Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir vísindatrylli Johns Carpenters Escape from LA með Kurt Russell í aðalhlutverki, en í myndinni sem er framhald Escape from New York leikur hann á nýjan leik eineygða útlagann Snake Plissken. Meðal annarra leikara í myndinni eru Steve Buscemi, Stacy Keach og Peter Fonda. Aftur á flótta ESCAPE from LA er nýjasta myndin sem John Carpenter leikstýrir og er hún framhald myndar hans Escape from New York sem hann gerði 1981. Car- penter skrifar sjálfur handrit myndarinnar og nýtur við það aðstoðar Kurts Russell, sem fer með aðalhlutverkið, og Debra Hill sem framleiðir myndina. Escape from New York var látin gerast árið 1997 og var New York þá eitt stórt fangelsi þar sem þúsundir illmenna eru lokað- ar innan borgarveggjanna. Flug- vél forsetans hrapar í þessu víti og er skúrkurinn Snake Plissken (Kurt Russell) fenginn til að bjarga honum úr klóm skrílsins og flýja vítisholuna. Escape from LA gerist hins vegar árið 2013 þegar jarðskjálfti hefur riðið yfir Los Angeles og gert borgina að eyju í Kyrrahafí. Dóttir forsetans gengur í lið með s-amerískum skæruliðum en Snake Plissken er á ný fenginn til að bjarga málunum. Kurt Russell er kominn á fullan skrið á nýjan leik eftir að ferill hans sem leikara virtist á hraðri niðurleið. Hann er nú aftur kom- inn í hóp vinsælustu leikaranna vestan hafs og hermir sagan að hann hafi fengið litlar 10 milljón- ir dollara fyrir þátt sinn í gerð Escape from LA. Kurt er fæddur 17. mars 1951 í borginni Springfíeld í Massac- husetts, og var hann aðeins 10 ára gamall þegar hann fékk hlut- verk í kvikmyndinni It Happened at the World’s Fair, sem Elvis Presley lék aðalhlutverkið í. Arið 1960 gerði Walt Disney svo tíu ára samning við hinn unga leik- ara og undirritaði Disney sjálfur samninginn. Þegar Kurt var 12 ára fór hann með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröð sem hét The Travels of Jamie McPheeters, en á þessum árum lék hann í fjölda annarra sjónvarpsþátta og mörg- um kvikmyndum fyrir Disney. Þegar tími hans sem bamastjörnu var á enda sneri hann sér að hafnaboltaleik og fetaði þar með í fótspor föður síns, sem hafði haft hafnaboltaleik að atvinnu áður en hann sneri sér að leikl- ist. Meiðsli á öxl sem Kurt hlaut urðu hins vegar til þess að hann sneri sér aftur að leiklistinni og árið 1979 lék hann í sjónvarps- myndinni Elvis, sem John Car- penter leikstýrði, og hlaut hann tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína. í kjölfarið fylgdi hlutverk í kvikmyndinni Used Cars (1980) og ári síðar réð John Carpenter hann svo til að fara með hlutverk í myndinni Escape from New York, en þeir áttu síðar eftir að vinna saman að myndunum The Thing (1982), Big Trouble in Little China (1986) og _nú síðast Escape from LA. Árið 1983 lék Kurt Russell í Silkwood og hlaut tilnefningu til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverkið, og ári síðar urðu tíma- mót í lífi hans þegar hann lék á móti Goldie Hawn i myndinni Swing Shift. Þau féllu hvort fyrir öðru og hafa búið saman síðan. Næstu myndir sem Kurt Russell lék í ollu flestar hveijar miklum vonbrigðum, en meðal þeirra eru The Best of Times (1986), Overboard (1987), Tequila Sunr- ise (1988) og Winter People (1989). Ferill hans virtist kominn PAM Grier leikur glæpakvendi sem leiðir flokk fanta og svífst hún einskis í átökunum við óvinina. LÆKNIRINN í Beverly Hills (Bruce Campbell) tekur Snake til óþægilegrar skoðunar og beitir engum vettlingatökum. í öngstræti og áskotnaðist honum þá hlutverk í Tango and Cash (1989) eftir að Patrick Swayze hafði hafnað því, og sömuleiðis fékk hann hlutverk í Backdraft (1991) eftir að Dennis Quaid hafði hafnað því hlutverki. Þessar tvær myndir léku lykilhlutverk í því að koma ferli leikarans á rétt- an kjöl að nýju. Hann var aftur kominn ofarlega á listann yfir stjörnur Hollywood eftir að hann fór með hlutverk Wyatt Earp í Tombstone (1993) og lék í ævin- týramyndinni Stargate (1994). Þá treysti hann sig enn í sessi þegar hann lék í Executive Decisi- on sem frumsýnd var á þessu ári. Næsta mynd sem væntanleg er með Kurt Russell er Break- down sem frumsýnd verður á næsta ári og þá fer hann með hlutverk í Soldier sem frumsýnd verður 1998. Meðal annarra leikara í Escape from New York eru Steve Busc- emi, sem enn á ný leikur þijót af verstu gerð, og þau Stacy Keach, Peter Fonda, Cliff Robertson og Pam Grier, sem öll upp á sitt besta á árunum um og upp úr 1970. JOHN Carpenter leikstjóri Escape from L.A. er afar fjölhæfur kvikmyndagerð- armaður en auk þess að hafa leikstýrt 18 kvikmyndum hefur hann skrifað handrit og samið tónlistina við flestar þeirra, framleitt myndir og klippt, og auk þess hefur hann leikið í einum átta myndum. Meðal annars hefur hann ný- lega lokið við að leika aukahlutverk í kvikmynd sem Quentin Tarantino er að gera eftir sögunni Rum Punch eftir El- more Leonard (Get Shorty). Carpenter var á hátindi ferils síns þegar hann gerði Escape from New York árið 1981, en hann þykir hafa dalað í seinni tíð og er litið á Escape from L.A. sem tilraun hans til að ná fyrri hylli. Myndin hefur reyndar gert það ágætt og var hún þriðja vinsælasta myndin helgina sem hún var frumsýnd í Bandaríkjunum og skilaði þá á tíundu milljón dollara í tekjur. Carpenter er fæddur 16. janúar 1948 í borginni Carthage í New York fylki en flutti ungur að árum með fjölskyldu sinni til Bowling Green í Kentucky. Hann stundaði nám við háskólann í Vestur- Kentucky þar sem faðir hans veitti tón- listardeild skólans forstöðu og síðan sótti hann nám í kvikmyndagerð við USC kvikmyndaskólann í Los Angeles, en allt frá barnæsku hefur hann verið heillaður af öllu sem viðkemur kvikmyndum. Car- Tilraun til að ná fyrri hylli penter byrjaði að gera stuttmyndir um fermingaraldur, eða árið 1962, og árið 1970 hlaut hann óskarsverðlaun fyrir stuttmyndina The Resurrection of Bronco Billy, en hann vann að henni á meðan hann var við nám í kvikmyndaskó- lanum. Eftir að hafa unnið til verðlauna fyrir stuttmynd sína gerði Carpenter nokkrar ódýrar myndir sem náðu talsverðri hylli bæði hjá almennum áhorfendum jafnt og gagnrýnendum, en meðal þeirra eru Dark Star (1973), Assault on Precinct 13 (1976) og Halloween (1978), sem kost- aði aðeins 300 þúsund dollara að gera en hefur skilað samtals um 75 milljónum doljara í tekjur. Árið áður en Carpenter gerði Escape from New York árið 1981 gerði hann hrollvekjuna The Fog og árið eftir gerði hann vísindatryllinn The Thing. Handrit- ið að Escape from New York skrifaði hann reyndar árið 1974. Myndin kostaði sjö milljónir dollara í framleiðslu, en til samanburðar má geta þess að Escape from L.A. kostaði um 50 miHjónir doll- ara. Carpenter hefur löngum dýrkað leik- stjórann Howard Hawks og gert myndir í anda hans, og vinnur hann nú að undir- búningi myndar um þetta átrúnaðargoð sitt. The Thing er endurgerð myndar sem Hawks gerði, og sömu sögu er að segja um Assault on Precinct 13th, sem er á vissan hátt endurgerð Rio Bravo eftir Hawks. Carpenter lítur á leikstjór- ann sem hinn raunverulega höfund kvik- myndar og sagði hann skilið við stóru kvikmyndaverin þegar honum fannst hann ekki hafa nægileg yfirráð yfir myndum sínum. Hann gerðist óháður kvikmyndagerðarmaður en það er margra áiit að við það hafi hann misst andagiftina. Carpenter hefur átt í nokkrum deilum við samtök handritshöfunda um það hvern eigi að telja hinn raunverulegan höfund kvikmyndar, og hefur hann látið nokkur þung orð falla í því sambandi. „Ég er bæði handritshöfundur og leik- stjóri, og handrit er langt fráþví að vera kvikmynd. Það er aðeins orðaflaum- ur. Leikstjórinn gerir myndina og allt tal um annað er hreinlega þvættingur. Aðrir hafa leikstýrt myndum eftir hand- ritum sem ég hef skrifað, og þannig var t.d. The Eyes of Laura Mars leikstýrt af Irvin Kershner og hann er höfundur þeirrar myndar en ekki ég. Sem leik- sljóri er ég höfundur mynda minna. Ég veit að þetta sjónarmið nýtur ekki vin- sælda þjá handritshöfundum, en svona er þetta bara því miður. Ef handritshöf- undurinn heldur að hann sé höfundur kvikmyndar þá ætti hann bara að þræða handritið inn í sýningarvél og við skulum sjá hvernig það kemur út,“ segir Car- penter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.