Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þverá í Rangárvalla- sýslu bætist væntanlega í hóp laxveiðiáa landsins næsta sumar. Búið er að gera ána fiskgenga, sleppa í hana ógrynni laxaseiða aukþess sem unnið er að umfangsmikilli skógrækt og land- græðslu á bökkum árinnar. Guðni Einars- son blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari kynntu sér framkvæmdimar við Þverá. ÞVERÁ lætur lítið yfír sér þar sem hún rennur með Fljótshlíðinni og svelgir fjölda lækja á leið sinni niður í Eystri- Rangá. Þveráin hefur grafið sér farveg í aurana neðan við Fljóts- hlíðina. Þar er áin vel fiskgeng og að mörgu leyti ákjósanleg veið- iá, vatnið hreint og enginn jökull í því. Áin er löng og grunn og hlýnar því vatnið á góðviðrisdög- um sem þykir ákjósanlegt fyrir viðkomu físka. Undanfarin tvö sumur hefur verið unnið að lagfæringu á far- vegi Þverár á átta kílómetra löng- um kafla ofan _ við ármótin við Eystri-Rangá. Á þessum kafla, sem nær frá brú yfír ána á þjóð- vegi 1 stutt austan við Hvolsvöll og niður að ármótum, flæmdist Þveráin yfir töluvert svæði í grunnum álum. Víðast hvar var hægt að vaða yfir á lágum stígvél- um og þessi hluti árinnar tæplega eða ekki fiskgengur nema í vatna- vöxtum. Eystri-Rangá er þekkt laxveiðiá og skilyrði ákjósanleg í Þverá innanverðri. Það þótti því til nokkurs að vinna að greiða fiski leið á milli þessara vatnasvæða. Um leið og farvegurinn hefur verið lagfærður hefur verið unnið að landgræðslu og skógrækt með- fram þessum kafla árinnar. Þeir sem standa að þessum fram- kvæmdum eru Veiðifélag Þverár og Skógræktarfélag Rangæinga. Markús Runólfsson er formaður beggja félaganna. Veiðifélag Þver- ár er félag nær allra landeigenda sem eiga land að Þverá, allt inn að Háamúla í Fljótshlíð, en þeir eru á milli 70 og 80 talsins. Flest- ir landeigendur eru í Fljótshlíðinni en einnig í Hvolhreppi, Rangár- vallahreppi og Vestur-Landeyjum. Félagið hafði lengi legið í láginni en var endurreist í fyrra í þeim tilgangi að efla fiskgengd í Þverá og byggja hana upp sem veiðiá. „Við teljum að lífsskilyrðin fyrir fisk séu ágæt inni í Fljótshlíð," segir Markús. „Þar rennur áin á malarbotni með grónum bökkum og hitastig vatnsins er ákjósan- legt.“ Markús segir að nú séu bleikja, urriði og sjóbirtingur í Þverá. Margra ára þróun Allt fram á miðjan fímmta ára- tug aldarinnar rann Markarfljót í Þverá og flæmdist þetta vatnsfall óbeislað vítt og breitt yfír aurana neðan við Fljótshlíð. Hlaðið var fyrir Markarfljót í lok seinna stríðs og því beint í núverandi farveg. Þótt Þveráin væri nú miklu vatns- minni en áður hélt hún áfram flandri sínu í grunnum farvegum um aurana. Séra Sveinbjörn Högnason, GREINILEGA sést hvernig sandurinn úr farvegi Þverár hefur safnast saman neðan við garðana frá því í sumar og myndað eyrar. Gróður er undrafyótur að nema þetta nýja land. Morgunblaðið/RAX : » i 8 t m L MARKÚS Runólfsson breiðir loðnunót yfir nýja árbakkann Sandgarðurinn er varinn með trölivöxn- um grastorfum og gömlum veggjabrotum er sökkt við garðbrúnir þar sem mest mæðir á. fyrrum prestur á Breiðabólstað og alþingismaður, kom með þá hug- mynd á sjötta áratugnum að beina Þverá í einn farveg og gera hana fiskgenga. Snemma á sjöunda ára- tugnum kannaði Ásgeir L. Jóns- - son, þáverandi vatnsvirkjaráðu- ® nautur Búnaðarfélagsins, hvað f þyrfti til að laga farveg árinnar á ^ svæðinu frá Lambey inn að Háamúla. Ásgeir skilaði skýrslu i desember 1964 um „Stokklagn- ingu Þverár í Fljótshlíð og hliðar- lækja“. Hann kynnti sér úrkomu í Fljótshlíð og rennsli Merkjaár. Með tilliti til þess taldi Ásgeir hæfílegt að mesta breidd farvegar Þverár yrði áætluð 60 metrar og | síðan mjókkandi eftir því sem inn- m ar drægi. Áætlaður kostnaður við 'i þessa framkvæmd, ásamt teng- 1 iálmum við hliðarár og læki, var rúmar tvær milljónir á þágildandi verðlagi. Miðað við hækkun bygg- ingarvísitölu eru það tæpar 19 milljónir króna á núvirði. Markús Runólfsson segir að fyrir um 20 árum, meðan fram- ræsla lands naut styrkja, hafi ver- g ið fenginn ráðunautur frá Búnað- arfélaginu til að leggja mat á hvort v aðgerðir til að laga farveg Þverár | yrðu styrktar. „Það fékkst jákvætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.