Morgunblaðið - 19.10.1996, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996
VERIÐ
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna lUCN-náttúruverndarsamtakanna í Kanada
Þorskur og ýsa á válista
ÞORSKUR og ýsa í Norður-Atl-
antshafi eru komin á válista alþjóða
náttúruverndarsamtakanna Inter-
national Union Conservation for
Nature, IUCN, sem eru stærstu
regnhlífasamtök fyrir ríkisstjórnir
og náttúruverndarsamtök með um
800 aðildarfélaga. Engin íslensk
samtök eru á félagaskrá í IUCN.
Aftur á móti hefur íslenska ríkis-
stjórnin verið aðili nokkuð lengi, en
að sögn Tryggva Felixsonar, deild-
arstjóra alþjóðadeildar umhverfis-
ráðuneytisins, er starf samtakanna
mjög viðamikið og því ekki mögu-
legt fyrir íslensk stjórnvöld að fylgj-
ast með öllum þáttum starfsins.
Nú stendur yfir í Montreal í
Kanada ráðstefna þessara samtaka
sem haldin er á þriggja ára fresti.
Fyrir íslands hönd sitja hana Sig-
urður Ármann Þráinsson frá um-
hverfisráðuneytinu og Pétur Gunn-
ar Thorsteinsson frá sendiráði ís-
lands í Washington. „Þingið tekur
á mjög mörgum málum, en hefur
ekkert þjóðréttarlegt gildi sem slíkt.
Það er því engin ástæða til að ótt-
ast að þessi válisti skaði hagsmuni
íslands að svo stöddu. Þess ber þó
að gæta að margar af þeim tillög-
um, sem samþykktar eru á þinginu,
koma síðar til umfjöllunar innan
stofnana Sameinuðu þjóðanna
þannig að við teljum eðlilegt að
fylgjast með og hafa örlítil áhrif á
niðurstöðurnar," segir Tryggvi.
Samtök þessi hafa reglulega gert
svokallaða válista og á honum eru
Felur ekki í
sér neitt þjóðrétt-
arlegt gildi
mjög margar dýrategundir, sem
taldar eru í úti’ýmingarhættu. Með-
al annars má finna samtals 148
fiskategundir á listanum og af þeim
bættust um 100 við nú í ár, að
sögn Tryggva. í hópnum eru m.a.
þorskur og ýsa úr Norður-Atlants-
hafi sem við íslendingar byggjum
m.a. lífsafkomu okkar á. Þessa
stofna setja samtökin undir einn
hatt þótt vitað sé að til séu um 20
þorskstofnar í Norður-Atlantshafi
og ástand þeirra mjög mismunandi
eftir svæðum, að sögn Sigfúsar
Schopka, fiskifræðings hjá Haf-
rannsóknastofnun. Hann telur slíka
alhæfingu samtakanna vera fráleita
þar sem ekki sé hægt að heimfæra
hættuástand upp á alla þá stofna,
sem hér um ræðir. Sem dæmi um
stofna, sem eru í mikilli lægð, nefn-
ir Sigfús Labrador-stofninn, sem
friðaður hefur verið undanfarin ár,
og sömuleiðis hafi þorskur við Vest-
ur-Grænland að mestu horfið.
Tryggvi bendir á að í válista
IUCN sé ekki greint frá því hvort
einstök ríki hafi vaknað til vitundar
um nauðsynlegar friðunaraðgerðir
og gripið til róttækra aðgerða í kjöl-
farið, eins og við íslendingar höfum
nú gert. „Svona válisti getur hæg-
lega smitað út frá sér og jafnvel
farið inn í alþjóðlega samninga sem
aftur getur haft áhrif á viðskipti
með þessar vörur þótt ekki sé nein
bein hætta á því hér og nú. Við
getum ekki mótmælt listanum sem
slíkum, en við munum aftur á móti
reyna að hafa áhrif á vinnulag sam-
takanna og sjá til þess að réttar
upplýsingar komist til skila,“ segir
Tryggvi.
Réttum upplýsingum
komið á framfæri
Sérstök nefnd, sem starfandi er
innan samtakanna og heitir Surviv-
a 1 Species Commission, útbýr válist-
ann eftir ákveðnum vinnureglum,
sem þing samtakanna samþykkti
fyrir þremur árum. Þær kveða á
um að fiskistofn skuli á válistann
ef hann er 20% minni í dag en
hann hefur að jafnaði verið undan-
farin tíu ár. „Um þessa vinnureglu
má vissulega deila enda getur hún
komið af stað ákveðnum hræðslu-
áróðri án þess að það komi fram
til hvaða friðunaraðgerða einstök
ríki hafi gripið til. Svona válisti
getur vakið upp óþægilegt umtal,
sem byggir ekki á öllum fyrirliggj-
andi upplýsingum heldur aðeins
hluta þeirra. Þess vegna leggjum
við á ráðstefnunni áherslu á að
koma á framfæri réttum upplýsing-
um um þær aðgerir, sem við Islend-
ingar höfum gripið til og duga von-
andi svo að það skiljist öllum að
við höfum ekki sofíð á verðinum,“
segir Tryggvi.
Fremur óvenjulegt ástand á síldarmiðunum
Vill skella
skuldinni
á rysjótta
veðráttu
SÍLDARAFLINN á haustvertíðinni
er nú kominn í tæp tólf þúsund
tonn það sem af er vertíðinni og
er það aðeins lítill hluti af því síldar-
magni, sem leyfilegt er að veiða á
yfirstandandi fiskveiðiári, en sam-
tals nemur sildarkvótinn að þessu
sinni rúmum 113 þúsund lestum.
Síld hefur borist til tólf móttöku-
staða það sem af er vertíðinni, en
mest hefur borist til Síldarvinnsl-
unnar hf. á Neskaupstað, um þrjú
þúsund tonn. Næst mest hefur bor-
ist Búlandstindi á Djúpavogi, um
1.600 tonn, og í þriðja sæti er
Strandasíld á Seyðisfirði með tæp
900 tonn.
Á miðunum eru menn mjög ugg-
andi yfir háttum síldarinnar og
segja ástandið vera fremur óvenju-
legt. „Á þessum tíma á að vera
orðið mjög gott að eiga við síldina.
Það hefur alltaf verið mjög gott í
október, sérstaklega þegar komið
er fram yfir 10.-15. október. Við
höfum svo sem engar skýringar á
þessari tregðu nú. Tíðin er hinsveg-
ar búin að vera mjög leiðinleg og
maður bara vonar að hægt sé að
kenna rysjóttri veðráttu um þetta
gengi nú,“ segir Eyjólfur Guðjóns-
son, skipstjóri á Gullberginu VE í
samtali við Verið. Hann bætti við
að sitt sýndist hverjum og persónu-
lega væri hann í hópi þeirra, sem
hefðu verið á móti flottrolli í sfld
og loðnu sem viðgengist hefði und-
anfarin þrjú ár. Manni fer svo sem
að detta ýmislegt í hug ef þetta fer
ekki að lagast."
Gullbergið VE kom til hafnar í
Vestmannaeyjum kl. 22 í gærkvöldi
og landaði 300 tonnum hjá Vinnslu-
stöðinni hf. Eyjólfur skipstjóri sagði
veiðina hafa verið þokkalega í
fyrrakvöld, þó ekkert meira en það.
Ljósmynd/Þorsteinn
Á þESSUM tíma árs á að vera orðið gott að eiga við síldina. Skip-
stjórnarmenn eru því nokkuð uggandi um hvað valdi aflatregðu.
„Við vorum í botninum á Litla-Dýp-
inu, 25-30 mílur suðaustur af Hval-
bak, köstuðum tvisvar og fengum
þennan skammt sem við máttum
koma með, 300 tonn að þessu sinni.
Vinnslan ræður ekki við meira í
einu. Það er að koma helgi í landi.“
Eyjólfur gerði ráð fyrir að síldin
færi aðallega í frost. Hann sagði
önnur síldveiðiskip hafa sömuleiðis
verið að fá slatta. Börkur NK hafi
t.d. fengið 150 tonn í fyrrakvöld
og landað á Neskaupstað og einnig
hafi Jón Sigurðsson, Oddeyrin,
Svanur og Jóna Eðvalds verið með
síld. Eyjólfur gerði ráð fyrir að
halda á síldarmiðin á ný í kvöld.
„Við höfum ekkert með helgarfrí
að gera. Við ætlum okkur að klára
síldina af áður en við höldum áfram
á loðnunni. Það gekk mjög vel á
loðnunni í sumar og ef heildarút-
hlutunin í loðnukvótanum verður
eins og menn halda að hún verði,
þá þurfum við ekki að fiska nema
um þijú þúsund tonn til viðbótar
til þess að ná kvótanum okkar í
vetur. Það gæti tekist fyrir jól.“
V^'iV.íxlcr: >v.»>
tKýJen Ur.e y.hyxz:
<«*:»«»» ff:>s:>xí
Brezka stjómin í Bmssel
ÞESSI heils-
íðuauglýsing
frá Þjóðarat-
kvæðisflokki
milljarðamær-
ingsins James
Goldsmith birt-
ist í brezkum
blöðum fyrr í vikunni. „Hér er
brezka ríkisstjórnin,“ segir í
yfirskrift auglýsingarinnar —
en myndirnar eru af fram-
kvæmda-
stjórnarmönn-
um Evrópu-
sambandsins.
Flokkur
Goldsmiths,
sem krefst
þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðild Bret-
lands að ESB, vill greinilega
gefa í skyn að Bretlandi sé stýrt i
frá Brussel. \
Tietmeyer
ítrekar viðvaran- j
ir vegna EMU
BANKASTJÓRI þýzka seðlabank-
ans, Hans Tietmeyer, ítrekaði við-
varanir sínar, um að Efnahags- og
myntbandalag Evrópu (EMU) verði
að byggja á traustum grunni ríkis-
fjármála aðildarríkjanna, í viðtali
við franska blaðið Le Monde á mið-
vikudag.
Tietmeyer hefur áður varað við
því að ríki, sem stefna á aðild að
EMU, nái niður ríkissjóðshalla sín-
um með skammtímaaðgerðum, sem
ekki dugi til að koma í veg fyrir
hallarekstur til lengri tíma.
„Árangur eins árs nægir ekki til
að sanna að menn virði stöðugleika-
skilyrði [Maastricht-sáttmálans],"
segir Tietmeyer í viðtalinu. „Menn
verða að ná öllum markmiðunum,
til dæmis varðandi fjárlögin, ekki
með því að fíkta við bókhaldið, held-
ur með því að stefna að traustum
ríkisfjármálum til lengri tíma.“
Frakkar gleymnir?
Tietmeyer vill ekki tjá sig um
stöðu einstakra ríkja, en segir þó
að Ítalía, sem hyggst taka upp sér-
stakan evró-skatt til að rétta af fjár-
lagahallann, sé velkomin í hópinn,
takist stjómvöldum að viðhalda ár-
angri í ríkisfjármálunum áfram.
Ymis aðildarríki ESB hafa verið
sökuð um að grípa til skammtíma-
aðgerða og bók-
haldsbragða til að
uppfylla skilyrði
fyrir þátttöku í
EMU árið 1997. í
seinasta mánuði k
kom til dæmis
fram að til að lag- p
færa stöðu }
frönsku fjárlag-
anna var fé, sem
ætlað er til líf-
eyrisgreiðslna, fært frá franska rík-
isfyrirtækinu France Telecom og
yfir til ríkissjóðs.
Aðspurður hvort hann telji þetta
bókhaldsbrellu, segir Tietmeyer að
hann vilji ekki gagnrýna einstök }
ríki. Hann minnir hins vegar á að
Frakkar sjálfir hafi átt tillöguna að *
viðmiðun Maastricht-sáttmálans um }
leyfilegan fjárlagahalla EMU-ríkja,
sem er 3% af landsframleiðslu. „Mér
sýnist að sumum falli ekki að vera
minntir á hluti, sem þeir hafa þegar
gefíð samþykki sitt fyrir,“ segir
seðlabankastjórinn.
Hagfræðingar telja að enginn
grundvöllur sé fyrir því að setja EMU
á stofn án þátttöku Frakklands. Hins
vegar geri það mönnum erfiðara fyr- j
ir að gera strangar kröfur til ann- ‘
arra ríkja, líti þeir framhjá veikleik- }
unum í ríkisfjármálum Frakka.