Morgunblaðið - 19.10.1996, Side 6

Morgunblaðið - 19.10.1996, Side 6
6 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögð hefur verið fram tillaga um að breyta Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í lokað hlutafélag JÓN Ingvarsson, stjómarfor- maður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, segir ekki ólík- legt að væntanlegt hlutafélag SH taki upp aðra fjárfestingastefnu en SH hefur haft. Verði SH breytt í hlutafélag geti félagið ekki viðhaldið fortakslausri skilaskyldu gagnvart framleiðendum líkt og nú er og því verði félagið að tryggja nægilegan aðgang að framleiðslunni eftir öðrum leiðum svo að það geti áfram haldið úti öflugu markaðsstarfi. Sölumiðstöðin er síðast stóru sölu- samtakanna til að breyta sér í hluta- félög. Áður hefur sjávarafurðadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga verið breytt í hlutafélag undir nafninu íslenskar sjávarafurðir og Sölusam- bandi íslenskra fiskframleiðenda var breytt í hlutafélag fyrir tveimur árum. Bæði þessi félög eru opin hlutafélög og skráð á hlutabréfamarkaði. Innan SH hafa breytingar á félags- forminu verið til umræðu í mörg ár. Andstaða hefur verið við að taka upp hlutafélagaformið, en sú andstaða hefur minnkað að undanfömu. Þó þokkaleg samstaða hafi tekist um þessa niðurstöðu innan stjómar era ekki allir fyllilega sáttir við hana innan félagsins. Nokkrir era andvígir breyt- ingunni og eins vildu allmargir ganga lengra og hafa hlutafélagið opið. SH hefur verið að breytast Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er, eins og nafnið bendir til, sameiginleg söluskrifstofa nokkurra af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. SH rekur söluskrifstofur í Bandaríkj- unum, Englandi, Þýskalandi, Frakk- Líkur á breyttri fjárfestingastefnu Flest bendir til að félagsfundur í SH samþykki að breyta félaginu í lokað hlutafélag. Líklegt má telja að við þessa breytingu verði nokkur áherslu- breyting hjá SH og að félagið fari að fjárfesta í sj ávarútvegsfyrirtækjum. Egill Ólafsson skoðaði þær breytingar sem eru framundan hjá SH. landi og Japan. Þó SH sé að forminu til félag fyrirtækja er það að flestu leyti rekið eins og lokað hlutafélag. Umræður um breyt- ingar á félagsforminu hafa leitt til þess að sam- þykktum félagsins hefur verið breytt verulega í átt til hlutafélagaformsins. I upphafi fór hvert frystihús með eitt atkvæði á félagsfundum, en fyrir fáum árum var atkvæðavæginu breytt. Atkvæð- in eru nú 100.000 og skiptast þann- ig að 20% skiptast jafnt milli fyrir- tækjanna, 40% skiptast í hlutfalli við útflutningsverðmæti liðið starfsár og 40% miðast við eignarhlut félags- manna um næstliðin ára- mót. „Það er þó mikill eðlis- munur á því að vera hlutafélag, sem hefur það að markmiði að skila hluthöfum sínum arði af þeim fjármunum sem þeir eiga bundna í félaginu og hins vegar sam- eíginlegri söludeild, sem Sölumið- stöðin hefur verið, sem hefur haft það að markmiði að skila framleið- endum hæsta verði fyrir lægsta til- kostnað," sagði Jón Ingvarsson. „í öðru lagi er Sölumiðstöðin ekki sjálfstæður skattaaðili heldur hafa eigendurnir verið skattlagðir af tekj- um og eignum sínum. I þriðja lagi hefur verið í samþykktum SH for- takslaus skilaskylda á framleiðend- um varðandi afurðir. Slíkri skila- skyldu verður ekki viðkomið í sam- þykktum hlutafélags. í fjórða lagi hefur hvílt innlausnarskylda á hlut- um félagsmanna ef þeir hafa viljað ganga úr félaginu. Þetta getur verið mjög íþyngjandi fyrir félagið ef stór- ir aðilar ákveða að fara úr því.“ Framtíðin ræðst af frammistöðu félagsins Sú spuming vaknar hvort hlutafé- lagaformið komi til með að leiða til breytinga á þeim hópi fyrirtækja sem nú eru í SH. „Við hljótum að vona að svo verði ekki. En það hlýtur að vera frammi- staða félagsins sem ræður því. Ég vonast til að árangur félagsins verði með þeim hætti að eigendur þess kjósi að fela Sölumiðstöðinni að sjá áfram um sölu sinna afurða. Þessi breyting kemur til með að fela í sér ýmis sóknarfæri að mínu mati. Það má hugsa sér að aukið hlutafé verði sótt til núverandi eig- enda félagsins. Ennfremur má hugsa sér þann möguleika að stjórn hlutafé- lagsins bjóði öðram framleiðendum, sem ekki era í Sölumiðstöðinni í dag, hlut í þessu félagi," sagði Jón. Vert er að hafa í huga að breyting- ar hafa átt sér stað á eigendahópn- um. Fyrir fáum árum yfirgaf Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum SH, en hún var á sínum tíma eitt stærsta fyrirtækið innan félagsins. Nú er útlit fyrir að Norðurtanginn hf. á ísafirði fari úr SH. Það hefur verið stefna SH að fjár- festa ekki í íslenskum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Að sumra mati hefur þessi stefna átt þátt í að SH hefur verið að tapa markaðshlutdeild með- al framleiðenda sjávarafurða á Is- landi. Jón sagði að félagsformið hefði ekki komið í veg fyrir að SH fjárfesti í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um, en hann á allt eins von á að væntanlegt hlutafélag taki upp aðra fjárfestingastefnu en SH hefur fylgt. „Styrkur SH er annars vegar þetta sölunet með markaðs- og söluskrif- stofum úti á markaðssvæðunum og hins vegar að hafa tryggan aðgang að framleiðslunni. Þetta hvort tveggja verður að haldast í hendur. Aðgangurinn að framleiðslunni er forsenda þess að við getum haldið þessu mikla markaðsstarfi úti. Þegar skilaskyldan er ekki lengur fyrir hendi verður hlutafélagið að hafa tækifæri til þess að geta ijárfest í framleiðslunni með beinum eða óbeinum hætti,“ sagði Jón. I I I I I , I : í. 100 manns kosnir í samn- inganefnd FÉLAGSFUNDUR Dagsbrúnar samþykkti í fyrrakvöld að setja á stofn tæplega 100 manna samninga- nefnd sem fer með samningsumboð félagsins í komandi kjaraviðræðum. Nefndinni var einnig veitt umboð til að ganga frá kröfugerð. í ályktun sem samþykkt var á fundinum er kjaraþróun síðustu missera harðlega gagnrýnd. „Lang- lundargeð launafólks er á þrotum. Gleggsta dæmið um það eru árekstr- ar sem hafa orðið á félagssvæði Dagsbrúnar undanfarið, þar sem spenna er að bijótast fram hvað eft- ir annað í fyrirtækjum vegna óánægju launafólks með kjör sín. Meginkrafan í komandi kjara- samningum verður um hækkun kauptaxta, kauptryggingu og at- vinnuöryggi fólks. Þessum kröfum verður fylgt fast eftir. Það verður að sýna ríkisvaldinu og atvinnurek- endum að réttmætar kröfur fólks um kjarabætur verða ekki hunsaðar." Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að á fundinum hefðu farið fram málefnalegar um- ræður um kjaramál og vígstöðuna í komandi samningaviðræðum. Hann sagði Dagsbrún leggja mikla áherslu á hækkun kauptaxta og ennfremur að gripið yrði til aðgerða til að draga úr atvinnuleysi, sem væri langt því frá úr sögunni. í gær hefðu t.d. 40 Dagsbrúnarmenn komið inn á at- vinnuleysisskrá. Halldór sagði að innan Dagsbrún- ar væri lögð mikil áhersla á að hafa náið samráð við alla vinnustaði og þess vegna væri samninganefndin þetta stór. Nefndin myndi síðan skipa minni viðræðunefnd. Tillaga um vinnulöggjöf felld Þórir Karl Jónasson lagði fram tillögu á fundinum um að Dagsbrún setti fram kröfu í komandi kjaravið- ræðum um að vinnulöggjöfinni yrði breytt til fyrra horfs. Umræður urðu um tillöguna og vildu sumir breyta henni. Þórir Karl hafnaði því og var hún því borin undir atkvæði og felld. Morgunblaðið/Silli Við stýrið á fæðingar- staðnum AÐFARANÓTT 10. október í fyrra fæddi Vigdís Sigvarðar- dóttir, Lyngási í Kelduhverfi, fjórtán marka stúlkubarn í bíl á Tjörnesi, en Vigdís og Sigurður Tryggvason, eiginmaður henn- ar, voru þá á leiðinni á sjúkra- húsið á Húsavík þar sem ljóst var að barnið var á leiðinni. Þau komu við á næsta bæ þar sem Hrefna María Magnúsdóttir, fyrrum ljósmóðir og móðir Sig- urðar, slóst með í förina. Dóttir- in litla beið þess hins vegar ekki að komið væri til Húsavíkur, heldur fæddist á miðju Tjörnes- inu. Fæðingin átti sér stað í aft- ursæti bílsins og aðstoðaði Hrefna Maria við fæðinguna, sem gekk bæði hratt og vel. Sig- urður fylgdist hins vegar með í baksýnisspeglingum og hélt ferðinni til Húsavíkur ótrauður áfram. Litla stúlkan, sem hlotið hefur nafnið Anna Karen, er nú orðin rúmlega eins árs og sést hún hér ásamt móður sinni við stýrið í heimilisbílnum þar sem hún kom í heiminn. Andlát SIGRÚN ÁSTA PÉTURSDÓTTIR SIGRÚN Ásta Péturs- dóttir hjúkrunarkona lést laugardaginn 12. október. Banamein hennar var krabbamein. Sigrún Ásta fæddist þann 27. febrúar árið 1941 í Reykjavík, dóttir Péturs Guðmundssonar bifreiðastjóra og Ástu Kristínar Davíðsdóttur. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarkona árið 1962. Sigrún Ásta starfaði víða, m.a. við heimahjúkrun, á geð- deildum, á handlækn- ingadeildum, í Blóðbankanum og við hjúkrun aldraðra. Hún starfaði sem hjúkrunarkona þar til í september 1994. í viðtali við Morgunblaðið í júní sl. kom Sigrún Ásta m.a. á framfæri skoðunum sínum á því hvernig um- hverfið mætir þeim sem heyja sitt dauðastríð. Sjálf kvaðst hún ekki kvíða dauðanum. Sitt mottó væri að lifa lífinu lifandi og njóta þess, jafnvel síð- ustu stundanna. f viðtalinu sagði Sig- rún Ásta meðal annars: „Ég hef ekki einn dag grátið örlög mín, þvert á móti hlakka ég nú orðið til að deyja. Öll eram við dauðvona, það er bara misjafnlega langt þar til við eigum að deyja. Þegar fólk er orðið veikt og líkaminn orðinn því sem næst ónýtur er tilhlökkunar- efni að losna úr hon- um.“ Þá sagði hún einnig: „Ég hef átt gott líf og miklu barnaláni að fagna. Börnin mín lifa nú sjálfstæðu lífi og hafa það gott, kannski þess vegna hef ég átt svona auðvelt með að sætta mig við að fara héðan.“ Eftirlifandi eiginmanni sínum, Pálma Degi Jónssyni, giftist Sigrún Ásta árið 1963. Börn þeirra era Ásta Kristín, Ester og Rúnar. ANTON RINGELBERG ANTON Ringelberg blómaskreytingamaður andaðist á öldrunar- deild Heilsuverndar- stöðvarinnar aðfaranótt 18. október. Hann var á 76. aldursári. Anton fæddist í Haag í Hollandi 19. júní 1921 og ólst hann þar upp. Hann var lærður garðyrkjumaður og blómaskreytingamaður og var kennari við garð- yrkjuskólann Huis del Lande í Hollandi. Hann kom til íslands 1949 og réðst þá til starfa hjá Ingimar Sig- urðssyni í blómaversluninni Flóru í Austurstræti. Þar starfaði hann þar til hann stofnaði Rósina í Vestur- veri, Aðalstræti 6, þann 5. desember 1955. Það- an flutti verslunin í Glæsibæ og rak Anton hana þar til hann hætti vegna heilsubrests árið 1985. Anton hlaut viður- kenningu fyrir blóma- skreytingar vegna brúð- kaups furstahjónanna í Mónakó. Eftir að hann flutti til íslands sá hann um allar blómaskreyt- ingar á Bessastöðum í forsetatíð Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns. Hann var sæmdur riddarakrossi de Orde van Oranje Nassu af Júlíönu Hollandsdrottningu. í i l I L I I f t t I ? I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.