Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ J MIIMNINGAR FRIÐRIKKA GUÐBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR + Friðrikka Guð- björg Eyjólfs- dóttir fæddist á Langeyri í Hafnar- firði 27. september 1900. Hún lést á Hrafnistu i Hafnar- firði 17. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eyjólfur Kristjáns- son og Ingveldur Jónsdóttir sem bjuggu á Brúsa- stöðum við Hafnar- fjörð. Guðbjörg var ein af 12 börnum þeirra hjóna auk tveggja hálfbræðra og er hún sú síðasta sem kveður af þeim systkinum. Hinn 20. október 1923 gift- ist Friðrikka Einari Helga Horfin er okkur um stund heið- urskonan Friðrikka Guðbjörg Eyj- ólfsdóttir, síðast til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún hefði **> orðið 96 ára í dag hinn 27. septem- ber. Það er óhætt að segja að seint muni finnast jafn vandvirk og af- kastamikil hannyrðakona og hún var. Það má segja að hún hafi verið að sauma fram í andlátið. Margt listaverkið hefur skapast í höndunum hennar hlýju og nettu, og hefði hún án efa orðið ein af hinum stærri listamönnum, ef efni hefðu verið til að leggja út á þá braut. Nefna mætti fána Slysa- varnadeildarinnar Hraunprýði sem hún saumaði. Eitt var það í fari tengdamóður minnar að hún lét aldrei um munn sér fara ljót orð. Að lokum þakka ég tengdamóður minni innilega fyrir góða viðkynn- ', ingu í gegnum árin. i Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, : sipaði Jesú mæti. I (Hðf. ók.) i Ásta Lárusdóttir. Þær voru margar ferðirnar niður l til ömmu þegar við bjuggum í sama h s húsi á Sléttahrauninu. Það var allt- ~J '* af gaman að fara niður og spjalla | við ðmmu og fylgjast með hvað '. hún var að gera í höndunum. Það j var alveg sama hvað hún amma j gerði, allt varð að listaverki. Mynd- í irnar, stólarnir, dúkarnir og púð- ; arnir sem hún saumaði út væru j efni í heila listsýningu. Vinnu- I brögðin voru svo góð að það var i sama hvort verkið var skoðað á réttu eða röngu. Amma hafði líka mjög gaman f af því að spila. Hún kenndi mér mörg spil. Þegar hún var að byrja * að kenna mér að spila átti ég erf- itt með að segja drottning, svo að ¦ amma sagði mér að kalla drottn- í-;íinguna „dömu". Við rifjuðum það oft upp seinna meir þegar við spil- uðum marías daginn út og inn. Reglusemi og snyrtimennska einkenndu heimili ömmu. Alltaf var jafn fínt hjá henni og hver hlutur á sínum stað. Þegar amma fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði hélt hún áfram að vinna í höndun- um. Ég flutti í Borgarnes og leit oft til hennar þegar ég átti leið í bæinn. Þá sýndi hún mér hvað hún var að sauma og sagði mér ýmis- legt frá sínum yngri árum. <í Það var gaman að heimsækja ömmu. Hún fylgdist vel með því sem ég var að gera. Synir mínir höfðu líka gaman af að hitta langömmu sína og báru mikla virð- ingu fyrir henni., Hún var alltaf jafn snyrtileg og fín. Amma var góð kona og heil- steypt og aldrei hallmælti hún *neinum. Hún'var glaðleg og aldrei Nikulássyni, f. 4. maí 1896, d. 19.9. 1966. Börn þeirra eru: Karlotta (f. 1925), gift Guðjóni Halldórssyni (d. 1991), Eyjólfur (f. 1927), giftur Ástu Lárusdóttur (f. 1930), Ingveldur (f. 1930), gift Helga Gunnars- syni (d. 1990), og Nikulína (f. 1931) gift Sigfúsi Sva- varssyni (f. 1928). Friðrikka og Einar Helgi bjuggu alla tíð í Hafnarfirði. Utför Friðrikku fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. heyrði maður hana kvarta. Alltaf var hún jafn ánægð og þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Þvílík iðjusemi á langri ævi, allt- af var hún amma að vinna eitthvað í höndunum, þó að hún væri orðin 95 ára gömul. Nú prýða þessi lista- verk heimili afkomenda hennar og minna okkur á þessa duglegu konu. Elsku amma mín, hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ásdís Helgadóttir. Elsku amma mín. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni okkar. Ná- kvæmlega tveimur mánuðum eftir andlát Svandísar systur, ferð þú í sömu ferð. Á þessari stundu streyma margar góðar minningar um þig um huga minn. Þú varst alltaf stóra fyrirmyndin mín. Er ég var ung stúlka kom ég oft á Slétta- hraunið til þín. Þar kenndir þú mér margt, meðal annars að spila. Við fengum okkur alltaf appelsínubáta í spilapásunum. Svo þegar ég varð unglingur fórum við saman á spila- kvöld í Gúttó og spiluðum félags- vist. Oft unnum við, en aðallega þú, þú varst svo klár að spila. Þú sagðir svo skemmtilega frá gömlu dögunum. 96 ár, næstum öll þessi öld, allt sem þú og þín kynslóð er búin að upplifa, það er alveg ótrúlegt. Allar tækninýjung- ar mannkynsins fannst þér stór- kostlegar og minnisstætt er mér, þegar þú sagðir mér að þér hefði ekki dottið í hug, þegar þú varst lítil stúlka að þú gætir ýtt á einn rofa og þá yrði ljós, þú hefðir hald- ið það galdra. Þú kenndir mér líka margt um hannyrðir, sem voru okkar áhuga- mál. Þú varst alltaf að sauma eitt- hvað, næstum fram á síðasta dag. Öll saumuðu listaverkin eftir þig eru svo falleg, en þó er ég mest hreykin af fánanum sem þú saum- aðir fyrir Slysavarnadeildina Hraunprýði í Hafnarfirði. Hann er einstakur gripur og ég er viss um að hann mun verða vel varðveittur hjá deildinni. Elsku amma mín, ég gæti sagt svo ótal margt, en læt þetta duga. Síðustu setningarnar þínar til mín nokkrum dögum fyrir andlát þitt, er ég kom að kveðja þig, eru mér mjög dýrmætar. Eg mun alltaf varðveita þær í huga mínum, sem og allar góðu minningarnar um þig. Þín Fríða Guðbjörg Eyjólfsdóttir. RUNOLFUR J. ELÍNUSSON :,**&•¦£ + Runólfur J. El- ínusson var fæddur í Heydal í Mjóafirði við Djúp 19. ágúst 1918. Hann lést í Land- spítalanum 17. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Elínus Jóhannesson bóndi í Heydal og Þóra Sigríður Runólfs- dóttir. Bræður hansvoru Guð- mundur, f. 11.10. 1920, d. 28.5. 1993, og Einar, f. 18.1. 1922, d. 10.3. 1927. Runólfur kvæntist á ísafirði 19.8. 1943 fyrri konu sinni Hólmfríði Ingimundar- dóttur. Þau skildu barnlaus. Þá átti Runólfur barn með Margréti Inger Olsen Arna- dóttur, Richard, f. 20.5. 1948, kvæntur Sigrúnu Hörpu Hauksdóttur og börn þeirra eru Berglind, Margrét, Tómas Haukur, Davíð og Kristófer. Berglind er gift Jósepi Þor- steinssyni og eignuðust þau fjögur börn, Richard Aro (lát- inn), Anitu Hörpu, Nataliu Rós og Birgittu. Margrét er í sam- búð með Jóni Ragnari Einars- syni og eiga þau eitt barn, Davíð Má. Eftir það bjó Runólf- ur með Jónu Soffíu Davíðsdótt- ur og eignuðust þau þrjú börn: 1) Sigurbjörg, f. 5.8. 1949, gift Jóni Þorgeirssyni, börn þeirra eru Ásdís Þóra og Kristín. Ás- dís er gift Leiv Erik Drangeid dóttir „Sá gamli er fallinn frá." Þessi orð bergmáluðu í huga mér þegar ég heyrði föður minn tilícynna nánustu aðstandendum um lát afa míns. Það var svo oft búið að segja mér að nú gæti þetta farið að styttast hjá gamla manninum. Það er samt svo skrýtið að hugsa til þess að nú sé afi dáinn. En það var nú samt það sem hann vildi sjálfur. Ég man að fyrir nokkrum vikum sagði hann við mig, að þeg- ar maður væri búinn að vera svona mikið veikur um ævina eins og hann hafði verið, þá sætti maður sig við þá staðreynd að geta farið yfir móðuna miklu, hvenær sem væri. Hann sagðist líka vera full- viss um það að konurnar hans myndu taka vel á móti honum. Það var alveg einkennandi fyrir afa að sjá spaugilegu hliðarnar á öllum málum og gera þannig gott úr þeim. Mér er það minnisstætt þegar afi og pabbi komu heim úr veiði- ferðunum að ég hljóp oft út á móti þeim og kallaði: „Veidduð þið marga fiska?" Þá sýndi afi mér í skottið á bílnum sínum, og svo fylgdi alltaf heilmikil veiðisaga í kjölfarið, yfirleitt vel krydduð. Annars fékk ég nú aldrei að hlusta á allar sögurnar hans áfa þar sem honum þótti ég ekki hafa aldur til á þeim tíma. En þegar ég varð eldri var ekkert til sparað í sögurn- ar. Stundum jafnvel hió hann svo mikið sjálfur að hann var í vand- ræðum með að segja frá.. „Mikill er sá maður sem ekki glatar barnshjarta sínu." Oft dett- ur mér þetta máltæki í hug þegar ég husa um afa minn. Hann kom fram við fólk af einlægni, hrein- skilni og alltaf með bros á vör, sama hvað á gekk. Það var ótrú- legt að sjá hversu hress hann var andlega, enda þótt líkamleg heilsa væri bág. Alltaf var jafnstutt í gamansemina hjá honum. Ég er viss um að Pálína amma hefur tekið vel á móti afa og að honum líður vel þar sem hann er núna. Og ég vona að hann afi minn geti nú horft yfir Heydalinn og eiga þau eina dóttur, Tonette. 2) Runólfur Elínus, f. 28.6. 1950, kvæntur Gerði Huldu Haf- steinsdóttur, börn þeirra eru Sigríður Hafdís, Davíð Arn- ar og Atli Freyr. 3) Einar, f. 2.10. 1951, ókvæntur. Hinn 28.6. 1953 kvæntist Runólfur Pálínu Kristjönu Guðjónsdóttur. Voru þau barnlaus en hjá þeim ólst upp Pálínu, Sigui'baium. Runólfur ók leigubíl hjá BSR í fjölda ára og átti síðan og rak, ásamt eiginkonu sinni og mág- konu, efnalaugina Heimalaug við Sólheima í tíu ár. Þá var hann tvær vetrarvertíðir hjá Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar í Vestmannaeyj- um við efnagreiningu á loðnu- afurðum og löndunarstjórn. Runólfur hóf störf hjá Borgar- bókasafninu árið 1971 og starf- aði þar við akstur og umsjón bókabíls til haustsins 1991. Runólfur var í fjölda ára virkur meðlimur í Stangveiðifélagi Reykjavíkur, en hann var í stjórn félagsins í sjö ár og for- maður klak- og fiskræktun- arnefndar félagsins í meira en tuttugu ár. Einnig var hann formaður Leirvogsárnefndar. Útför Runólfs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sinn, og „fljótið helga" (Heydals- ána). Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku afi, hafðu þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Góður Guð varðveiti minningu þína. Sigríður Hafdís Runólfsdóttir. Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (St. Th.) September hefur verið sérstak- lega hlýr og fallegur haustmánuð- ur. Björkin staðið í blóma lengur en algengt er, en allt á sinn tíma og bliknuð laufin falla til foldar því moldin heimtar sitt. Eins og með bliknuðu laufín er Runólfur horfinn okkur sjónum en minningin lifir. Engum sem til þekktu kom andlát hans að óvör- um. Ungur að árum fékk hann berkla og gekk ekki heill til skóg- ar í meira en hálfa öld. Hann var í skóla þegar veikindin dundu yfir og björt framtíðarsýn var hulin skugga. Hann mun hafa ætlað sér að ganga menntabrautina en til þess hafði hann gáfur og hæfi- leika. Hann var víðlesinn, minnug- ur og fróður. Átti mikið af bókum sem hann nýtti sér vel. En þrátt fyrir mótlætið lét hann ekki deigan síga. Hann var at- hafnamaður í eðli sínu og eigin- Iegra að ganga á undan en láta aðra segja sér fyrir verkum. Hann var gleðigjafi í góðvina hópi, hafði góða frásagnarhæfí- leika og mikinn húmor. Lét engan eiga hjá sér, en veitti þeim lið sem minna máttu sín. Hann var baráttumaður, en heilsa hans leyfði ekki mikil átök. Hugur og hönd voru ekki staðbundin en leituðu verka sem hann hafði áhuga fyrir. Skrifari var hann með afbrigðum góður og hafði gott vald á ritmáli. Vandvirkur var hann í meira lagi og hafði allt í röð og reglu sem hann kom nærri. Guðaveigar kunni hann vel að meta og þær unaðsstundir sem lífið hefur upp á að bjóða lét hann ekki fram hjá sér fara. Allra manna gestrisnastur, bóngóður og hjálpfús. Höfðingi heim að sækja. Erfiðleika sína bar hann ekki á torg en var alltaf glaður og reifur á hverju sem gekk. Björtu hliðarnar voru hans leiðarljós. Fyrir tæpri hálfri öld lágu leiðir okkar saman á BSR. Hann var þá afgreiðslumaður á stöðinni og fórst það vandasama verk vel úr hendi. Einnig var hann leigubíl- stjóri til margra ára. En heilsu hans var þannig háttað að hann þurfti að leita sér hvíldar á heilsu- hæli öðru hverju. Ég á margar góðar minningar um Runólf frá okkar samstarfsárum. Hann var traustur þeim sem hann vildi vel og okkur gleðigjafi sem áttum með honum samleið. Mjög mikill hirðumaður með sína bíla og voru þeir ávallt stöðinni til sóma. Þá var hann mikið snyrtimenni og háttvís í framkomu. Síðustu fjögur til fimm árin höfum við búið undir sama þaki og ég þeim mun betur séð hversu heilsu hans hrakaði ár frá ári. Fyrir hönd húsfélagsins þakka ég honum fyrir liðnu árin og góð kynni. Megi kvöldroði hnígandi sólar vísa honum veginn inn á eilífðar- braut. Jakob Þorsteinsson. Runólfur Elínusson kom til starfa hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur 1971. Hann tók þá við nýjum bókabíl, sem hann kall- aði Stubb vegna æsku bílsins og smæðar miðað við hinn bókabíl Borgarbókasafns, sem Runólfur skírði snarlega Höfðingjann sakir aldurs og virðuleika. Þeim nöfnum hafa bókabílarnir haldið síðan. Á fyrstu árum bókabíla var aðsetur þeirra í gömlu Slökkvi- stöðinni í Tjarnargötu. Okkur kvennaliðinu þar fannst á þessum rauðsokkuárum þessi nýi starfs- maður, Runólfur, vera hálfgerð karlremba, talaði um „kellinguna heima" og notaði kröftug orð um menn og málefni. Við skiptum fljótlega um skoðun þegar við kynntumst Pálínu konunni hans. Hún notaði helmingi kröftugra orðalag en hann, kát og skemmti- leg. Þau höfðu afskaplega gaman af orðahnippingum, enda með ná- kvæmlega eins kímnigáfu, og ríkti gagnkvæm virðing þeirra á milli og innileg væntumþykja. Og sam- stiga voru þau í gestrisni, gjaf- mildi og stórhug. Oteljandi send- ingar fengum við starfsfólkið úr eldhúsi Pálínu, nýbakaðar pönnu- kökur, jólakökur eða randalínur, og Runólfur skákaði þessu í kaffi- stofuna tuldrandi um að kellingin hefði rekist á þetta einhvers stað- ar þegar hún var að þrífa skápana eða háaloftið. Þau heiðurshjón hygluðu ekki bara okkur, heldur ótal öðrum, nágrönnum, ættingj- um og vinum, alltaf hjálpandi mörgum. Runólfur var einstakur heiðurs- maður, þótt hann reyndi sitt besta til að breiða yfir það með tals- mátanum. Ég var oft með honum í bókabílnum „Stubb" fyrr á árum og varð vitni að innilegri um- hyggju hans og virðingu fyrir öldr- uðum, fötluðum og börnum. Hann kunni að tala við hvern einstakling fyrir sig, hafði næmi og skilning á hverjum persónuleika, hressti þá með sinni einstöku kímnigáfu, og ég held að flestir hafi farið glaðari út úr bókabílnum en þeir komu inn, og margir flissandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.