Morgunblaðið - 06.10.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 06.10.1996, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þverá í Rangárvalla- sýslu bætist væntanlega í hóp laxveiðiáa landsins næsta sumar. Búið er að gera ána fiskgenga, sleppa í hana ógrynni laxaseiða aukþess sem unnið er að umfangsmikilli skógrækt og land- græðslu á bökkum árinnar. Guðni Einars- son blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari kynntu sér framkvæmdimar við Þverá. ÞVERÁ lætur lítið yfír sér þar sem hún rennur með Fljótshlíðinni og svelgir fjölda lækja á leið sinni niður í Eystri- Rangá. Þveráin hefur grafið sér farveg í aurana neðan við Fljóts- hlíðina. Þar er áin vel fiskgeng og að mörgu leyti ákjósanleg veið- iá, vatnið hreint og enginn jökull í því. Áin er löng og grunn og hlýnar því vatnið á góðviðrisdög- um sem þykir ákjósanlegt fyrir viðkomu físka. Undanfarin tvö sumur hefur verið unnið að lagfæringu á far- vegi Þverár á átta kílómetra löng- um kafla ofan _ við ármótin við Eystri-Rangá. Á þessum kafla, sem nær frá brú yfír ána á þjóð- vegi 1 stutt austan við Hvolsvöll og niður að ármótum, flæmdist Þveráin yfir töluvert svæði í grunnum álum. Víðast hvar var hægt að vaða yfir á lágum stígvél- um og þessi hluti árinnar tæplega eða ekki fiskgengur nema í vatna- vöxtum. Eystri-Rangá er þekkt laxveiðiá og skilyrði ákjósanleg í Þverá innanverðri. Það þótti því til nokkurs að vinna að greiða fiski leið á milli þessara vatnasvæða. Um leið og farvegurinn hefur verið lagfærður hefur verið unnið að landgræðslu og skógrækt með- fram þessum kafla árinnar. Þeir sem standa að þessum fram- kvæmdum eru Veiðifélag Þverár og Skógræktarfélag Rangæinga. Markús Runólfsson er formaður beggja félaganna. Veiðifélag Þver- ár er félag nær allra landeigenda sem eiga land að Þverá, allt inn að Háamúla í Fljótshlíð, en þeir eru á milli 70 og 80 talsins. Flest- ir landeigendur eru í Fljótshlíðinni en einnig í Hvolhreppi, Rangár- vallahreppi og Vestur-Landeyjum. Félagið hafði lengi legið í láginni en var endurreist í fyrra í þeim tilgangi að efla fiskgengd í Þverá og byggja hana upp sem veiðiá. „Við teljum að lífsskilyrðin fyrir fisk séu ágæt inni í Fljótshlíð," segir Markús. „Þar rennur áin á malarbotni með grónum bökkum og hitastig vatnsins er ákjósan- legt.“ Markús segir að nú séu bleikja, urriði og sjóbirtingur í Þverá. Margra ára þróun Allt fram á miðjan fímmta ára- tug aldarinnar rann Markarfljót í Þverá og flæmdist þetta vatnsfall óbeislað vítt og breitt yfír aurana neðan við Fljótshlíð. Hlaðið var fyrir Markarfljót í lok seinna stríðs og því beint í núverandi farveg. Þótt Þveráin væri nú miklu vatns- minni en áður hélt hún áfram flandri sínu í grunnum farvegum um aurana. Séra Sveinbjörn Högnason, GREINILEGA sést hvernig sandurinn úr farvegi Þverár hefur safnast saman neðan við garðana frá því í sumar og myndað eyrar. Gróður er undrafyótur að nema þetta nýja land. Morgunblaðið/RAX : » i 8 t m L MARKÚS Runólfsson breiðir loðnunót yfir nýja árbakkann Sandgarðurinn er varinn með trölivöxn- um grastorfum og gömlum veggjabrotum er sökkt við garðbrúnir þar sem mest mæðir á. fyrrum prestur á Breiðabólstað og alþingismaður, kom með þá hug- mynd á sjötta áratugnum að beina Þverá í einn farveg og gera hana fiskgenga. Snemma á sjöunda ára- tugnum kannaði Ásgeir L. Jóns- - son, þáverandi vatnsvirkjaráðu- ® nautur Búnaðarfélagsins, hvað f þyrfti til að laga farveg árinnar á ^ svæðinu frá Lambey inn að Háamúla. Ásgeir skilaði skýrslu i desember 1964 um „Stokklagn- ingu Þverár í Fljótshlíð og hliðar- lækja“. Hann kynnti sér úrkomu í Fljótshlíð og rennsli Merkjaár. Með tilliti til þess taldi Ásgeir hæfílegt að mesta breidd farvegar Þverár yrði áætluð 60 metrar og | síðan mjókkandi eftir því sem inn- m ar drægi. Áætlaður kostnaður við 'i þessa framkvæmd, ásamt teng- 1 iálmum við hliðarár og læki, var rúmar tvær milljónir á þágildandi verðlagi. Miðað við hækkun bygg- ingarvísitölu eru það tæpar 19 milljónir króna á núvirði. Markús Runólfsson segir að fyrir um 20 árum, meðan fram- ræsla lands naut styrkja, hafi ver- g ið fenginn ráðunautur frá Búnað- arfélaginu til að leggja mat á hvort v aðgerðir til að laga farveg Þverár | yrðu styrktar. „Það fékkst jákvætt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.