Morgunblaðið - 19.10.1996, Page 8

Morgunblaðið - 19.10.1996, Page 8
8 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ f Fjárlagafrumvarpiö 1997 lagt fram í gær meö afgangi: r±-. qz -Kf V • Öf&AÍU/JO ------ Embætti ríkislögreglusljóra auglýst laust til umsóknar Rannsóknír skatta- og efnahagsbrota efldar VIÐ stofnun embættis ríkislög- reglustjóra verður rannsóknarlög- regla ríkisins lögð niður og flytj- ast meginverkefni hennar til emb- ættis lögreglustjórans í Reykjavík og til rannsóknardeilda við lög- reglustjóraembætti víða um land. Þær rannsóknardeildir verða jafn- framt styrktar. Helsta viðfangs- efni embættis ríkislögreglustjóra verður rannsókn á brotum i skatta- og efnahagsmálum. Alþingi samþykkti frumvarp til nýrra lögreglulaga sl. vor, en lög- in taka gildi 1. júlí á næsta ári. Embætti ríkislögreglustjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 8. nóv- ember. Símon Sigvaldason, deild- arsérfræðingur í dómsmálaráðu- neytinu, segir að ekki sé búið að ganga frá því hver launakjör ríkis- lögreglustjóra verði, en þó hljóti að vera miðað við að þau séu ekki lakari en kjör rannsóknarlögreglu- stjóra. Nýr ríkislögreglustjóri hefur undirbúning starfa um áramót og er reiknað með að embættið verði a.m.k. fyrst um sinn til húsa þar sem rannsóknarlögreglan hefur verið, í Auðbre.fku í Kópavogi. Rúmt og mikiö starfssvið Miklar breytingar verða á skip- an lögreglumála við stofnun emb- ættis ríkislögreglustjóra. „Ríkis- lögreglustjóri mun hafa rúmt og mikið starfssvið," segir Símon Sig- valdason. „Honum er gert að starf- rækja sérstaka deild til rannsókna á skatta- og efnahagsbrotum og ákæra í þeim málum. Önnur verk- efni, sem hingað til hafa verið á könnu rannsóknarlögreglunnar, flytjast til lögregluembætta víða um land og rannsóknardeildir þeirra verða styrktar. Meginhlut- inn fer til embættis lögreglustjór- ans í Reykjavík og þangað mun fjöldi núverandi starfsmanna RLR flytjast.“ Símon segir að auk rannsókna á efnahagsbrotum muni embætti ríkislögreglustjóra t.d. starfrækja ýmsar stoðdeildir, þar á meðal rannsóknarstofu. Aðspurður hvort ekki sé skammur tími til stefnu, þegar koma þurfi jafn viðamiklum breytingum á, segir hann að nefnd hafi starfað að undirbúningnum og hann eigi von á að tími reynist nægur. Fundað með lögreglumönnum Símon segir einnig, að fulltrúar dómsmálaráðuneytisins hafi fund- að með lögreglumönnum og stétt- arfélögum þeirra. „Við leggjum ríka áherslu á að breytingarnar gangi vel og tekið verði tillit til starfsmanna,“ segir hann. Hjá embætti ríkissaksóknara fækkar um þrjú stöðugildi, þegar ákæruvald flyst í ríkari mæli til lögregluembætta. „Ég á von á að þeir starfsmenn, sem þurfa að láta af störfum hjá ríkissaksóknara, flytjist til lögreglustjóraembættis- ins, enda eru þeir búnir að afla sér reynslu á þessu sviði.“ Norðurlönd þurfa samræmdar að- gerðir gegn ofbeldi í myndmiðlum UMBOÐSMENN barna á Norðurlöndunum, sem héldu árlegan fund sinn í Stokkhólmi, eru þeirrar skoðunar að Norð- urlöndin þurfi að móta sameig- inlegar leiðbeiningarreglur til að vinna gegn ofbeldi í mynd- miðlum. Því hafa umboðsmenn barna á Norðurlöndum ákveðið að hefja samstarf um að knýja fram aðgerðir sem byggist á 17. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sú grein sáttmálans kveður m.a. á um að aðildarríki skuli stuðla að þvi að mótaðar verði viðeigandi leiðbeiningar- reglur um vernd barna og ungl- inga fyrir upplýsingum og efni sem skaðað geti velferð þeirra. „Við höfum þungar áhyggjur af því hversu ofbeldi í myndm- iðlum er orðið umfangsmikið. Því miður virðist það svo að stjórnmálamenn á norrænum þjóðþingum líti þetta vandamál ekki nægilega alvarlegum aug- um. Við álítum að nauðsynlegt sé að setja lög gegn ofbeldisefni í myndmiðlunum en aðgerðir i hveiju landi fyrir sig duga ekki til. Skilvirk samvinna milli land- anna er nauðsynleg til að hægt sé að skapa nægilega öflugan þrýsting á þá sem framleiða og senda út ofbeldisefni," segir í yfirlýsingu umboðsmannanna. Að yfirlýsingunni standa Trond Waage, umboðsmaður barna i Noregi, Þórhildur Lín- dal, umboðsmaður barna á ís- landi, Frode Muldkjær, formað- ur Bnrnerádet í Danmörku og Louise Sylwander, umboðsmað- ur barna í Svíþjóð. Stofnlánasjóður matvöruverslana Lánsfjárskortur o g gengisfellingar hvat- inn að stofnun sjóðsins Stofnlánasjóður mat- vörukaupmanna verður þijátíu ára á morgun, 20. október. Sjóðurinn er elsti stofn- lánasjóðurinn innan Kaup- mannasamtaka íslands en þrír aðrir eru starfandi í dag, Stofnlánasjóður raf- tækjasala, Stofnlánasjóð- ur skó- og vefnaðarvöru- kaupmanna og Almennur stofnlánasjóður _ Kaup- mannasamtaka íslands. Formaður Stofnlána- sjóðs matvörukaupmanna er Gunnar Snorrason kaupmaður. Hvers vegna ákváðu matvörukaupmenn að stofna stofnlánasjóð fyrir 30 árum? „Hvatinn að stofnun sjóðsins var lánsfjárskort- ur á þessum árum, síendurtekn- ar gengisfellingar og hækkun vaxta. Það voru ströng verð- lagsákvæði og algjört bann við hækkun vörubirgða. Árið 1963 voru viðraðar hugmyndir innan samtaka matvörukaupmanna um stofnun nokkurs konar bjargráðasjóðs til þess að auð- velda kaupmönnum að hætta rekstri vegna þess hversu erfið- ur reksturinn var á þessum tíma. Ákveðið var að stofna ein- hvern langtímalánasjóð fyrir kaupmenn til þess meðal annars að mæta erfiðleikum í rekstri og til að fjármagna tækjakaup og húsnæði. Undirbúningsnefnd með full- trúum matvöru- og kjötkaup- manna undirbjó stofnun sjóðsins sem síðan var formlega stofnað- ur á sameiginlegum félagsfundi hjá félagi matvörukaupmanna og félagi kjötkaupmanna hinn 20. október 1966. Stofnfélagar voru 26 en þeim fjölgaði fljót- lega í 52. í dag eru félagarnir 137 víða að af landinu. Á stofnfundi Stofnlánasjóðs- ins voru samþykkt lög sjóðsins og fyrsta stjóm hans kjörin. Fyrsti formaður Stofnlánasjóðs matvöruverslana var Torfi Torfason kaupmaður í Þing- holti. Með honum í stjórn vom Hreinn Sumarliðason, Guðni Þorgeirsson, Guðlaugur Guð- mundsson og Knútur Bruun.“ Hvert er hlutverk sjóðsins nú? „Starf sjóðsins nú er að lána sjóðfélögum fé til endurbóta, tækjakaupa og þess háttar í góðu samstarfi við líf- __ eyrissjóð verslun- armanna. Allir félagar sjóðsins era einnig fé- lagar í Kaupmanna- samtökum íslands en það er skilyrði fyrir þátttöku í Stofnlána- sjóðunum. Öll dagleg starfsemi sjóðsins fer fram á skrifstofu Kaupmannasamtakanna og sjóðirnir era mikilsverður þáttur í starfí Kaupmannasamtakanna þótt segja megi að áherslur sjóðsins hafi breytst á þessum þijátíu árum sem liðin eru frá stofnun hans. Á síðasta ári var ávöxtunin um 9% án tillits til verðlags- breytinga og heildareign sjóðs- ins er um þijátíu milljónir króna, svo að hann er vel ávaxtaður fyrir félagsmenn." Hvað kostar þátttaka í sjóðn- um? „Inntökugjaldið fyrir þátt- Gunnar Snorrason ►Gunnar er fæddur 5. júlí 1932. Hann lauk barnaskóla- námi og hefur starfað við matvöruverslanir frá ferm- ingaraldri. Gunnar opnaði sína fyrstu verslun, Teigabúð- ina, árið 1947 og rak hana til 1960. Þá tók Vogaver við sem hann rak til ársins 1975 þegar hann byggði Hólagarð. Frá árinu 1990 hefur hann leigt Hólagarð út. Um síðustu ára- mót seldi hann hlut sinn í sælgætisgerðinni Ópal en hann átti stærsta hlutinn í henni ásamt syni sínum. Gunn- ar var formaður Kaupmanna- samtaka íslands frá árinu 1973 til 1982. Hann hefur ver- ið formaður Stofnlánasjóðs matvöruverslana frá árinu 1994. Eiginkona Gunnars heit- ir Jóna Valdimarsdóttir og eiga þau 4 börn. Rætt hefur verið um að sameina stofnlána- sjóðina töku í Stofnlánasjóði matvöru- verslana er tuttugu þúsund krónur. Það er greiðsluskylda í sjóðinn í fimm ár og félagsmenn greiða til sjóðsins ákveðna upp- hæð á mánuði. í dag eru það þijú þúsund krónur. Eftir að hafa greitt í fimm ár til sjóðsins geta kaupmenn hætt að greiða í hann eða greitt að eigin vali áfram. Aðildarfélagar geta fengið inneign sína í sjóðnum út- greidda, t.d. þegar þeir hætta kaupmennsku, með tilteknum fyrirvara þó.“ Eru einhvetjar breytingar væntanlegar á sjóðn- um með breyttu hiut- verki? „Það hefur verið rætt um að sameina alla stofnlánasjóðina fjóra sem era innan Kaupmannasamtak- anna. Ekkert hefur verið ákveð- ið í þeim málum. Fjárhagsleg staða sjóðanna er svipuð svo og markmið. Nýlega var komið á átta manna samstarfsnefnd sjóðanna sem hefur það hlutverk að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra. Hvort þetta er byijun á sameiningu sjóðanna verður tíminn að leiða í ljós. í stjórn Stofnlánasjóðs mat- vörukaupmanna eru auk mín Ari Bergmann Einarsson sem er varaformaður, Þórhallur Steingrímsson er gjaldkeri, Úlf- ar Ágústsson er ritari og Júlíus Jónsson er meðstjórnandi." 5 I * i » f. í í i ú t V 5 f í f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.