum farvegi. Hann vilji leysa málið með samningum þannig að ekki þurfi að taka á lífeyrismálum starfsmanna í þeirri löggjöf sem sett verður um hlutafélagabankana. Væntanlega gefist ekki lengri tími en til jóla til að ganga frá málinu. Friðbert sagði að það ætti að Morgunblaðið/Jón Svavarsson ERLENDIR fyrirlesarar á ráðstefnunni um bætta samkeppnisstöðu íslands ræða við Albertínu Elíasdóttur, fulltrúa ungu kynsíóðarinnar á ráðstefnunni. F.v. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Jerry Beausoleil, frá Kanada, Albertína og Tor Hernæs, frá Noregi. Ráðstefna um bætta samkeppnisstöðu Brýnt að styrkja vera vel framkvæmanlegt að leysa þessi mál í kjaraviðræðum við við- komandi banka. Það væri ákjósan- legasta niðurstaðan að leysa þessi mál með samningum. Þannig yrði komið í veg fyrir að taka þyrfti á málinu í frumvarpi um hlutafélaga- bankana og þau grundvallarmistök ekki endurtekin sem gerð voru þegar Útvegsbankanum var breytt í hlutafélag. Mörg af þeim mistök- um hefðu ekki verið leyst ennþá, einkum hvað varðaði kauptrygg- ingarákvæðið, en það tryggir líf- eyrisþegum sömu hækkanir og verða á launum eftir að lífeyristaka hefst. 2% af launum á ári Bankamenn hafa í aðalatriðum sambærileg lífeyrisréttindi og opin- berir starfsmenn. Einungis er greitt af dagvinnulaunum og menn vinna sér inn lífeyrisrétt sem nemur 2% af launum með hverju starfsári. Menn geta hætt störfum þegar ákveðnu samblandi af lífaldri og starfsaldri er náð, en lífeyrir getur þó aldrei orðið hærri en sem nemur 85% af lokalaunum. Friðbert sagði að bankamenn vildu að sjóðirnir stæðu sjálfir und- ir þeim skuldbindingum sem þeir hefðu undirgengist. Bankamenn hefðu gengið í gegnum samninga af þessu tagi áður þegar samið hefði verið við íslandsbanka um líf- eyrisréttindi starfsmanna og sá samningur gæti reynst ákveðin fyr- irmynd í þeim viðræðum sem nú stæðu yfir. Þar hefði niðurstaðan orðið sú að vegna þeirra starfs- manna íslandsbanka sem hafið hefðu störf eftir 1. janúar 1994 væru greidd 17% af föstum launum vegna lífeyrisréttinda. Þar af greiddi bankinn 13% og launþeginn 4%. Til Lífeyrissjóðs verslunar- manna væru greidd þau 10% sem lögbundið væri að greiða, en þau 7% sem eftir væru legðust inn á einkareikning hvers og eins og kæmu til útgreiðslu eftir ákveðnum reglum þegar ákveðnum aldri væri náð eða gengi til erfingja viðkom- andi ef hann félli frá fyrir þann tíma. Þessi niðurstaða hefði fengist eftir ítarlegan útreikning trygg- ingastærðfræðinga, sem teldu að með þessu væri komist sem næst því að réttindi í nýja kerfinu væru jafngild réttindum í eldra kerfinu. Mikill áhugi meðal starfsmanna Friðbert sagði að eldri starfs- menn héldu þeim réttindum sem þeir hefðu haft samkvæmt eldra kerfi og bankinn legði ákveðna upphæð til hliðar árlega vegna þeirra réttinda sem væru umfram það sem næmi lögbundinni greiðslu í lífeyrissjóð. Það hefði hins vegar komið fram mikill áhugi meðal þeirra starfsmanna sem lengri hefðu starfsaldurinn að fá aðild að þessu nýja kerfi. Um væri að ræða starfsmenn með allt að tíu ára starfsaldur, sem teldu hag sínum betur borgið með kerfi sem bland- aði saman samtryggingu og einka- eign heldur en í gamla kerfinu. Þeir sem væru með enn lengri starfsaldur teldu hag sínum betur borgið í eldra kerfinu, enda búnir að vinna sér inn veruleg réttindi samkvæmt því. Aðspurður sagði Friðbert að nýja kerfið hefði enn ekki verið opnað eldri starfsmönnum, en vel gæti komið til þess í framtíðinni ef um það semdist við stjórnendur íslandsbanka. Bankinn þyrfti hvort eð er að leggja til hliðar fé vegna lífeyrisréttinda þessara starfs- manna og því gæti þessi niðurstaða verið allra hagur. Áhuginn meðal starfsmanna íslandsbanka væri mikill, það væri engin spurning, enda um mikla hagsmuni að tefla. Þannig gæti starfsmaður íslands- banka átt allt að 10 milljónir króna með vöxtum og vaxtavöxtum á sín- um einkareikningi eftir 25 ára starf hjá bankanum og haft til ráðstöfunar til viðbótar þeim greiðslum sem hann fengi úr sínum lífeyrissjóði. grunngerðina WORLD PRESS PHOTO FYRIRLESARAR á ráðstefnu um bætta samkeppnisstöðu íslendinga, sem haldin var í gær, voru sammála um að stjórnvöld gætu með ýmsum hætti stuðlað að aukinni verðmæta- sköpun og fjölgun atvinnutækifæra og þannig bætt samkeppnisstöðuna gagnvart öðrum þjóðum. Meðal þess, sem menn töldu að helst þyrfti að huga að, var að opna hagkerfið bet- ur, skilgreina að nýju hlutverk hins opinbera, auka hagkvæmni og skil- virkni fjármagnsmarkaðarins, styrkja grunngerð þjóðfélagsins, bæta laga- og reglugerðarumhverf- ið, styðja umbætur á vinnumarkaði, viðhalda stöðugleika og efla mennt- un og rannsókna- og þróunarstarf. Um hundrað manns sóttu ráð- stefnuna, sem haldin var á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og nefndar um lítil og meðalstór fyrirtæki og sam- keppnishæfni atvinnulífs. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, sagði að ráðstefnan væri hluti af því starfi stjórnvalda að greina styrkleika íslands í alþjóðlegu við- skiptaumhverfi. Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður nefndar um lítil og meðal- stór fyrirtæki og samkeppnishæfni atvinnulífsins, sagði að nefndin hefði lagt fram einfaldar, auðframkvæm- anlegar, hnitmiðaðar tillögur, sem allar miðuðu að því að auka sam- keppnishæfni atvinnulífsins. Sem dæmi mætti nefna tillögur um að meta skyldi áhrif stjórnarfrumvarpa á samkeppnishæfni atvinnulífsins og bera saman vexti af lánsfé hérlendis og erlendis. Fjórir erlendir sérfræðingar héldu erindi á ráðstefnunni. R.C. Dobbie, framkvæmdastjóri samkeppnis- hæfnideildar breska forsætisráðu- neytisins, Jerry Beausoleil, fram- kvæmdastjóri stefnumörkunarsviðs kanadíska iðnaðarráðuneytisins, og Tor Hernæs, framkvæmdastjóri stefnumörkunarsviðs norska iðnað- ar- og orkumálaráðuneytisins, fjöll- uðu um samkeppnisstefnu í heima- löndum sínum, alþjóðlega þróun og og helstu viðfangsefni stjórnvalda á þessu sviði. Þá fjallaði Hanspeter Gassman, framkvæmdastjóri iðn- aðarsviðs OECD, um samkeppnis- stefnu almennt og raunhæfa mögu- leika í alþjóðlegu samhengi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, fjallaði um samkeppnis- stefnu á Islandi og leiðir til úrbóta. Á ráðstefnunni var einnig fjallað um hvaða atriði íslendingar ættu helst að leggja áherslu á til að bæta samkeppnisstöðu sína. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, fjallaði um áherslur í samkeppnishæfni, Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, greindi frá viðhorfum verka- lýðshreyfingar og Vigdís Wangchao Bóasson, MBA, viðskiptaráðgjafi fjallaði um stððu, áherslu og að- ferðafræði. Spáð í framtíðina Albertína Elíasdóttir, fjölbrauta- skólanemi á ísafirði, var fulltrúi ungu kynslóðarinnar á ráðstefnunni en hún stefnir að því að Ijúka stúd- entsprófi árið 2000. Fjallaði hún um framtíðina og velti því m.a. fyrir sér hvaða breytingar yrðu á lífi og starfi íslendinga eftir aldamót. Að lokum fjallaði Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra um stjórnmál og samkeppnishæfni. Sagði hann að margvíslegur árangur hefði náðst á síðustu árum við að bæta samkeppn- isstöðuna en fjölmörgum verkefnum væri þó ólokið. M.a. væri brýnt að skila ríkissjóði með tekjuafgangi sem fyrst, bæta menntun, auka sam- keppni og athafnafrelsi og bæta skattkerfið. 100 70 40 GB LUC DELAHAYE, FRAKKtANDI, MAGNUM PH0T0S FYRIR NEWSWEEK, „FRIÐAR6ÆSLULIBAR SÞ 06 FLÖTTAFÖLKITUZLAI JÚLl 1995." Sýning World Press Photo á bestu fréttaljósmyndum ársins 1995 stendur yfir í Kringlunni frá 14. september til 2. október. Komið og sjáið heiminn með augum bestu fréttaljósmyndara heims. . Æ mtém<tom* KRINGL4N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.