Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ptWjptttttUtfeife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NESJAVALLA- VIRKJUN HAG- KVÆMUR KOSTUR SAMNINGUR Hitaveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar gerir Hitaveitunni kleift að reisa gufuaflsvirkjun á Nesjavöllum til framleiðslu raforku í tveimur áföngum og verður hvor áfangi 30 megavött. Framkvæmdin nemur 5,2 milljörðum króna og er þetta fyrsta sinni síðan 1937 að Reykjavíkurborg stendur ein að virkjun, en þá var Ljósafoss- virkjun tekin í notkun. Síðast tók borgin þátt í raforkuvirkj- un árið 1960, er Steingrímsstöð var reist. Landsvirkjun framleiðir nú um 93% þeirrar raforku, sem til er í landinu. Með þessum samningi er því brotið blað, en hann er háður samþykkt iðnaðarráðherra, sem getur veitt Hitaveitunni heimild til framkvæmda á Nésjavöllum samkvæmt sérstöku ákvæði laga frá 1980. Með þessari framkvæmd má því segja að kominn sé fyrsti vísir að sam- keppni í orkusölu innanlands, þar sem Landsvirkjun stend- ur ekki lengur svo til ein að raforkuframleiðslunni. Raunar hafa lagaákvæði, sem skylda Landsvirkjun til þess að selja raforku á sama verði hvar sem er á landinu, komið í veg fyrir að samkeppni geti orðið í verði raforku hér á landi. Það er hagkvæmni virkjunar á Nesjavöllum, sem veldur því að sá kostur er nú valinn. Hann er sá eini, sem býður upp á þá möguleika að unnt sé að framleiða raforku innan tímamarka fyrir nýjan álframleiðanda, sem sýnt hefur áhuga á að setjast að á íslandi, Columbia Ventures. Svo arðbær er þessi virkjunarkostur að áætlanir sýna að miðað við 7,5% arð verður búið að greiða virkjunarkostnaðinn upp árið 2018 og á borgin þá virkjunina skuldlausa. HÆPNAR REGLUR MEGN óánægja er meðal fiskverkenda, sem kaupa fisk til vinnslu í nágrannahöfnum, með nýsetta reglu- gerð, sem bannar flutning á óslægðum fiski milli byggðar- laga, jafnvel stuttar leiðir. Framkvæmd reglugerðarinnar gæti rýrt gæði fisksins, segja verkendur, þar eð bið getur orðið eftir slægingu í löndunarhöfnum og fiski „yrði um- hent mun oftar á milii kara". Það gefi betri afurð að keyra með hráefnið beint í verkunarhús, einkum þegar um styttri leiðir er að ræða, en það tekur um 15 mínútur að flytja fisk frá Sandgerði til Grindavíkur og 40 til 50 mínútur frá Sandgerði á höfuðborgarsvæðið. Það er að sjálfsögðu kappsmál þeirra, sem vinna fisk í salt eða á annan hátt, að meðhöndla hráefnið á þann veg að afurðin verði sem bezt söluvara. Opinbert gæðaaðhald er og nauðsynlegt að vissu marki. Það verður á hinn bóg- inn að forðast að opinberar reglur flæki vinnsluferlið eða vinni jafnvel gegn tilgangi sínurn, eins og verkendur full- yrða að raunin sé í þessu tilfelli. Óþörf afskipti af atvinnu- lífinu ber að forðast. PAPRIKUOKUR ENN einu sinni berast fréttir af verðlagi innlends græn- metis sem gera það að verkum að mönnum blöskrar. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að kílóverð íslenskrar papriku í helstu stórmörkuðum þessa dagana sé 795 krónur. Engar hömlur eru á innflutningi á papriku en ofurtollar gera að verkum að innflutt paprika yrði ekki ódýrari en sú innlenda út úr verslun þrátt fyrir mun lægra innkaups- verð. I raun er því lokað fyrir innflutning. Svo virðist hins vegar sem vandinn liggi ekki hjá garð- yrkjubændum einum. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að bændur fái greiddar 340-390 krónur fyrir kílóið af papr- iku en jafnframt að skráð heildsöluverð af litaðri papriku hjá Sölufélagi garðyrkjumanna sé 749 krónur fyrir utan virðisaukaskatt! Þetta er ótrúlegur munur. Getur það verið að paprikuverð hækki um helming vegna milliliða milli fram- leiðenda og verslana? Fulltrúar dreifingaraðila hljóta að gera grein fyrir því hvað liggi að baki þessari verðmyndun. Það er hlutverk stjórnvalda að standa vörð um hags- muni neytenda, fólksins í landinu, ekki síður en framleið- enda og annarra hagsmunaaðila. Öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á innlendu græn- meti er að afnema ofurtollana og opna fyrir heilbrígða samkeppni í sölu á grænmeti. ÞEGAR rætt er um Emmu Bonino er iðulega vitnað til skaphita þjóðar hennar og sjálfri hefur henni verið líkt við hvirfilbyl. Bonino er fulltrúi ítala í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB), þar sem hún fer með sjávarútvegs-, mannúðar- og neytendamál. Hún hefur oft far- ið ótroðnar slóðir til að vinna bar- áttumálum sínum fylgi og það eru engar ýkjur að segja að gustað hafi um hana. Bonino er stödd hér á landi í boði Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra en hún mun halda aðalræðuna á ráðstefnu ráðuneytis- ins og ESB sem ber yfirskriftina „íslenskur sjávarútvegur og Evr- ópusambandið" sem haldin verður á Hótel Sögu í dag. í framhaldi af því heldur hún erindi á vegum Mann- réttindaskrifstofu íslands og aðild- arfélaga hennar um stefnu ESB í neyðarhjálp og um alþjóðleg lög er varða mannréttindi. Ferill Bonino er litríkur og hún er sögð vön því að heyja erfiða bar- áttu. I heimalandi sínu hefur hún það orð á sér að vera einstaklega viljasterk, enda hefur hún verið fangelsuð vegna skoðana sinna auk þess sem hún hefur farið í hungur- verkfall til að leggja áherslu á þær. Einna mest bar á Bonino í grá- lúðudeilu ESB og Kanada á síðasta ári en Bonino var nýsest í stól sjávar- útvegsstjóra ESB þegar deilan upp- hófst. Þótti hún sýna hörku og vera stóryrt, hikaði t.d. ekki við að saka Kanadastjórn um „skipulagða sjó- ræningjastarfsemi", um að halda uppi „ógnarstjórn" og „ræna bátum okkar og halda borgurum okkar þar til gjald verður greitt". Hungurverkföll og fangavist Sú staðreynd að Bonino er fædd í fiskamerkinu réð því tæpast að henni var úthlutað sjávarútvegsmál- um en sjálf hefur hún sagt það vera örlög sín. Eftirlætismatfiskur Bon- ino veiðist í Miðjarðarhafi og kallast spigola en hann er sagður líkjast blendingi af makríl og þorski. Bonino fæddist 9. mars árið 1948 í ítalska bænum Bra, skammt frá Tórínó, og ólst upp í harðgerðu lág- stéttarumhverfi. Hún útskrifaðist úr Boccino-háskólanum í Mflanó með gráðu í tungumálum og bókmenntum árið 1972 en á háskólaárunum tók hún nokkurn þátt í stúdentapólitík. Árið 1975 stofnaði hún við annan mann samtökin CISA - Upplýs- ingamiðstöð um ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar, sem tóku virkan þátt í umræðunni um lögleiðingu fóstureyðinga og aðstoðuðu konur við að verða sér úti um hana. Þetta var nokkrum árum áður en slíkt var heimilt og voru talsmenn samtak- anna, þar á meðal Bonino, hand- teknir. Sat hún þrjár vikur í fang- elsi vegna baráttu sinnar. Þegar hún losnaði úr fangelsi hóf hún að starf a fyrir Róttæka flokkinn og ári síðar var hún kjörin á þing fyrir hann. Árið 1981 var hún kjör- in leiðtogi róttækra á þingi og for- maður flokksins 1993. Arið 1979 var hún endurkjörin á þing og til setu á Evrópuþingið þar sem hún sat til 1984 og svo aftur á árunum 1986-89. Hún þekkir því vel til starfa þingsins og er sögð njóta vin- sælda í röðum þingmanna þar. Bon- ino hefur gegnt fjölmörgum trúnað- arstörfum á ítalska þinginu og á alþjóðavettvangi. Bonino hefur verið hörð baráttu- kona gegn kjarnorkuvopnum og af- vopnun og orðið nokkuð ágengt í þeim efnum. Þá hefur hún látið til sín taka í málefnum þriðja heims- ins, gegn hungursneyð og menntun- arskorti, barist fyrir mannréttinda- inálum í Austur-Evrópu, gegn dauðarefsingum, fyrir því að komið yrði á fót stríðsglæpadómstói vegna atburðanna í lýðveldum gömlu Júgó- slavíu og barist fyrir banni við fram- leiðslu jarðsprengja, svo fátt eitt sé nefnt. Einna umdeildust er sú skoð- un hennar að milda eigi stefnu stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Hefur hún farið í hungurverkfall til að leggja áherslu á baráttumál sín og verið fangelsuð vegna þeirra í Var- sjá og Prag. Reuter EMMA Bonino: Ötul foaráttukona sem vill láta verkin tala. Kjarnakon- an Bonino Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegs-, mannúðar- og neytendamál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, þykir litríkur og viljasterkur stjórnmálamaður og hefur um áratugaskeið verið áberandi í baráttunni gegn vígbúnaði, fyrir auknum mannréttindum og aðstoð við þá sem minna mega sín. Bonino er stödd hér á landi til að ræða stefnu sam- bandsins í sjávarútvegsmálum og neyðarhjálp. Hefur burði hlutum til EMMA Bonino hefur verið um- deild fyrir hörku sína. Hún hef- ur krafizt mikils niðurskurðar á fiskveiðiflota Evrópusam- bandsins og lagt ofuráherzlu á nauðsyn skynsamlegrar nýting- ar auðlinda hafsins og veiði- stjórn á úthöfunum. Spánverj- inn Alf onso Paz-Andrade, for- s^jóri eins stærsta sjávarútvegs- fyrirtækis veraldar, Pescanova, er hins vegar mikill stuðnings- maður Bonino. Anægja hans með ESB og framkvæmd sjávar- útvegsmála hefur reyndar lengst af verið takmörkuð, en nú sér hann fram á betri tíma: „Staðreyndin er sú, að vanda- mál og hagsmunamál sjávarút- vegsins eiga sér fremur lítinn hljómgrunn innan sambandsins. Reyndar er að verða breyting til að breyta hins betra þar á. I fyrsta sinn í sögu Evr- ópusambandsins er komin manneskja, sem fer með sjávar- útvegsmál þess, sem er staðráð- in í því að koma reglu á hlutina og það er Emma Bonino. Fyrir míg er það nokkurs konar trygging fyrir framtíðina að Bonino skuli fara með sjávarút- vegsmálin innan ESB. Eg veit að hún þekkir vel til mála og hefur burði til að breyta hlutunum til hins betra. Henni er vel ljóst að auðlindin er tak- mörkuð og margt þarf að gera, en starfsbræður hennar hafa fremur lítinn á huga á sjávarút- veginum. Ég er bjartsýnni en áður á að á þessum málum verði tekið af þeirri skynsemi sem fram kemur í skoðunum og vilja Emmu Bonino." B E E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.